Morgunblaðið - 30.11.2022, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL20
Láttu okkur sjá
um jólabaksturinn!
Ásta Laufey Sigurðardóttir, fyrrverandi féhirðir í Landsbankanum á Hvolsvelli – 60 ára
Unnið ötullega að íþróttastarfi
Á
sta Laufey Sigurðar-
dóttir er fædd 30.
nóvember 1962 á
sjúkrahúsinu á Selfossi
og ólst upp á Þórunúpi
í Hvolhreppi þar sem heitir nú
Rangárþing eystra.
Ásta gekk í barnaskólann sem
og gagnfræðaskólann á Hvolsvelli,
hafði tveggja ára viðdvöl í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti og
gekk síðan í Hótel- og veitingaskóla
Íslands þaðan sem hún útskrifaðist
sem matreiðslumaður.
„Eftir námið fluttum við hjónin á
Eskifjörð og bjuggum þar í fjögur
ár þar starfaði ég í Landsbankan-
um. Þar hófst einnig aðkoma mín
að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Við
hjónin komum af stað handbolta-
æfingum fyrir börn á aldrinum
6-7 ára. Einnig spilaði ég blak með
öldungaliði Austra þar til við flutt-
um þaðan.
Þangað lá leið okkar suður og
bjuggum við hjónin í Skógum í
rúm tvö ár þar til að við fundum
loks okkar hillu á Hvolsvelli og
höfum við búið þar síðustu 27
árin.“ Á Hvolsvelli starfaði Ásta
fyrst í íþróttamiðstöðinni og svo
í Landsbankanum. Heildarstarfs-
aldur hennar í bankanum var 25
ár og lauk hún störfum þar árið
2018. Síðan þá hefur Ásta verið
heimavinnandi.
Ásta hefur tekið þátt í starfi
Íþróttafélagsins Dímonar á
Hvolsvelli í yfir 20 ár bæði sem
gjaldkeri og formaður félagsins.
„Við maðurinn minn fundum sam-
eiginlegan áhuga fyrir íþrótta- og
æskulýðsstarfi og höfðum gaman
af því að hjálpa til við að byggja
upp íþróttastarfið og sjá það eflast.
Skemmtilegast fannst mér þó að
fylgjast með börnunum í leik og
starfi og sjá þau þroskast og dafna í
sinni grein. Við hjónin vorum einnig
með íþróttaskóla á Hvolsvelli fyrir
börn á aldrinum 4-6 ára í yfir 15 ár.
Einnig var ég þjálfari í borðtennis-
deild félagsins um árabil og var
einn af stofnfélögum hennar. Ég hef
einnig setið í varastjórn HSK.“
Meðan Ásta bjó í Skógum sat
hún í sveitarstjórn Austur-Eyja-
fjallahrepps og einnig í stjórn
ungmennafélagsins þar.
Árið 2013 fékk Ásta Silfurmerki
ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþrótta-
hreyfingarinnar fyrir að hafa um
árabil verið helsti burðarás í kröft-
ugu starfi Íþróttafélagsins Dímonar.
Á hátíðarhöldum vegna 17. júní árið
2021 á Hvolsvelli fengu þau hjónin
sérstaka heiðursviðurkenningu
vegna framlags þeirra til íþrótta- og
æskulýðsmála í sveitarfélaginu fyrir
að hafa unnið ötullega að íþrótta-
starfi barna og ungmenna í Rangár-
þingi eystra og verið óþreytandi í að
gefa tíma þeirra til þessara málefna.
„Mitt helsta áhugamál er út-
saumur og fatasaumur og hef ég
Fjölskyldan Ásta og Ólafur ásamt börnum og tengdabörnum í brúðkaupi Heiðrúnar og Péturs 27.6. 2020.
Heiðursviðurkenning Hjónin heiðruð 17. júní 2021. Hjónin Ólafur Elí og Ásta Laufey um síðustu jól.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Haraldur Páll Þórsson
30 ÁRA Haraldur ólst upp í
Brúarhlíð í Blöndudal, A-Hún., en
býr í Miðengi í Grímsnesi. Hann er
vélstjóramenntaður og vinnur sem
bifvélavirki á Bifreiðarverkstæðinu
Kletti á Selfossi. Haraldur er í hjálp-
arsveitinni Tintron og áhugamálin
eru hestar, kindur, almennt sveitalíf
og jeppar. „Við vorum að taka við
fjárbúskapnum í Miðengi.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Haraldar
er Sigríður Þorbjörnsdóttir, f. 1990,
deildarstjóri í leikskólanum Kerhóls-
skóla. Synir þeirra: Guðmundur Þór,
f. 6.2. 2021, d. 7.3. 2021, og Guðni Þór,
f. 2022. Þau eiga einnig von á barni 27.
janúar 2023. Sonur Haraldar er Ragnar Viðar, f. 2017 og stjúpsynir hans og
synir Sigríðar eru Þorbjörn Óðinn, f. 2013, og Halldór Rafn, f. 2015. Foreldrar
Haraldar eru hjónin Þór Sævarsson, f. 1969, vaktstjóri í Olís í Varmahlíð, og
Guðmunda Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1972, vinnur við ræstingar og í mötu-
neyti hjá Landsvirkjun í Blöndustöð. Þau eru búsett í Brúarhlíð.
Nýr borgari
Miðengi, Grímsnesi Guðni Þór
Haraldsson fæddist 24. febrúar
2022 kl. 06.11 í Reykjavík. Hann
vó 2.804 g og var 47 cm langur.
Foreldrar hans eru Haraldur Páll
Þórsson og Sigríður Þorbjörns-
dóttir.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þú hefur komið þér vel fyrir og
mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta
ávaxtanna af erfiði þínu. Skoðaðu stöðuna
vandlega áður en þú ákveður að breyta til.
20. apríl - 20. maí B
Naut Skipulagning er allt sem þarf til
að þú getir klárað þau verkefni sem bíða
þín. Misstu ekki móðinn þótt eitthvað fari
úrskeiðis.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Talaðu við álíka skapandi fólk um
hugmyndir þínar – sérstaklega þær sem
tengjast sviðum þar sem þú þekkir lítt til.
Glaðværð þín smitar frá sér.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Það er gott að þekkja sín eigin
takmörk og þá ekki síður að virða þau
þegar á það reynir. Vertu óhræddur við að
sækja kraft í sjálfan þig.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Þú heldur að hegðun ótilgreinds
ástvinar sé fyrirsjáanleg en hann á eftir
að koma þér á óvart. Mundu að samstarf
byggist á tillitssemi.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Misklíð innan fjölskyldunnar eða
ósætti við viðskiptafélaga mun draga dilk
á eftir sér. Einhver sem leitar sterkt á huga
þinn þarf á þér að halda.
23. september - 22. október G
Vog Eitthvað úr fortíðinni eða eitthvað
sem tengist fólki sem er langt í burtu frá
þér er ofarlega í huga þér. Þú getur lært
mikið á því að skiptast á skoðunum við
vin þinn.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Láttu ekki aðra verða til þess
að þú lokir þínar tilfinningar inni. Leyfðu
málunum að jafna sig áður en þú ræðir
þau við félaga þinn.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Tækifærin bíða þín í hrönnum
ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til
þess að vinna með öðrum.Trúðu á þig.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Þú getur fundið lausnir á þeim
vandamálum sem upp koma í vinnunni.
Þú ættir að ná takmarki þínu, þar sem þú
leggur svo hart að þér.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Það er sama hvað þú ert að
glíma við, þú ert örugglega ekki eina
manneskjan sem reynir það. Fólk leitar til
þín til að fá góð ráð.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þú munt eyða tíma á erlendri
grundu sem reynist þér síður en svo þægi-
legt. Reyndu að draga úr spennu með því
að sýna þolinmæði og bíta á jaxlinn.