Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 53
1928, d. 12.9. 2006. Foreldrar Sól-
rúnar voru Þorbjörn Guðlaugur
Bjarnason pípulagningameistari, f.
14.7. 1895 á Heiði á Síðu, V-Skaft.,
d. 8.11. 1971 og Guðríður Þórólfs-
dóttir húsmóðir, f. 20.9. 1894 á
Dalshöfða í Fljótshverfi, V-Skaft.,
d. 8.11. 1980.
Þau hjónin Gísli og Sólrún hófu
sinn búskap í sameiginlegu hús-
næði fjölskyldu Sólrúnar sem faðir
hennar hafði byggt í Drápuhlíð-
inni. Eftir því sem fjölskyldan
stækkaði hófust þau síðan handa
við að byggja sitt eigið hús og
fluttu inn á sitt framtíðarheimili í
Aratúni 9 í Garðabæ árið 1963 þá
komin með 6 börn. Yngsta barnið
fæddist síðan 1969 en í húsinu í
Aratúni á stórfjölskyldan margar
minningar.
Börn Gísla og Sólrúnar eru 1)
Guðríður Valva, f. 12.5. 1954 og
eru börn hennar þau Vincent Gísli
og Elísabet Ásta Pálsbörn; 2) Kol-
beinn, f. 16.12. 1955 og eru börn
hans þau Sunneva, Gísli Ferdin-
and, Sigtryggur og Sólrún Dís; 3)
Ólafur Haukur, f. 13.9. 1957 og
eru börn hans Birna Björk,
Sandra Björk, Svavar Már og
Agnes; 4) Magnea Auður, f. 4.10.
1959 og eru dætur hennar Erla
Björk, Sif og Andrea Jónína Jóns-
dætur; 5) Þorbjörn Reynir, f.
25.12. 1960 en dætur hans eru
Unndís, Sólrún og Ariana; 6)
Gísli, f. 12.2. 1963 en hans börn
eru Snær, Gunnar, Sól Dís og
Freyr; 7) Mattías Rúnar, f. 25.4.
1969 og börn hans eru Karen,
Tara og Daníel Logi. Langafa-
börnin eru nú orðin 23.
Systkini Gísla: Vigdís, d. 2006,
Gunnar, d. 2001, Eiríkur, d. 2008,
Jón, d. 1996, Árni, d. 2020, ásamt
Ferdinand Þóri, f. 17.8. 1936,
sem ásamt Gísla er eftirlifandi.
Foreldrar Gísla voru hjónin
Ferdinand Róbert Eiríksson skó-
smiður, f. 13.8. 1891 á Álftanesi, d.
12.2. 1978 og Magnea Guðný
Ólafsdóttir húsmóðir, f. 4.4. 1895 á
Eyrarbakka, d. 20.3. 1981.
Gísli
Ferdinandsson
Guðný Hansdóttir
húsfreyja í Stokkseyrarseli vestra
Gísli Andrésson
bóndi í Stokkseyrarseli vestra
Guðrún Gísladóttir
húsfreyja á Eyrarbakka og í Reykjavík
Ólafur Árnason
sjómaður á Eyrarbakka,
síðast bús. í Rvík
Magnea Guðný Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Margrét Gísladóttir
húsfreyja í Þórðarkoti
Árni Eiríksson
bóndi í Þórðarkoti í Flóa
Júlíana Hallbera Jónsdóttir
ljósmóðir á Álftanesi
Jón Gíslason
útvegsbóndi og formaður í Sviðholti
á Álftanesi og á Eyvindarstöðum
Vigdís Jónsdóttir
húsfreyja á Eyvindarstöðum
Eiríkur Tómasson
bóndi á Eyvindarstöðum á Álftanesi
og verkamaður í Reykjavík
Signý Eiríksdóttir
húsfreyja í Ráðagerði
Tómas Gíslason
bóndi í Ráðagerði á Álftanesi
Ætt Gísla Ferdinandssonar
Ferdinand Róbert
Eiríksson
skósmíðameistari í
Reykjavík
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
„ÉG FANN ÞESSA FRAMMI Á GANGI. ÉG
HELD AÐ ÞAÐ EIGI AÐ SKERA NIÐUR.“
„FYRRVERANDI ATVINNUVEITANDI ÞINN
SAGÐI AÐ ÞÚ ÆTTIR ERFITT MEÐ AÐ
AÐLAGAST AÐSTÆÐUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að óska þér til
hamingju með afmælið!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÚÚÚÚ,
SUSHI!
HRÓLFUR VILL AÐ ÞÚ NOTIR
ÞENNAN SÉRSTYRKTA HJÁLM
Í ÁRÁS DAGSINS!
VÁ! EN
HUGUL-
SAMT!
VIÐ GLEYMDUM HURÐABRJÓTNUM!
HAGNAÐUR
Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur
Arnfinnsson „Eftir storminn“:
Flýgur már um fjarðarál,
fjallsins grár er hjúpur,
hjalar sjár við hamrastál,
himinn blár og djúpur.
Enn yrkir Guðmundur og nú er
það „Hríðarveður“:
Kári flóa, klett og grund
köldum lófa strýkur,
yfir móa, mel og grund
mjallarkófið rýkur.
Í Fimmtu Davíðsbók segir, að
„Sigrún taldi konur þurfa að eyða
miklum tíma í viðhald til að líta
sæmilega út“:
Hún mælir og snittar og skrúfar og sker
og skrapar og hugar að dampi,
rörtöng hún sveiflar og ryðið af ber
og reynir að þétta með hampi.
Enn segir þar: „Borgarstjóri
íhugaði framboð til Alþingis 2013,
ekki var hann viss um hvað stjórn-
málaflokkurinn héti en ætlaði að
fylgja besta vini sínum“:
Bráðum ég í framboð fer,
finn þar góðra vina sveit,
en fyrir hvaða flokk það er
ég fjandankornið ekki veit.
„Sjálfsleit“ eftir Þórarin Eldjárn:
Í mér var einhver hundur,
allt var að detta í sundur.
En í sjálfum mér vann ég
uns sjálfan mig fann ég.
Þá varð aldeilis fagnaðarfundur.
Kristján Karlsson orti:
„Já, andartak ef ég hef tíma,“
sagði íslenskumaður í Lima.
Það falaði hann stúlka
sem lá breitt upp á búlka
eða bekk, ef þú kannt ekki að ríma.
Aftur eftir Kristján: „Gyðjan er
hugsi, eftir Kristmann Guðmunds-
son. (Þögn) Mun eiga að vera Gyðj-
an er uxi.“
Úr tilkynningum í útvarpi fyrir
mörgum árum.
„Nú hættum við hórdómi og sluksi,“
mælti Hámundur, „gyðjan er uxi.“
Hann bíður um stund
brýtur stól, lemur hund.
Enn bíður hann. Gyðjan er hugsi.
Á feisbók yrkir Anton Helgi
Jónsson „Friðarsúluvísur“:
Í kvöld á að kveikja ljósið
sem kannski mun ekki sjást
því móða er víða mikil
og minnir á allt sem brást.
Í kvöld getur vaknað vonin
sem virðist oft sett á bið
með trúnni að okkur takist
að tryggja í heimi frið.
Í kvöld munu opnast augu
þótt ekki sé skyggnið neitt
en verði í hjörtum heiðskírt
skal heiminum öllum breytt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ort eftir storminn
duka.is
Kringlan &
Smáralind
14.990,-
3.990,-
4.990,-
5.990,-