Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 DÆGRADVÖL24 vv.is honnunarlausnir.is LAMPADAGAR 10% AFSLÁTTUR 11.-17. DESEMBER DCW MANTIS borðlampi Til hamingju með daginn Stjörnuspá 30 ÁRA Helena er Norðfirðingur en býr á Akureyri. Hún er grunnskóla- kennari í Lundarskóla en er í fæðingar- orlofi. Helena æfir blak með KA og áhugamálin eru íþróttir, hannyrðir og bakstur. FJÖLSKYLDA Maki Helenu er Andri Fannar Gíslason, f. 1990, sjávarútvegs- fræðingur og vinnur hjá Vélfagi. Sonur þeirra er Emil Atli, f. 2022. Foreldrar Helenu eru Guðrún Sólveig Sigurðar- dóttir, f. 1963, vinnur hjá Sparisjóði Austurlands í Neskaupstað, og Gunn- ar Ásgeir Karlsson, f. 1960, bakari í Neskaupstað. Helena Kristín Gunnarsdóttir Nýr borgari Akureyri Emil Atli Andrason fæddist 4. febrúar 2022 kl. 7.56 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann vó 4.150 gr og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Helena Kristín Gunnarsdóttir og Andri Fannar Gíslason. 21. mars - 19. apríl A Hrútur Ef þið spyrjið réttu spurning- anna getið þið leyst ráðgátu í dag. Ef þið ýtið of mikið á aðra er líklegast að þeir ýti á móti. 20. apríl - 20. maí B Naut Lífið líkist kappleik í dag og þú nýtur þín engan veginn á varamanna- bekknum. Einhver reynir að knýja fram svör hjá þér í dag. 21. maí - 20. júní C Tvíburar Þótt þér lítist ekkert á að fá aðstoð við ákveðið verkefni skaltu hugsa málið. Ekki taka lán fyrir hlutun- um, kauptu það sem þú hefur efni á. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Láttu ekki fara í taugarnar á þér þótt félagi þinn vilji fá að vera einn um tíma. Ertu að sinna heilsunni þessar vikurnar? Ef ekki, er ekki kominn tími á það? 23. júlí - 22. ágúst E Ljón Þú færð óvænt tækifæri til að sanna hæfileika þína. Það leynist upp- reisnarseggur í þér, láttu skína í hann. 23. ágúst - 22. september F Meyja Það eru miklar breytingar í gangi í kring um þig. Staldraðu við og hug- leiddu hvort þú sért á réttri leið í lífinu. 23. september - 22. október G Vog Allt samstarf byggist á samkomu- lagi og málamiðlunum. Þig hefur lengi langað til að taka þér frí og fara ein/n í ferðalag. Nú er lag. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Það er til lítils að hafa mörg orð um hlutina ef þeim fylgja engar athafnir. Hugsaðu þig því vel um áður en þú kaupir eitthvað. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Þú stendur á krossgötum og það skiptir óvenju miklu máli að þú veljir rétta leið fyrir þig. Það er í lagi að gera ekki neitt. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Þú hefur afkastað ákaflega miklu að undanförnu og átt því skilið að taka þér smá frí. Smá flensa er líkleg á heimilinu næstu daga. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Þetta er góður tími til að bæta fyrir gamlar syndir. Ekki láta segja þér fyrir verkum, þú ert stjórnandinn í þínu lífi. 19. febrúar - 20. mars L Fiskar Gærdagurinn var ekki sá besti en horfurnar eru mun betri í dag. Taktu eftir hvað allt verður auðveldara þegar þú ert jákvæð/ur gagnvart hlutunum. Ingibjörg Björnsdóttir listdanskennari – 80 ára Dansar enn í sýningum I ngibjörg Björnsdóttir er fædd 12. desember 1942 á Reyni- melnum í Reykjavík og ólst upp í miðbænum og síðan í Stórholtinu. „Frá unga aldri var ég mörg sumur á Flateyri við Önundarfjörð í umsjá föðursystur minnar, Maríu Jóhannsdóttir. Þar bjuggu börn hennar tvö og líka amma mín, Guðrún Torfadóttir. Þetta var eftir- minnilegur og skemmtilegur tími í hlýjum faðmi föðurfjölskyldunnar og ég hef alltaf sterkar taugar til Flateyrar.“ Haustið 1953 fór Ingibjörg í Listdansskóla Þjóðleikhússins og þar var hún við nám og dans í sjö ár. Eftir barnaskóla lá leiðin í Kvenna- skólann í Reykjavík og útskrifaðist hún þaðan árið 1959. „Þótt ég væri mjög ánægð í Kvennó snerust þessi ár fyrst og síðast um dansinn. Fljótlega fór ég að taka þátt í sýn- ingum, bæði sérstökum listdans- sýningum og sýningum leikhússins þar sem dans var hluti af verkinu. Erik Bidsted var ballettmeistari Þjóðleikhússins og Lisa Kæregaard dansari, kona hans, varð fyrirmynd okkar stúlknanna í skólanum. Piltar voru ekki margir en þó nokkrir og þar bar af Helgi Tómasson. Þessi ár í Þjóðleikhúsinu voru einstök og ómetanlegt að fá tækifæri til að taka þátt í þessu ævintýri.“ Haustið 1960 fór Ingibjörg til Edinborgar og ætlunin var að vera í enskutímum, ná viðunandi tökum á því tungumáli. „Mamma mín var að hluta af skoskum ættum og því varð þessi borg valin. Við leituðum einnig að ballettskóla svo að ég gæti haldið mér í æfingu á meðan. Útkoman var sú að ég sótti líklega fimm eða sex enskutíma en var í fullu námi í ballettskólanum og í stað þriggja mánaða var ég þar í þrjú frábær ár og tók próf bæði í klassískum list- dansi og nútímadansi auk kennara- þjálfunar.“ Eftir heimkomuna kenndi Ingi- björg ballett nokkra eftirmiðdaga í viku auk þess að vinna skrifstofu- störf. Ári síðar var hún beðin um að aðstoða enskan ballettmeist- ara leikhússins við kennsluna í Listdansskóla Þjóðleikhússins og kenndi þar, mismikið, í mörg ár. „Ballettmeistarar komu og fóru og ég hélt áfram kennslunni en árið 1973 urðu þau stórtíðindi að stofnaður var atvinnudansflokkur, Íslenski dansflokkurinn. Stefnt hafði verið að þessu marki í mörg ár, en ef ekki hefði komið til áhugi og eldmóður Sveins Einarssonar þjóðleikhússtjóra hefði flokkurinn líklega ekki orðið til að minnsta kosti ekki á þessum tíma. Dans- flokkurinn efldist að styrk og færni með aukinni þjálfun og erfiðum verkefnum. Ég hélt mér við með því að sækja þjálfunartíma dansarana og dansaði með í mörgum sýningum á fyrstu árum flokksins, auk þess að semja hreyfingar og dansa fyrir leiksýningar öðru hverju.“ Fyrsta dansverk Ingibjargar, Frostrósir, samdi hún árið 1968, við tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Hún samdi líka nokkur verk fyrir Íslenska dansflokkinn á fyrstu áratugum hans, m.a. Sæmund Klemensson við tónlist og undirleik Þursaflokksins sem var líka sýnt í Svíþjóð og Noregi. „Fyrstu stjórnendur flokksins, listdansstjórarnir, voru erlendir. Eitt árið var það rússnesk kona Natalia Conjus, sem sviðsetti tvær glæsi- legar listdanssýningar og það var hún sem kom því til leiðar að greina flokkinn og skólann að og skipa sérstakan skólastjóra.“ Ingibjörg var ráðin skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins frá 1. janúar 1977. Skólinn varð síðar að sjálfstæðum skóla, Listdansskóla Íslands. Þá flutti hann og raunar líka dansflokk- urinn úr Þjóðleikhúsinu að Engja- teigi 1 í Reykjavík. „Eftir sex ár við þessar nýju aðstæður þótti mér eiginlega nóg komið enda búin að vera skólastjóri og kenna alltaf fulla kennslu í næstum 20 ár. En ég er óendanlega þakklát fyrir öll þessi ár og að fá tækifæri til að kynnast öllu þessu unga fólki sem sótti skólann.“ Síðan fór Ingibjörg í sagnfræði í Háskóla Íslands og lauk BA og MA prófum með skrifum um dans hér á landi. „Ég naut þess að vera komin á skólabekk. Eftir sagnfræðina var ég stundakennnari í Listdansskólanum í nokkur ár og er enn í dag kölluð inn stöku sinnum í forfallakennslu og var svo heppin að fá að taka þátt í sýningu Íslenska dansflokksins, Ball, og hef því undanfarið verið að dansa á sviði. Áhugamál, sem sat algerlega á hakanum um langt skeið, varðaði dansa fyrri tíma. Nú var komið tækifæri til að afla mér meiri þekk- ingar á eldri dönsum og eiginlega sameina sagnfræðina og dansinn. Á seinni árum hef ég kennt dansa frá ýmsum tímabilum meðal annars í Listaháskóla Íslands og einnig til sýninga til dæmis á tónleikum.“ Ingibjörg sat í stjórn Íslenska dansflokksins um árabil og hefur í tvígang verið formaður Félags ís- lenskra listdansara og verið í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík um skeið. Í átta ár var hún í stjórn Norrænu leiklistar- og dansnefndar- innar og á þeim tíma sótti hún fjöldann allan af námskeiðum og ráðstefnum á Norðurlöndunum. Einnig var hún einn af stofnendum og um tíma formaður Íslenska dans- fræðafélagsins sem er þátttakandi í Nofod, Nordisk forum for dansfor- skning. Ingibjörg er heiðursfélagi í Félagi íslenskra listdansara og fékk Fálka- orðuna árið 2012 og heiðursverðlaun Grímunnar árið 2020. „Nú í dag sinni ég ýmsum áhuga- málum, til dæmis útivist og jóga. Við Árni ferðuðumst mikið og enn er ég alltaf tilbúin ef dætur mínar stinga upp á spennandi ferðalagi.“ Jól í París Ingibjörg, ásamt dætrum sínum, tengdasyni og barnabörnum árið 2014. Ámyndina vantar Árna, elsta barnabarnið. Dansarinn Ingibjörg Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.