Morgunblaðið - 30.11.2022, Qupperneq 8
FRÉTTIR
Innlent8
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022
„Viti menn! Hárlosið minnkaði
áður en flaskan tæmdist“.
- Tinna Miljevic
RENEW
1 msk á dag fyrir
hár, húð og neglur
Leigusamningumfækkaðium17%
lSamningum um leigu íbúðarhúsnæðis
hefur fækkað umtalsvert að undanförnu
Heildarfjöldi þinglýstra leigusamn-
inga á landinu öllu var alls 564 í síð-
asta mánuði. Þeim fækkaði um 17%
frá því í septembermánuði og hefur
fækkað um 26% frá októbermánuði
á seinasta ári.
Ef eingöngu er litið á fjölda leigu-
samninga á höfuðborgarsvæðinu
kemur í ljós að þeir voru alls 375 í
síðasta mánuði og fækkaði þeim um
20% frá því í september síðastliðnum
og hefur einnig fækkað um 29% frá
október 2021.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýrri samantekt Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar yfir fjölda þinglýstra
leigusamninga um íbúðarhúsnæði
eftir landshlutum í síðasta mánuði.
Af yfirliti HMS má sjá að þinglýstir
leigusamningar um íbúðir á landinu
öllu hafa ekki verið færri en nú í
októbermánuði frá árinu 2007 þegar
þeir voru 141 talsins. Í október á ár-
inu 2020 voru þeir 881 og 773 í sama
mánuði á árinu á undan.
Fram kom í mánaðarskýrslu HMS,
sem birt var í seinustu viku, að hækk-
anir leiguverðs á húsnæðismarkaðin-
um eru enn nokkuð hóflegar miðað
við vísitölu leiguverðs fyrir október
og að á síðustu 12 mánuðum hefur
leiga hækkað um 8,4%. „Meðalleiga á
mánuði var 220.100 kr. í nýjum þing-
lýstum leigusamningum í október á
höfuðborgarsvæðinu og hafði hækkað
um 8.500 kr. á síðustu 6 mánuðum,“
sagði m.a. í mánaðarskýrslu HMS.
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavík Leigusamningum fækk-
aði um 29% frá október í fyrra.
Þarf að verja mál-
frelsið og fullveldið
Það er sótt að málfrelsinu og það
þarf að verja, segir Arnar Þór
Jónsson, lögmaður og varaþing-
maður. Hann bendir á hvernig ýmis
persónuréttindi hafi verið látin
víkja á dögum farsóttar og þar hafi
einnig verið vegið að málfrelsi.
Arnar Þór er í viðtali í Dagmálum
Morgunblaðsins, streymi á netinu,
sem opið er öllum áskrifendum.
Þar nefnir hann m.a. dæmi um
þingmann sem fór með staðlausa
stafi í ræðustól á Alþingi gegn betri
vitund, án þess að það hefði neinar
afleiðingar.
Hann ræðir einnig fullveldi
landsins á viðsjárverðum tímum,
en á morgun er einmitt fullveldis-
dagurinn 1. desember. Hans verður
m.a. minnst á fundi hjá Fullveldisfé-
laginu, sem haldinn verður í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, á morgun kl. 17, en
Arnar Þór er formaður þess.
Morgunblaðið/Ágúst Óliver
Dagmál Pólitísk umræða í landinu er gölluð og oft ábyrgðarlaus, segir
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður, í viðtali í Dagmálum.
STAKSTEINAR
Ljómandi lekar og
hræðilega vondir
Páll Vilhjálmsson bendir á
„að eftir að myndbandi af
hópslagsmálum
var lekið af
lögreglu voru
viðbrögð snör.
Fjölmiðlar,
RÚV sérstak-
lega, nánast
kröfðust
rannsóknar á
lekanum. Málið
kært, upplýst
og refsað á einni viku.
Ívor varð uppvís leki úr lands-
rétti í tengslum við RSK-saka-
málið. Tilfallandi blogg fjallaði
um málið 24. maí:
Engin fordæmi eru fyrir því
að starfsmaður landsréttar
leki trúnaðargögnum, staðfestir
Gunnar Viðar skrifstofustjóri
landsréttar í Fréttablaðinu. En
einmitt það gerðist í vor þegar
gögnum var lekið í RÚV, Stund-
ina og Kjarnann, RSK-miðla.
Gögnin varða lögreglurannsókn
á byrlun og gagnastuldi þar sem
fjórir blaðamenn RSK-miðla eru
sakborningar.
Viðtakandi lekans var
Gunnar Ingi Jóhannsson
lögmaður sem óðara kom
gögnunum til Þórðar Snæs
Júlíussonar ritstjóra Kjarnans.
Gunnar Ingi sýndi af sér hegðun
sem illa samræmist starfsregl-
um lögmanna. Engir fjölmiðlar
gera kröfu um að upplýst verði
um lekann úr landsrétti. Lekinn
var í þágu blaðamanna RSK-
miðla.
Er það svo að hagsmunir
fjölmiðla ráða ferðinni þegar
yfirvöld ákveða hvaða leka
réttarkerfisins skuli rannsaka
og hvenær leki er hið besta
mál?“
Páll
Vilhjálmsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
www.mbl.is/mogginn/leidarar