Morgunblaðið - 13.10.2022, Page 57

Morgunblaðið - 13.10.2022, Page 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 M arilyn Monroe, leik- konan sem dáð var bæði, öfunduð og fyrir- litin í stjörnutíð sinni, er umfjöllunarefni nýjustu kvik- myndar Andrews Dominiks sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í byrjun september og hlaut þar góðar viðtökur gesta en hefur verið umdeild af gagnrýn- endum. Það er engin furða því þetta er sérkennileg kvikmynd um margt og á köflum nær því að vera hroll- vekja en einhvers konar túlkun á ævi Monroe. Sumir virðast halda að þetta sé ævisaga Monroe, sem réttu nafni hét Norma Jeane Baker, en það er mis- skilningur. Bókin sem handrit myndarinnar er byggt á, eftir Joyce Carol Oates, er skáldsaga þó svo Monroe sé vissulega aðalpersónan. Hún er nálgun höfundar á persón- una og goðsögnina Marilyn Monroe sem var heimsþekkt kvikmynda- stjarna og kyntákn en um leið gríma eða framhlið hinnar brothættu Normu Jeane, ungrar konu sem átti erfiða æsku og dvaldi á munaðar- leysingjaheimili eftir að móðir henn- ar varð of veik á geði til að annast hana. Þetta liggur fyrir eftir fyrsta hluta myndarinnar sem er nokkuð hrollvekjandi. Í honum leikur ung stúlka, Lily Fisher, Monroe (ég kalla hana Monroe í þessari gagnrýni þótt hún hafi ekki heitið það í raun) og móður hennar, Gladys Pearl Baker, leikur Julianne Nicholson með nokkrum tilþrifum. Monroe vissi ekki hver faðir hennar var og er sú óvissa gegnumgangandi stef í mynd- inni, föðurleysið, og það einkar þreytandi. Að sama skapi höfðu veikindi móðurinnar mikil áhrif á Monroe alla hennar stuttu ævi, ef marka má myndina en hana er þó ekki að marka, sem fyrr segir, því hún er að stórum hluta skáldskapur. Þeir sem vilja vita allt um ævi Mon- roe verða því að leita annað og nóg hefur nú verið skrifað um hana og kvikmyndir og þættir verið gerðir þannig að það ætti að vera lítið mál. Afar lík Monroe Monroe er leikin af hinni kúbönsku Önu de Armas sem nær henni ótrú- lega vel, talanda hennar og hreyf- ingum og atriði úr nokkrum kvik- myndanna sem Monroe lék í eru endurgerð af mikilli nákvæmni. Sama má segja um þekktar ljós- myndir, augnablikin sem þær voru teknar á eru endursköpuð óaðfinn- anlega. Ástarsambönd og tveir eiginmenn af þremur koma við sögu, þeir Joe DiMaggio sem Bobby Cannavale leikur og leikskáldið Arthur Miller sem Adrien Brody leikur. Óöryggi þessarar frægustu ljósku allra tíma er sýnt með ýmsum hætti og stöðug leit hennar að föðurímynd en hún kallar báða eiginmenn sína „pabba“ sem er heldur ógeðfellt í ljósi þess að engin voru börnin. Börn eru þó endurtekið stef í myndinni, löngun Monroe í að verða móðir og fóstur- eyðingar og fósturlát. Sama má segja um pillur og áfengi, notkun á vímuefnum verður meira áberandi er á líður og oftar en ekki er farið með leikkonuna eins og kjötskrokk. Þannig er hún beinlínis borin inn í svefnherbergi Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta í einu af ógeð- felldari atriðum myndarinnar og þar látin þjóna honum kynferðislega á meðan hann talar í síma. Mynda- takan í því atriði er ansi óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt. Í öðru atriði á Monroe mök við tvo unga karlmenn, eins og mikið var fjallað um eftir frumsýningu mynd- arinnar í Feneyjum, og eru þeir báð- ir synir frægra leikara. Þetta atriði er stílfært líkt og um sjónvarps- auglýsingu fyrir ilmvatn sé að ræða, einhverra hluta vegna. Hvaðan sú hugmynd kom að láta Monroe eiga vingott við þessa ungu leikara veit ég ekki og eftir stutta eftirgrennslan fæ ég ekki betur séð en að þetta sé hreinn uppspuni, líkt og svo margt annað í myndinni. Endirinn, þegar Monroe deyr af völdum róandi lyfja og áfengis, aðeins 36 ára, er hins vegar ekki uppspuni. Tvívíð persóna Ljóska er hægfljótandi, hrollvekj- andi og fallega útlítandi kvikmynd sem skilur furðulítið eftir sig þrátt fyrir að vera ógnarlöng, 166 mín- útur. Tæknilega er hún afbragðsvel gerð og mun eflaust hljóta fjölda verðlauna fyrir búningahönnun, lýs- ingu, myndatöku og förðun og lík- legt þykir mér að Armas muni næla sér í nokkur verðlaun fyrir leik sinn. Ekki má svo gleyma tónlist Nicks Caves og Warrens Ellis sem er mjög áhrifarík, falleg og sársaukafull. Myndin flakkar fram og aftur í hlutföllum frá hinu háa 4:3-formi yfir í breiðtjaldsformið og úr svart- hvítu í lit og aftur í svarthvítt og lita- pallettan breytist að sama skapi endurtekið til að minna áhorfandann á þann tíma sem vísað er til, kvik- mynda og ljósmyndunar upp úr miðri síðustu öld. Þessar stílæfingar leikstjórans eru fallegar og gleðja augað en virðast þó ekki þjóna nein- um tilgangi í frásögninni. Í einu atriði er Monroe umkringd æstum múg, karlkyns aðdáendum sem afmyndast í framan af frygðar- öskrum. Fékk ég ekki betur séð en að einhvers konar tölvuvinna hefði verið unnin þar til að afmynda þá enn frekar. Hvers vegna Dominik þarf að undirstrika sturlunina með þessum hætti skil ég ekki en hún hefur þó sín áhrif. Talandi fóstur í maga Monroe er líka skrítin hug- mynd og frumleg. Þegar Monroe fer svo að missa tökin á tilverunni undir lokin er það gert með myndmáli frekar en samtölum, sem virkar vel. Plúsar og mínusar Þótt margt sé ágætt við Ljósku á ég erfitt með að gera upp hug minn gagnvart henni. Ég er bæði hrifinn og ekki. Myndin er vel leikin og tæknilega vel gerð, nokkrar áhrifa- miklar senur prýða hana og hroll- vekjandi er hún oft en því miður allt- of endurtekningasöm og langdregin. Varla verður sagt að minning Mon- roe sé heiðruð með Ljósku en eins og leikstjórinn hefur bent á var það aldrei ætlunin. En hvers vegna þá að búa til kvikmynd sem á yfirborðinu virðist vera um Monroe en er það þó ekki? Um konu sem er gráti nær stóran hluta myndar, konu sem kall- ar eiginmenn sína pabba og enginn tekur alvarlega sem vitsmunaveru? Konu sem vill þóknast öllum og vera elskuð og geldur fyrir það? Það sem truflaði mig þó mest við Ljósku, þegar öllu er á botninn hvolft, er hversu flöt persóna Monroe er í myndinni og tvívíð. Hvernig hún er ýmist flissandi kát eða grátandi af angist nær alla myndina og varla neitt þar á milli. De Armas er góð leikkona en hlut- verkið er það eiginlega ekki, alla vega ekki eins og Dominik leikstýrir henni í því. Monroe er fórnarlamb myndina út í gegn en örsjaldan glitt- ir í konu með hæfileika, greind og metnað, sem mér skilst að Monroe hafi verið. Var hún góð leikkona? Áhorfendur fá engin svör við því en hún virðist alla vega hafa verið metnaðarfull og vel lesin. Hið já- kvæða víkur fyrir fórnarlambs- áherslunni í Ljósku sem reynist á endanum furðuleg hrollvekja. Og nú er ég aftur að gleyma því að myndin er ekki í rauninni um Monroe heldur ímyndaða útgáfu af henni. Og heldur leiðinleg og langdregin, því miður. Heljarinnar harmleikur Ljóska Úr Blonde, Ana De Armas í hlutverki Monroe með aðstoðarkonu á endurgerðri og þekktri ljósmynd. Netflix Blonde bbmnn Leikstjórn og handrit: Andrew Dominik. Handrit byggt á skáldsögu Joyce Carol Oates. Aðalleikarar: Ana de Armas, Adrien Brody, Bobby Cannavale, Lily Fisher, Julianne Nicholson og Xavier Samuel. Bandaríkin, 2022. 166 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire SÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA Telegraph CHRISTIAN BALE MARGOT ROBBIE JOHN DAVID WASHINGTON CHRIS ROCK ANYA TAYLOR-JOY ZOE SALDAÑA MIKE MYERS MICHAEL SHANNON TIMOTHY OLYPHANT ANDREA RISEBOROUGH TAYLOR SWIFT MATTHIAS SCHOENAERTS ALESSANDRO NIVOLA AND ROBERT DE NIRO WITH RAMI MALEK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.