Morgunblaðið - 30.11.2022, Side 17

Morgunblaðið - 30.11.2022, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 ✝ Jóhannes Björn Lúðvíks- son fæddist í Reykjavík 30. nóv- ember 1949. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York 13. mars 2022. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Jóhannesdóttir frá Kálfsárkoti í Ólafs- firði, f. 1912, d. 2004, húsfreyja, og Lúðvíg Eggertsson frá Klukkulandi í Dýrafirði, f. 1914, d. 1995, kaupmaður og fasteignasali í Reykjavík. Jó- hannes Björn var yngstur í stórum hópi systkina, sem hann óst upp með í foreldrahúsum á Hverfisgötu 32 í Reykavík. Þau eru: Sonja, f. 1938, Ævar, f. 1940, d. 1942, Hrefna, f. 1942, Ævar, f. 1944, og tvíburarnir Rí- key og Elsa, f. 1946. Jóhannes kvæntist tvisvar. Fyrri kona hans var Þóra Ás- björnsdóttir ritari, f. 1952. Lágu leiðir þeirra saman 1974 og eignuðust þau soninn Róbert, f. skrifaði hann ljóðabók og fékk hann einnig ungur áhuga á blaðamennsku og var um tíma við greinaskrif á Mánudags- blaðinu. Upp úr tvítugu hélt hann ut- an, til Svíþóðar og Englands. Þar lagði hann stund á félags- fræði með áherslu á hagfræði, fjármál og stjórnmál. Á því sviði stundaði hann kerfisbundnar rannsóknir og birtust nið- urstöður þeirra í bókum hans, eins og í fyrstu fræðibókinni, Falið vald, sem kom út 1979. Hann stundaði þar einnig nám í óhefðbundnum fræðum. Starf- aði hann við það í Los Angeles og um árabil í New York. Með árunum áttu ritverk hans sem rithöfundur og greinahöfundur vaxandi fylgi að fagna og fór hann að koma fram í sjónvarpi og útvarpi sem álitsgjafi. Þá var Jóhannes virk- ur á vefsíðu sinni, sem og á sam- félags- og fjölmiðlum og vann á tímabili sem pistlahöfundur fyr- ir Stundina. Einnig fékkst hann við ýmis verkefni sem tengdust viðskiptum, t.d. fjárfestingar og fasteignir, ýmist í samstarfi eða á eigin vegum. Jóhannes hélt áfram að skrifa allt undir það síðasta, sem og að stunda skáklistina við ýmis tækifæri. Bálför fór fram í New York. 1978, sem Jóhannes lætur eftir sig. Jó- hannes flutti til Bandaríkjanna 1984 eftir skilnað þeirra Þóru og drengurinn var hjá móður sinni. Seinna þegar Ró- bert var á ellefta aldursári fór hann út til föður síns, hélt þar áfram námi, lauk langskólanámi og starfar sem hugbúnaðarsér- fræðingur. Seinni kona Jóhannesar, sem hann lætur eftir sig, er Beth Sue Rose og býr hún í New York. Jóhannes tók hefðbundið grunnskólapróf í Miðbæjarskól- anum og fór í landspróf. Hann kynntist ungur ljóð- og skáklist- inni, og var mikið upptekinn við það á unglingsárum sínum. Varð hann Reykjavíkurmeistari í skák 16 ára, keppti á Evrópu- móti unglinga árið 1969 í Amst- erdam og árið 1972 vann hann til verðlauna í meistaraflokki á Skákþingi Íslands. Árið 1970 Lífshlaup og heimspeki föður míns, Jóhannesar Bjarnar, hefur haft djúp áhrif á allt mitt líf. Rannsóknarvinna og skrif voru ætíð efst í þínum huga, og mínar mikilvægustu minningar tengj- ast samræðulist þar sem tekist var á um ólíkar skoðanir. Þú varst alltaf til staðar og leiðsögn þín og viska var mikils metin. Það er óhætt að segja að bók þín, „Falið vald“, sem gefin var út árið 1979, hafi verið langt á undan sinni samtíð. Með gagn- rýnni hugsun tókstu á við þann sannleika sem samfélagið hafði lengi gengið út frá sem vísu. Ýmsar ábendingar og niðurstöð- ur bókarinnar hafa síðar sannað sig og fengið viðurkenningu. Á þeim tíma voru fáir meðvitaðir um þau málefni sem þú dróst fram í dagsljósið. Þú nefndir eitt sinn að kaflinn um peninga og upphaf þeirra hefði mætt mestum efasemdum, jafnvel á meðal virtustu hag- fræðinga. Í dag er annað hljóð komið í strokkinn og sagan þér hliðholl, þar sem flestir gera sér grein fyrir hvaða áhrif miðstýr- ing peningakerfisins hefur á skuldir og verðbólgu og sam- félagið í heild. Þú rannsakaðir undirliggjandi orsakir og hreyfiafl atburða heimsins, settir spurningar- merki við frásagnarmátann og þau öfl og áhrifavalda sem að baki liggja. „Hver segir sög- una?“ var þér ætíð ofarlega í huga. Vegna þessara áhrifa geri ég mér skýra grein fyrir því að fréttaflutningur er einungis ein rödd af mörgum og ekki hinn eini raunveruleiki. Þinn styrkur var þín skarpa vitund og hæfileiki til að sund- urgreina óreiðuna og komast að kjarna málsins. Þú gerðir þér grein fyrir því að eina leiðin í gegnum völundarhús sannleik- ans væri að kanna sjálfur þær staðreyndir sem lágu fyrir með það að leiðarljósi að rata til baka út úr því völundarhúsi sem fylgir okkur frá fæðingu. Þú veittir mér þá bestu kennslu sem völ var á og kenndir mér að leggja áherslu á gagnrýna hugsun. Ég á þér að þakka þann skýrleika hugsana og vitundar. Þú skilur eftir þig mikið tóma- rúm, en þeir neistar sem þú hef- ur kveikt hafa snert marga og halda áfram að lýsa til framtíðar. Þinn sonur, Róbert. Í dag, 30. nóvember, er af- mælisdagur þinn og hefðir þú orðið 73 ára. Þú varst of ungur þegar kallið kom og enn varstu hraustur. Þú varst þægilegur í umgengni og fjölskylda þín tók mér opnum örmum. Ef eitthvað vantaði komu þau færandi hendi. Eins og þegar Róbert fæddist, þá komu systur þínar, ásamt Guðrúnu, konu bróður þíns, með fullt af ungbarnaföt- um, vagn og vöggurúm. Ekki gleymi ég heldur móður þinni sem á seinni árum byrjaði að mála ævintýralega flottar mynd- ir. Tíminn með þér var ekki tíð- indalaus. Við bjuggum saman í þremur löndum og var England þeirra eftirminnilegast. Á vegi okkar þar urðu námsmenn úr öllum heimsálfum. Vinur þinn, Sverrir, var einnig úti í námi á þessum tíma. East Grinstead, þar sem við bjuggum, var ekki svo langt frá London og vorum við fljót með lest þangað til að fara og sjá hljómsveitir sem við héldum upp á, eins og Genesis og Jethro Tull, sem voru þarna á toppnum kringum 1976. Ekki síst er í minningunni tónlistin sem hljómaði enn í eyrum og þá í bland við „taktfastan rythma lestarinnar“ á leiðinni til baka. Fyrir síðari dvöl okkar í Eng- landi 1979 og 1980 hafði sonur okkar, Róbert, komið í heiminn og vantaði okkur þá aðeins meira pláss með þann litla, en um hríð bjuggum við ansi þröngt. Þá varð á vegi okkar Þjóðverji nokkur, sem átti fast- eignir i Englandi, og það flaug út úr mér í samtali við hann að okkur vantaði íbúð. Þarna bjóst ég ekki við að við hefðum ekki bara fundið íbúð heldur hús með fimm herbergjum og kom þetta því eins og himnasending. Við gátum leigt út nokkur herbergi svo nú var þetta eins konar „mini hostel“ og þarna gekk allt upp eins og í sögu. Samskiptin einkenndust af þægilegu and- rúmslofti og urðu sum hver var- anleg. Var t.d. einn leigjenda okkar indverskur læknir og ef eitthvað kom upp dró hann ein- faldlega fram læknatólin sín á „mini hostelinu“ okkar. Okkur fannst alltaf jafn- spennandi að fara á útimarkað- inn á laugardögum og upplifa að „hverfa inn í“ allt það fjöruga mannlíf sem þar var að finna og að versla inn fyrir vikuna. Segja má að þetta hafi verið okkar „aðalafþreying“ vikunnar. Þarna keyptum við t.d. alltaf risastór- an bakka með brúnum lífrænum eggjum frá hænum sem fengu lífrænt fóður og hinn ungi sonur okkar hafði líklega mest gaman af að fylgjast með þeim er þær spígsporuðu frjálslega um. Ljóðelskur varstu og kunnir öll ljóð utanbókar. Við andláts- fregn þína tók ég fram bók þína, Blástjörnur, og þegar ég opnaði hana kom ég af tilviljun niður á ljóðið sem ég sendi þér hér. Megi minningin um þig lifa og að þú hljótir blessun í landi frið- ar í æðri tilvist: Einn dag þú gekkst um eðalkrýnda borg Og elfa himins mildum geislum stráði En sá sem ræður allri heimsins sorg Í skugga ljóssins einnig þér hann náði (úr bók höfundar) Þóra. Jóhannes Björn byrjaði snemma á samsæriskenningum sínum í portinu á Laugavegi 19. Þar messaði hann yfir okkur leikbræðrunum og lagði út frá fjármálaspillingu heimsins eins og hann átti eftir að gera marg- oft síðar á lífsleiðinni. Í bakgarði bernskunnar voru leikir frá morgni til kvölds enda ekki ann- að að hafa. Þá var bara ein út- varpsstöð, ekkert sjónvarp, eng- ar tölvur, engir gemsar og ekkert kynslóðabil. Vaðnes- hringurinn afmarkaðist af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfis- götu og Klapparstíg. Við strák- arnir hlupum gjarnan hringinn og tókum tímann. Jóhannes var snemma frár á fæti. Hann setti met sem stendur enn. Hverfisgata 32 var æsku- heimili Jóhannesar. Meðal minnisstæðra leigjenda í húsinu var Eggert Gilfer skákmeistari og píanóleikari. Í bakhúsinu bjuggu Jakob, bróðir Gilfers og Þórarins fiðluleikara, jafnan kallaður Kobbi kleina, og Lína spákona. Hann krækti oft stafn- um í börnin og dró þau til sín. Sannkallaður krakkaskelfir. Gil- fer, eða Gilli, eins og við nefnd- um hann, var hins vegar ljúf- lingur. Hann sagði gamansögur sem börnin botnuðu ekkert í en hló sjálfur dillandi hlátri. 1953 stofnuðum við JBL Smá- meistaraklúbbinn ásamt nokkr- um félögum. Við tefldum grimmt í fyrstu og fögnuðum fertugs- og fimmtugsafmælum með veglegum skákmótum. Á næsta ári verður vafalaust hald- ið upp á sextugsafmælið í minn- ingu fallinna félaga. Jóhannes Björn var mjög efnilegur skákmaður og tefldi á Evrópumóti unglinga 1969. Nokkrar skákir hans birtust í þýska tímaritinu Schach-Echo. Eftir að hann byrjaði að tefla fyrir alvöru og Gilfer fallinn frá sögðu gárungar í Taflfélaginu að Gilfer tefldi í gegnum Jóhannes! Jóhannesi Birni var margt til lista lagt. Hann var m.a. dans- stjóri í forföllum í Alþýðuhús- kjallaranum við lítinn fögnuð söngvarans því þegar Jóhannes tilkynnti að næst yrði dansaður svellandi polki var hljómsveitin að spila hægan vals! Jóhannes var snjall penni eins og bækur hans „Falið vald“ og fleiri bera með sér. Eldskírn- ina fékk hann þó á Mánudags- blaðinu hjá Agnari Bogasyni. Þar var hann lausapenni um skeið eftir að búið var að reka mig af blaðinu! Jóhannes reit margar eftirminnilegar greinar í blaðið og tamdi sér stíl Agnars, sem skrifaði gjarnan þegar hrikti í: „Fólk er orðið lang- þreytt á ástandinu!“ 1974 stofnuðum við vikublaðið Hraðtíðindi, HT, sem varð því miður ekki langlíft. Í blaðinu er m.a. að finna bráðskemmtilega grein JBL hvar hann færir sterk rök fyrir því að nýr Gamli sáttmáli væri í uppsiglingu milli Íslands og Noregs! Við brölluðum margt í gegn- um tíðina; tefldum, ortum og skáluðum. JBL var mikill fag- urkeri sem mat lífsins lysti- semdir. Hann rak áróður fyrir heilbrigðum lífsstíl en stóðst sjaldan óhollustu á borð við sæt- indi af ýmsu tagi! Jóhannes kunni að lifa lífinu minnugur orða Lúthers: „Sá óð ei elskar, vín né víf/hann verður glópur allt sitt líf,“ (þýð. sr. Guðm. Sveinsson). Það er sannarlega sjónar- sviptir að vini mínum Jóhannesi Birni. Hann var einstakur. Ég færi Beth og Robert og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Finnsson. Við vorum átta ára gamlir þegar fundum okkar bar saman í fyrsta sinn. Ég var nýfluttur inn í Vaðneshringinn, sem var umvafinn af Laugavegi, Klapp- arstíg, Hverfisgötu og Smiðju- stíg, en hlaut síðar nafngiftina Sirkusreiturinn og nefnist í dag Hjartatorg. Jóhannes Björn var að sýsla hjá dúfnakofa sem eldri bróðir hans hafði reist í bak- garðinum. Ég staldraði við þeg- ar hann leit upp með glettnis- svip og spurði: „Hvað heitir mamma þín?“ Vinskapur okkar átti eftir að þroskast og þróast og var afar náinn alla tíð. Jóhannes Björn var góðum gáfum gæddur, óvenju hug- myndaríkur, og hafði sterkar skoðanir á flestum hlutum. Í stað þess að ganga mennta- skólaveginn lagðist hann í bók- lestur, einkum skáldsagna og ljóða, og naut þess að leiða mig inn í þá veröld með sinni ein- stöku frásagnargáfu. Það tók oft á tíðum óratíma fyrir mig að komast heim eftir ferðalag frá eldhúsi, inn í stofu, fram á gang og út á götu. Húsið hafði margar vistarverur og ýmislegt átti sér stað sem ekki var einfalt að út- skýra. Jónína sá fleira en flestir og las stundum framtíð fólks í gegnum kaffibolla. Okkar vinskapur varð til þess að ég gat leitað til Jóhannesar Bjarnar þegar mig vantaði ljóð við lög sem ég var að semja eða vinna með. Einnig er minnis- stætt framhaldsleikritið „Inn- rásin frá Markab“, sem hann samdi fyrir þætti sem ég vann fyrir Ríkisútvarpið á sínum tíma. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Róberti, syni Jó- hannesar Bjarnar og Þóru Ás- björnsdóttur, þegar ég kenndi honum í Fossvogsskóla, og hef fylgst vel með honum í gegnum árin. Ekkjunni, Beth Sue Rose, kynntist ég síðar þegar ég dvaldi hjá þeim hjónum í nokkra daga á heimili þeirra í New York, á leið minni til Kaliforníu og Japans. Jóhannes Björn hafði mikinn áhuga á manntafli og var afar öflugur skákmaður. Hann varð unglingameistari Reykjavíkur í skák 16 ára að aldri og tók þátt í alþjóðlegu skákmóti í Hollandi fyrir Íslands hönd. Það hlaut að koma að því að hann gæfi út bók, og ungur að árum gaf hann út ljóðabókina „Blástjörnur“. Síðar ritaði Jóhannes Björn þá merkilegu bók „Falið vald“, sem má segja að hafi sett „hrunið 2008“ í hnotskurn löngu áður en það átti sér stað. Það kom því ekki á óvart að hann yrði kall- aður heim frá New York sem samfélagsrýnir hjá sjónvarpi og fjölmiðlum, til þess að kafa ofan í kjölinn og taka ríkan þátt í þeirri umræðu og uppbyggingu, sem átti sér stað í kjölfar hruns- ins. HORFNIR DRAUMAR haustið fellur að brátt flæðir veturinn yfir blóðrauðir runnar á snævi þaktri jörð ég opna hellinn til hálfs horfi til hafs gegnum hvít ríslandi lauf sem hvísla í golunni kertið hefur brunnið ofan í kviku síðasta andvarp logans fyllir vitin höfgum ilmi löngu horfinna drauma (Sverrir Guðjónsson) Megi allar góðar vættir vernda þig um ókomnar aldir, kæri vinur. Við hjónin, ásamt sonum okk- ar, vottum syninum Róberti og ekkjunni Beth Sue Rose, systk- inum og öllum ástvinum Jóhann- esar Bjarnar samúð okkar. Sverrir Guðjónsson, Elín Edda Árnadóttir, Ívar Örn Sverrisson, Daði Sverrisson. Ég minnist þess á sínum tíma, þá ég var að gutla í leigu- bílabransanum á árunum um 1980, að einn góður félagi minn benti mér á ritið Falið vald eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson. Þetta var fyrir mig gjörsamlega nýtt og auðvitað varð ég hug- fanginn af efninu og efnistök- unum. Nokkrum árum síðar kom ritið Skákað í skjóli Hitlers. Höfundurinn fletti ofan af upp- lýsingum sem mjög fáir vissu af enda aðgengi að þeim vandlega falið. Þessi rit fjalla um skugga- hliðar efnahagslífsins þar sem siðlausir fjárplógsmenn fjár- festa í afkastamiklum fyrirtækj- um sem einkum framleiða her- gögn fyrir valdagráðuga og sjúka einvaldsherra. Það er eins og alltaf sé markaður fyrir vörur sem þessar þó svo að framleiðsla þeirra varpi hræði- legum skugga á samskipti þjóða eins og nú má sjá í Austur-Evr- ópu. Eftir að hafa kynnst ritum Jóhannesar hefi ég lesið rit ann- arra erlendra rannsóknarblaða- manna eins og Þjóðverjans Bengt Engelmann sem ritað hefur ótalmargt um þessi skuggalegu mál. Fyrst þótti mér dálítið und- arlegt hvernig þetta hefur verið framkvæmanlegt. Þannig voru hergögn framleidd í Þýskalandi af bandarísku fyrirtæki eins og ekkert hefði verið sjálfsagðara. Oft hefur veröldin okkur vonds- lega blekkt og þá oftast í boði umdeildra stjórnmálamanna. Ég komst síðar að því að fjölmiðlar á Íslandi hafa ekkert verið of fljótir að segja frá ýmsu sem okkur þykir sjálfsagt að vita eða fá vitneskju um í dag. Þar má nefna þá atburði sem nú ber efst í heimsfréttunum. Þannig varaði Eisenhower forseti bandarísku þjóðina og þar með allan heim- inn við hergagnaiðnaðinum í kveðjuræðu sinni í Hvíta húsinu í ársbyrjun 1961. Íslenskir fjöl- miðlar sögðu ekki frá henni fyrr en áratugum síðar. Oft fáum við að heyra það sem máli skiptir einna síðust allra. Jóhannes Björn Lúðvíksson opnaði nýja veröld fyrir okkur sem viljum taka þátt í umræðum tengdum alþjóðasamfélaginu. Ég hitti Jóhannes einu sinni og átti mjög gott samtal við hann. Við eigum honum margfalt þakklæti sem því miður við get- um vart sýnt nema í fátæklegum minningarorðum. Öllum ættingjum sem og vin- um eru sendar huglægar sam- úðarkveðjur vegna fráfalls hans sem bar allt of fljótt að. Hann var sískrifandi fram á hinsta dag og mátti t.d. lesa ótalmargt áhugavert sem hann ritaði á Fa- cebook um alþjóðastjórnmál og hagfræði. Guðjón Jensson leiðsögumaður og bókfræðingur, búsettur í Mosfellsbæ. Jóhannes Björn Lúðvíksson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR Í. ÍVARSSON, bifreiðastjóri og verktaki, Seljavegi 8, Selfossi, lést sunnudaginn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 2. desember klukkan 14. Ingunn H. Guðmundsdóttir Pétur Pétursson Harpa Guðmundsdóttir Guðmundur Þór Pétursson Ólöf Eir Guðmundsdóttir G. Alda Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Hvammstangabraut 22, Hvammstanga, áður Blöndubyggð 6, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga laugardaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Víðidalstungukirkju föstudaginn 2. desember klukkan 13. Aðstandendur afþakka blóm og kransa. Óskar S. Jóhannesson Rósa Stefánsdóttir Elísabet Jóhannesdóttir Sigfús Þráinsson Jóhannes R. Jóhannesson Guðrún M. Birkisdóttir Baldvin Þ. Jóhannesson Sigríður G. Sigmundsdóttir Berglind R. Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.