Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022 Sito segir skilið við Eyjamenn Spænski sóknarmaðurinn Sito leikur ekki með karlaliði ÍBV í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann gekk fyrst í raðir ÍBV um mitt sumar 2015 en lék með Fylki tímabilið á eftir. Sito lék svo með Grindavík sumarið 2018 en skipti aftur til ÍBV fyrir tímabilið 2020 og hafði leikið með Eyjamönnum undanfarin þrjú tímabil. Alls á Sito 65 leiki að baki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 14 mörk. Einnig skoraði hann 16 mörk í 39 leikjum í B-deild. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Eyjar Sito í skallabaráttu í leik með ÍBV gegn Víkingi í sumar. KristjánÖrn meiddist á ökkla Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, var ekki í leikmannahópi Aix um helgina þegar liðið tapaði 32:37 fyrir stórliði Paris Saint-Germain í frönsku 1. deildinni vegna þess að hann er að glíma við ökkla- meiðsli. „Ég hvíldi í síðustu viku vegna bólgu í öðrum ökklanum. Ég fer í myndatöku í fyrramálið [í gær]. Þetta ætti ekki að vera neitt alvarlegt,“ sagði Kristján Örn í samtali við Handbolta.is. Morgunblaðið/Eggert MeiddurKristján Örn vonar að ökklameiðsli hans séu ekki alvarleg. Úrslitin ráðast í lokaumferðinni Ljósmynd/FIBA Bestur Tryggvi Snær Hlinason treður með tilþrifum fyrir íslenska liðið gegn því úkraínska í Riga í gær. Tryggvi var besti leikmaður Íslands. l Ísland,Georgía ogÚkraína berjast um síðasta sætið áHMá næsta ári HM2023 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ísland, Georgía og Úkraína eiga öll möguleika á að ná þriðja sæti L-riðils á lokastigi undankeppni HM karla í körfubolta, þegar tvær umferðir eru eftir. Lokamótið fer fram í Filippseyjum, Indónesíu og Japan á næsta ári. Ítalía og Spánn tryggðu sér sæti á lokamótinu með sigrum í gær. Ísland þurfti að sætta sig við 72:79-tap á útivelli gegn Úkraínu, en leikið var í Riga í Lettlandi. Leikurinn var hnífjafn nánast allan tímann, en Úkraínumenn voru sterkari síðustu fimm mínúturnar og það dugði til sigurs. Skömmu eftir að leiknum lauk fagnaði ítalía 85:84-sigri á Georgíu og sæti á lokamótinu í leiðinni. Ítalía gerði Íslandi greiða Úrslitin voru hagstæð fyrir íslenska liðið, því Georgía hefði farið langt með að tryggja sér sæti á lokamótinu með sigri, á kostnað Íslands. Þess í stað er líklegt að Georgía og Ísland mætist í hreinum úrslitaleik um sæti á lokamótinu í Georgíu í febrúar á næsta ári. Von Úkraínumanna er minni, þrátt fyrir sigurinn í gær. Margt hefði betur mátt fara í leik íslenska liðsins í gær. Minna fór fyrir sterkum bakvörðum liðsins en oft áður og úkraínska liðið hafði góðar gætur á Elvari Má Frið- rikssyni, sem lék afar vel í fyrri leik liðanna í Ólafssal. Ægir Þór Steinarsson náði sér ekki almenni- lega á strik og stöðugleika vantaði í leik Jóns Axels Guðmundssonar. Hann skoraði 14 stig í leiknum, en þau komu nær öll á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Kári Jónsson fann sig ekki og Sigtryggur Arnar Björnsson fékk lítinn tíma á vellinum. Tryggvi langbestur Tryggvi Snær Hlinason var yfirburðamaður í íslenska liðinu í gær. Hann skoraði 24 stig og tók 13 fráköst. Hann nýtti 10 af 11 vítaskotum og réðu Úkraínumenn oft illa við hann í teignum. Þá varðist Tryggvi oft afar vel undir körfunni, þegar stórir leikmenn Úkraínu voru að gera sig líklega. Þá kom Styrmir Snær Þrastarson inn í byrjunarlið íslenska liðsins og hann komst mjög vel frá sínu. Styrmir skoraði sjö stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var með næstflesta framlagspunkta í ís- lenska liðinu, 15 talsins, en Tryggvi Snær var með 33. Ísland mætir Spánverjum á heimavelli 23. febrúar í næsta leik. Sá leikur skiptir í raun litlu máli, því Ísland mætir væntanlega Georgíu í úrslitaleik þremur dögum síðar í Georgíu, sama hvernig fer gegn Spáni. Ísland fer á HM ef liðið vinnur Spán og Georgíu í tveimur síðustu leikjunum, svo lengi sem sigurinn gegn Georgíu er stærri en fjögur stig. Ísland fer líklegast á HM með fjögurra stiga eða stærri sigri á Georgíu, þótt liðið tapi fyrir Spáni. Georgíu nægir sigur á Íslandi í lokaumferðinni til að fara á HM. Úkraína getur blandað sér í bar- áttuna. Úkraína þarf að vinna bæði Ítalíu og Holland í tveimur síðustu leikjunum og treysta á að Holland vinni Georgíu í næsta leik, sem er ólíklegt. Georgía er í bestu stöðunni, Ís- land kemur þar á eftir og Úkraínu- menn eiga veika von. Það ræðst allt í lokaumferðinni í lok febrúar. Noregur í undanúrslit eftir sigur á Slóveníu Norska kvennalandsliðið í hand- knattleik, undir stjórn Þóris Her- geirssonar, tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum Evrópumóts- ins í handknattleik með því að hafa betur gegn heimakonum í Slóveníu, 26:23, í milliriðli 1. Henny Reistad fór á kostum í liði Noregs og skoraði tíu mörk úr aðeins tólf skotum og þar á eftir kom Nora Mörk með sex mörk. Ana Gros var markahæst hjá Slóveníu með fimm mörk og Natasa Ljepoja bætti við fjórum. Noregur er eftir sigurinn með fullt hús stiga, átta stig, eftir fjóra leiki í milliriðlinum. Norska liðið undir handleiðslu Þóris er ríkjandi heims- og Evrópumeist- ari og er nú skrefi nær því að verja Evrópumeistaratitil sinn. Svíþjóð eygir enn von um að tryggja sér sæti í undanúrslitum eftir að hafa lagt Ungverjaland að velli, 30:25, í riðlinum í gær, þar sem liðið er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Danmörku í 2. sæti fyrir lokaumferðina á morgun. Ljósmynd/EHF Mörk Nora Mörk er góð í því að skora mörk. Hún skoraði sex mörk í gær. Valur jók á kvalir Hauka í fyrsta leikÁsgeirs Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu sterkan 34:32-útisigur á Haukum þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, á Ásvöllum í gær- kvöldi. Um fyrsta leik nýráðins þjálfara Hauka, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, var að ræða eftir að hann var ráðinn í síðustu viku. Um hörkuleik var að ræða þar sem mikið jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiks en Valur sýndi styrk sinn undir blá- lokin er liðið náði fjögurra marka forystu, 31:27, og sigldi loks enn einum sigrinum í höfn. Valur er eftir sigurinn áfram í efsta sæti deildarinnar, nú með 16 stig eftir níu leiki. Haukar eru áfram í 10. sæti með aðeins fimm stig eftir átta leiki. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var markahæstur í leiknum með átta mörk fyrir Hauka. Markahæstur hjá Val var Benedikt G. Óskarsson með fimm mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 10 skot í marki liðsins. ÍR og Afturelding skildu þá jöfn, 31:31, í öðrum hörkuleik sem fór fram í Breiðholti. ÍR hefði með sigrinum getað sent Hauka niður í fallsæti en Igor Kopyshyn- skyi jafnaði metin fyrir gestina úr Mosfellsbæ á ögurstundu. ÍR er því áfram í 11. sæti deildarinnar, fallsæti, með fimm stig líkt og Haukar en eftir níu leiki. Afturelding fór með jafn- teflinu upp í 3. sæti þar sem liðið er með 12 stig eftir níu leiki. Arnar Freyr Guðmundsson fór fyrir ÍR og skoraði 10 mörk. Ólaf- ur Rafn Gíslason varði þá 11 skot í marki liðsins. Markahæstir hjá Aftureldingu voru Birkir Benediktsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Blær Hinriks- son, allir með sex mörk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Barátta Heimir Óli Heimisson klæddur úr Haukatreyjunni í gær. Næst á dagskrá hjá flestu fótboltaþyrstu fólki er að horfa á HM karla í fótbolta. Keppnin í Katar er væntanlega um- deildasta heimsmeistaramót sögunnar og það er enn tæp vika í fyrsta leik. Heimsmeistaramótið verður haldið í skugga mann- réttindabrota. The Guardian greinir frá því að 6.500 verka- menn hafi látið lífið í ömurleg- um aðstæðum í undirbúningi fyrir mótið. Þá hafa miðlar greint frá því að yfirvöld í Katar hafi fengið keppnina í gegnum mútugreiðslur. Samkynhneigð er bönnuð í Katar og eiga samkynhneigðir stuðningsmenn á hættu að vera handteknir vegna kynhneigðar sinnar. Þá eru réttindi kvenna töluvert minni en karla og tjáningar- og fjölmiðlafrelsi er takmarkað. FIFA sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum, þar sem sambandið bað fólk vinsamlegast um að hætta að velta mannréttinda- brotum og öðru slíku fyrir sér, þar sem nú væri tími til að njóta fótboltans. Glæsileg skilaboð það: „Haldið nú aðeins kjafti með þessi blessuðu mannréttindi og förum að horfa á fótbolta.“ Katar var eins langt frá því að vera tilbúið að halda heimsmeistaramót og hægt er, þegar landinu var úthlutað keppninni. Aðeins þjóðarleik- vangurinn í höfuðborginni Doha var klár og þurfti að byggja hina sjö vellina í hvelli. Kipptu yfirvöld í Katar sér lítið upp við dauða þúsunda farandverka- manna. Hvaða máli skipta þeir, þegar við fáum að halda HM? Barcelona og París eru á meðal stórborga í Evrópu sem ætla að sniðganga mótið. Leikir keppninnar verða ekki sýndir á opinberum vettvangi. Það er aðdáunarvert. Bakvörður dagsins mun fylgjast með HM með óbragð í munni. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Áfram í Árbænum Benedikt Darí- us Garðarsson, sóknarmaður karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við Árbæjarliðið sem gildir út tímabilið 2025. Benedikt Daríus, sem er 23 ára gamall, lék afar vel fyrir Fylki þegar liðið tryggði sér sigur í næstefstu deild, Lengjudeildinni, í sumar. Skoraði hann 14 mörk í 22 leikjum í deildinni og varð þriðji markahæsti leikmaður hennar í sumar. Um var að ræða fyrsta tímabil Benedikts Daríusar með Fylki en hann er þó uppalinn í Árbænum og hafði áður leikið með vensla- félagi Fylkis, Elliða, í C-, D- og E-deild auk eins tímabils með KFG í C-deild. „Þetta eru frábær tíðindi fyrir okkur Fylkismenn! Til hamingju með nýja samninginn, Benni!“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild Fylkis. Benedikt Daríus Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.