Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
S
káldsagan Vængjalaus eftir
Árna Árnason er saga um
þær spurningar sem hefj-
ast á orðunum „hvað ef“
og leitina að svörunum við þeim.
Árni hefur gefið út tvær barna-
bækur en Vængjalaus er hans
fyrsta skáldsaga fyrir fullorðna.
Vængjalaus gerist á tveimur
tímaskeiðum. Aðalpersónan Baldur
horfir yfir farinn veg og rifjar upp
nótt eina á Akureyri. Rétt fyrir
aldamótin er
hann rétt skrið-
inn upp úr tví-
tugu, vinnur sem
sundlaugar-
vörður en hyggst
halda til náms á
Englandi innan
skamms. Hann á
líka kærustu en
er farinn að efast
um sambandið.
Baldur fer í
jarðarför, fyrst ranga og svo rétta,
og síðan út á lífið og verður það til
þess að hann kynnist Auði sem er
ellefu árum eldri en hann, gift
kona úr Reykjavík.
Tuttugu árum síðar hefur hann
náð langt í auglýsingabransanum
en ástalífið hefur ekki gengið jafn
vel og tvö hjónabönd að baki. Hann
hittir gamlan vinnufélaga, Elsu, í
Leifsstöð þar sem þau eru bæði á
leið til Feneyja í ólíkum erinda-
gjörðum. Hann rekur atburði þess-
arar nætur á Akureyri fyrir Elsu
og ljóst er að kynnin af Auði hafa
snert hann djúpt. Árni er tækni-
lega mjög fær og textinn flæðir
vel. Hann skiptir milli sögusviða af
mikilli kostgæfni og byggir verkið
svolítið upp eins og um spennusögu
sé að ræða. Í sögunni er einhver
ráðgáta sem lesandinn þarf að
komast til botns í og þannig heldur
hann lesandanum við efnið.
Höfundurinn leggur mikið upp
úr því að byggja upp söguheiminn
sem helmingur bókarinnar til-
heyrir, Akureyri árið 1996. Þótt
það geti verið skemmtilegt fyrir þá
lesendur sem voru nýskriðnir á
þrítugsaldurinn á þeim tíma og
þekkja þennan heim er óþarflega
mikil áhersla lögð á smáatriðin og
þau flækjast fyrir sjálfri sögunni.
Þegar söguhetjan ferðast til Fen-
eyja þrjátíu árum síðar er fram-
setningin á sögusviðinu mun eðli-
legri.
Það eru þessar „hvað ef“-
spurningar sem flækjast fyrir aðal-
persónunni og verða drifkraftur á
þessu ferðalagi til Feneyja. Baldur,
sem sjálfur segir söguna, stendur á
krossgötum og er svolítið upptek-
inn af því hvað lífið getur tekið
ólíkar stefnur. Og hann þráir að
komast til botns í því hvaða stefna
hefði verið best.
Vangaveltur sögupersónanna um
lífið og tilveruna eru fyrirferðar-
miklar og fara verkinu oft ágæt-
lega, sérstaklega samtöl Baldurs
við Elsu. En það er stundum eins
og sögumaðurinn missi aðeins
þráðinn og vilji koma að ýmsum
vangaveltum sem eiga ekki mikið
erindi við söguna sem sögð er í
verkinu. Til dæmis er miklu púðri
eytt í samtal nokkurra manna í
heitum potti sem litlu bætir við
söguna.
Þótt verkið sé vel uppbyggt allt
á enda kemst það ekki almennilega
á flug. Lesandinn rennur auðveld-
lega í gegnum verkið enda um hug-
ljúfa afþreyingu að ræða og tækni-
leg færni höfundar er greinileg. En
einhverra hluta vegna situr lítið
eftir. Efniviðinn skortir einhverja
dýpt eða kannski eitthvað óvænt
sem hreyfir við lesandanum og
lyftir þessu vel smíðaða verki á
enn hærra plan.
Staðið á krossgötum
Skipti Vængjalaus er fyrsta skáldsagan sem Árni Árnason skrifar fyrir full-
orðna. Rýnir segir hann skipta milli sögusviða af mikilli kostgæfni.
Skáldsaga
Vængjalaus bbbmn
Eftir Árna Árnason.
Bjartur, 2022. Kilja, 212 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Starfsstyrkjum Hagþenkis – félags
höfunda fræðirita og kennslugagna
til ritstarfa hefur verið úthlutað og
var tilkynnt um úthlutanir í Borgar-
bókasafninu í Grófinni í gær. Til út-
hlutunar voru 18 milljónir. Alls bár-
ust 54 umsóknir til 46 verkefna og af
þeim hljóta 30 verkefni styrk, en að
þeim standa 35 höfundar. Í úthlut-
unarráði voru að þessu sinni Eggert
Lárusson, Hilma Gunnarsdóttir og
Jóhannes B. Sigtryggsson.
Þrjú verkefni hlutu hæsta styrk-
inn, 900 þúsund krónur. Þetta eru
Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugs-
dóttir, Guðrún Laufey Guðmunds-
dóttir, Jón Torfason, Karl Sigur-
björnsson og Kristján Eiríksson
fyrir Sálmabækur 16. aldar; Gunnar
Þorri Pétursson fyrir Bakhtínski
búmm: Um ris og fall Míkhaíls
Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Ís-
landi og Marín Árnadóttir fyrir Of-
beldi gegn lítilmögnum í íslenskri
menningu fyrri alda.
Næsthæstu styrkupphæðina, 800
þúsund krónur, hlaut Sigrún Páls-
dóttir fyrir Ég skrifa. Yfirlýsingar í
vestrænni bókmenntasögu.
Sex verkefni hlutu 700 þúsund
krónur. Þetta eru Björg Hjartar-
dóttir fyrir Róttæk Freyja í Vestur-
heimi (1898-1910); Erla Dóris Hall-
dórsdóttir fyrir Berklar á Íslandi;
Gylfi Gunnlaugsson fyrir Íslensk
fornrit og þverþjóðlegar sjálfs-
myndir; Sólrún Harðardóttir fyrir
Ó, Reykjavík, vefur um náttúru
Reykjavíkur fyrir grunnskólanem-
endur; Sæunn Kjartansdóttir fyrir
Gáfaða dýrið og Tinna Guðmunds-
dóttir fyrir Skaftfell – ræktun mynd-
listar á jaðarsvæði.
Níu verkefni hlutu 600 þúsund
krónur. Þetta eru Arnþór Gunnars-
son fyrir Ferðamannalandið Ísland.
Erlendir ferðamenn og ferða-
mennska 1919-1939; Bjarki Bjarna-
son fyrir Tónlist á Íslandi – frá torf-
bæjum til tölvualdar; Guðfinna Ey-
dal og Anna Ingólfsdóttir fyrir
Makamissi; Helgi Máni Sigurðsson
fyrir Fornbátar á Íslandi; Jakob Þór
Kristjánsson fyrir Ísland 1939-1944 í
ljósi danskra heimilda; Jón Hjalta-
son fyrir Austurvöllur; Linda Ólafs-
dóttir fyrir Ég þori! Ég get! Ég vil!;
Sigrún Alba Sigurðardóttir fyrir
Anna Schiöth og Engel Jensen og
Þórunn Elín Valdimarsdóttir fyrir
Íslensk fyndni. Rannsókn á smárit-
um Gunnars Sigurðssonar.
Sjö verkefni hlutu 500 þúsund
krónur. Þetta eru Arthúr Björgvin
Bollason fyrir Náttúrusýn í ljóðum
þriggja skálda; Axel Kristinsson
fyrir Skapandi ættfræði; Ásdís
Jóelsdóttir fyrir Orðasafn og skýr-
ingar fyrir fatagerð og fatasaum;
Ásmundur G. Vilhjálmsson fyrir
Skattur á menn; Birgir Hermanns-
son fyrir Íslensk málstefna; Sævar
Helgi Bragason fyrir Úps! Mistök,
klúður og óvæntar uppgötvanir sem
breyttu heiminum og Þórir Óskars-
son fyrir Tvær greinar um Grím
Thomsen.
Þrjú verkefni hlutu 400 þúsund
krónur. Þetta eru Árni Daníel Júl-
íusson fyrir A new look at climate
and Agriculture in 15th Century Ice-
land; Halldór Hauksson fyrir Fjór-
radda sálmalagaútsetningar Bachs
með íslenskum söngtexta og Rann-
veig Lund fyrir Sagan um Víólu,
Sæsa og illskeyttu nornina Elvíru.
Loks hlaut Ivana Golanova 200
þúsund kr. fyrir verkefnið Listland.
Starfsstyrkir Hagþenkis 2022
- Alls var 18 milljónum króna úthlutað - Samtals bárust 54 umsóknir fyrir 46
verkefni - Alls 30 verkefni hljóta styrk - Að þeim standa 35 höfundar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleði Styrkþegar voru að vonum ánægðir í Borgarbókasafninu í Grófinni í gær þegar tilkynnt var um styrkina.
Það ferskasta í norrænni tónlist
verður í boði á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í Eldborg
Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn
Önnu-Mariu Helsing. Tónskáldin
sem eiga verk á efnisskrá kvöldsins
voru valin „inn í hátíðardagskrá
Norrænna músíkdaga“, eins og seg-
ir í tilkynningu frá sveitinni.
Á efnisskránni eru The Ring of
Fire and Love eftir finnska tón-
skáldið Outi Tarkiainen; Zurvan
eftir Idin Samimi Mofakham sem
býr í Noregi en er upprunninn frá
Íran; Segel eftir sænska tónskáldið
Lisu Streich; Grisaille eftir íslenska
tónskáldið Gunnar Karel Másson og
Ärr eftir sænska tónskáldið Jesper
Nordin. Í tilkynningu á vef sveit-
arinnar kemur fram að The Ring of
Fire and Love vísi m.a. til fæðingar-
reynslu kvenna; tónheimur Zurvan
sé frá Íran; Segel er lýst sem kóreó-
grafísku; Grisaille þyki óvanalegt
fyrir Gunnar sem hafi einkum feng-
ist við kammertónlist á ferli sínum
og Ärr sæki innblástur í lag þunga-
rokkssveitarinnar Meshuggah.
Ljósmynd/Kasper Dalkarl
Tónsproti Anna-Maria Helsing
stjórnar tónleikum kvöldsins.
Nýtt og nor-
rænt hjá
Sinfóníunni
RVK Feminist Film Festival (RVK FFF) verður
haldin í fjórða sinn 12.-15. janúar 2023. „Sýndar
verða myndir eftir kvenkyns leikstjóra og eins og
áður leggur hátíðin áherslu á að fjalla um hinseg-
in málefni, málefni litaðra kvenna og annarra jað-
arsettra hópa,“ segir í tilkynningu frá Sólrúnu
Freyju Sen, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.
Fjórða hátíðin verður með sérstöku hryllings-
myndaþema, en að sögn Sólrúnar verður lögð
„áhersla á að sýna kvikmyndir eftir eldri konur,
sem eru nær ósýnilegar í hópi kvikmyndagerð-
armanna,“ segir Sólrún. Opnunarmyndin er kín-
verska myndin Hi, mom eftir Ling Jia, sem fjallar
um konu sem ferðast aftur í tímann til að vingast
við móður sína í þeim tilgangi að gera líf hennar
auðveldara. „Eins og áður verða veitt verðlaun á hátíðinni í stuttmynda-
keppninni Systir. Öllum sem skilgreina sig sem konur eða kynsegin er
velkomið að senda mynd í keppnina. Keppt verður um bestu tilrauna-
kenndu myndina, bestu heimildarmyndina, bestu leiknu myndina og
bestu teiknimyndina.“ Opnað var fyrir umsóknir 1. september og hægt
að senda inn mynd til 10. desember á vefnum: filmfreeway.com/
RVKFemFilmFest.
RVK Feminist Film Festival í fjórða sinn
Hátíðarplakat RVK Fem-
inist Film Festival 2023.
RELMENT PELMO
St. 41- 47,5 / 19.995 kr.
3 LITIR
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
HERRA GÖNGUSKÓR
VATNSHELDIR SKÓR MEÐ STÖMUM BOTNI