Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022 Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is STAKSTEINAR Tilraun til að kaupa ráðherra Ríkar tilfinningar hafa blossað upp í umræðu um landvist og brottvísanir hæl- isleitenda, jafnvel þannig að sumir skilja vart hvernig aðrir geti verið á öndverðum meiði. Einn þeirra er Har- aldur Þorleifs- son, sem hefur efnast vel og haft forgöngu um uppsetn- ingu rampa í miðbænum og ýmis þjóðþrifa- mál önnur. Á dögunum bauðst hann til þess að borga flugmiða og gistingu fyrir Jón Gunnars- son dómsmála- ráðherra til Grikklands ef hann kæmi með sér að skoða aðstöðu flótta- fólks þar í landi. Að þessu var gerður góður rómur, þó tilboðið gangi í berhögg við ýmis lög og samn- ing SÞ gegn spillingu, þar sem kveðið er á ummútutilraunir og áhrifakaup. Þarna var gagngert verið að reyna í krafti auðs að hafa áhrif á afstöðu og embætt- isfærslu með ólöglegri boðsferð. Af því að hann skildi málið ekki nógu vel, ekki nógu rétt. Skrýtið að sjá þá sem hæst hafa talað um siðferði í íslenskum stjórnmálum klappa hugmyndina upp. Sjálfsagt af því að bjóðandi er góður drengur og málstaðurinn fagur. En þegar menn láta tilganginn helga meðölin þá blasir við sið- ferðisleg tómhyggja, umburðar- lyndi gagnvart spillingu, bara ef hún kemur úr „réttri“ átt. Haraldur Þorleifsson Jón Gunnarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Vilja aðÁrbæjarlón verði fyllt lBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa í nýlegan úrskurð úrskurðarnefndar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu leggja til á fundi borgarstjórn- ar Reykjavíkur í dag að þeim tilmæl- um verði beint til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að hún hlutist til um að Orkuveita Reykjavíkur fylli án tafar í Árbæjarlón í kjölfar úrskurð- ar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um ólögmæti þeirrar framkvæmdar að tæma lónið var- anlega. Björn Gíslason borgarfulltrúi er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð segir að í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem kveðinn var upp í október komi fram skýr og afdrátt- arlaus niðurstaða um að í tæmingu Árbæjarlóns hafi falist meiri háttar framkvæmd sem hafði áhrif á um- hverfið og breytti ásýnd þess og að samkvæmt því hefði borið að afla framkvæmdaleyfis vegna hennar. Jafnframt komi fram í úrskurðinum skýr niðurstaða nefndarinnar um að af þessum ástæðum hafi skipulags- fulltrúa Reykjavíkurborgar borið að stöðva hina ólögmætu framkvæmd tafarlaust og leita staðfestingar sveitarstjórnar í samræmi við skipulagslög. Feli úrskurðurinn í sér bindandi fullnaðarúrskurð sem sé endanleg niðurstaða málsins á stjórnsýslustigi. Því beri að hlíta úrskurðinum og eigi það sérstaklega við um Reykjavíkurborg og félög í hennar eigu. Morgunblaðið/Eggert Árbæjarlón Stíflulón ofan við Ár- bæjarstíflu var tæmt árið 2020. Virti ekki skyldu um bið á gatnamótum lKona lést af völdumáverka Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að ökumaður strætisvagns hafi ekki virt skyldu um bið á gatnamót- um Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík í nóvember á síðasta ári og ekið á konu á sjötugsaldri sem var á leið yfir gangbraut á grænu ljósi. Hún lést af völdum áverka. Strætisvagninum var ekið í víðri hægribeygju frá Skeiðarvogi inn á Gnoðarvog, einnig á grænu ljósi, þegar slysið varð en ökumaður ber fyrir sig að hafa ekki séð vegfar- andann. Slysið varð klukkan 8:31 að morgni til en úti var myrkur og rigning. Niðurstöður úr ljósmæl- ingum sem framkvæmdar voru við gatnamótin benda til að birta hafi verið undir viðmiðum Reykjavíkur- borgar á gönguleiðinni við slysstað. Lýsingin beint yfir slysstaðnum var þó á mörkum viðmiða. Öryggisgler hafi valdið áreiti Í skýrslunni kemur fram að mögu- legt sé að öryggisgler í vagninum, sem var komið fyrir í heimsfaraldri Covid-19 til að aðskilja ökumann og farþega, hafi valdið bílstjóranum auknu áreiti við aksturinn. Með glerinu er möguleiki á endurspegl- un fjölþætts ljóss í umhverfinu inn í rými bílstjóra. Tekið er þó fram að mikilvægt sé að ökumenn og aðrir vegfarendur sem um gatnamót fara sýni sérstaka aðgæslu og séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu. Í skýrslunni beinir rann- sóknarnefndin því einnig til veg- haldara að framkvæma öryggisút- tekt á slysstað og vinna að úrbótum til að auka öryggi. Staðsetning bæði biðstöðvar og gangbrautar á slysstað sé varhugaverð. Morgunblaðið/Eggert Strætisvagn Kona lést þegar hún varð fyrir strætisvagni í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.