Morgunblaðið - 15.11.2022, Side 26
ÍÞRÓTTIR26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Unnu riðilinn
sannfærandi
Íslenska kvennalandsliðið
skipað leikmönnum 19 ára og
yngri vann Litáen 3:0 í lokaleik
sínum í B-deild undankeppni
Evrópumótsins í Vilníus í gær.
Íslensku stúlkurnar höfðu þegar
tryggt sér efsta sætið eftir tvo
sigra í fyrstu tveimur leikjunum
og leikur í A-deild í seinni hluta
undankeppninnar næsta vor, en
þá verður leikið um sæti í loka-
keppninni í Belgíu. Ísland fékk
níu stig úr þremur leikjum og lauk
keppni með markatöluna 15:0.
Ljósmynd/KSÍ
U19 Hluti landsliðsins stillir sér
upp fyrir leikinn í Litáen í gær.
Alexander Örn
ekki í leikbann
Alexander Örn Júlíusson, fyrir-
liði karlaliðs Vals í handknattleik,
fær ekki leikbann í kjölfar
útilokunar sem hann hlaut í fyrri
hálfleik í leik Benidorm og Vals í
Evrópudeildinni í upphafi mánað-
arins. Valur sendi frá sér greinar-
gerð vegna hins yfirvofandi banns
þar sem hann var ekki sá brotlegi
og nú hefur aganefnd EHF fallist
á sjónarmið Vals. Alexander Örn
verður því gjaldgengur í leikn-
um mikilvæga gegn þýska liðinu
Flensburg í næstu viku.
Morgunblaðið/Eggert
Evrópa Alexander Örn getur spilað
gegn Flensburg í næstu viku.
Hollendingar
sigurstranglegir
AFP/John Thys
Mikilvægur Virgil van Dijk er fyrirliði og lykilmaður í hollenska liðinu.
Hann verður að eiga gott mót ætli Hollendingar sér langt í Katar.
lSenegal og Ekvador ætla sér áfram
A-RIÐILL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Upphafsleikur HM karla í fót-
bolta verður leikinn næstkomandi
sunnudag er gestgjafarnir í Katar
mæta Ekvador á Al Bayt-vellinum í
Al Khor. Er leikurinn liður í A-riðli,
en Senegal og Holland eru einnig í
riðlinum. Morgunblaðið mun frá og
með deginum í dag fara yfir hvern
riðil fyrir sig á mótinu og verður
byrjað á A-riðli og svo farið eftir
stafrófsröð.
Katar
Gestgjafarnir í Katar ætla að
nýta sér þátttökuréttinn til hins
ýtrasta, en Katarar eru með
á lokamóti HM í fyrsta skipti.
Deildarkeppnin í Katar fór í frí um
miðjan september, svo landsliðið
gæti hafið undirbúning sinn fyrir
HM á heimavelli. Síðan þá hefur
liðið leikið eina níu vináttuleiki,
m.a. við Kanada, Síle, Níkaragva og
Gvatemala. Heimamenn geta því
ekki kennt litlum undirbúningi um
ef illa fer.
Katar hefur verið vaxandi í
fótboltanum að undanförnu. Liðið
varð Asíumeistari árið 2019 og stóð
sig vel sem gestaþjóð á Suður-Am-
eríkumótinu sama ár. Þá fór liðið
alla leið í undanúrslit í Gullbikarn-
um árið 2020. Katar hefur gengið
upp og ofan í vináttuleikjum sínum.
Liðið átti litla möguleika í Serbíu,
Portúgal og Írlandi á síðasta ári, en
2:2-jafntefli gegn Síle í vináttuleik
í september gaf stuðningsmönnum
liðsins aukna trú.
Andstæðingar heimamanna þurfa
að hafa gætur á hinum tekníska
Akram Afif og markaskoraranum
Alomoez Ali. Þá er kantmaðurinn
Homan al-Amin sprækur. Líkam-
legur styrkur Katara er hins vegar
veikleiki og gæti liðið lent í vand-
ræðum gegn líkamlega sterkum
liðum.
Hinn spænski Félix Sánchez
er þjálfari Katar, en hann hefur
starfað í katörskum fótbolta frá
árinu 2006. Hann tók við A-lands-
liðinu 2017 og hefur náð fínum
árangri með liðið, þrátt fyrir að
hafa mistekist að koma því á HM í
Rússlandi fyrir fjórum árum.
Þrátt fyrir vöxt hjá katarska
liðinu eiga fáir von á að liðið fari
áfram úr riðlinum, en Katar getur
orðið önnur gestgjafaþjóðin frá
upphafi til að komast ekki upp úr
sínum riðli. Suður-Afríka á þann
vafasama heiður að vera sú eina,
en Afríkuþjóðin komst ekki upp úr
sínum riðli á heimavelli árið 2010.
Ekvador
Ekvador er á meðal þátttöku-
þjóða á HM í fjórða skipti og í
fyrsta sinn frá árinu 2014. Ekvador-
ar hafa einu sinni komist upp úr
sínum riðli, er liðið fór í 16-liða
úrslit á HM í Þýskalandi árið 2006.
Ekvadorska liðið hefur gengið í
gegnum endurnýjun lífdaga eftir að
Argentínumaðurinn Gustavo Alfaro
tók við eftir slakt gengi undir stjórn
Hernáns Gómez, Jorges Célicos
og Jordis Cruyffs. HM í Katar var
fjarlægur draumur þegar Alfaro
tók við fyrir tveimur árum, en hann
hefur gjörbreytt gengi liðsins.
Alfaro losaði sig við „gamla geng-
ið“ því Antonio Valencia, Christian
Noboa og Felipe Caicedo eru ekki
lengur í hópnum. Í stað þeirra hafa
ungir og skemmtilegir leikmenn
á borð við Piero Hincapié, Moisés
Caicedo og Gonzalo Plata blómstr-
að. Ekvador er með yngsta leik-
mannahópinn af þeim Suður-Am-
eríkuþjóðum sem tryggðu sér sæti
á HM, en meðalaldur byrjunarliðs
Ekvadora í undankeppninni var
rétt rúmlega 25 ár. Ekvador hafnaði
í fjórða sæti hinnar geysisterku
undankeppni Suður-Ameríku,
tveimur stigum á undan Perú, sem
er ekki með að þessu sinni.
Moisés Caicedo er skærasta
stjarna Ekvadora, en hann
leikur með Brighton í ensku
úrvalsdeildinni. Roberto De Zerbi,
knattspyrnustjóri Brighton,
kallaði Caicedo einn besta miðju-
mann ensku úrvalsdeildarinnar á
dögunum. Þá er fyrirliðinn Ángel
Mena ávallt hættulegur á kantin-
um, þrátt fyrir að vera orðinn 34
ára. Ekvador ætlar sér að berjast
um tvö efstu sætin við Holland og
Senegal.
Senegal
Senegal er á sínu öðru
heimsmeistaramóti í röð og þriðja
alls. Liðið féll úr leik í riðlakeppn-
inni í Rússlandi fyrir fjórum árum
en fór alla leið í átta liða úrslit í
Suður-Kóreu og Japan árið 2002.
Miklar vonir eru bundnar við
senegalska liðið. Ef allt gengur upp
gæti Senegal náð bestum árangri
Afríkuþjóðar frá upphafi, en engin
Afríkuþjóð hefur komist lengra en
í átta liða úrslit í sögu HM. Senegal
varð Afríkumeistari í fyrsta skipti
í febrúar og hefur liðinu vegnað vel
að undanförnu.
Babacar Ndaw Faye, blaðamað-
ur Emedia Senegal, segir algjört
HM-æði hafa tekið yfir senegölsku
þjóðina. Þar eru væntingarnar
gríðarlegar og telja margir heima-
menn að Senegal gæti jafnvel farið
alla leið og orðið heimsmeistari.
Hvort það sé raunhæft markmið
verður að koma í ljós.
Senegalska liðið tryggði sér
sæti á HM með því að enda í efsta
sæti síns riðils í undankeppninni
í Afríku. Þá vann Senegal sigur á
Egyptalandi í umspili. Senegal á
nokkra afar sterka leikmenn og
spila nokkrir þeirra í ensku úrvals-
deildinni.
Stjarnan er Sadio Mané, leikmað-
ur Bayern München og fyrrverandi
leikmaður Liverpool. Þátttaka
hans er hins vegar í óvissu vegna
meiðsla. Nái hann að beita sér að
fullu í Katar gæti það breytt öllu
fyrir senegalska liðið.
Senegal er með fleiri sterka
leikmenn. Nampalys Mendy leikur
með Leicester, Pape Sarr með
Tottenham og Idrissa Gueye með
Everton.
Aliou Cissé hefur stýrt Senegal
frá árinu 2015. Hann á mjög stóran
þátt í velgengni liðsins, en hann
lék stórt hlutverk í liðinu sem sló í
gegn í Suður-Kóreu og Japan 2002.
Cisse var snöggur að losa sig við
leikmenn á borð við Demba Ba,
Papiss Cissé og Papy Djilobodji.
Cissé er harður í horn að taka og
fljótur að losa sig við leikmenn
sem fara ekki eftir hans reglum. Sú
harðstjórn hefur gefið góða raun og
er andinn í senegalska liðinu afar
góður.
Þótt senegalska þjóðin vilji verða
heimsmeistari er best að byrja
á því að reyna að komast upp úr
riðlinum. Senegal hefur alla burði
til þess að, í það minnsta, enda í
öðru sæti.
Holland
Flestir eru sammála um að
Holland sé með sigurstrangleg-
asta liðið í A-riðli. Holland hefur í
þrígang endað í öðru sæti á loka-
móti HM og alltaf komist upp úr
riðlinum í tíu tilraunum. Hollenska
liðið er hungrað, eftir að hafa misst
af HM í Rússlandi fyrir fjórum
árum og fallið óvænt úr leik gegn
Tékklandi í 16-liða úrslitum EM
síðasta sumar.
Undir stjórn hins skrautlega og
71 árs gamla Louis van Gaals hefur
hollenska liðið leikið 15 leiki í röð
án þess að tapa. Van Gaal er öllu
vanur á hliðarlínunni. Hann stýrði
hollenska liðinu til undanúrslita
í Brasilíu 2014 og endaði í þriðja
sæti.
Van Gaal hefur alla tíð verið mik-
ill aðdáandi 4-3-3-kerfisins, en hef-
ur að undanförnu skipt yfir í 5-3-2
og árangurinn leynir sér ekki, þrátt
fyrir að lykilmenn eins og Virgil
van Dijk séu ekki endilega sann-
færðir. Fyrirliðinn van Dijk sagði
á blaðamannafundi á dögunum að
hann væri ekki sérlega hrifinn af
5-3-2-kerfinu, en viðurkenndi að
úrslitin töluðu sínu máli og því væri
lítið hægt að deila við van Gaal.
Byrjunarlið Hollendinga er
gríðarlega sterkt, en lykilmenn á
borð við Frenkie de Jong og Memp-
his Depay hafa verið tæpir vegna
meiðsla. Þá er breiddin ekki sú
mesta og gæti hollenska liðið lent
í eilitlum vandræðum, komist það
langt í keppninni.
Van Dijk er fyrirliði liðsins og
stjarna þess, en hann hefur verið
einn besti varnarmaður heims
undanfarin ár, eins og stuðnings-
menn Liverpool þekkja vel. Cody
Gakpo, sem hefur spilað gríðarlega
vel með PSV Eindhoven á leiktíð-
inni, gæti sprungið út á HM. Gakpo
hefur verið orðaður við stórlið á
borð við Manchester United og er
ljóst að hann verður ekki lengur
leikmaður PSV næsta sumar, ef
hann slær í gegn á stærsta sviðinu.
Hollendingar ætla sér ekki aðeins
að vinna A-riðilinn, heldur ætla
þeir sér langt í keppninni. Fáir bú-
ast við að Holland muni berjast um
heimsmeistaratitilinn sjálfan, en
það gæti reynst liðinu vel að vera
ekki í mesta sviðsljósinu.
Undankeppni EM U19 kvenna
Riðill í Litháen:
Ísland – Litháen............................................3:0
Sædís Rún Heiðarsdóttir 64., sjálfsmark 67.,
Amelía Rún Fjeldsted 73.
Lokastaðan: Ísland 9, Færeyjar 6, Litháen 1,
Liechtenstein 1.
Grikkland
OFI Krít – Levadiakos............................ 2:1⚫Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn
fyrir Krít og lagði upp mark.
Danmörk
B-deild:
SönderjyskE – Vejle ...............................0:1⚫Atli Barkarson lék allan leikinn fyrir Sönd-
erjyskE.
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Den Bosch.......................... 4:4⚫Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 87
mínúturnar fyrir Jong Ajax.
Olísdeild karla
Haukar – Valur..........................................32:34
ÍR – Afturelding.........................................31:31
Staðan:
Valur 9 8 0 1 297:252 16
Fram 9 5 3 1 269:261 13
Afturelding 9 5 2 2 263:244 12
FH 9 5 2 2 258:255 12
Stjarnan 9 4 3 2 266:250 11
ÍBV 8 4 2 2 276:237 10
Selfoss 9 4 1 4 270:273 9
KA 9 2 2 5 252:267 6
Grótta 7 2 1 4 199:198 5
Haukar 8 2 1 5 228:231 5
ÍR 9 2 1 6 251:309 5
Hörður 9 0 0 9 262:314 0
EM kvenna
Milliriðill 1 í Ljúblíana:
Noregur – Slóvenía ........................... 26:23
Þórir Hergeirsson er þjálfari Noregs.
Ungverjaland – Svíþjóð .......................... 25:30
Staðan: Noregur 8, Danmörk 6, Svíþjóð 4,
Slóvenía 4, Króatía 2, Ungverjaland 0.
1. deild karla
Álftanes – ÍA .............................................82:77
Staðan:
Álftanes 8 8 0 725:677 16
Sindri 8 6 2 733:645 12
Hamar 7 5 2 654:606 10
Selfoss 8 5 3 757:641 10
Hrunamenn 8 4 4 768:785 8
Ármann 7 4 3 640:622 8
Skallagrímur 8 3 5 730:707 6
ÍA 8 3 5 646:724 6
Fjölnir 8 1 7 682:735 2
Þór Ak. 8 0 8 575:768 0
Undankeppni HM karla
L-riðill:
Úkraína – Ísland .......................................79:72
Georgía – Ítalía ........................................ 84:85
Spánn – Holland .......................................84:72
Staðan: Spánn 14, Ítalía 12, Georgía 8,
Ísland 8, Úkraína 6, Holland 0.
I-riðill:
Lettland – Bretland..................................79:63
Serbía – Tyrkland..................................... 77:76
Belgía – Grikkland....................................70:72
Staðan: Lettland 14, Serbía 10, Grikkland
10, Tyrkland 6, Belgía 6, Bretland 2.
J-riðill:
Finnland – Eistland...................................91:71
Slóvenía – Þýskaland............................... 81:75
Svíþjóð – Ísrael ......................................... 71:68
Staðan: Þýskaland 16, Finnland 16, Slóvenía
14, Svíþjóð 10, Ísrael 6, Eistland 4.
K-riðill:
Svartfjallaland – Litháen ....................... 56:65
Ungverjaland – Tékkland ...................... 83:69
Frakkland – Bosnía ..................................92:56
Staðan: Frakkland 16, Litháen 16, Svart-
fjallaland 12, Bosnía 10, Ungverjaland 10,
Tékkland 6.
NBA
New York – Oklahoma City .................135:143
Cleveland - Minnesota..........................124:129
Washington – Memphis.........................102:92
Philadelphia – Utah................................105:98
Chicago – Denver ................................. 103:126
Sacramento – Golden State ................ 122:115
L.A. Lakers – Brooklyn ........................116:103
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikar kvenna, 1. umferð:
Skógarsel: ÍR – HK.................................... 19.15
Kaplakriki: FH – Selfoss ......................... 19.30
Seltjarnarnes: Grótta – Haukar ............ 19.30
Varmá: Afturelding – Stjarnan.............. 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Stykkish.: Snæfell – Breiðablik B........... 19.15