Morgunblaðið - 15.11.2022, Side 18

Morgunblaðið - 15.11.2022, Side 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022 ✝ Jón Kristinn var fæddur á Húsavík, Suður- Þingeyjarsýslu þann 22. janúar 1938. Hann lést 7. nóvember 2022. Foreldrar hans: Sigurpáll Valdi- mar Kristinsson, fæddur 1901, og Katrín Jónsdóttir, fædd 1918. Jón Kristinn var elstur þriggja systkina, yngri voru Gunnar, fæddur 1942, og Dóróthea, 1947. Jón Kristinn kvæntist árið 1961 Margréti Örnólfsdóttur, f. 1942. Foreldrar hennar voru Stefanía Guðmundsdóttir, f. 1915, og Örnólfur Örnólfsson, f. 1917. Börn Margrétar og Jóns eru: 1) Valdimar, f. 1963, maki Ásdís Ásgeirsdóttir, f. 1962. Dætur þeirra eru: a) Margrét, f. 1996, maki Bogi Örn Jónsson, f. 1995. Barn þeirra er Valdimar, f. 2021, b) Ása, f. 1998, c) Auð- ur, f. 2002; 2) Örnólfur, f. 1967, maki Sigrún Hildur Kristjáns- dóttir, f. 1969. Börn þeirra eru: a) Aldís Lilja, f. 1995, maki stöðumaður. Í gegnum tíðina sá Jón um ýmis sérverkefni fyrir Landsímann, eins og undirbún- ing jarðstöðvarinnar sem reist var upp við Hafravatn og fékk nafnið Skyggnir. Hann sá einn- ig ítrekað um sýningarbás Landsímans á heimssýningu í fjarskiptum í Genf í Sviss, hann var í nefnd sem undirbjó hátíð- arhöld á 1100 ára afmæli Ís- landsbyggðar árið 1974 og var fulltrúi Landsímans við und- irbúning fundar Reagans og Gorbachev í Höfða árið 1986. Jafnframt var hann í nefnd sem undirbjó ýmsa atburði vegna 100 ára afmælis Landsímans árið 2006. Jón Kristinn var um tíma í stjórn Félags ungra jafn- aðarmanna, í stjórn Hand- boltadeildar Víkings og for- maður hennar í nokkur ár. Hann vann að margs konar verkefnum í sjálfboðavinnu við gamla Víkingsheimilið í Hæð- argarði og var formaður bygg- inganefndar að nýja húsinu í Vík, húss Knattspyrnufélagsins Víkings. Fyrir þessi störf hlaut Jón bæði silfur- og gullmerki HSÍ. Þá var Jón gerður að heið- ursfélaga Víkings. Golfíþróttin var honum hugleikin. Jón og Maddý áttu sér sælureit, Útibæ við Rangá Eystri. Útför Jóns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 15. nóvember 2022, klukk- an 13. Hjalti Gylfason, f. 1987. Barn þeirra er Gylfi Örn, f. 2021, b) Jón Krist- inn, f. 1999, kær- asta Helga Sif Guð- mundsdóttir, f. 2000; 3) Katrín, f. 1971, maki Jóhann Friðgeir Haralds- son, f. 1965. Börn þeirra eru: a) Arn- ar, f. 1995, kærasta Helena Gunnarsdóttir, f. 1999, b) Hildur, f. 1999, kærasti Hró- bjartur Pálsson, f. 1999, c) Helgi, f. 2004. Jón átti heima á Húsavík alla sína barnæsku. Hann útskrif- aðist frá gagnfræðaskólanum þar en fluttist 18 ára til Reykja- víkur og hóf nám í rafeinda- virkjun hjá Landsíma Íslands, sem hann lauk með ágæt- iseinkunn. Hann vann svo hjá því fyrirtæki þar til hann flutti til Svíþjóðar og hóf nám og út- skrifaðist sem tæknifræðingur árið 1963. Jón Kristinn hóf aftur störf hjá Landsíma Íslands árið 1963 og vann þar til sjötugs, fyrst sem deildarstjóri en seinna for- „Er mikið að gera hjá ykk- ur?“ heyrðist í pabba þegar hann var kominn á sjúkrabör- urnar og var að yfirgefa heimili sitt og á leið á líknardeild. Ég og sjúkraflutningafólkið hlógum dátt. Ég var nokkuð viss um að hann kæmi aldrei aftur heim, sem reyndist síðan rétt, því sex dögum síðar var hann allur. Pabbi átti gott líf, hamingju- samlega giftur í 61 ár og alltaf ástfanginn. Pabbi vann hjá sama fyrirtækinu alla tíð og mætti til vinnu ávallt kátur og glaður. Hann var hrókur alls fagnaðar í matar- og kaffitímum, óforbetr- anlegur húmoristi sem gat séð spaugilegar hliðar á hversdags- leikanum. Hláturinn hans og leikrænir tilburðir voru smitandi á þann hátt að aðrir hlógu með. Pabbi var ánægður með allt sitt, hluti og fólk, og studdi það fram í rauðan dauðann. Pabbi var staðfastur Víkingur eftir að við fluttum í Fossvoginn, og sinnti byggingarnefndar- störfum þegar mikil uppbygging hófst hjá félaginu. Var formaður handknattleiksdeildar á gullald- arárum Víkings þegar margir titlar komu í hús. Það er með mikilli eftirsjá að ég fylgi pabba til grafar í dag. Fallinn er frá mikill höfðingi sem verður sárt saknað. Hann átti aldrei möguleika á að sigr- ast á sínum veikindum. Vertu sæll pabbi minn og hvíldu í friði. Lífið heldur áfram. Þegar ég mun hugsa til baka þá ætla ég bara að rifja upp góðar og fyndnar minningar. Þar er af nægu að taka. Takk fyrir samfylgdina. Takk fyrir allt. Takk fyrir mig. Valdimar (Valdi). Elsku pabbi er búinn að fá hvíldina sem hann þurfti svo á að halda eftir eins árs stríð við krabba og svo alzheimer. Nú minnist ég þess alls sem hann kenndi mér og allra þeirra ynd- islegu stunda sem við áttum saman. Pabbi var alltaf í mínu liði og honum leiddist ekki að segja hvað hann væri stoltur af mér og hvað ég væri heppin að eiga góða vini og fjölskyldu. Við pabbi áttum ýmislegt sameiginlegt. Okkur fannst gott að hafa eitthvað fyrir stafni og þegar ég var barn fórum við oft tvö saman á skíði og sungum þá hástöfum með óskalögum sjúk- linga á leiðinni í bílnum. Alltaf var gott að leita til pabba þegar mér leið ekki nógu vel og alltaf náði hann að peppa mig upp og standa með mér, skipti þá engu hvort það var eftir misheppnað próf, þegar ég þurfti á vorkunn að halda eða þegar ég var tekin af löggunni vegna umferðarlaga- brots, „andsk … löggan að skipta sér af“ sagði þá pabbi. Pabbi var vanur að hringja reglulega í okkur systkinin eftir að við fluttum að heiman, bara til að athuga með okkur og taka stöðuna á barnabörnunum. Mér þótti mjög vænt um þau símtöl. En nú verða ekki fleiri símtöl eða samtöl þar sem við pabbi tökum stöðuna. Minningin um besta pabbann mun þó lifa áfram. Katrín Jónsdóttir. Fyrsta minningin um Jón er ljúf og skýr. Haustið 1991 bauð sonur hans mér á stefnumót. Förinni var heitið í Garðinn að horfa á kappleik hjá fótboltaliði þeirra feðga Víkingi og freista þess að vinna titil. Feðgarnir sóttu mig, á leiðinni voru sagðar gamansögur og nokkrum sinn- um skellti Jón hátt upp úr og tók iðulega bakföll af hlátri. Leikurinn var spennandi og svo fór að Jón vék úr áhorfenda- stúkunni þegar líða tók á leik- inn, sagðist ekki hafa taugar í þvílíka spennu. Það er ekki að orðlengja að liðið hans kom sá og vann Íslandsmeistaratitilinn. Stoltur sá hann 30 árum síðar, ásamt börnum og nokkrum barnabörnum, liðið sitt vinna bikarmeistaratitilinn árið 2021. Jón var ósérhlífinn í sjálf- boðavinnu fyrir félagið og var m.a. formaður byggingarnefnd- ar endurbóta hins gamla hús- næðis í Hæðargarðinum sem og nýja húsnæðisins í Víkinni. Það var glaður formaður sem vígði Víkina haustið 1991. Var hann síðar gerður að heiðursfélaga Víkings. Það má með sanni segja að Jón hafi ekki verið maður mik- illa breytinga. Vildi hafa hlutina í föstum skorðum og á sínum stað, hvorki sérlega ævintýra- gjarn né maður óvæntra uppá- koma. Hann hafði yfir sér rólegt og öruggt yfirbragð, naut þess að spila á harmónikuna og spil- aði mikið fyrir barnabörnin þeg- ar þau voru lítil. Hann sagði mér nýlega að undanfarið nyti hans þess sérstaklega að spila, sagð- ist öðlast við það mikla hugarró. Golfið var hans ástríða seinni árin og fór hann í margar golf- ferðir með vinum og Maddý sinni og naut þess. Hann var farsæll á golfvellinum, fórst spilamennskan vel úr hendi enda má segja að golfvöllurinn sé eins og lífið sjálft; brautirnar eru langar með nokkrum hindr- unum á leiðinni áður en að pútt- inu kemur. Jón hefur skautað farsællega yfir hindranirnar og eins og hann sagði sjálfur þá hafði honum nánast aldrei orðið misdægurt. Síðasta ár var hon- um erfitt því hann átti því ekki að venjast að kljást við heilsu- leysi. Tók hann þó veikindum sínum af æðruleysi. Minningar úr ferð okkar til Tenerife síð- sumars ylja. Þar naut Jón sín vel þrátt fyrir að af honum væri dregið vegna veikindanna. Jón var traustur lífsförunaut- ur Maddýjar sinnar og sinnti hún honum af natni í veikindum hans. Þau hjón voru samhent og það var ánægjulegt að fagna með þeim 60 ára demantsbrúð- kaupsafmæli í sælureitnum Útibæ í fyrra. Þar leið honum einstaklega vel, ekki síst þegar saman fór golfspilamennska á Strandavelli, harmónikuspil, skógrækt og eilífðarslagsmál við spóann. Þeir áttu í ástar-haturs- sambandi; spóinn skeit sleitu- laust á sólpallinn og vildi ólmur hamla vexti trjánna við sumar- húsið með því að brjóta af þeim toppana. Jóni var umhugað um vöxt trjánna og notaði ýmis brögð til að flæma fuglinn í burtu, m.a. með notkun „gervi- topps“ á trén. Það mátti ekki alltaf á milli sjá hvor þeirra vann einvígið þann daginn, spóinn eða Jón. Það er gott að eiga góðar minningar um vandaðan mann sem átti farsælt líf. Það er líka gott til þess að vita að eftir æv- intýri lífsins förum við öll í sum- arlandið. Að leiðarlokum þakka ég fyrir ánægjulega samfylgd síðustu áratugi. Blessuð sé minning Jóns. Þín tengdadóttir, Sigrún Hildur. Síðustu daga hafa margar minningar komið upp í hugann og hjá okkur systkinunum hefur þakklætið verið ofarlega í huga. Meiri fjölskyldumann var varla hægt að finna en afa Jón og minntist hann ósjaldan á hversu stoltur hann væri af fjölskyld- unni. Við minnumst orðanna „Aldís mín, elsta barnabarnið hans afa“ og „nafni minn“ þar sem þau hljómuðu ávallt þegar við hittumst og fundum við fyrir miklu stolti í okkar garð. Gleðin var ávallt við völd og mikið hleg- ið í samverustundum með afa. Hann veitti okkur ómælda at- hygli og lék við okkur. Spilað var ólsen-ólsen og langavitleysa, hann kenndi okkur sjóorrustu, við horfðum á barnaefni eða hann lék á harmónikuna fyrir okkur og sönglaði með. Einnig var afi lunkinn sögumaður og sagði skemmtilega frá fyrri tím- um og Búkollusögu með ein- stakri leikni. Nonni minnist þess þegar hann mætti í skólann ein jólin og kunni allar íslensku jólasveinavísurnar eftir Jóhann- es úr Kötlum á undan öllum bekknum, eftir að afi Jón hafði þulið þær upp utanbókar aftur og aftur. Eru þær fastar í minni enn þann dag í dag. Í lok ágúst síðastliðins fóru amma og afi með okkur fjöl- skyldunni til Tenerife. Áttum við þar yndislegan tíma með afa þar sem hann naut þess að borða góðan mat, liggja í sólbaði og eyða tíma með langafast- ráknum sínum. Við erum mjög þakklát fyrir þessa síðustu ferð okkar með honum sem verður okkur mikilvæg minning um ókomna tíð. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu ár hvarf aldrei hlýleg nærvera hans og áhugi fyrir því sem við vorum að gera hverju sinni. Elsku afi, takk fyrir allar frá- bæru minningarnar, takk fyrir að hafa verið einn af okkar helstu stuðningsmönnum og takk fyrir að hafa verið frábær sem afi okkar. Þín Aldís Lilja Örnólfsdóttir og Jón Kristinn Örnólfsson. Hann var ástkær eiginmaður, umhyggjusamur faðir og lang- besti afi sem átta litlir krakkar gátu óskað sér. Það var alltaf stutt í hlátur, söng og sögustund þegar afi var nálægt, og því sóttum við mikið í hann. Sem lít- illi stelpu þótti mér ekkert skemmtilegra en að heyra afa segja mér sögur frá því að hann var ungur strákur. Sögurnar fjölluðu um galsa og gauragang, flugelda, ferðalög og fjölskyldu sem ég kannaðist ekki við. Þess- ar sögur voru mér sem ævintýri, því ég gat ómögulega séð afa minn sem galvaskan og klaufsk- an strák á Húsavík, sumarið sautján hundruð og súrkál. Hann var bara afi minn, og afi minn var nefnilega hetja, gat allt og vissi allt. Það breyttist aldrei og ég sé það ekki breyt- ast. Afi minn var og verður allt- af hetja í mínum augum, og þótt hann sé ekki lengur hér, þá er hann ennþá hjá mér. Ég sé afa minn í minningum og andlitum fjölskyldumeðlima minna. Ég heyri í afa mínum í gömlum ætt- jarðarlögum og háværum hlátrasköllum. Afi lifir í já- kvæðni Katrínar, í þrautseigju Örnólfs, í húmor Valdimars, í söngnum, í gleðinni og ástinni, og fyrir það erum við honum ævinlega þakklát. Ég horfi ekki á afa minn í baksýnisspeglinum, heldur tek ég hann, og allt sem hann kenndi mér, með mér út í lífið. Afi minn er ennþá hjá mér, og hann er ennþá hetjan mín. Ása Valdimarsdóttir. Ég verð alltaf þakklát fyrir það hvað ég var heppin með afa. Þegar ég hugsa um afa Jón hugsa ég helst um háværa hlát- urinn hans sem drundi um allt, og smitaði svoleiðis frá sér að allir í kringum hann hlógu með. Ég hugsa um sögurnar sem afi sagði, en hann hefði getað sagt mér sömu söguna oft í röð og hún var alltaf jafn áhugaverð. Þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa lék afi við mig al- veg þar til það var kominn tími til að fara heim. Við spiluðum, Jón Kristinn Valdimarsson Í öðru tölu- blaði félags ís- lenskra bif- reiðaeigenda 2019 kemur fram í skýrslu starfshóps um Sundabraut að tveir kostir komi til greina til að stytta vegalengdina og viðbragðs- tímann fyrir slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins, lögreglu og sjúkrabíla ef harður árekstur tveggja ökutækja veldur miklum eldsvoða í Hvalfjarðargöngum sem þola ekki álagið af stórauk- inni umferð úr báðum átt- um. Áður hafa komið fram hugmyndir um jarðgöng yf- ir í Gufunes og lágbrú sem gæti þverað svæðið við Kleppsvík. Þar hefur aldrei verið rannsakað hvort jarð- fræðilegar aðstæður séu þær sömu og þar sem Hval- fjarðargöngin voru grafin 1996. Alltaf forðast andstæð- ingar Reykjavíkurflugvallar allar spurningar um jarð- fræðilegar aðstæður á þessu svæði með hrokafullu umtali um lífæð allra landsmanna í Vatnsmýri og sjúkraflugið. Engin svör fást þegar spurt er hvort Sundabraut verði tilbúin fyrir almenna um- ferð árið 2032 eða ’34, fari svo að upp komi mörg flók- in vandamál sem reynast erfið viðureignar og áhættu- söm. Með tilkomu Sundabraut- ar, sem styttir vegalengdina fyrir borgarbúa upp á Kjal- arnes, vakna spurningar um hvort enn meiri umferð þungaflutninga til og frá Reykjavík valdi of mikilli slysahættu fyrir vegfar- endur í Hvalfjarðargöngum, fari meðalumferð ökutækja vel yfir 17 þúsund bíla á dag. Fyrr springa þau, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir vegfarendur, á meðan engar hugmyndir liggja fyr- ir um ný hliðargöng undir Hvalfjörð. Í skýrslu starfshópsins kemur fram mikil andstaða gegn botngöngum og flot- göngum sem miklar efa- semdir eru um og verða aldrei kveðnar niður næstu áratugina. Þessi starfs- hópur, sem skoðaði gögn um gerð Sundabrautar, lét gera kostnaðaráætlanir og umferðarspár þegar út- færsla á þverun Klepps- víkur var til umræðu. Fram kom í skýrslunni að bygging Sundabrautar hefði verið talin ákjósanlegt samvinnu- verkefni sem einkaaðilar tækju að sér að fjármagna með innheimtu veggjalda á hvert ökutæki. Lagt er til að samið verði um þessa framkvæmd við félag sem sjái um uppbyggingu, rekst- ur og viðhald samgöngu- mannvirkja með innheimtu vegtolla af vegfarendum sem treysta á styttingu vegalengda til og frá sinni heimabyggð. Viðurkennt er að þessi innheimta veggjalda til að fjármagna Hvalfjarð- argöngin gekk enn betur, þvert á allar hrakspár sem andstæðingar Reykjavík- urflugvallar tefla alltaf fram, í þeim tilgangi að setja sam- göngumál höf- uðborgarsvæð- isins, með duttlungafullu umtali, í póli- tískt uppnám. Fyrir löngu hefði ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, átt að gera hreint fyrir sínum dyr- um og svara því afdrátt- arlaust hvort núverandi stjórnarflokkar hefðu getað staðið saman og fylgt þessu máli eftir í samgöngunefnd Alþingis áður en Dagur B. kaus frekar að ráðast af minnsta tilefni á sjúkra- flugið og flugmenn Mýflugs á Akureyri. Fullyrt var í öðru tölu- blaði félags íslenskra bif- reiðaeigenda, sem kom út árið 2021, að framkvæmdir við Sundabraut myndu hefj- ast 2026. Í þessu sama tölu- blaði kom það skýrt fram að þetta samgöngu- mannvirki yrði tekið í notk- un fimm árum síðar. Full- yrðingar FÍB-blaðsins um að Sundabraut verði tilbúin fyrir almenna umferð 2031 gætu vakið falskar vonir borgarbúa og heimamanna norðan Hvalfjarðar á meðan enginn veit hvaða vandamál geti síðar meir skotið upp kollinum verktökunum til mikillar hrellingar. Ég spyr: Geta þessi vandamál valdið því að áætlaður heildarkostnaður við gerð Sundabrautar fari strax úr böndunum komi upp of mörg óvissuatriði sem erfitt yrði að fást við? Þá vakna spurningar um hvort vinna við þetta sam- göngumannvirki taki meira en sjö eða átta ár ef allar forsendur um áætlaðan heildarkostnað bresta. Fram kom í FÍB-blaðinu 2021 að Sundabraut yrði lögð alla leið að Kjalarnesi í einni samfelldri fram- kvæmd, frá Sæbraut um Holtaveg, samhliða nýrri brú yfir Elliðavog og síðan um Gufunes, fram hjá Graf- arvogshverfinu um aust- anvert Geldinganes. Tvær brýr sem tengja Kjalarnes við Gunnunes, Geldinganes og höfuðborgina eru taldar 30 milljörðum króna ódýr- ari en tvenn neðansjáv- argöng undir Kollafjörð og Leirvog. Klárast Sundabraut 2032 eða ’34? Guðmundur Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Geta þessi vandamál valdið því að áætlaður heildarkostnaður við gerð Sunda- brautar fari strax úr böndunum komi upp of mörg óvissu- atriði sem erfitt yrði að fást við? Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.