Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 64
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
*Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
Taxfree tilboðið gildir af öllum sófum, sófaborðum, mottum, púðum og teppum
nema sérpöntunum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður
virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.
Tilboð gildir ekki af sérpöntunum.
SÓFAVEISLA
TAXFREEAFSLÁTTUR
AF ÖLLUM SÓFUM, SÓFABORÐUM,
PÚÐUM, TEPPUMOGMOTTUM
CHARLIETOWN
3ja sæta sófi í dökkgráu sléttflaueli.
219×88×78 cm. 137.097 kr. 169.990 kr.
PINTO
U-sófi í Kentucky koníakslituðu bonded leðuráklæði. Hægri
eða vinstri tunga. 349×206×85 cm. 338.722 kr. 419.990 kr.
FRIÐUR
Motta. 160×240 cm.
80.642 kr. 99.990 kr.
Taxfree
af öllum
mottum
SOLI
Sófaborð. Guangxi hvít plata.
Ø45,7×45 cm. 56.447 kr. 69.990 kr.
DUNCAN
Sófaborð. Ø80×45 cm.
32.252 kr. 39.990 kr.
LIAM
Tungusófimeð hægri eða vinstri tungu.
267×160×93 cm. 387.112 kr. 479.990 kr.
MAX
U-sófimeð hægri eða vinstri tungu.
286×200×87 cm. 161.292 kr. 199.990 kr.
Lagkaka nefnist sýning sem teiknararnir og myndlist-
arkonurnar Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir
opna í Epal Galleríi á Laugavegi 7 í dag, fimmtudag, kl.
16. Á boðstólum verður úrval verka af vinnustofum
Lindu og Lóu. Málverk, mæðradagsplattar og prent
prýða veggi gallerísins og eru öll verkin til sölu. Sýn-
ingin stendur til 25. október og á tímabilinu verður
starfræktur einstakur passamyndakassi þar sem gestir
geta setið fyrir og keypt handteiknaðar portrettmyndir
og á sama tíma látið gott af sér leiða því hluti af ágóð-
anum rennur til Stígamóta.
Lagkaka opnuð í Epal Galleríi í dag
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Mohamed Salah fór á kostum fyrir Liverpool þegar liðið
vann stórsigur gegn Rangers í A-riðli Meistaradeildar
karla í knattspyrnu í Glasgow í gær. Leiknum lauk með
7:1-sigri Liverpool en Mohamed Salah gerði sér lítið fyr-
ir og skoraði þrennu í leiknum. »54
Liverpool skoraði sjö í Skotlandi
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Boðið verður upp á fjölrétta máltíð á
eldhúsborðinu á veitingastaðnum
Tides á jarðhæð The Reykjavík Edi-
tion-hótelsins í miðbænum á fimmtu-
dags- og föstudagskvöldum frá og
með í kvöld. „Við bjóðum upp á sér-
stakt umhverfi með áherslu á Ísland
og íslenskt hráefni og aðalatriði er að
gestir upplifi það sem slíkt, ekki síst
með tengingu við starfsfólkið í eld-
húsinu,“ segir Georg Arnar Hall-
dórsson, yfirmatreiðslumeistari á
Tides.
Hótelið var formlega opnað fyrir
tæpu ári og frá byrjun var gert ráð
fyrir svona veitingastað, þar sem ein-
ungis átta gestir hverju sinni fylgjast
með eldamennskunni. Þeir sitja við
ílangt eldhúsborðið, spyrja spurninga
og fá upplýsingar um allt sem við-
kemur matnum og viðkomandi veig-
um. „Það er gaman að elda fyrir gesti
með þessum hætti og nándin er mik-
il,“ segir Georg.
Fjölbreyttir smáréttir
Á matseðlinum verða 12 til 14 smá-
réttir og tekur hann breytingum eftir
því hvað er ferskast hverju sinni. Stór
hluti grænmetisins kemur til dæmis
með flugi frá Móður Jörð í Vallanesi
skammt frá Egilsstöðum. „Við erum
með ferskt íslenskt hráefni og sér-
valið hráefni að utan,“ segir Georg. Á
kynningarmatseðli í liðinni viku voru
meðal annars á seðlinum skötusels-
kinnar og wasabilauf; rófur, rifsber
og skessujurt; skötuselur og kantar-
ellur; graskersbrauð og ristað sjávar-
þangssmjör; laukseyði; eggjarauða
og kavíar; hreindýr, mosi, fura og
jarðsveppir; 1.000 daga gamall óðals-
ostur; fíkjur og múskat; geitaskyr og
græn jarðarber; súrmjólk með
brúnuðu smjöri og brenndum kanil;
möndlukaka með flauelsblómi og
sætir bitar.
Nánari upplýsingar um matseðil-
inn eru á veitingastaðnum og netinu
(Dineout.is – Tides counter), en hann
var skemmtilega settur saman og
vandað til allra verka. Allir réttirnir
vöktu sérstaka athygli blaðamanns,
hver með sínum hætti, enda hugsað
fyrir hverju smáatriði. „Ég hafði
hugsað mér að opna eigin matstað
með svona konsepti þegar Covid skall
á og var því farinn að velta fyrir mér
svona matseðli,“ segir Georg. Hann
var áður yfirmatreiðslumaður á
Michelin-staðnum Óx og Sumac við
Laugaveg. Þar segist hann hafa feng-
ið dýrmæta reynslu, sem hafi komið
sér vel við uppbyggingu á matseðl-
inum. „Ég eldaði sambærilega upp-
lifun fyrir 11 gesti hverju sinni á Óx í
þrjú ár og vissi því út í hvað ég var að
fara hérna.“
Góður matur er gulls ígildi og ekki
skemmir fyrir að fá tækifæri til að
fylgjast með matreiðslu sérfræðinga
og kitla þannig bragðlaukana fyrir
það sem á eftir kemur. „Þessi góða
tenging skiptir miklu máli í báðar átt-
ir,“ segir Georg og leggur áherslu á
að hann sé með mjög gott um tíu
manna starfslið. „Þetta eru ekkert
nema stjörnur. Ísak Darri Þorsteins-
son og Micaela Alexandra Ajanpi,
sem er frá Finnlandi, eru algjörir
listamenn, nemarnir standa sig með
prýði og Burkni Þór Bjarkarson er
vaktstjórinn okkar.“
Fyrstu kynni Georgs af matreiðslu
voru á pítsustað í Mosfellsbæ. Þegar
hann var í listnámi vann hann á veit-
ingastöðum með námi, fékk samning
hjá Leifi Kolbeinssyni á Kolabraut-
inni, útskrifaðist frá Hótel- og veit-
ingaskólanum 2013, starfaði víða er-
lendis og vann á Kolabrautinni áður
en hann byrjaði á Sumac. Hann var í
kokkalandsliðinu 2015-2018 og hefur
fengið ýmsar viðurkenningar fyrir
störf sín. „Það er alltaf gaman að fá
klapp á bakið en aðalatriðið er að
tengjast fólkinu og gera vel við það.“
Sérstök upplifun
við eldhúsborðið
- Boðið upp á fjölrétta máltíð í mikilli nánd á Tides
Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson
Upplifun Georg Arnar Halldórsson sér vel um gesti sína á TIDES.
Hreindýr Georg hugsar fyrir hverju smáatriði við gerð réttanna.