Morgunblaðið - 30.11.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022
Nú liggur fyrir að fyrirtækið Prófílstál
ehf. mun smíða fjölnota stálvirki sem
sett verður upp á Laugavegi, milli
Hlemms og Snorrabrautar. Þessi kafli
götunnar hefur fengið hið frumlega
nafn Snákurinn.
Reykjavíkurborg auglýsti fyrr á
þessu ári eftir tilboðum í smíðina. Að-
eins barst eitt tilboð, frá Próifílstáli.
Hljóðaði það upp á krónur 21.601.880
eða 80% af kostnaðaráætlun, sem var
upp á 26,8 milljónir. Umhverfis- og
skipulagssviðReykjavíkurborgar hefur
ákveðið að ganga að tilboðinu.
Eins og vegfarendur hafa tekið eftir
hafa veriðmiklar framkvæmdir í gangi
umhverfis Hlemmtorg. Í september
var götukaflanum milli Hlemms og
Snorrabrautar lokað fyrir bílaumferð
fyrir fullt og allt og byrjað var að grafa
upp götuna. Búið er að endurnýja all-
ar lagnir og steypa mikinn stokk eftir
götunni endilangri.
Gangstéttumbeggja vegna götunnar
hefur verið haldið opnum. Til stendur
að vinna í götunni til áramóta en þá
verði gert hlé á verkinu. Í apríl 2023
hefst svo vinna á ný og unnið á því
svæði þar sem gangstéttirnar liggja.
Gangandi og hjólandi vegfarendur
geta farið um götuna meðan á því
verki stendur.
Í lýsingu Reykjavíkurborgar á
að breyta kaflanum frá Hlemmi að
Snorrabraut úr bílagötu í svæði með
gróðri, setsvæðum, hjólastæðum og
óformlegum leikrýmum. „Stálprófíll
sem rís og hnígur er leiðandi þáttur
á þessum kafla en í honum er einnig
falin óbein lýsing á völdum svæðumog
afmarkar hann þjónustuleiðir í götu-
rýminu,“ segir í lýsingunni.
Myndaður úr náttúrusteini
Smíði stálprófílsins verður væntan-
lega lokið fyrir næsta sumar og hann
þá settur upp. Yfirborð götunnar, snák-
urinn svonefndi, verður myndað með
náttúrusteini. Snákurinn á að afmarka
þjónustuleiðir í göturýminu. Sömuleið-
ismunhannþjóna hlutverki blágrænna
ofanvatnslausna. Sólarmegin á Lauga-
veginum er gert ráð fyrir að veitinga-
staðir geti vaxið út í göngurýmið.
Verktaki við jarðvegsframkvæmd-
ir er Alma Verk ehf. Fyrirtækið átti
lægsta tilboð í verkið, tæpar 190millj-
ónir króna. Alls bárust sjö tilboð í
verkið.
lHluta Laugavegar breytt í varanlega göngugötulStálprófíll sem rís og hnígur verður leiðandi þáttur
Samiðumstálvirkið áSnákinn
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Snákurinn Búið er að endurnýja lagnir á Laugavegi neðan Hlemms. Steyptur hefur verið stokkur eftir götunni.
Mikið er um öndunarfærasýk-
ingar af völdum mismunandi
veira. Inflúensan og RS-veiran
eru fyrr á ferðinni en venjulega.
„Eins og spáð hefur verið stefnir
í að þennan fyrsta vetur án sótt-
varnaaðgerða vegna COVID-19
leggist árstíðabundnar öndunar-
færasýkingar af fullum þunga á
landsmenn,“ segir í frétt embættis
landlæknis.
Alls greindust 112 manns með
staðfesta inflúensu hér á landi í
vikum 40-46 (3. október–20. nóv-
ember). Það eru talsvert fleiri en
á sama tíma undanfarin ár. Árlega
inflúensan gengur venjulega yfir
frá október eða nóvember og fram
í mars eða apríl. Af fyrrgreindum
112 sem greindust nú með inflú-
ensu voru 80 með inflúensustofn
A (H1) og 30 með stofn A (H3).
Tveir voru með inflúensu A án
nánari tilgreiningar. „Inflúensan
er algengust í aldurshópnum 0-4
ára og hjá 65 ára og eldri, saman-
borið við aðra aldurshópa. Flestir
hafa greinst á höfuðborgarsvæð-
inu en inflúensan hefur verið stað-
fest í öllum landshlutum. Staðfest
inflúensa er þegar tekið er sýni úr
öndunarvegi og greining er gerð á
rannsóknarstofu,“ segir í fréttinni.
Fjöldi þeirra sem hafa greinst
með COVID-19 undanfarnar vikur
hefur verið nokkuð stöðugur. Að
meðaltali hafa greinst um 220
einstaklingar á viku. Hlutfall
jákvæðra sýna af heildarfjölda er
30%-40% sem er hátt og bendir til
mikillar útbreiðslu í samfélaginu.
Í fréttinni segir að fari fjöldi
jákvæðra sýna yfir 5% sé talið að
dreifing í samfélagi sé meiri en
sýnataka gefur til kynna. Flest-
ir greinast með Omicron BA.5
afbrigðið og undirafbrigði þess.
Þeim hefur þó fjölgað undanfarið
sem greinast með Omicron BA.2
og undirafbrigði þess.
RS-veirusýking (Respiratory
Syncytial) hefur verið staðfest
hjá 79 manns í október og það
sem af er nóvember og hefur
farið vaxandi frá viku til viku.
Auk þess er mikið um greiningar
á öðrum öndunarfæraveirum,
s.s. Rhinoveiru, Adenoveiru,
kórónuveirum, öðrum en SARS-
CoV-2 (COVID-19), og Human
Metapneumóveiru (hMPV).
Alls lögðust 104 einstaklingar
inn á Landspítala vegna stað-
festrar inflúensu, COVID-19 eða
RS-veirusýkingar frá 2. október
til 20. nóvember. Flestir vegna
COVID-19 eða 58 einstaklingar, 31
vegna RS og 15 vegna inflúensu.
Innlagnir eru algengastar í elstu
aldurshópunum vegna COVID-19
og inflúensu en í yngstu aldurs-
hópunum vegna RS-veiru. Fjöldi
innlagna vegna þessara sjúkdóma
hefur aukist á síðustu 3 vikum að
sögn landlæknisembættisins.
Inflúensan kom
snemma vetrar
Uppsafnaður fjöldi greindra inflúensutifella
750
500
250
0
Eftir vikum almanaksárs:
Veturinn 2017-18 2018-19
2019-20 2020-21 2021-22
32 36 40 44 48 52 4 8 12 16 20 24
Heimild: Embætti
landlæknis
112 einstaklingar hafa
greinst með inflúensu
hér á landi á síðustu vikum
lMikið er umöndunarfærasýkingar
lKórónuveirusmit virðist útbreitt
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hægðu á þér!
Umferðarskilti af öllum stærðum
og gerðum.
Bannmerki
Viðvörunarmerki
Bílastæðamerki
Einkastæði ATHUGIÐ!
Bílastæði eingöngu ætluð
starfsmönnum og gestum
skólanna frá 07:30 - 17:00
Óviðkomandi bílar verða fjarlægðir
Skilti
BSV S:5514000
Boðmerki
Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 555 65 00 | xprent@xprent.is
Morgunblaðið/Eggert
Réttlæti Fulltrúar ÖBÍ með alþingismönnum í Alþingishúsinu í gær.
Færðu þingmönnum gjöf
Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður ÖBÍ réttindasamtaka,
og formenn og starfsmennmál-
efnahópa bandalagsins færðu al-
þingismönnum gjöf í þinghúsinu
í gær tilefni af alþjóðadegi fatlaðs
fólks þann 3. desember.
Þingmenn fengu húfur áletrað-
ar með orðinu Réttlæti. Í ávarpi
hvatti Þuríður Harpa til þess að
samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks verði
lögfestur hið fyrsta.
Samkvæmt upplýsingum frá
ÖBÍ sagði Þuríður Harpa að
lögfesting samningsins væri
gríðarlega mikilvæg fyrir fatlað
fólk vegna þess að þá væru
mannréttindi þess tryggð. „Með
lögfestingunni verður samfélagið
okkar allra,“ sagði hún.