Morgunblaðið - 30.11.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.2022, Blaðsíða 23
NBA-deildin Philadelphia – Atlanta......................... 104:101 Washington – Minnesota .................... 142:127 Boston – Charlotte .............................. 140:105 Brooklyn – Orlando............................. 109:102 Toronto – Cleveland............................. 100:88 New Orleans – Oklahoma City.......... 105:100 Denver – Houston................................. 129:113 Utah – Chicago...................................... 107:114 Sacramento – Phoenix ......................... 117:122 LA Lakers – Indiana ............................. 115:116 Efstu lið í Austurdeild: Boston 17/4, Milwaukee 14/5, Cleveland 13/8, Indiana 12/8, Philadelphia 12/9, Toronto 11/9, Washington 11/10, Atlanta 11/10. Efstu lið í Vesturdeild: Phoenix 14/6, Denver 13/7, NewOrleans 12/8, Memphis 12/8, LA Clippers 12/9, Portland 11/9, Sacramento 10/9, Golden State 11/10. ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2022 Finnskur bakvörður til KR KR-ingar hafa fengið til liðs við sig finnska körfuknattleiks- manninn Aapeli Alanen og tefla honum væntanlega fram í mikilvægum leik gegn ÍR á fimmtudagskvöldið. Alanen er 26 ára skotbakvörður, 2,01 metrar á hæð. Hann hefur leikið nær allan ferilinn í finnsku úrvalsdeildinni, síðast með Kataja frá 2019 til 2021, en hann spilaði síðasta tímabil með SKN St. Pölten í Austurríki. Alanen á að baki leiki með finnska landsliðinu. Ljósmynd/Katajabasket KR-ingur Aapeli Alanen er kominn til liðs við Vesturbæinga. Aron til liðs við Framara Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson er genginn til liðs við Framara og hefur samið við þá til tveggja ára. Aron er 28 ára og var fyrirliði Grindvíkinga á síðasta tímabili sem var hans fimmta með Suðurnesjaliðinu. Fram að því lék hannmeð Haukum. Aron á að baki 43 leiki í úrvalsdeildinni og hefur skorað 7 mörk, þar sem hann lék einn leik með Haukum 16 ára 2010, en hina með Grinda- vík. Þá hefur hann spilað 181 leik í 1. deildinni og skorað 31 mark. Ljósmynd/Kristinn Steinn Fram Aron Jóhannsson hefur leikið með Grindvíkingum í fimm ár. Lokakaflinn erfiður í Aix Morgunblaðið/Eggert Erfitt Lokakaflinn í Frakklandi var erfiður fyrir Magnús Óla Magnússon og félaga í Íslands- og bikarmeistaraliði Vals. Næsti leikur er í Búdapest. lMisstu sterkt liðAix frá sér í lokinl Mikilvægur leikur í Búdapest næst EVRÓPUDEILDIN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola þriggja marka tap, 29:32, er liðið heimsótti franska liðið Aix í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Aix hafnaði í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og er með gríðarlega sterka leikmenn innan sinna raða. Valur þarf því ekki að skammast sín fyrir tapið, en möguleikarnir á að ná í sigur voru til staðar. Stiven Tobar Valencia kom Val fjórum mörkum yfir, 24:20, á 43. mínútu og voru áhorfendur í Aix í hálfgerðu áfalli. Þá hrökk hins vegar allt í baklás hjá Valsliðinu. Aix sýndi gæðin sem búa í liðinu og sneri taflinu sér í vil. Gríðarlega sterkir leikmenn Á meðal leikmanna franska liðsins eru franski landsliðsmað- urinn Romain Lagarde og spænski landsliðsmaðurinn Ian Tarrafeta. Þeir hafa verið skæðir með tveimur af bestu landsliðum heims undan- farin ár. Lagarde varð til að mynda ólympíumeistari með Frökkum í Tókýó og Tarrafeta var hluti af spænska liðinu sem náði í silfur á EM í janúar. Þá hefur William Accambray unnið fimm gullverð- laun á stórmótum með Frakklandi. Valsmenn voru því ekki að kljást við neina aukvisa í gær. Að lokum var Valsliðinu refsað fyrir lítil mis- tök og heimamenn voru klókari. Lítil atriði í lokin Það voru lítil atriði sem skildu liðin að í gær. Í lokin urðu sóknir Valsmanna flóknari og erfiðara gekk að finna glufur á sterkri vörn Aix-manna. Ákvarðanatökur Vals voru ekki upp á tíu og fyrir vikið varði Alejandro Romero nokkra bolta í markinu. Sóknarmenn Aix voru fljótir að refsa hinum megin og Björgvin Páll Gústavsson varði ekki eins vel, en hann varði nokkrum sinnum stórkostlega í fyrri hálfleik. Tjörvi Týr Gíslason var ekki með á lokakaflanum, þar sem hann fékk þrjár brottvísanir og þar með rautt spjald á 45. mínútu. Var því álagið á öðrum leik- mönnum enn meira og atvinnu- mannaliðið Aix átti meira eftir á tankinum. Þá hefði Valur þurft að fá meira frá Benedikt Gunnari Óskarssyni og Magnúsi Óla Magn- ússyni. Það var hins vegar margt jákvætt hjá Val, þrátt fyrir tapið. Arnór Snær Óskarsson lék enn og aftur vel og er hann á meðal markahæstu manna í keppninni. Stiven heldur áfram að gera góða hluti í vinstra horninu og varnarleikurinn var flottur á stórum köflum. Þá varði Björgvin Páll nokkrum sinnum virkilega vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Valur lék vel í gær, en til að vinna lið eins og Aix hefðu meistararn- ir þurft að spila stórkostlega. Einhverjir óttuðust að Valur yrði svokallað fallbyssufóður í riðlinum, gegn nokkrum af sterkustu liðum álfunnar, en svo hefur alls ekki verið. Valur hefur unnið tvo leiki af fjórum og staðið í gríðarlega sterk- um liðum í Flensburg og Aix. Valsmenn eru í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig og virðist liðið ætla að berjast um þriðja og fjórða sætið. Ferencváros er einnig í þeirri baráttu og bíður Valsmanna því mikilvægur leikur í Búdapest á þriðjudag eftir viku. Góð og slæmúrslit fyrirValsmenn Sænsku meistararnir í Ystad unnu óvæntan 30:26-heimasigur á þýska stórliðinu Flensburg í B-riðli Vals í Evrópudeild karla í handbolta í gær. Tapið var það fyrsta hjá Flensburg í keppninni, á meðan Ystad jafnaði Valsmenn á stigum með sigrinum. Bæði lið eru með fjögur stig. Úrslitin voru ekki sérlega hag- stæð fyrir Val, því Ystad er með jafnmörg stig og Íslandsmeist- ararnir, í staðinn fyrir að vera tveimur stigum á eftir. Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað hjá Flensburg í gær. Úrslitin í Búdapest, er Ferencvá- ros og Benidorm mættust, voru öllu hagstæðari fyrir Val. Benidorm vann 33:32-sigur og náði í sín fyrstu stig í riðlinum. Bæði lið eru nú með tvö stig, tveimur minna en Valur. Fjögur efstu liðin fara áfram og virðast Flensburg og Aix ætla að berjast um tvö efstu sætin og Valur, Ystad, Ferencváros og Benidorm að berjast um þriðja og fjórða sæti. Morgunblaðið/Eggert Tap Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg máttu þola tap í gær. Verðmiðinn hækkar með hverjum leik Hinn 23 ára gamli Cody Gakpo hefur stolið senunni á HM í fót- bolta í Katar, en hann skoraði sitt þriðja mark á mótinu í öruggum 2:0-sigri Hollands á gestgjöfun- um í gær. Gakpo hefur nýtt færin sín á mótinu afar vel og skorað úr öllum þremur tilraunum sínum til þessa. Eitt með skalla, eitt með vinstri fæti og annað með hægri fæti. Hann er fjórði Hollendingurinn til að skora í þremur leikjum í röð á lokamóti HM. Johan Neeskens afrekaði slíkt árið 1974, Dennis Bergkamp árið 1994 ogWesley Sneijder 2010. Gakpo er sá eini sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjum sínum á lokamótinu. Þrátt fyrir að hafa stolið senunni á sjálfu heimsmeistara- mótinu leikur Gakpo ennmeð uppeldisfélagi sínu PSV í heima- landinu. Þar lék hann fyrsta aðalliðsleikinn árið 2018. Hann hefur vaxið með hverju tímabili. Tímabilið 2020/21 skoraði hann sjö deildarmörk og svo tólf mörk á síðustu leiktíð. Þá skoraði Gakpo níu mörk í fjórtán leikjum í deildinni á yfirstandandi leiktíð, áður en hann hélt til Katar. Fyrir vikið hefur hann verið orðaður við félög í ensku úrvals- deildinni. Southampton og Leeds slógust um hann í lok síðasta félagaskiptaglugga, en hvorugu félagi tókst að fá hann til að yfirgefa heimahagana. Stórliðið Manchester United ku vera fremst í kapphlaupinu um Gakpo um þessar mundir og ætlar fé- lagið sér að kaupa Hollendinginn strax í janúar. Ljóst er að verð- miðinn hækkar með hverjum leik sem hann leikur á HM. AFP/Karim Jaafar Þrjú Cody Gakpo hefur skorað þrjú mörk úr þremur tilraunum á HM. „Vinstri bakvörðurinn Alex Sandro missir af leik Brasilíu gegn Kamerún í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta vegna meiðsla í mjöðm. Brasilíumenn verða því án þriggja leik- manna í leiknum en Neymar og Danilo eru báðir frá vegna ökklameiðsla. Vonast er til að allir þrír verði tilbúnir í slaginn í 16-liða úrslitum keppninnar. „Athygli vakti aðMarcus Rash- ford benti til himins eftir að hann skoraði mörk sín gegnWales í 3:0 sigri Englendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar í gærkvöld. „Ég missti góðan vin fyrir nokkrum dögum en hann hafði átt í langri baráttu við krabbamein. Ég er ánægður með að hafa skorað mörkin fyrir hann, hann var mikill stuðningsmaður minn og góður vinur,“ sagði Rashford. „Njarðvíkingar hafa náð sér í Bras- ilíumann til að styrkja lið sitt fyrir keppnina í 1. deild karla í fótbolta á næsta keppnistímabili. Hann heitir Joao Ananias, er 31 árs gamall varnar- tengiliður og hefur lengst af spilað í hinum ýmsu neðri deildum í Brasilíu. Hann lék á síðasta tímabili með Bylis í B-deildinni í Albaníu. „Kolo Touré, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Liverpool og Manchester City, er orðinn knattspyrnustjóri enska B-deildarfélagsinsWigan. Hann tók við af Leam Richardson sem var rekinn fyrr í þessummánuði.Wigan er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, fallsæti. „Stjórn ítalska knattspyrnufélagsins Juventus hefur sagt af sér eins og hún leggur sig. Ámeðal stjórnarmanna sem sögðu af sér eru Andrea Agnelli forseti og Pavel Nedved varafor- seti. Juventus hefur sætt rannsókn saksóknara í Tórínó vegna ásakana um bókhaldssvindl og grunsamlegs háttalags þegar kemur að kaupum og lánum á leikmönnum á undanförnum árum. Félagið tapaði 254 milljónum evra á síðasta ári, sem er met hjá knattspyrnufélagi á Ítalíu. „Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í gær að Bruno Fernandes hefði skorað fyrra mark Portúgals gegn Úrúgvæ í 2:0-sigrin- um á HM í Katar í yrrakvöld, ekki Cristiano Rona- ldo. Ný tækni í keppnisboltan- um frá Adidas gat skorið úr um hvort Ronaldo hefði snert hann og FIFA tilkynnti að haf- ið væri yfir vafa að snertingin hefði ekki átt sér stað. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.