Morgunblaðið - 30.11.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 30.11.2022, Síða 11
FRÉTTIR Erlent 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 bmvalla.is | sími: 412 5050 | sala@bmvalla.is MÚR- OG FLOTBLÖNDUR SEM UPPFYLLA SKILYRÐI SVANSINS og má nota í byggingar sem stefna að umhverfisvottun Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifkop.is Allar almennar bílaviðgerðir sáust þar sem fólksins sem lést í elds- voðanum í Urumqi var minnst. Nokkuð hefur verið um samstöðu- mótmæli erlendis og voru til dæmis mótmæli í fyrrakvöld viðColumbia-há- skólann íNewYork ogBerkeley-háskól- ann í Los Angeles. Bretar ósáttir við Kínverja Bresk stjórnvöld kölluðu í gærZheng Zeguang, sendiherra Kína í Lundún- um, á teppið vegna handtökunnar á Ed Lawrence, blaðamanni breska rík- isútvarpsinsBBC, á sunnudaginn. BBC hefur jafnframt sakað kínversku lög- regluna um að hafa ráðist á Lawrence meðan hann var í haldi þeirra. James Cleverly, utanríkisráðherra Breta, sagði að brýnt væri að verja frelsi fjölmiðla og getu blaðamanna til að fjalla um atburði án þess að veist sé aðþeim.Kínversk stjórnvöld sögðuhins vegar aðBretar væru í engri aðstöðu til að gagnrýnaKínverja fyrir sóttvarnaað- gerðir þeirra eða önnur innanríkismál. Atvikið hefur hleypt nýrri spennu í samskiptiBreta ogKínverja, en í síðasta mánuði kom í ljós að Kínverjar hefðu haldið úti ólöglegum „lögreglustöðv- um“ í nokkrumerlendumríkjum, þar á meðalBretlandi, til þess að fylgjastmeð eigin þegnum þar. Þá var háttsettur embættismaður í sendiráðiKína einnig kallaður á teppið í síðastamánuði eftir að starfsfólk ræðismannsskrifstofunnar íManchester var sakaðumaðhafa ráð- ist á og lamiðmótmælanda semstuddi aukið lýðræði í Hong Kong. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bret- lands, lýsti því yfir í ræðuámánudaginn aðhinni svokölluðu „gullöld“ í samskipt- um Breta og Kínverja væri lokið, og að afstaða Kínverja væri „kerfisbund- in áskorun“ gagnvart hagsmunum og gildum Breta. Í gær var svo greint frá því að Bret- ar hefðu útilokað kínverska fyrirtækið China General Nuclear frá því að taka þátt í bygginguþriðja kjarnorkuversins í Sizewell. Er ákvörðunin sögð liður í viðleitni Breta til aðminnka viðskipta- tengsl við Kína í viðkvæmum geirum. Dóms- og stjórnmálanefndmiðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins kall- aði í gær eftir því að tekið yrði hart á „fjandsamlegum öflum“ í Kína eftir að fjölmenn mótmæli brutust út um helgina í helstu borgum landsins gegn ströngumsóttvarnareglumkínverskra stjórnvalda. Nefndin hefur yfirumsjón með allri löggæslu innanlands og sagði í áliti hennar að það væri nauðsyn- legt að bregðast hart við „njósna- og skemmdarverkastarfsemi hinna fjand- samlegu afla í samræmi við lög,“ að því er sagði í frétt Xinhua-ríkisfréttastof- unnar. Fjölmennt lögreglulið var á götum helstu stórborgaKína í gærogbólaði lítt ámótmælumgegn sóttvarnaaðgerðum vegnaþess. Þá bárust fregnir frá höfuð- borginni Peking um að lögreglan hefði sett sig í samband við fólk sem grunað var um að hafa tekið þátt í mótmælum um helgina. Þá hafa stjórnvöld einnig hert á rit- skoðunákínverskumsamfélagsmiðlum til að koma í veg fyrir að fólk geti dreift upplýsingumummótmælin sín ámilli. Voru lögreglumenn sagðir hafa stöðv- að gangandi vegfarendur og beðið um símaþeirra til að kannahvort þar væru ólögleg samskiptaforrit. Samstöðumótmæli erlendis Mótmæli helgarinnar spruttu upp eftir að fréttir bárust frá borginni Ur- umqi fyrir helgi umað tíumanns hefðu farist þar í eldsvoða, að sögn vegnaþess að þeim var ekki hleypt út úr hinni brennandi blokk vegna sóttvarnaað- gerða. Kínversk stjórnvöld hafa neitað því að svo hafi verið. Þó að lítið yrði ummótmæli í Peking ogSjanghævarmótmælt íHongKong, þar semháskólanemarkomusamanog kölluðu slagorð á borð við „gefið mér frelsi eða dauða“. Samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar kallaði einn mót- mælenda að þeir væru ekki „erlendir aðilar“, auk þess sem mótmælaskilti Vilja taka hart á mótmælunum l„Gullöldinni“ í samskiptum Breta og Kínverja lokið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is AFP/Yan Zhao Hong Kong Mótmælendur héldu á skiltum og auðum pappírsblöðum. Byrjað að bólusetja gegn malaríu Stjórnvöld í Malaví hafa byrjað bólusetningarherferð gegn malaríu. Bóluefnið gegn sjúkdómnum hefur verið í þróun í rúmlega þrjá áratugi og benda rannsóknir til þess að um þriðjungur þeirra barna á aldrinum 5-17 mánaða sem fái það sé varinn gegn sjúkdómnum. Malavar segja hins vegar að þeir hafi trú á því að bóluefnið geti reynst þýðingarmikið í baráttunni gegn hinum illvíga sjúkdómi, en 2.500 ungbörn fórust í malaríufaraldri í landinu fyrir tveimur árum. Ætla þeir því að bólusetja öll börn fimm ára og yngri gegn sjúkdómn- um, sem leggst þyngst á yngstu aldurshópana. AFP/Daniel Mihailescu NATO-fundur Stoltenberg tekur hér í höndina á Þórdísi Kolbrúnu Reyk- fjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á fundinum í Búkarest í gær. Vetur gerður að stríðsvopni lNATO-ríkin styðji við orkuinnviði Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í gær að Rússar vildu „nota veturinn sem stríðsvopn“ gegn Úkraínu með árásum sínum á orkuinnviði landsins. Utanríkisráð- herrar bandalagsríkjanna funduðu í gær í Búkarest og ræddu þar leið- ir til að hjálpa Úkraínumönnum að gera við raforkukerfi sitt. Lítið varð úr árásum Rússa á Úkraínu í gær, þrátt fyrir viðvar- anir um að stór eldflaugaárás væri í bígerð í vikunni. Hafa íbúar landsins verið hvattir til að taka loftvarnaviðvörunum alvarlega næstu daga. Stoltenberg sagði í ávarpi sínu að skilaboðin frá NATO-ríkjunum yrðu að vera þau að meira yrði gert til að hjálpa Úkraínumönnum að gera við skemmdirnar, sem og að útvega þeim loftvarnakerfi til þess að verja sig gegn árásum Rússa. Sagði Stoltenberg að hann ætti von á frekari árásum Rússa á raforkukerfið, á sama tíma og þeir væru að bíða ósigur á vígvellinum. „Rússland er að tapa á vígvellin- um. Til að svara því ráðast þeir nú á borgaraleg skotmörk og borgir, því að þeir geta ekki unnið landsvæði,“ sagði Stoltenberg og varaði við því að ríki Evrópu mættu eiga von á stríðari straumi flóttamanna sem vildu reyna að flýja kuldann í Úkraínu. Vill frekari vopnasendingar Dmítró Kúleba, utanríkisráð- herra Úkraínu, sótti einnig fund- inn, og hvatti hann bandalagsríkin til þess að senda frekari vígbúnað til Úkraínumanna, og til að hraða vopnasendingum sínum til lands- ins. Sagði Kúleba að sendingarnar yrðu að koma „hraðar, hraðar, hraðar“, og þá sérstaklega þau loftvarnarkerfi sem vesturveldin hafa heitið Úkraínumönnum. Óskaði Kúleba eftir því að Patriot-loftvarnarkerfið yrði sent til Úkraínu, en Pólverjar lögðu til í síðustu viku að slíkt kerfi, sem Þjóðverjar ætluðu að senda til Póllands, yrði þess í stað sent til Úkraínu. Sögðu þýsk stjórnvöld að Atlantshafsbandalagið yrði að taka þátt í þeirri ákvörðun, en Stolten- berg sagði fyrir helgi að Þjóðverjar gætu vel sent kerfið til Úkraínu án aðkomu bandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.