Morgunblaðið - 12.12.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifkop.is
Allar almennar bílaviðgerðir
Malbikstöðin ehf • 516 0500 • tilbod@malbikstodin.is • malbikstodin.is
Síðasta grein mín
sem birtist í Morgun-
blaðinu, Skipulag fyr-
ir hvern verktaka eða
almenning, fékk góð-
ar viðtökur. Í beinu
framhaldi hef ég sett
fókusinn á fjölbýli og
sérbýli.
Byggt er þétt án
þess að tekið sé tillit
til þeirra sem þar
eiga að búa; litlir gluggar, litlar
svalir og nálægð við næsta hús/
blokk mikil. Þannig leiðir af sjálfu
sér að dagsbirtu nýtur lítið innan-
húss, sem leiðir af sér að þar þarf
að loga ljós alla daga, sem er
óþarfa eyðsla á orku í þverrandi
orkuheimi. Tökum sem dæmi rað-
hús með einn glugga á suðurhlið (í
minnsta lagi), með hallandi þak-
skeggi, 4-4,5 m, sem lokar að
mestu á dagsbirtu þegar sól er í
hágöngu.
Við Íslendingar sem búum á
norðlægum slóðum njótum þess á
sumarsólstöðum, í seinnihluta júní-
mánaðar. Þremur mánuðum
seinna, í endaðan september við
jafndægur að hausti, nýtur sólar
lítið. Frá þeim tíma til vetrarsól-
hvarfa, þegar jól eru að ganga í
garð, er myrkur meirihluta sólar-
hringsins og rafmagnsljós lifa þann
tíma sem íbúar eru á fótum. Það er
svo ekki fyrr en með vori sem
dagsbirtu fer að njóta, en þó að
mjög takmörkuðu leyti vegna þétt-
ingar byggðar og mikillar (of)nýt-
ingar jarðnæðis.
Svo eru reglur sem henta
einhverjum að ekki má auka mögu-
leika á dagsbirtu með ráðstöfunum,
þá kemur kerfið með einhverjar
reglur misviturra reglugerðaraðila
sem lifa í sínum aflokaða kassa og
hleypa engum nærri sér. Enda
málstaðurinn ekki til þess fallinn
að hægt sé að færa fyrir honum
skynsamleg rök. Hæð íbúðarhús-
næðis (innanhúss) miðast við allt
að 4,5 m, sem þarf að hita upp, og
þarf sérhannaðar viftur til að ná
heita loftinu niður
(sem eyðir rafmagni).
Er ofangreint í sam-
ræmi við orkustefnu
og loftslagsmarkmið
stjórnvalda? Væri ekki
ráð að auka glugga-
stærð og veita inn sól-
argeislum, sem verma
hús og íbúa, bæta
heilsu íbúanna og
minnka aðkeypta orku,
rafmagn og hitaveitu?
Það hefur komið upp
í hugann, að áður en einhver hann-
ar hús, sem menntaður er á suð-
rænum slóðum (þar sem sól verm-
ir) og hannar miðað við þarlend
svæði, þurfi að leggja til sam-
þykktar eða synjunar allar skipu-
lagsteikningar með tilliti til þess að
íbúðarhúsnæði veiti dagsbirtuflæði
inn og lofthæð sé eðlileg; miðum
við t.d. 2,8-3 m, meiri lofthæð er
orkusóun. Stór skyggni sem mynda
skugga og takmarka birtuflæði eru
sóun og gætu hugsanlega verið
heilsuspillandi.
Við búum það vel að eiga mjög
hæft fólk til að vera ráðgefandi og
geta haft um það að segja hversu
þrengt sé að ofangreindu. Þar á ég
t.d. við Umhverfisstofnun, sem mér
sýnist hafa á að skipa mjög hæfu
sérfróðu starfsfólki til að hafa áhrif
á hvort fyrirhugað húsnæði upp-
fylli eðlilegar heilsukröfur. Ein-
hvers staðar verður að spyrna við
fæti í þeirri þróun sem hefur átt
sér stað á höfuðborgarsvæðinu, svo
og að hægt sé að leita til viðkom-
andi stofnunar um lagfæringar á
nýlegum híbýlum sem nálgast það
að vera misstórar myrkrakompur.
Nútímahíbýli ekki
gerð fyrir fólk
Eftir Guðjón
Jónsson
Guðjón Jónsson
»Híbýli hafa þróast í
að vera ómanneskju-
leg, hvort sem um er að
ræða fjölbýli eða sér-
býli, á meðan stór hluti
landsins er í eyði.
Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.
Matur
Nýlega gerði norska
ríkisstjórnin það kunn-
ugt að hún hygðist
taka leigu eða afnota-
gjald, auðlindagjald, af
fiskeldisfyrirtækjum
fyrir afnot þeirra af
hafinu, fjörðum lands-
ins, frá 1. janúar 2023.
Ný stefnumörkun
Hér er eiginlega um
nýja stefnumörkun að ræða þar
sem nýtt grunnsjónarmið er lagt til
grundvallar, nefnilega það að þau
grunnverðmæti sem felast í hafi,
landi og lofti hvers lands séu sam-
eign þjóðar og að þeir einstaklingar
eða þau fyrirtæki sem nýta sér
þessi sameiginlegu gæði í rekstrar-
og hagnaðarskyni skuli greiða fyrir
þau afnot leigu eða afnotagjald;
auðlindagjald.
Eignarstimpill á umhverfið
Þetta er líka spor í þá átt að setja
eignarstimpil á umhverfið, opna
augu manna fyrir verðmætum þess
og eignarrétti almennings á því.
Margir hafa til þessa litið svo á
að nýta mætti umhverfið sem ekki
er í séreign, í þessu tilviki hafið,
eins og enginn ætti það eða þá að
menn eignuðu sér það sjálfir við
notkun.
Þessi nýja stefnumörkun kippir
auðvitað fótunum undan slíkri skoð-
un eða afstöðu. Skýrar línur settar.
Hvernig er auðlindagjaldið
hugsað og reiknað?
Í Noregi stunda 150 fyrirtæki
fiskeldi í fjörðum landsins. Eru
mörg þeirra lítil en vega samt
þungt í atvinnulífi síns byggðarlags.
Vill ríkisstjórnin ekki raska því
byggðajafnvægi sem greinin skapar
og ákvað því að beina auðlinda-
gjaldtökunni að stærstu fyrirtækj-
unum.
Eru þau um fjórðungur allra fyr-
irtækjanna og sleppa því þrír fjórðu
þeirra við auðlindagjaldið.
Auðlindagjaldið verður reiknað á
hagnað fiskeldisfyrirtækis eftir
greiðslu þess reglulega tekjuskatts
sem öllum fyrirtækjum er gert að
greiða, á þann hátt að 20% þess
hreina hagnaðar sem
þá stendur eftir renni
til sveitarfélagsins þar
sem fyrirtækið hefur
aðsetur og 20% til rík-
isins, þannig að eig-
endur fyrirtækjanna
halda 60% af hagn-
aðinum.
Gert er ráð fyrir að
taka þessa auðlinda-
gjalds muni skila
norskum sveit-
arfélögum, þar sem
þessi starfsemi fer
fram, 25 milljörðum ísl. króna 2023
og norska ríkinu öðrum 25 millj-
örðum, alls 50 milljörðum íslenskra
króna.
Þessar viðbótartekjur sveitarfé-
laganna munu vitaskuld stórauka
getu þeirra til uppbyggingar innviða
og bættrar þjónustu við íbúa, og þá
um leið auðvitað þeirra sem að fisk-
eldinu standa og við það starfa.
Áhrifin hér – brýnt að
stjórnvöld bregðist við
Mörg norsk fiskeldisfyrirtæki eru
nú þegar komin með sinn rekstur
til Íslands. Virðast þau geta komið
sér fyrir hér án þess að greiða
kóngi eða presti mikið!
Í Noregi er það hins vegar svo að
aðstaða til fiskeldis er boðin út,
rekstrarleyfin seld hæstbjóðendum,
og fær ríkið stórfé fyrir.
Á dögunum voru seld ný fiskeld-
isleyfi fyrir 24.644 tonna MTB og
fékk norska ríkið um 50 milljarða
ísl. króna fyrir. Í hitteðfyrra fékk
norska ríkið um 90 milljarða fyrir
þau rekstrarleyfi sem þá voru seld.
Ef sá skilningur minn er réttur
að hér kosti rekstrarleyfi til fisk-
eldis lítið eða ekkert er því ekki
nema von að Norðmenn flykkist
hingað.
Þetta er þá um leið vísbending
um ótrúlega afdalamennsku ís-
lenskra stjórnvalda. Það virðist
vanta einn eða tvo kaupahéðna,
menn með peninga- og viðskiptavit,
í ríkisstjórnina.
Þegar það bætist svo við að
norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að
greiða 40% af eftirskattshagnaði
sínum til sveitarfélaga og ríkis í
Noregi er sjálfgefið að Norðmenn
muni stórauka sókn sína í íslenskt
fiskeldi.
Það er því bráðbrýnt að íslensk
stjórnvöld átti sig á þessari stöðu
og bregðist fljótt og rétt við! Það
viðbragð getur í raun aðeins verið
að samræma íslenskar reglur um
greiðslu fyrir rekstrarleyfi á grund-
velli útboðs, svo og innleiðingu
sama auðlindagjalds fyrir fiskeldi
hér og verður í Noregi.
Það er verulegt áfall að íslensk
stjórnvöld virðast hafa flotið sof-
andi að feigðarósi með þessi brýnu
og miklu hagsmunamál lands-
manna.
Auðlindagjaldið á
sjávarútveginum
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
hafa haft mikinn hagnað af sínum
rekstri. Var hagnaður þeirra 11
stærstu 2021 yfir 60 milljarðar
króna og hafa þau byggt upp bók-
fært eigið fé upp á nær 400 millj-
arða ísl. króna.
Mikið hefur verið tekist á um
sanngjarnt auðlindagjald sem sjáv-
arútvegurinn skuli greiða ríkinu,
þjóðinni, en um það hefur engin
endanleg sátt náðst. Síðasta auð-
lindagjaldið sem undirrituðum er
kunnugt um er fyrir árið 2020. Þá
nam það 4,8 milljörðum króna. Í
heildarsamhenginu enginn sátta-
grundvöllur.
Gæti norska leiðin
leyst hnútinn?
Ef sátt næðist um að við fylgdum
fordæmi frænda okkar í Noregi,
reyndar á sviði fiskeldis, og inn-
leiddum sams konar afnotagjald af
okkar íslensku fiskimiðum, auðlinda-
gjald, sem næmi 20% af árlegum
hagnaði fyrir sveitarfélög, 20% fyrir
ríkið, og eigendur fyrirtækjanna
héldu 60%, myndi það hafa skilað
sveitarfélögum landsins 12 millj-
örðum og ísl. ríkinu öðrum 12 millj-
örðum, alls 24 milljörðum, fyrir síð-
asta ár. Hlutur eigenda hefði verið
36 milljarðar.
Fyrir árið 2020 hefði auðlinda-
gjaldið reyndar ekki verið nema
tæpur helmingur af þessu vegna
þess að þá var afkoma sjávar-
útvegsfyrirtækja mun lakari, en
það er einmitt málið; með þessum
hætti væru hagsmunir útgerðar og
þjóðar þeir sömu, við öll í sama
báti. Það væri auðvitað góður
punktur, hvað sem skiptingarhlut-
falli liði.
Auðlindamálin í Noregi og hér
Ole Anton
Bieltvedt » Þetta er vísbending
um ótrúlega afdala-
mennsku stjórnvalda.
Það virðist vanta einn
eða tvo kaupahéðna,
menn með peninga- og
viðskiptavit, í ríkis-
stjórnina.
Ole Anton Bieltved
Höfundur er samfélagsrýnir
og dýraverndarsinni.