Morgunblaðið - 15.11.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
✝
Birna G.
Bjarnleifs-
dóttir fæddist á
Ísafirði 14. sept-
ember 1934. Hún
lést á Hrafnistu,
Skógarbæ, 31.
október 2022.
Foreldrar Birnu
voru hjónin Anna
Sólveig Veturliða-
dóttir, f. 1911, d.
1980, húsfreyja á
Ísafirði og í Reykjavík, og
Bjarnleifur Hjálmarsson, f.
1907, d. 1982, vélstjóri á Ísa-
firði, síðar starfsmaður véla-
miðstöðvar Reykjavíkurborgar.
Birna giftist árið 1956 Árna
H. Bjarnasyni bankaútibús-
stjóra, f. 1933, d. 2020.
Dætur þeirra eru: 1) Erla
Svanhvít, f. 1959, hæstarétt-
arlögmaður, gift Jóni Finn-
björnssyni, fv. landsréttardóm-
ara. Dætur þeirra eru a) Guð-
rún Hrönn, f. 1986, gift Ragn-
ari Steini Ólafssyni, börn þeirra
eru Emilía Kristbjörg, f. 2011,
og Árni Gunnar, f. 2014; b)
Birna, f. 1990, í sambúð með
Einari Inga Davíðssyni; 2) Anna
Sólveig, f. 1967, bankastarfs-
maður, gift Þorkeli Jóhanns-
syni flugstjóra. Synir þeirra
eru a) Jóhann Árni, f. 1993, í
sambúð með Önnu Lóu Gunn-
arsdóttur, sonur þeirra er Þor-
Félagsblaðs leiðsögumanna á
árunum 1974 til 1983. Sótti hún
fjölda námskeiða á vegum fé-
lagsins og tók þátt í ráðstefnum
víða um heim á vegum nor-
rænna og alþjóðlegra samtaka
leiðsögumanna. Birna var alla
tíð ötull talsmaður löggildingar
starfsheitisins leiðsögumaður.
Hún var fulltrúi leiðsögumanna
í Ferðamálaráði 1976-1993, átti
sæti í umhverfisnefnd ráðsins
1984-1993, var fulltrúi í Nátt-
úruverndarráði 1984-1987 og
varaformaður 1990-1993.
Á árunum 1979 til 1983 hafði
Birna umsjón með útvarps-
þáttum um ferðamál á RÚV og
sá einnig um útvarpsþætti Um-
ferðarráðs. Hún vann einnig
texta fyrir ferðabæklinga og
ferðabækur.
Birna tók saman mikið magn
kennsluefnis fyrir leiðsögu-
nema og gaf m.a. út Handbók
leiðsögumanna. Hún var sæmd
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu árið 2000 fyrir
fræðslustörf í þágu ferðamála.
Birna hafði forgöngu um
stofnun Kvenfélags Breiðholts
árið 1970 og var lengi formað-
ur félagsins. Einnig átti hún
sæti í byggingarnefnd Breið-
holtskirkju. Hún var félagi í
Soroptimistaklúbbi Bakka og
Selja á árunum 1980 til 1994,
var formaður klúbbsins 1984-
1986.
Frá árinu 2019 naut Birna
umönnunar á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ.
Útför hennar verður gerð frá
Breiðholtskirkju í dag, 15. nóv-
ember 2022, kl. 13.
kell Máni, f. 2020;
b) Bjarnleifur Þór,
f. 2000, í sambandi
með Söru Dögg
Sveinbjörnsdóttur.
Birna lauk gagn-
fræðaprófi frá
Gagnfræðaskól-
anum á Ísafirði ár-
ið 1949 og versl-
unarprófi frá
Verzlunarskóla Ís-
lands árið 1953.
Hún starfaði við skrifstofustörf
hjá H. Ben. hf. á árunum 1953
til 1958. Með heimilisstörfum
næstu árin tók hún að sér þýð-
ingar, forfallakennslu og
kennslu í vélritun. Birna lauk
leiðsögunámskeiðum Ferða-
skrifstofu ríkisins á árunum
1965 til 1970.
Birna starfaði sem leiðsögu-
maður erlendra ferðamanna í
dagsferðum á árunum 1969-
1982. Hún var forstöðumaður
Leiðsöguskóla Ferðamálaráðs
frá árinu 1976 en tók svo að sér
frá árinu 1987 að byggja upp
og hafa umsjón með ferðamála-
námskeiðum MK, sem síðar
varð Leiðsöguskólinn. Hún lauk
störfum þar á árinu 2002.
Birna vann lengi að hags-
munamálum leiðsögumanna,
hún var formaður Félags leið-
sögumanna á árunum 1973-
1979 og ritstjóri og í ritnefnd
Elsku amma. Það er svo
óraunverulegt að hugsa til þess
að þú hafir nú kvatt þennan
heim. Minningarnar eru svo
margar og verður aldrei öllu
komið fyrir hér. Brúnastekkur-
inn er ef til vill það fyrsta sem
kemur upp í hugann enda leit ég
á hann sem mitt annað heimili í
tæp 20 ár. Þangað vorum við
barnabörnin alltaf velkomin til
ykkar afa og áttum öruggt skjól.
Engu skipti þótt við skildum eftir
okkur merki hér og þar, hvort
sem það var að rústa sófunum
með því að búa til hús úr sófap-
úðunum eða spila á yamaha-
skemmtarann með tilheyrandi
látum. Ef eitthvað var munaði
þig ekkert um að fíflast aðeins
með okkur og einnig að spila við
okkur. Lísa var líka alltaf vel-
komin enda var hún eitt af barna-
börnunum.
Þú sýndir öllu í kringum þig
mikinn áhuga, hvort sem það var
skóli og tómstundir hjá okkur
barnabörnunum, annað fólk eða
eitthvað allt annað. Eins og þú
sagðir sjálf varstu svo forvitin,
enda komstu í heiminn um mán-
uði fyrir tímann til að geta fylgst
með. Þú vildir líka alltaf skilja
allt 100% og ég er ekki frá því að
ég sé eins. Til að mynda rannsak-
aðirðu tómt geitungabú úr garð-
inum og sendir fyrirspurn til Ör-
nefnanefndar til að kanna hvers
vegna Gunnlaugsskarðið í Esj-
unni héti Gunnlaugsskarð. Sem
leiðsögumaður varstu algjör haf-
sjór af fróðleik og þér leiddist
ekki að kenna okkur landafræði
og sögu. Þótt okkur hafi stundum
þótt nóg um þakkaði ég þér ald-
eilis fyrir allt saman þegar ég fór
í próf í menntaskóla þar sem ég
þurfti að kunna skil á öllum jökl-
um, fjörðum og fleiri kennileitum
á landinu. Við fórum einnig í þó
nokkur styttri og lengri ferðalög
innanlands sem eru öll mjög eft-
irminnileg. Til dæmis kom ég á
Vestfirðina í fyrsta skiptið þegar
við fórum þangað öll saman þeg-
ar ég var 12 ára. Þar sýndirðu
okkur m.a. æskuheimilin á Ísa-
firði.
Síðustu ár hafa ekki alltaf ver-
ið auðveld og það hefur gengið á
ýmsu. Þú gekkst meðal annars í
gegnum mikla erfiðleika með afa
þegar hann veiktist og náði aldrei
fyrri heilsu. Þrátt fyrir allt var
jafnaðargeð þitt og jákvæðni
ríkjandi alveg til síðasta dags.
Þótt við nöfnurnar höfum átt ým-
islegt sameiginlegt er ýmislegt
sem ég hef alltaf dáðst að í þínu
fari. Ég minnist þess til dæmis
aldrei að hafa séð þig skipta
skapi eða tala illa um nokkurn
mann. Einnig má nefna þolin-
mæði en hún var endalaus gagn-
vart okkur barnabörnunum og
aldrei skammaðirðu okkur. Þú
hafðir einstakt lag á skynsamleg-
um fortölum og að ræða við okk-
ur í rólegheitum ef eitthvað bját-
aði á. Ekki má gleyma hversu
hagsýn og nýtin þú varst og
kenndir okkur unga fólkinu
hvernig hægt er að nýta hlutina
og fara skynsamlega með pen-
inga. Langömmubörnin þín þrjú,
Emilía Kristbjörg, Árni Gunnar
og Þorkell Máni, voru einnig lán-
söm að eiga þig að þótt þau hafi
vissulega fengið mislangan tíma
með þér. Ég veit samt að þú
varst stolt af þeim og vildir hag
þeirra sem bestan, rétt eins og
fyrir alla í kringum þig. Þannig
minnumst við þín. Hvíldu í friði
amma mín og takk fyrir allt. Nú
hittist þið afi eftir tveggja ára að-
skilnað, laus undan öllum veik-
indum.
Þín nafna,
Birna.
Það var Birna sem kastaði mér
út í djúpu laugina sumarið 1978
þegar hún stuðlaði að því að ég
færi sem leiðsögumaður norður
Sprengisand og suður Kjöl. Ég
hafði aldrei farið hvorki yfir
Sprengisand né Kjöl þegar hún
stakk upp á þessu. Ég fékk fimm
sólarhringa fyrirvara, sem ég
notaði til að lesa Árbækur Ferða-
félags Íslands um þessar leiðir.
Svo endaði með að ég fór þrettán
hringi í kringum Hofsjökul þetta
sumar! Þar með var leiðsögu-
mannsferill minn hafinn – og
varð farsæll, en er nú kirfilega að
baki.
Ég á Birnu G. Bjarnleifsdóttur
margt að þakka.
Blessuð veri minning hennar.
Trausti Steinsson.
Fréttin af andláti Birnu G.
Bjarnleifsdóttur vekur margar
minningar frá síðasta fjórðungi
liðinnar aldar. Aðeins ár skildi
okkur að í aldri, en við ólumst
upp hvort á sínu landshorni.
Leiðir okkar lágu saman upp úr
1970, hún sem talsmaður virkrar
leiðsagnar í ferðamennsku, und-
irritaður á kafi í náttúruvernd-
arstarfi eystra og á landsvísu.
Birna var ötul og óþreytandi að
byggja upp félagsstarf leiðsögu-
manna með áherslu á fræðslu um
íslenska náttúru. Vinnubrögð
hennar og skilningur á þekkingu
á landi okkar sem undirstöðu fyr-
ir farsæla ferðaþjónustu vöktu
athygli margra, m.a. Náttúru-
verndarráðs og félagasamtaka
um náttúruvernd sem stofnuð
voru á 8. áratugnum í öllum
landshlutum.
Við Birna hittumst öðru hvoru
hér syðra eftir að hún var orðin
formaður í Félagi leiðsögu-
manna. Ég færði henni 1976
fyrstu gönguleiðakortin sem gef-
in voru út hérlendis að frum-
kvæði ÚÍA, Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands.
Sjálf var hún vakandi fyrir
fræðslu um landið sem undir-
stöðu náttúruverndar og samdi
sjálf margháttað efni um ferða-
mál fyrir leiðsögumenn og al-
menning.
Fátt hefur tekið jafnmiklum
breytingum hérlendis síðustu
hálfa öld og ferðalög um landið
og þjónusta á því sviði. Sá grunn-
ur upplýsinga og fræðslu sem
Birna Bjarnleifsdóttir átti stóran
þátt í að byggja upp hefur komið
að góðu haldi, þótt enn sé brýnt
að hlúa að því starfi sem hún
helgaði sig í forystu fyrir samtök
leiðsögumanna.
Hjörleifur Guttormsson.
Félag leiðsögumanna, sem nú
nefnist Leiðsögn, fagnar á þessu
ári hálfrar aldar afmæli. Það hef-
ur verið vettvangur faglegs
starfs við leiðsögn erlendra
ferðamanna um Ísland.
Birna G. Bjarnleifsdóttir
stýrði lengi Leiðsöguskóla Ís-
lands, sem er á háskólastigi, þó
hann sé til húsa í Menntaskól-
anum í Kópavogi. Ég var nem-
andi í Leiðsöguskólanum vetur-
inn 1991-1992 og fyrir mig var
þetta mjög góður skóli. Þar var
lögð áhersla á faglega þekkingu
sem hver góður leiðsögumaður
ætti að hafa. Margt í kennslunni
var góð upprifjun frá námi í
menntaskóla.
Birna var mjög eftirminnileg-
ur kennari sem þótti mjög vænt
um nemendur sína. Hún lagði of-
urkapp á að við segðum ferða-
fólkinu rétt og satt frá. Þá ætti
einnig að hafa öryggi ferðafólks-
ins í huga enda leynast hættur
víða í náttúru landsins. Kvað
Birna jafnvel góða leiðsögn
einskis virði ef slakað væri á við-
vörunum á hættum á vinsælum
ferðamannastöðum. Þá lagði hún
mikla áherslu á að starf okkar
væri þjónustustarf. Henni var
mjög illa við að ferðaþjónustan
væri nefnd iðnaður enda er enska
orðinu industry oft ranglega
snarað á íslenska tungu. Orð eiga
það til að hafa margar merking-
ar. Birna hvatti til gagnrýninnar
hugsunar og tel ég hana fyrir vik-
ið vera með allra bestu kennur-
um af tugum annarra ólastaðra
sem ég hef numið af alla mína
skólagöngu.
Eftir útskrift vorið 1992 átti ég
oft samskipti við Birnu. Ég hef í
40 ár verið þátttakandi í íslensku
samfélagi með ritun greina í blöð
og tímarit sem Birna fylgdist
augljóslega vel með. Hún var
gagnrýnin ef henni þótti ástæða
til en hvetjandi, benti auk þess á
mörg viðfangsefni sem mætti
skoða betur. Ég var um tíma í
stjórn Félags leiðsögumanna og
síðar við ritstjórn félagsblaðs
okkar ásamt Friðriki Brekkan.
Fyrir kom að hún hringdi í mig
og urðu þar oft góðar samræður.
Hún tók lengi vel þátt í fundum
félagsins meðan heilsan leyfði en
oft vilja aðalfundir verða býsna
langir. Þá reynir á að félagar séu
gagnorðir og komi sjónarmiðum
sínum vel til skila og rökstyðji
þau vandlega.
Birna var einstakur kennari
sem átti gott samstarf við aðra
frábæra kennara Leiðsöguskól-
ans eins og Ingvar Birgi Frið-
leifsson jarðfræðing og Krist-
björgu Þórhallsdóttur. Með góðri
undirstöðumenntun vildu þessir
kennarar stuðla að því við yrðum
sem bestir leiðsögumenn og gæt-
um ætíð staðist samkeppni við
erlenda starfsfélaga.
Blessuð sé minning hennar.
Fjölskyldu, ættingjum og vinum
eru vottuð innileg samúð á
kveðjustund. Við leiðsögufólkið
eigum góðar minningar um frá-
bæran kennara sem vildi öllum
vel.
Guðjón Jensson.
Birna G. Bjarnleifsdóttir var
einn af frumkvöðlunum á sviði
leiðsagnar hér á landi og vann af-
ar ötullega og af miklum eldmóði
að aukinni menntun leiðsögu-
manna og bættum kjörum þeirra.
Tengsl hennar við leiðsögu-
mannsstarfið hófust þegar hún
fór á leiðsögunámskeið Ferða-
skrifstofu ríkisins sem þá hafði
með höndum menntun leiðsögu-
manna. Þaðan lauk hún prófum,
fyrst 1965 og síðan 1969, og hóf
eftir það starf sem leiðsögumað-
ur með erlenda ferðamenn.
En henni fannst ekki nóg að
sækja sér þekkingu hér innan-
lands heldur sótti Birna fjölda
námskeiða og ráðstefna um leið-
sögumál sem erlend samtök leið-
sögumanna hafa haldið. Og Birna
miðlaði síðan þekkingu sinni
áfram til starfandi og verðandi
leiðsögumanna hérlendis. Hún
var forstöðumaður Leiðsögu-
skóla Ferðamálaráðs á árunum
1976 til 1991 og síðan fagstjóri
Leiðsöguskóla Íslands í MK frá
1991 til 2002. Hún var formaður
Félags leiðsögumanna 1973-
1979, auk þess sem hún gegndi
ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir félagið. Eins og sést á þess-
ari stuttu upptalningu lagði
Birna gríðarmikið af mörkum til
að efla starf leiðsögumanna, lyk-
ilfólksins í ferðaþjónustunni.
Ég vil fyrir hönd Leiðsagnar,
félags leiðsögumanna, þakka
Birnu fyrir óeigingjarnt og ómet-
anlegt starf í þágu leiðsögu-
manna og sendi aðstandendum
hennar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Friðrik Rafnsson,
formaður Leiðsagnar,
félags leiðsögumanna.
Birna G.
Bjarnleifsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR KRISTJÁN
KRISTJÓNSSON,
Ytri-Bug,
Ólafsvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, laugardaginn 12. október.
Útför hans verður auglýst síðar.
Arnar Guðmundsson Elín Guðmundsdóttir
Kristjón Guðmundsson Guðlaug Lúðvíksdóttir
Guðmundur Guðmundsson Heiðrún Kristjánsdóttir
Stefán Guðmundsson Þórdís Soffíudóttir
barnabörn og langafabörn
Yndislega eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÁSTA BJÖRK FRIÐBERTSDÓTTIR
frá Botni, Súgandafirði,
lést á Landspítalanum laugardaginn
12. nóvember.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Kjartan Þór Kjartansson
Ægir Kjartansson
Sandra Kjartansdóttir Halldór Karl Þórisson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR VILHJÁLMSSON,
fyrrverandi fjármálastjóri
Ríkisútvarpsins,
Hegranesi 30, Garðabæ,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
6. nóvember. Útför fer fram í Garðakirkju þriðjudaginn
22. nóvember klukkan 13.
Hólmfríður B. Friðbjörnsdóttir
Hjördís Harðardóttir Örn Sveinsson
Margrét Harðardóttir Steve Christer
Ragnheiður Harðardóttir Jón Scheving Thorsteinsson
Sigrún Harðardóttir Andrew Clarke
Hildur Harðardóttir Þórður Orri Pétursson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
INGVELDUR BJÖRNSDÓTTIR
frá Kílakoti, Kelduhverfi,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju
mánudaginn 21. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta SOS
Barnaþorpin njóta þess.
Bergþór Ingi Leifsson
Guðrún Birna Guðmundsdóttir
Agnar Bragi Guðmundsson
Hulda Lilja Guðmundsdóttir
Björn Rúnar Guðmundsson
makar, barnabörn og barnabarnabörn
Elsku besta mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
ÞÓRDÍS JÓNA ÓSKARSDÓTTIR,
Árstíg 7, Seyðisfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Neskaupstað miðvikudaginn 9. nóvember.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn
19. nóvember klukkan 14.
Ósk Traustadóttir Jóhann Viðar Jóhannsson
Magnús Traustason Hrafnhildur Ólafsdóttir
Sigrún Traustadóttir Guðmundur Gylfason
Hafrún Traustadóttir Kristján Birgir Skaftason
Vignir Traustason Aldis María Karlsdóttir
Guðrún María Traustadóttir Eymundur Björnsson
ömmu- og langömmubörn