Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 12

Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 12
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Nýir bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Onyx black/svartur að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga, toppljós. 2023 GMC Denali 2500HD VERÐ 16.730.000 m.vsk Án vsk. 13.492.000 Litur: Iconic Silver/svartur að innan. 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting. Innifalið í TREMOR-pakki. Topplúga, Quad Beam LED ljós, heithúðaður pallur, húdd- hlíf. Lariat Sport útlitspakki með meðal annars samlitað grill. Ultimate pakki sem innheldur meðal annars lyklalaust aðgengi, start og fjarstart og tröppu í hlera. Heithúðaður pallur, quad beam LED aðalljós, 360 myndavélakerfi með back up assist. 2022 Ford F-350 Tremor Lariat Sport VERÐ 18.490.000 m.vsk Án vsk. 14.900.000 15. nóvember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 144.26 Sterlingspund 169.87 Kanadadalur 108.56 Dönsk króna 19.991 Norsk króna 14.488 Sænsk króna 13.866 Svissn. franki 151.06 Japanskt jen 1.0334 SDR 189.08 Evra 148.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.0008 STUTT Deilt um verð, en þó ekki Í skýrslu ríkisendurskoðunar er nokkuð fjallað um það sem kallað er afsláttur, en er yfirleitt vísað til sem fráviks frá markaðsverði, og fjall- að um það gengi sem hlutirnir eru seldir á. Fram kemur í skýrslunni að Bankasýslan og fjármálaráðuneytið hafi verið sammála um að stefna að því að frávikið gæti verið á bilinu 3-5%. Við framkvæmd sölunnar nam frávikið 4,1% frá lokagengi bréfa í Ís- landsbanka á þeim degi sem salan fór fram. Það eru, eins og áður hefur verið bent á, nokkru minni frávik en í sambærilegum sölum með sömu aðferð í öðrum ríkjum. Sem kunnugt er nam verðið á hlut 117 kr. við söluna og rakið er í skýrsl- unni hvernig það verð varð til. Í stuttu máli má segja að það hafi verið hæsta verð sem í boði var til að fá erlenda aðila að borðinu. Í skýrslunni er látið að því liggja að hægt hefði verið að fá hærra verð, en ekki fullyrt með beinum hætti að hægt hefði verið að fá hærra verð og á sama tíma uppfylla það markmið, sem sett hafði verið af ríkinu; að tryggja dreift eignarhald á bankanum að útboði loknu. Bankasýslan segir í athugasemd- um sínum að ákvörðun um lokaverð hafi byggst á heildstæðu mati þeirra upplýsinga sem lágu fyrir auk þess sem verðið hafi tryggt fjárhagslega hagsmuni íslenska ríkisins með til- liti til verðþróunar hlutabréfa í Ís- landsbanka á eftirmarkaði. Þá segir Bankasýslan að umsjónaraðilar út- boðsins hafi allir verið sammála um að lokaverð skyldi vera 117 kr. á hlut. Söluráðgjafar til skoðunar Í skýrslunni kemur fram að ekki hafi verið gerðar tilhlýðilegar kröf- ur til umsjónaraðila, söluráðgjafa og söluaðila í útboðinu. Þá hafi ekki verið tekið nægjanlegt tillit til mögu- legrar orðsporsáhættu né gætt eins vel og mögulegt var að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Þá telur Ríkisendurskoðun að Bankasýslan hafi vanrækt að tryggja að vinna um- sjónaraðila, söluráðgjafa og söluaðila væri samstillt og skilvirk. Fyrir liggur að Fjármálaeftirlit Seðlabankans er með ýmsa þætti til athugunar, sem helst snúa að sölu- ráðgjöfum sem störfuðu við söluna. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Seðlabankanum í gær stendur sú athugun enn yfir og óvíst er hvenær henni lýkur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur eftirlitið kallað eftir upplýsingum frá söluaðilum og ráðgjöfum og enn er verið að vinna úr þeim upplýsingum. Ekki náðist í Jón Gunnar Jónsson framkvæmdastjóra Bankasýslunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er ljóst að stjórnsýsluúttekt Rík- isendurskoðunar um sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars sl. er ekki til þess fallin að binda enda á þau deilumál sem risið hafa í kjölfar sölunnar. Það má merkja af viðbrögðum stjórnmálamanna sem sumir hverjir gera kröfu um frekari rannsókn málsins, en ekki síður af viðbrögðum Bankasýslu ríkisins, sem hafði umsjón með sölunni, sem í gær sendi fjölmiðlum athugasemdir vegna úttektarinnar og tilkynnti um leið að frekari athugasemdir við skýrsluna yrðu birtar á næstu dögum. Hvort frekari rannsókn verður gerð á mál- inu er í höndum Alþingis. Almennt hagfelld niðurstaða Stjórnsýsluúttekt, sem vísað er til sem skýrslu, Ríkisendurskoðunar er ítarleg, rúmlega 70 blaðsíður. Almenn niðurstaða er sú að fjárhagsleg niður- staða af sölunni hafi verið ríkinu hag- felld og ekki koma fram afdráttarlaus dæmi um að farið hafi verið á svig við lög eða stjórnsýslureglur. Þó er rétt að ítreka að í skýrslunni er bent á ýmsa þætti sem Ríkis- endurskoðun telur ýmist að betur hefðu mátt fara eða misbrestur á (þótt ekki sé talað um lögbrot). Í skýrslunni er meðal annars nefnt að kynna hefði mátt ferlið og fyrir- komulag þess betur í ljósi þess að um lítið þekkta aðferðafræði var að ræða hérlendis og að framkvæmdin tek- ur stuttan tíma. Þó má geta þess að sama aðferð var notuð við sölu á hlut ríkisins í Arion banka sumarið 2018. Bankasýslan gengst við því að betur hefði mátt standa að kynningu gagn- vart almenningi, en tekur þó fram að framkvæmdin hafi verið kynnt fyrir ráðherra og tveimur þingnefndum. Þar er um að ræða fjárlaganefnd og viðskipta- og efnahagsnefnd. Eins og greint hefur verið frá hér í Morgun- blaðinu og í ViðskiptaMogga gerðu nefndirnar – sem fengu hvor um sig nokkrar kynningar auk þess sem þær fengu til sín sérfróða aðila til að varpa ljósi á kosti og galla útboðsleiðarinn- ar og áhrif sölunnar á samkeppni – gerðu ekki efnislegar athugasemdir við sölufyrirkomulagið sjálft. lSkýrsla ríkisendurskoðunar liggur birt eftir sex mánaða vinnu Ólík sjónarmiðmilli ríkisstofnananna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Banki Ríkið á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka. Þótt enn sé stefnt að sölu þess hlutar er óvíst hvenær það verður. FRÉTTASKÝRING Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is SÍÐASTAVERKEFNI BANKASÝSLUNNAR? Bankasýslan verði lögð niður Í skýrslunni kemur fram að Ríkis- endurskoðun telji að Bankasýslan hafi verið vanmáttug til að sinna verkefninu, meðal annars með þeim rökum að starfsmenn séu of fáir og skorti reynslu af verkefn- um sem þessu. Þó liggur fyrir að stofnunin naut aðstoðar bæði inn- lendra og erlendra ráðgjafa, sem bæði hafa reynslu og þekkingu á þessu sviði. Engin umræða um reynslu- eða þekkingarleysi starfs- manna Bankasýslunnar kom fram við sölu ríkisins á hlutum sínum í Arion banka eða í frumútboðinu í Íslandsbanka sumarið 2021, þegar ríkið seldi 35% hlut í bankanum. Ábyrgðarskipting á milli fjár- málaráðuneytisins og Bankasýsl- unnar byggist á lögum sem sett voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrir þeim lögum mælti þv. fjármálaráðherra, Oddný Harðardóttir, nú þingmaður Sam- fylkingarinnar. Vörn Bankasýsl- unnar nú kann þó að verða hennar síðasta verkefni, því núverandi ríkisstjórn stefnir að því að leggja stofnunina niður. Unnið er að frumvarpi þess efnis í fjármála- ráðuneytinu þar sem jafnframt verður lagt til nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Tap Reita tæpar 300 milljónir á 3F 2022 ฀ Tap fasteignafélagsins Reita nam á þriðja ársfórðungi þessa árs um 270 milljónum króna, samanborið við hagn- að upp á 2,8 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur þó rúmum 3,7 milljörðum króna en dregst saman um tæpar 900 milljónir króna á milli ára. Leigutekjur félagsins námu á þriðja ársfjórðungi um 3,4 milljörðum króna og hækka um 300milljónir króna á milli ára. Fram kemur í árshlutaupp- gjöri félagsins að fjármagnsgjöld fyrstu níu mánuði ársins hafi nær tvöfaldast á milli ára. Þá kemur fram í kynningu með uppgjörinu að félagið áætli að tekjur ársins verði á bilinu 13,2-13,4 milljarðar króna, sem eru lítillega hærri tekjur en áður var gert ráð fyrir í bókum félagsins. ฀ Tekjur Bílaleigu Flugleiða ehf., Hertz á Íslandi, námu í fyrra um þremur millj- örðum króna og jukust um rúmar 900 milljónir króna á milli ára. Þó ber að hafa í huga að þá höfðu tekjur félagsins dreg- ist saman um rúma 1,6 milljarða króna frá árinu 2019.Tekjur af reglulegri starf- semi voru um 2,4 milljarðar króna og nærri tvöfölduðust á milli ára. Hagnaður í fyrra nam tæpum 370milljónum króna, samanborið við tap upp á 314 milljónir króna árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok tæpir 1,9 milljarðar króna. Launa- kostnaður félagsins nam tæpum 650 milljónum króna og hækkaði um tæpar 50milljónir króna á milli ára.Athygli vekur að bókfærður hlutur Hertz í Pallaleigunni Stoð er tæpar 530m.kr. en var aðeins 2,4 m.kr. árið áður. Í skýrslu stjórnar kemur fram að horfurnar fyrir 2022 séumjög góðar og vænta megi „framúrskarandi“ afkomu á árinu. Tekjur Hertz jukust til muna eftir faraldur Hertz hagnaðist um 370m.kr. í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.