Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Norður og niður er heiti umfangs-
mikillar myndlistarsýningar sem
verður opnuð kl. 19.30 í kvöld,
fimmtudag, í mörgum sölum Lista-
safns Reykjavíkur – Hafnarhúss.
Sýningin er unnin í samstarfi
þriggja listasafna, Portland Mu-
seum of Art í Maine-ríki Bandaríkj-
anna, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð
og Listasafns Reykjavíkur. Þetta er
í fyrsta sinn sem samstarf samtíma-
listamanna á norðurslóðum er mark-
visst sett fram með slíkum hætti í al-
þjóðlegu samhengi en á sýningunni
er tekist á við þær breytingar sem
eru að verða á samfélagi, náttúru og
lífríki á norðurslóðum í upphafi 21.
aldarinnar vegna loftslagsbreytinga.
Sýningin var fyrst sett upp í Port-
land-safninu og héðan fer hún í
Bildmuseet í Svíþjóð.
Víðfeðmt og stórt
Listafólkið á það sammerkt að
búa og starfa á svæðum í kringum
Norðurpólinn, bæði upprennandi og
þekktari núlifandi listamenn sem
búsettir eru á norðvesturströnd
Bandaríkjanna, á kanadískum
strandsvæðum, á Norðurlöndunum
auk listafólks af frumbyggjaættum
frá öllu svæðinu, alls þrír tugir lista-
manna og listamannahópa. Íslensku
fulltrúarnir eru Ragnar Axelsson –
RAX, Anna Líndal, Magnús Sigurð-
arson, Bryndís Snæbjörnsdóttir &
Mark Wilson og Arngunnur Ýr.
Meðal annarra listamanna má nefna
Joan Jonas, sem hefur verið fulltrúi
Bandaríkjanna á Feneyjatvíær-
ingnum og verk hennar verið á
einkasýningum í söfnum hér, og
hinn kunni danski listamannahópur
Superflex.
Sýningarstjórar koma frá öllum
þremur söfnunum, Anders Jansson,
Jaime DeSimone og Markús Þór
Andrésson. Sá síðastnefndi leiddi
blaðamann milli afar fjölbreytilegra
verkanna á sýningunni.
„Þessi sýning var lengi í bígerð og
svo seinkaði henni um ár vegna Co-
vid-faraldursins – við vorum í raun
þakklát fyrir þann aukatíma sem við
fengum í undirbúningnum því hann
nýttist vel í rannsóknir og vefviðtöl
við listamenn,“ segir Markús.
Hann segir að markvisst hafi ver-
ið fundnir og valdir listamenn sem
eru „svo sannarlega á jaðrinum. Við
sýnum verk eftir listamenn sem búa
og starfa víða á norðurslóðum, alls
ekki bara í borgum heldur einkum í
dreifbýlinu.“ Hann nefnir sem dæmi
að markvisst hafi verið skoðuð verk
eftir Sama og fólk sem býr afskekt í
Maine og í Kanada.
„Viðfangsefnið er mjög víðfeðmt
og stórt og það var ekki auðvelt að
ná utan um það. Portland-safnið fór
af stað með verkefnið og grunn-
hugmyndin hjá þeim er að þetta sé
þríæringur og þau leituðu til okkar
með þátttöku í þessari fyrstu útgáfu.
Svo kemur í ljós hvort framhald
verði þar á.“
Umhverfislegar áskoranir
Samhliða sýningunni kemur út
vegleg bók með umfjöllun um norðr-
ið og þá samtímalistamenn sem verk
eiga á sýningunni. Sýningarstjór-
arnir þrír skrifa hver sína greinina
um meginþemu verkefnsins, nátt-
úru, umhverfi og samfélög á norður-
slóðum, og meðal annarra greinahöf-
unda er Andri Snær Magnason sem
skrifar um heimskautin.
Sýningarstjórarnir segja að lista-
menn séu landkönnuðir nútímans,
þeir rannsaka áleitin efni og nýta sér
tilfinningaleg áhrif listar og frá-
sagnarmöguleika hennar sem hvata
til breytinga. Loftslags- og
umhverfisbreytingar, auk sárs-
aukafullrar sögu nýlenduvæðingar
innfæddra þjóða, hafa leitt til sköp-
unar nýrra listaverka sem fást við
þungan straum félags-, efnahags-,
stjórnmála- og umhverfislegra
áskorana um gjörvallt norðrið.
Listafólkið á sýningunni tekst líka á
við þá blekkingu sem oft er haldið
fram að norðrið sé afskekkt auðn og
skorar á hólm rómantíska tálmynd
af ósnortnu landi og meintri eins-
leitni samfélaganna.
„Hér er aðallega fjallað um um-
hverfismálin gegnum verk sem
tengjast jöklunum og hafinu. Í um-
fjöllun um lifandi náttúru vinna
listamenn með lífríkið, gróður og
dýralíf, og þá fjalla sumir hér um
samfélagið. Í öllum verkunum er á
einhvern hátt verið að skoða breyt-
ingar og ferla sem eru í gangi,“ segir
Markús.
„Í sumum verkanna er skoðað
hvort breytingar séu til góðs eða ills,
sumir gagnrýna, aðrir benda okkur
á eitthvað. Hér eru verk í allskyns
miðla, nýmiðlar og vídeó en líka
afturhvarf til handverksins í verkum
listamanna sem vilja endurvekja
handverkshefðir sem eiga rætur í
menningarlegum bakgrunni til
dæmis Inúíta, Sama og frumbyggja
Norður-Ameríku. Þetta er mjög fjöl-
breytileg sýning,“ segir Markús.
Samtímamyndlist um norðurslóðir
- Á sýningunni Norður og niður í Hafnarhúsinu eru verk 30 listamanna um breytingar og samfélög
Morgunblaðið/Einar Falur
Veggmynd Bandaríski listamaðurinn Peter Soriano, sem fæddist á Filippseyjum, vann í vikunni að því að móta með
teikningu og akríllitum flennistórt verk í einn salinn í Hafnarhúsinu, byggt á grænlensku landslagi.
Lýsisverk Magnús Sigurðarson: IN
COD-liver WE TRUST inc.
Skaftafell – Pia I Hluti eins verka Arngunnar Ýrar sem sýnd eru, málað
2021. Verkin á sýningunni eru afar fjölbreytileg, unnin í alls kyns miðla.
Breska leikkonan Angela Lansbury,
sem naut um árabil mikilla vinsælda
í hlutverki Jessicu Fletcher í sjón-
varpsþáttaröðinni Murder, She
Wrote, er látin 96 ára að aldri. Á tólf
ára tímabili lék Lansbury í alls 264
þáttum sjónvarpsþáttaraðarinnar,
sem hefur verið sýnd víða um lönd
og iðulega endursýnd. Hún var einn-
ig atkvæðamikil leikkona á sviði og í
kvikmyndum. Hún lék í sinni fyrstu
kvikmynd, Gaslight, árið 1944 og
þeim síðustu fyrir fjórum árum, fjöl-
skyldumyndunum Buttons og Mary
Poppins Returns. Leikferill hennar
spannaði meira en sjö áratugi og ár-
ið 2014 hlaut hún heiðurs-ósk-
arsverðlaun fyrir ævistarf í kvik-
myndum.
Lansbury átti einnig gifturíkan
feril á sviði, ekki síst á Broadway í
New York, en þar tók hún iðulega
þátt í uppsetningum verka Stephens
Sondheims, við mikið lof. Hún
hreppti fimm Tony-verðlaun og lék
reglulega bæði á Broadway og í
London fram yfir nírætt.
Dáð Lansbury með Óskarsverðlaunin sem
hún fékk fyrir ævistarfið árið 2013.
Leikkonan Angela Lansbury látin
AFP
Frönsk þýðing
skáldsögu Gyrðis
Elíassonar,
Sorgarmarsinn
(2018), er á stutt-
lista frönsku
bókmenntaverð-
launanna Prix
Médicis yfir
bestu erlendu
þýddu skáldsög-
urnar á frönsku, sem kynntur hefur
verið.
Í franskri þýðingu Catherine Eyj-
ólfsson heitir sagan Requiem og er
gefin út af forlaginu La Peuplade.
Aðrar sögur á stuttlistanum eru
eftir argentínska höfundinn Mariu
Soniu Cristoff, hinn úkraínska And-
reï Kourkov, sem á dögunum hlaut
verðlaunin sem kennd eru við Hall-
dór Laxness, ítalska höfundinn Nic-
olu Lagioia, hina bandarísku Leilu
Mottley, Rússann Mariu Stepanovu,
Írann Colm Toibin og hinn banda-
ríska Allen S. Weiss. Verðlaunin
verða afhent 7. nóvember.
Gagnrýnandi Morgunblaðsins
lofaði Sorgarmarsinn á sínum tíma,
gaf fimm stjörnur og sagði söguna
vera heillandi, djúpa og marg-
radda.
Saga Gyrðis á stuttlista Prix Médicis
Gyrðir Elíasson
www.gilbert.is
J S
W
AT
CH CO .REYK JAV
IK