Morgunblaðið - 30.11.2022, Side 18
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Sandblástursfilmur
Bílar
Sá vinsælasti. MMC Eclipse
Cross phev Intense +.
Árgerð 2022.
Nýtt ökutæki Bensín/Rafmagn,
sjálfskiptur. Forhitun á miðstöð.
Verð 6.590.000.
Rnr. 140471. Aukahlutapakki að
upphæð kr. 360.000,- fylgir með, sem
inniheldur: Dráttarkrók, gúmmí-
mottur, sumar- og vetrardekk.
Gráir og svartir í boði.
Seljandi skoðar skipti á ódýrari.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
2022 óekinn Ford Transit Custom
langur 6 manna
Þetta er vinnuflokkabíll með vöru-
rými fyrir aftan 2. sætaröð. Nú er
hægt að taka mannskapinn með á
einum bíl. Til afhendingar strax.
Verð: 6.250.000 án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
fyrir veturinn og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í
Rangárþingi eystra.
Skíðbakki – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær til um 1,9 ha landspildu úr Skíðbakka 1. Heimilt er að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús með
hámarksmænishæð 8,0 m, 50 m2 gestahús með hámarksmænishæð 5,0 m og allt að 300 m2 skemmu með
hámarksmænishæð 8,0 m.
Rimakot – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir tengivirki á lóðinni Rimakot L163918 í Austur Landeyjum. Gert er ráð fyrir
viðbyggingu við núverandi spennistöð og er heildarbyggingarmagn lóðarinnar allt að 600 m2. Hæð bygginga er allt að
8,0 m m.v. gólfkóta.
Skeggjastaðir land 10 – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á spildunni Skeggjastaðir land 10 L194252. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að
200 m2 að stærð, skemmu allt að 200 m2 að stærð og hesthúsi allt að 200 m2 að stærð.
Skeggjastaðir land 18 – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Skeggjastaðir land 18 L199781. Gert er ráð fyrir að núverandi
frístundahúsi, sem er ca 60 m2 að stærð, verði breytt í íbúðarhús. Á lóðinni er auk þess 21 m2 geymsluskúr. Gert ráð fyrir
mögulegri stækkun á núverandi húsum, um allt að 60 m2. Heildarstærð lóðarinnar er 1803 m2.
Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu
skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30. nóvember nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn
kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til
11. janúar nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra,
Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Kl. 9 opin vinnustofa, kl.12.15 jóga með Grétu
Sörens, kl. 13.45 söngstund Helgu Gunnars, allir velkomnir, kl. 15
bókaspjall með Katrínu, í dag eru gestir hennar GuðniTh. Jóhannes-
son forseti Íslands og Einar Kárason. Hvetjum ykkur til að koma að
hlusta og njóta.
Árskógum 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Stóladans kl. 10.
Hlúum að geðheilsunni kl. 10.30. Félagsráðsfundur kl. 14. Bónus-bíll-
inn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffi-
sala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Boðinn Miðvikudagur 30. nóvember: Handavinnustofa opin frá kl.
12.30-15. Sundlaugin opin til kl. 16.
Breiðholtskirkja Eldri borgara starf ,,Maður er manns gaman" alla
miðvikudaga kl. 13.15. Byrjum með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og
eftir stundina er farið í safnaðarheimilið í súpu og brauð og dagskrá
þar á eftir. Allir hjartanlega velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Línudans kl. 10-11.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30.Tálgað með Valdóri kl. 12.30-15.30.
Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Kl 9pool-hópur í Jónshúsi, kl. 9-12 leðurhópur í Smiðju,
kl. 10 ganga frá Jónshúsi, kl. 11 stóla-jóga í Kirkjuhvoli, kl. 10.30 skák
og scrabble í Jónshúsi, kl. 12.30-15.40 brids, kl. 11 stóla-jóga í Sjá-
landsskóla, kl. 13 ganga frá Smiðju, kl. 13-16 leirlist í Smiðju, kl.
13.45-15.15 kaffiveitingar í Jónshúsi, kl. 15 / 15.40 / 16.20 vatnsleik-
fimi í Sjálandsskóla, kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Memm fjölskyldustund kl. 10-12. Félagsvist frá kl. 13–16.Tafl-
félag / chess club kl. 19– 21. Allir velkomnir.
Gjábakki Opin handavinnustofa og verkstæði kl. 8.30-11.30. Botsía
opinn tími kl. 10-11.15. Opin handavinnustofa kl. 13-16. Félagsvist kl.
13-15. Postulínsmálun kl. 13-15.30.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Kvennabrids kl. 13.
Handavinna í matsal kl. 13.Tölvunámskeið kl. 9.30. (ANDROID) kl. 13
(APPLE).
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Stóla-jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl.
13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Fram-
haldssaga kl. 10. Betra jafnvægi, námskeið kl. 10.45. Handavinna,
opin vinnustofa kl. 13-16. Brids kl. 13. ,,Steinn Steinarr ogTímans
þræðir" í umsjá Hinriks Bjarnasonar kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.30–
12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10,
tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi. Félags-
fundur Korpúlfa kl. 13. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir með fræðslu og
kórinn syngur. Gestir úr félagsmiðstöðinni í Hraunbæ mæta. Qi-gong
kl. 16.30. Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu kl. 9-10. Postulíns-
málun í handverksstofu kl. 9-12. Myndlist í handverksstofu kl. 13-
16.30. Hinn sívinsæli dansleikur með Vitatorgsbandinu er svo á sínum
stað frá kl. 14-15. og síðdegiskaffið. Allar nánari upplýsingar í síma
411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Leir á Skólabraut kl. 9. Kaffikrókur frá kl. 9.30. Botsía
kl. 10. Billjard Selinu kl. 10. Gler á neðri hæð félagsheimilis kl. 13.
Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna, jólaföndur í salnum á
Skólabraut kl. 13. Á morgun, fimmtudag, verður félagsvist í salnum
kl. 13.30. Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst í sameiginlega jólaljósa-
ferð með Aflagranda sem farin verður fimmtudaginn 8. desember kl.
17, komið við í Ráðagerði.
alltaf - alstaðar
mbl.is
FINNA.is
Rað- og smáauglýsingar
„Komdu sæll
frændi“ – kynnti
Gummi Golli eða
Golli föðurbróðir
minn sig alltaf þeg-
ar hann hringdi. Tilefnið gat
verið margs konar – stundum
bara spjall eða brýnt erindi!
Ég heyrði fyrst af Golla
heima hjá Stínu ömmu og Hall-
dóri afa en sá hann fyrst í fjöl-
skylduheimsókn í Bolungarvík.
Alvöru kynni okkar verða þegar
hann hringir og spyr hvort ég
geti hjálpað Dæju sem er með
óskiljanlegan verk í fætinum. Sú
hjálp endaði með aðgerð. Ég
bauð Golla í matsalinn. Hann
varð mjög framlágur svo ég
spurði hvort honum liði illa.
„Nei, ég verð bara svo stress-
aður að sjá allt þetta fólk borða
og hlaupandi fram og til baka;
ég vildi frekar liggja fyrir ból-
færum og láta sjóinn rugga mér
í svefn.“
Aftur lágu leiðir okkar saman
þegar Dæja veiktist í aðdrag-
anda banalegu sinnar. Golli
þurfti að fá nánari skýringu á
meðferðinni og bað mig að vera
með þegar sérfræðingurinn
kæmi á stofugang. Læknirinn
hóf mál sitt á hverju við mætti
búast samanber nýjustu tölur í
amerísku læknablaði. Golli
hlustaði gaumgæfilega og spurði
svo: „Hvernig er þá útlitið hjá
Dæju sem er frá Drangsnesi?“
Það lenti á mér að svara, því
læknirinn strunsaði út!
Í þriðja skiptið hafði Golli
dottið niður á gólf í geymslu-
húsnæði sínu en var ekki talinn
alvarlega brotinn. Hann hringdi
nokkru seinna og sagðist tals-
vert verkjaður en það sem verra
væri – „ég get varla opnað
munninn og það eru að koma
jól“. Ný myndataka sýndi að
höfuðið og kjálkinn voru sezt of-
an á bringubeinið. Ég átti von á
Guðmundur
Halldórsson
✝
Guðmundur
Halldórsson
fæddist 21. janúar
1933. Hann lést 30.
júní 2022. Útför
hans fór fram 9. júlí
2022.
sjúkraflugi, en allt í
einu birtist hann
hangandi utan á
Ólafi Bjarna syni
sínum og gat varla
staðið vegna mátt-
leysis. Golli var
strax réttur við
með höfuðstrekk,
en hreyfði hvorki
legg né lið þegar
hann vaknaði. Í
annarri aðgerð var
stórt brjósklos „fiskað“ út og
liðurinn festur. Í endurhæfing-
unni nýtti hann frásagnarlist
sína og mærði allt og alla þannig
að starfsfólkið hringsnerist
kringum hann. Það skemmdi
ekki frásögnina að hafa flogið
suður með höfuðið undir hand-
leggnum.
Golli hafði ekki aðeins verið
fiskinn á sjónum, heldur líka á
mál sem þurfti að leysa – í gær.
Hann byrjaði alltaf á að þakka
fyrir liðið – síðan komu vanda-
málin. Hann spurði alltaf hvern-
ig gengi hjá börnunum og til að
stytta tímann sagði ég, „takk –
allt í lagi“, en þá gekk hann á
línuna frá Ingu og svo koll af
kolli. Hann staldraði alltaf við
Helén sem hafði límt saman
neðri góminn sem brotnaði í
vaski, en „passaði nú miklu bet-
ur“; einnig Davíð Guðna sem
fæddist á 60 ára afmæli hans
1993.
Það kom ekki á óvart að
heyra að Golli hefði dottið og
ekki getað gert viðvart þar sem
hann skildi hnappinn eftir á
stofuborðinu. Hann hafði sagt
það áður, að hann skildi ekki al-
veg tilgang neyðarhnappsins,
því hann ræsti bara út slökkvilið
og ekki sjúkrabíl.
Golli fékk á sig marga „lík-
amlega brotsjói“ sem hann stóð
af sér, nema þann síðasta. Þann
30. júní sl. varð honum að ósk
sinni – „þetta var komið gott“ og
hann bara sofnaði – endanlega!
Ég kveð kæran og tryggan
frænda. Fjölskyldu og ættingj-
um votta ég dýpstu samúð með
kveðjum frá mér og fjölskyld-
unni!
Halldór Jónsson jr.
Elsku Sirrý, að
þú skulir vera far-
in í sumarlandið er
erfitt að sætta sig
við. Við stjórnum
ekki öllu um okkar ferðalag á
þessari jörðu, það sannaðist
þegar Gunnar maðurinn minn
og bróðir þinn fórst í flugslysi
1987. Þá vorum við nýbúin að
eiga góðan dag á Þingvöllum í
fallegu umhverfi með fjölskyld-
um okkar og voru það okkur
dýrmætar minningar. Hann og
Birna systir þín taka eflaust á
móti þér með trega ásamt for-
eldrum ykkar.
Þrátt fyrir að Gunnar hafi
látist áttum við fleiri fjöl-
skyldustundir, m.a. héldum við
sameiginlegar bæði fermingar-
og stúdentsveislu Ásu Dagnýj-
ar og Hlyns.
Stórfjölskyldan átti svo
margar minningarstundir sam-
an um áramót þegar krakkarn-
ir voru lítil og síðar jólaboðin.
Áttræðisafmæli foreldra þinna
Sigríður
Kristinsdóttir
✝
Sigríður Krist-
insdóttir fædd-
ist 6. mars 1943.
Hún lést 12. nóv-
ember 2022. Útför
hennar fór fram 23.
nóvember 2022.
sem var haldið í
bústað málara-
meistara á Vogi á
Snæfellsnesi er
einnig eftirminni-
legt, alltaf var gít-
arinn með, slegið á
létta strengi og án
undantekninga var
sungið fram eftir
kvöldi (nóttu) og
oftar en ekki „Vem
kan segla“ ásamt
fleiri lögum. Við geymum
næsta samsöng þar til síðar,
kæra Sirrý.
Hver siglir byrlaust um hafið hratt
hver getur róið án ára,
hver getur vininn sinn vænsta kvatt
og varist grátinum sára.
(Vem kan segla förutan vind?
Vem kan ro utan åror?
Vem kan skiljas från vännen sin
Utan att falla tårar?
(Daniel Fischer o.fl.)
Við Ása Dagný sendum
Torfa, sonum ykkar, systkinum
og fjölskyldum þeirra allra
innilegar samúðarkveðjur, guð
veri með þeim og styðji á þess-
um erfiðu tímum.
Þín mágkona,
Kolbrún Jónsdóttir.