Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA! SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU DINNA OG HELGI TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM VERÐ FRÁ149.900 KR Á MANN M.V 3 FULLORÐNA 21. - 28. JANÚAR 2023 INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN ERTU MEÐ HÓP? SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jóhannes Svavar Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó, segir strætó- appið Klappið virka vel í svari við fyrirspurn Kjartans Magnús- sonar borgarfulltrúa. Kvartanir strætófarþega vegna greiðslu- kerfisins hafa verið áberandi upp á síðkastið en kerfið var tekið í notkun í nóvember í fyrra. Kjartan lagði fyrir- spurnir vegna Klappsins fyrir borgarstjórn en fékk ekki svar fyrr en eftir fimm mánuði. „Frá því ég kom inn í borgar- stjórn í vor hef ég reynt að fá svör við þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef fengið margar kvartan- ir frá farþegum um Klappið og frásagnir farþega um reynslu sína hafa komið ítrekað fram í fjölmiðl- um. Mér sýnist að mistök hafi verið gerð með kaupum á þessu kerfi og rekstri þess. Þess vegna lagði ég fram fyrirspurnir í borgarstjórn hinn 30. júní og það tók fimm mánuði að fá svar. Gerðist það eftir að ég tók málið upp á árs- fundi Strætó í nóvember og gerði athugasemd við að ég hefði ekki fengið svör.“ Kjartan var undrandi á svarinu varðandi þessi vandræði. „Kerfið hefur verið meira en ár í notkun og ég spurði hvort byrjunarörðugleik- ar varðandi greiðslukerfið hafi verið leystir. Framkvæmdastjórinn segir í sínu svari: „Byrjunarörðug- leikar hafa verið leystir og virkar greiðslukerfið vel.“ Svör framkvæmdastjórans benda til þess að hann sé ekki í miklu sambandi við strætófarþega. Þetta er í besta falli mikil afneitun að segja að byrjunarörðugleikar hafi verið leystir og greiðslukerfið virki vel,“ segir Kjartan. „Þá er skeytingarleysi borgar- stjóra og fulltrúa Reykjavíkur í stjórn Strætó gagnvart þessu mikla vandamáli með miklum ólík- indum. Reykjavíkurborg fer með rúmlega 60% eignarhlut í Strætó. Borgarstjóri og stjórnarmaður Reykjavíkur bera því mikla ábyrgð á rekstrinum, þar sem þeir fara með eigandafyrirsvar langstærsta eigandans.“ lMikil afneitun að Klapp virki vel Fékk svar eftir fimmmánuði Kjartan Magnússon verði ávallt erfitt að sinna slíkum útköllum en með góðu samstarfi við vinaþjóðir eins og Dani og Banda- ríkjamenn væri hægt að stórefla björgunargetuna. „Við sjáum að á næsta ári á um- ferð skemmtiferðaskipa eftir að stóraukast og það hefur ekki mikið verið hugsað um þennan þátt. Það verður alltaf erfitt að búa til björg- unargetu fyrir þessi risaskip en það má örugglega gera mun betur en við gerum í dag.“ Spurður hvernig megi efla gæsluna frekar segist Njáll ekki ætla að úttala sig um það, en bendir á að æskilegt væri að nýta TF-SIF meira heima við, öfluga vél sem hefur sinnt mikil- vægum verkefnum fyrir Frontex, Landamæra- og strandgæslustofn- un Evrópu. Það væri mikill styrkur fyrir leit og björgun í kringum Ísland. Ítrekar hann að koma Freyju með heimahöfn á Siglufirði í fyrra hafi verið gríðarlega stórt og mikilvægt skref í að efla björgunargetu LHG. „Það var strax mikill munur þegar Freyja kom til landsins í nóvember í fyrra og hún hefur sannað sig sem öflugt skip norðan- og austanmegin við landið, meðan Þór er meira sunn- an og vestan við. Ég tel að til fram- tíðar þurfi meira viðbragð og meiri getu en við þekkjum í dag.“ Njáll Trausti Friðbertsson, formað- ur Íslandsdeildar NATO-þingsins, varaformaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur gríðarlega mikilvægt að efla björgunargetu Landhelgisgæslu Íslands (LHG). Svæðið sem LHG ber ábyrgð á er nítján sinnum stærra en Ísland og spannar 1,9 milljónir ferkíló- metra. Í skýrslu for- sætisráðherra um mat þjóðarör- yggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum sem fjallað var um í Morgunblaðinu í síðustu viku kom fram að nauðsynlegt væri að leggja mat á viðbragðsgetu LHG og gera ráðstafanir til þess að tryggja betur vöktun. Meiri áhersla á norðurslóðir Njáll Trausti segir ljóst að meiri áhersla sé lögð á viðveru Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á Norður-Atl- antshafi. Byggja eigi upp aukna getu til þess að geta sinnt varnar- og ör- yggismálum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Mér finnst eðlilegast að við horfum til leitar og björgunar og tökum að okkur það hlutverk í þessu samstarfi. Við þurfum að huga að því hvernig við getum eflt sem mest þessa þjónustu og í samvinnu við hvaða þjóðir, nú þegar mikilvægi norðurslóða er að aukast mikið.“ Hann nefnir að í haust hafi ver- ið greint frá því að Danir hyggist verja 1,5 milljörðum danskra króna, 30 milljörðum króna, í uppbyggingu á hernaðarmætti sínum og þá sér- staklega í fjárfestingar sem tengjast Norður-Atlantshafinu. Þeir ætla að endurnýja þau fjögur varðskip sem þeir hafa haldið úti á Norður-Atlantshafi. Njáll spyr hvort ekki væri hægt „að hugsa þetta í sam- vinnu við Dani, efla þessa getu og samvinnu á þessu gríðarlega stóra svæði á milli þjóðanna og innan NATO í heild sinni?“ Fleiri þyrlur á landinu Njáll Trausti nefnir að björgunar- geta tengd þyrlum hafi minnkað töluvert þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið 2006, en þeir voru með fimm þyrlur til taks á sínum tíma. Telur hann skynsamlegt að efla björg- unargetu á norðausturhorninu með því að staðsetja björgunarþyrlu þar varanlega, líkt og þekkist á höfuð- borgarsvæðinu. „Þyrlurnar geta þannig betur sinnt stærra svæði með meiri hraða. Það er líka nokkuð sem maður hugsar til lengri tíma; að koma því á legg,“ segir Njáll Trausti. Megi gera betur Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að það gæti tekið varðskip allt að tvo daga að koma til aðstoðar ef til alvarlegs sjóslyss skemmtiferðaskips kæmi. Njáll segir aðspurður að það Gríðarmikilvægt að efla Gæsluna lVill auka samstarf við Dani og BandaríkjamennlVaranleg staðsetning björgunarþyrlna á norðaust- urhorninu ákjósanleglUmferð skemmtiferðaskipa á eftir að stóraukastlFreyja góður liðsauki Logi Sigurðarson logis@mbl.is Njáll Trausti Friðbertsson ÞJÓÐARÖRYGGI Sæstrengir viðkvæmir Njáll segir það vera gríðarlega stórt og mikilvægt verkefni að tryggja öryggi fjarskiptasæ- strengja sem liggja að landinu. Hann telur þá vera viðkvæm- ustu innviði Íslands sem auðveldast er að hafa stórfelld áhrif á. „Menn hafa verið sérstaklega að líta til landtökustaðanna, þar sem sæstrengirnir koma á land, en það er gríðarlega flók- ið verkefni að verja fjarskipta- strengina og öll mannvirki í sjó.“ Njáll nefnir að einnig þurfi að huga að netöryggi þegar það kemur að vernd sæstrengj- anna, sem getur reynst erfitt. „Vandamálið er að gervi- hnattasamböndin geta annað svo lítilli umferð miðað við sæstrengina.“ Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Öryggismál Floti LHG samanstendur af þremur björgunarþyrlum, tveimur varðskipum og einni eftirlitsflugvél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.