Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 www.heimsferdir.is Tene fei Flug aðra leið til 19.975 Flug aðra leið frá Flugsæti í janúar Ráðgert er að Holtavörðuheiðarlína 1, loftlína, verði lögð á milli Klafa- staða í Hvalfirði og að nýju tengi- virki á Holtavörðuheiði. Lagnaleiðin fer að hluta til yfir eignarlönd í Hval- firði og Borgarfirði. Landsnet hefur boðað fund með landeigendum í dag þar sem kynna á áformin betur. Einn þeirra telur andstöðuna vera það mikla að ríkið þurfi að grípa til eignarnáms til þess að fá lagninguna í gegn. Jón Friðrik Jónsson á Vindheim- um segir í samtali við Morgunblaðið að það sé fráleitt að leggja þessa nýju línu við byggð. Í öllum gögnum um áform Landsnets segi að endur- nýja eigi gömlu línuna. Eldri lína sem er komin til ára sinna og er nú þegar á svæðinu verði ekki fjarlægð, heldur verði áfram hluti af kerfinu. „Þetta er bara tímaskekkja, þetta á heima á hálendinu. Það er miklu skynsamlegra að fara yfir Kjöl, þar eru tvær línur fyrir og þetta myndi bara fara eftir þeim,“ segir Jón. Jón segir að hvorki Landsnet né sveitarstjórn Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar hlusti á mót- mæli landeigenda. „Sveitarfélag- ið hefur ekkert svarað og ekkert fundað með okkur landeigendum, og ekkert skipt sér af þessu enn sem komið er.“ Lína sem stendur í 70 ár Jón segist eiga erfitt með það skilja hvernig lagning línunnar varðar almannaheill og telur að Landsnet fari of geyst í verkefnið. „Ég held að andstaðan hér sé svo mikil að þetta þurfi að fara í eignar- nám. Ég er viss um það, þetta er ofan í húsum hjá fólki. Þetta er lína sem á að standa í sjötíu ár,“ segir Jón og bætir við að landeigendur fái lítið sem ekkert ef línan verður að veruleika. Annar landeigandi, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir að þrátt fyrir mótmæli landeigenda haldi Landsnet ótrautt áfram með ferlið. Hann tekur undir með Jóni og telur líklegt að það komi til eignar- náms. „Í þessu tilfelli er það mat sveitar- félagsins að verkefnið sé mjög skammt á veg komið. Það er ómögu- legt að fá þá til að aðhafast. Það er alveg ljóst að þegar tengivirki eru komin sitt hvorum megin við þá geta þeir ekki annað en samþykkt lagn- ingu línunnar,“ segir landeigandinn. „Ég get ekki skilið að það séu almannahagsmunir að hafa báðar línurnar. Vissulega þarf að endur- nýja gömlu línuna sem er orðin fimmtíu ára gömul en það er engin þörf á því að hafa tvær línur til þess að þjónusta almenning og lítil fyr- irtæki,“ segir landeigandinn. „Það er miklu styttra að fara yfir Kjöl og tengja þannig virkjanir á Suðurlandi við Blönduvirkjun. Þá getur ríkið lagt línuna meira og minna á sínu landi.“ Hann segir það fráleitt ef það eigi að breyta Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð úr rómantísku land- búnaðarhéraði með laxveiði og ferðaþjónustu yfir í iðnaðarhérað með vindmyllum og annarri iðju. lTveir landeigendur er afar ósáttir við fyrirhugaða lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1 l„Tímaskekkja” lLandsnet heldur ótrautt áfram þrátt fyrir mótmælilTelja Kjöl skynsamlegri kost fyrir háspennulínu Ríkið þurfi að beita eignarnámi Logi Sigurðarson logis@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Deilur Landeigendur eru ósáttir við fyrirhugaða lagningu háspennulínu. Sportkafarafélag Íslands hélt í jólahefðirnar um helgina Dönsuðu í kringum tréð á botni Þingvallavatns Sportkafarafélag Íslands hélt árlegt jólaball í Davíðs- gjá í Þingvallavatni á laugardag. Metþátttaka var í ár en 32 kafarar mættu í blíðskaparveðri og dönsuðu í kringum jólatréð á botni gjárinnar. Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur og kafari, segir í samtali við Morgunblaðið þetta vera áragamla hefð en í raun viti enginn í félaginu hvenær hún var sett á fót. Sigríður hefur verið í áratug í félaginu. Hún segir mikinn undirbúning fylgja jólaballinu en huga þarf að mörgu áður en maður fer að dansa á botni Davíðsgjár. Yngra fólk að koma inn í greinina „Við byrjum alltaf á því að mæta í húsið okkar og skreyta jólatréð með seríu sem er vatnsheld. Síðan förum við með það, rafmagnsaflgjafa og neðansjáv- arhátalarakerfi og strengjum band yfir Davíðsgjá á Þingvallavatni.“ Sigríður segir að á ballinu hafi verið rosalegt stuð og ekki lét jólasveinninn sig vanta á botn Davíðsgjár. Síðustu ár hafa um það bil tíu manns mætt á jólaballið og því algjör sprenging í þátttöku í ár. Bjóstu við að sjá svonamarga í gær? „Engan veginn, við vorum akkúrat að velta fyrir okkur hvort það væri uppgangur í greininni. Við erum að fá yngra fólk inn, sjálf er ég 58 ára. Aldursbilið var allt frá 25 til 60 og það var gaman að sjá hversu margt yngra fólk er að koma inn. Veðrið var líka ofboðslega fallegt, heiðskírt og sól, það kannski spilaði inn í.“ Sigríður segir marga kunna að kafa, en aðstæður á Íslandi eru erfiðar og það fælir fólk frá greininni. „Það eru mun fleiri græjur og þetta er meira batterí en að kafa í útlöndum. En fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu fallegt það er neðansjávar á Íslandi. Það er vanmetin perla.” Ljósmynd/Sportkafarafélag Íslands Vinir Vatnsendahvarfs, hópur íbúa í grennd við fyrirhugaðan 3. áfanga Arnarnesvegar, safna nú undir- skriftum frá íbúum í Kópavogi en íbúarnir hyggjast kæra nýsamþykkt framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála. Í sumar kærðu þau sjálft deiliskipulagið til nefndarinnar, sem enn er til úrvinnslu, en umhverfis- matið sem framkvæmdin er reist á er frá árinu 2003. „Við höfum verið að safna undir- skriftum og söfnum þeim saman í eina kæru,“ segir Helga Kristín Gunnarsdóttir, ein þeirra sem hefur staðið fyrir hópnum. Kærufrestur er einn mánuður og er því til 30. desember. „Við öll sem búum þarna ættum í raun og veru að eiga lögvarða hags- muni, en það er ekkert hlaupið að því að fá þá viðurkenningu í gegn. Sem er auðvitað svolítið sérstakt.“ Að- eins Kópavogsbúar hafa lögverndaða hagsmuni, að hennar sögn. Enn hefur Reykjavíkurborg ekki veitt leyfi fyrir framkvæmdunum. Segir Helga að verði það samþykkt sé aðeins tímaspursmál hvenær hafist verður handa við lagningu vegarins. „Ég sé bara fram á að við sendum inn aðra kæru, þar sem við kærum þetta framkvæmdaleyfi einnig, og förum fram á frestun framkvæmda á meðan beðið er eftir úrskurði,“ segir hún. Framkvæmdin sem um ræðir er, sem fyrr segir, 3. áfangi Arnarnes- vegar með ljósastýrðum gatnarmót- um við Breiðholtsbraut. Margir íbúar í kring hafa gagnrýnt bæði verkefnið sem slíkt og framkvæmd þess. Segir Helga einnig að kostnaðurinn hafi aukist frá því verkefnið var fyrst kynnt. „Ég held að fólk þurfi svolítið að spyrja sig, er peningum skattborgara best varið í þetta verkefni?“ lFramkvæmdaleyfi Kópavogs samþykkt en borgin er eftir Vinir Vatnsendahvarfs undirbúa aðra kæru Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Sól Vatnsendahvarf er grænt svæði milli Breiðholts og Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.