Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022
✝
Auður Ingvars-
dóttir fæddist á
Undirvegg í Keldu-
hverfi 28. septem-
ber 1934. Hún lést í
Sóltúni 2 1. desem-
ber 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Ingvar Sig-
urgeirsson bóndi
og Sveinbjörg
Valdimarsdóttir.
Systkini Auðar
voru Jóhanna, f. 1916; Óskar, f.
1918; Svanhvít, f. 1923; Krist-
björg, f. 1919; Ragnheiður, f.
1926; Baldur, f. 1930. Öll eru
þau látin og allir makar.
Auður var gift Agli Jónssyni
brunaverði, f. 1930. Börn þeirra
Helga, gift Guðmundi Björns-
syni og synir þeirra eru þrír:
Björn, kvæntur Ingibjörgu I.
Jónsdóttur og eiga þau tvö börn
en Ingibjörg átti dóttur fyrir;
Egill, kvæntur Maríu I. Þor-
steinsdóttur og eiga þau tvö
börn en María átti dóttur fyrir;
Óskar, í sambúð með Guðrúnu
Ösp Sigurmundsdóttur.
Auður var heimavinnandi
húsmóðir meðan börnin hennar
voru ung en fór svo síðar á
vinnumarkaðinn, m.a. á sauma-
stofum og í mötuneyti. Endaði
starfsævina sem ritaði augn-
lækna í Mjódd hjá tengdadóttur
sinni.
Bjuggu þau Egill í Reykjavík
nánast allan sinn búskap. Eftir
að Auður varð ekkja bjó hún á
hjúkrunarheimilinu í Sóltúni 2 í
Reykjavík við mjög góðan að-
búnað.
Útför Auðar verð gerð frá
Háteigskirkju í dag, 12. desem-
ber 2022, klukkan 13.
eru: 1) Sveinbjörg, í
sambúð með Rögn-
valdi Ólafssyni,
dóttir hennar er
Auður Margrét C.
Mikaelsdóttir, í
sambúð með Andr-
ési Bragasyni og
eiga þau tvo syni. 2)
Jón, var kvæntur
Ólöfu Kr. Ólafs-
dóttur og börn
þeirra eru þrjú:
Auður Björg, gift Gísla V.
Gonzales og eiga þau þrjár dæt-
ur en Gísli átti son fyrir; Ólafur
Egill, kvæntur Katarinu Trop-
pová og eiga þau börn. Egill,
kvæntur Olgu I. Hreiðarsdóttur
og eiga þau eina dóttur. 3)
Engill á jörðu er fallinn frá
við andlát Auðar móður minnar.
Móðir mín var einstaklega
hjartahlý, sérlega skapgóð og
glaðlynd manneskja. Tók sjálf
aldrei þátt í deilum og sneiddi
hjá leiðindum. Var jákvæð allt
fram í andlátið og kvartaði aldrei
undan sínum aðstæðum.
Mamma hafði hins vegar rétt-
lætiskennd og er t.d. minnis-
stætt að þegar ég var í barna-
skóla sagði ég mömmu frá því að
þekktur skriftarkennari gerði
grín að feitlaginni dömu í bekkn-
um um að hún ætti ekki að borða
allan matinn frá heimilisfólki
sínu og hún væri hreyfihömluð
vegna fitu. Móðir mín fór í skól-
ann og tók skriftarkennarann á
beinið. Kennarinn bað nemand-
ann síðan afsökunar og hætti
stríðni. Skriftarkennarinn hafði
hins vegar engin afskipti af mér
frekar í tímum og er ljót skrift
mín sennilega afleiðingin af því.
Þá hafði móðir mín þá skoðun
frá unglingsárum það ætti að
hætta að hlusta á stjórnmála-
menn því þar færu aldrei saman
fyrirheit fyrir kosningar og
efndir eftir kosningar.
Móðir mín fórnaði sínu lífi í að
koma börnun sínum til manns og
allt snerist hjá henni um fjöl-
skylduna og að aðstoða börnin
eftir sinni bestu getu. Hún gat
verið hreinskilin og sagði mér
t.d. mjög ungum að ég ætti aldr-
ei að syngja nema í einrúmi.
Móðir mín ákvað sjálf að
senda atvinnuumsókn fyrir mig
innan við tvítugt á bílasölu og
rómaði mig sem reynslubolta
þar sem hún taldi bílasölu vera
starf fyrir mína bíladellu. Eig-
andi sölunnar áttaði sig á því eft-
ir ráðninguna að ég hafði ekki
reynslu eins og skilja mátti af at-
vinnuumsókninni. Ég sagði þá
eigandanum að það hefði verið
móðir mín sem sendi umsóknina
með þessum lofsyrðum um mig
án samráðs við mig. Eigandinn
var svo hrærður við þessa frá-
sögn að hann sagði tárvotur að
ég ætti greinilega frábæra móð-
ur og ég hélt starfinu. Alltaf síð-
ar þegar ég hitti eigandann
spurði hann um hagi móður og
bað um kveðju til hennar.
Síðustu fjögur ár dvaldi hún í
Sóltúni við frábæra umönnun
starfsfólks. Móðir mín hafði oft
orð um hversu vel var um hana
hugsað á þeim stað.
Móður mín var gáfað góð-
menni og heimurinn væri para-
dís ef allir væru eins og hún.
Jón Egilsson.
Elsku mamma mín.
Þá er okkar samleið á enda í
bili en töluvert búnar að brasa
saman um ævina. Það eru ákveð-
in forréttindi að hafa foreldri/
foreldra svona lengi hjá sér.
Er ég hugsa til mömmu eru
orðin sem koma upp í huga
minn: sönn íslensk alþýðukona
af bestu tegund. Heiðarleg,
áreiðanleg, nægjusöm, reglu-
söm, glaðleg, hraust og með
blaðbeittan húmor. Þar eð pabbi
var vaktavinnumaður allan sinn
starfsaldur var hún mikið ein
með okkur systkinin. Þá var nú
mikið spilað, púslað, hlustað á
útvarpsleikritin og á hljómplöt-
ur. Það þurfti einnig að næra
okkur og klæða en mamma var
afar flink saumakona og saumaði
allt sem hún gat á okkur. Einnig
handprjónaði hún allt á okkur og
lagði hún metnað sinn í að hafa
okkur alltaf hrein, snyrtileg og
aldrei með saumsprettur á föt-
um okkar eða tölulaus. Seinna
nutu svo barnabörnin hennar
góðs af. Við erum þrjú systkinin,
Lilla, Nonni og Didda, sem þau
komu til manns og erum við
hraust, hress og vel heppnuð.
Barnabörnin eru sjö og lang-
ömmubörnin orðin 14. Hún var
mjög hreykin og stolt af börnum
sínum og barnabörnum. Þau eru
öll jafn flott. Er við vorum upp-
komin gátu þau ferðast til út-
landa og nutu þess að vera í sól-
inni og komu alltaf færandi
hendi til baka.
Eftir að hún varð ekkja og
heilsan tekið að bila bjó hún á
hjúkrunarheimlinu Sóltúni 2 í
Reykjavík. Þar leið henni vel og
aldrei var kvartað, enda ekki
hennar stíll. Eins og hún sagði
við okkur „hver heldurðu að
nenni að hlusta á svoleiðis“?
Ég var heppin með mömmu
og kveð hana með söknuði.
Starfsfólki á 3- B í Sóltúni fær-
um við alúðarþakkir fyrir frá-
bæra, ástúðlega og fagmannlega
þjónustu. Þið gerðuð svo sann-
arlega vel.
Vertu kært kvödd mína kæra
móðir með þökkum fyrir allt og
allt.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín
Sveinbjörg.
Amma yfirgaf jarðvistina á
fullveldisdaginn 1. desember, þá
88 ára að aldri. Hin íslenska al-
þýðukona, heiðarleg, iðin og
stolt. Hún átti langt og gjöfult líf
að baki. Fædd í torfbæ norður í
Þingeyjarsýslu þar sem hún ólst
upp við fátæklegar aðstæður,
yngst sjö systkina. Ung hleypti
hún heimdraganum og hélt til
Reykjavíkur og fór að vinna fyr-
ir sér en hana langaði til út-
landa. Tækifæri ungra kvenna
voru heldur takmörkuð á þess-
um tíma og lífið vísaði henni ekki
menntaveginn en hún var alla tíð
fróðleiksfús og forvitin.
Hún kynntist afa, kaup-
mannssyni frá Seyðisfirði, og
þau hófu búskap. Á brúðkaups-
daginn 1955 tóku þau strætó nið-
ur í bæ og giftu sig hjá fógeta og
fóru svo í strætó aftur heim.
Kannski er dagurinn lýsandi fyr-
ir ömmu og hjónabandið en það
var traust, heiðarlegt og laust
við prjál. Afi og amma voru gjör-
ólíkar manneskjur en samstiga
og óaðskiljanleg hjón. Fráfall afa
reyndist ömmu þungbært enda
voru þau samhent og tilvera
þeirra svo samofin að varla er
hægt að hugsa eða minnast ann-
ars án hins.
Flestar mínar æskuminningar
snúa að afa og ömmu. Ófáar
minningar fullorðinsáranna
einnig. Ég elskaði þau og þau
elskuðu mig. Mig hefur grunað
að lífið hafi á tíðum farið óblíðum
höndum um ömmu en hún kvart-
aði aldrei. Hún var ævinlega lít-
illát og hógvær, góð, glaðlynd og
nægjusöm. Mesta hamingju virt-
ist færa henni að sjá fjölskyldu
sína vaxa en hún var ákaflega
stolt af börnum sínum, tengda-
börnum og barnabörnum. Hún
naut þess að sjá okkur komast á
legg, vaxa úr grasi og finna okk-
ar ólíka farveg í lífinu. Hún hafði
dálæti á barnabarnabörnum og
gladdist yfir stórum sigrum og
smáum.
Það var alltaf stutt í brosið og
hún hafði dillandi hlátur en
amma var orðvör og raunar vildi
hún ekki tala mikið um sig
sjálfa. En þó hún væri hófstillt í
tali var hún dugleg til verka og
ævinlega með eitthvað á prjón-
unum. Hún vann úti alla tíð,
lagði stund á hannyrðir og
sauma og studdi afa með ráðum
og dáðum. Þau ferðuðust mikið
bæði innanlands og utan, tóku
mikið af ljósmyndum og áttu
margar skemmtisögur í hand-
raðanum.
Amma var félagslynd og hún
var góður gestgjafi sem lumaði
iðulega á kræsingum og var
ómöguleg ef það sást til botns í
kistunni. Samt var hún alla tíð
grönn og lekker, það var varalit-
ur á kaffibollunum hennar og
hún var með naglalakk fram á
síðasta dag. Hláturmild og hlý
viðmóts, óeigingjörn, stálminnug
og snögg í tilsvörum. Mér þykir
sárt að sjá á eftir ömmu en ég
finn huggun í tilhugsun um líkn
og um endurfundi hennar og afa.
Að leiðarlokum fer ég með bæn-
ina sem amma kenndi mér og við
sögðum upphátt saman fyrir
svefninn:
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Þó augun sofni aftur hér
í þér mín sálin vaki.
Guðs son, Jesús, haf gát á mér,
geym mín svo ekkert saki.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Prestshólum)
Ég elska þig amma mín og bið
að heilsa afa.
Þín
Auður.
Auður
Ingvarsdóttir
✝
Hrefna Guð-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. júlí 1950. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 28. nóvember
2022.
Foreldrar Hrefnu
voru hjónin Guðrún
Sigurðardóttir, f. 6.
febrúar 1916, d. 26.
febrúar 2010, og
Guðmundur Kristmundsson, f.
8. mars 1914, d. 7. febrúar 1981.
Systkini Hrefnu eru: Guðrún
Guðmundsdóttir f. 1940 d. 2017,
maki Þorvaldur Thoroddsen, f.
1937 d. 2011. Börn tvö. Krist-
mundur Guðmundsson, f. 1942,
maki Margrét Kristjánsdóttir, f.
1944. Börn tvö. Bryndís Guð-
mundsdóttir, f. 1944, maki Otto
David Tynes, f. 1937, d. 2019.
Börn tvö.
Hálfsystir Hrefnu, samfeðra:
Ester Guðmundsdóttir, látin.
Barn eitt.
Hrefna átti heima á Flóka-
götunni í Reykjavík fyrstu mán-
eigandi. Eftir að hún var búin að
vera heima í fjögur ár hjá ungri
dóttur sinni fór hún að vinna hjá
Skífunni. Síðar byrjar hún sem
gjaldkeri í Korpus hf. og síðar
Samútgáfunni Korpus hf. í fullu
starfi. Árið 1994 byrjar hún að
vinna hjá Odda hf. skrifstofu-
deild og hefst þá hennar sölu- og
ráðgjafastarf í skrifstofuvörum
fyrir fyrirtæki og skóla, störf
sem hún fann sig svo vel í. Fyrir-
tækið breyttist síðar í A4 þar
sem Hrefna vann síðan til starfs-
loka. Hrefna giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Helga Agn-
arssyni, 10. júlí 1971. Þau byrj-
uðu sinn búskap á Kópavogs-
braut og fluttu síðan í Heiðar-
gerði í Reykjavík, þar sem þau
eignuðust dóttur sína, Lísu
Dögg, f. 27. desember 1979.
Þau þrjú fluttu síðan í Keilu-
fell í Breiðholti 1981 Fjöl-
skyldan flutti síðar í Torfufell
og Unufell. Þaðan var síðan flutt
í Þrastarhóla. Þau áttu sinn
sælureit í sumarhúsi í Miðdal í
Laugardal sem þau kölluðu
Undraland. Hrefna átti við veik-
indi að stríða síðustu árin svo að
þau fundu sér íbúð sem hentaði
betur nýjum aðstæðum á
Prestastíg 9 í Grafarholti.
Útför Hrefnu fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 12.
desember 2022, kl. 15.
uði lífs síns en fluttist
síðan með foreldrum
og systkinum inn í
Bústaðahverfi, nánar
tiltekið í Hólmgarð 2,
þar sem hún ólst upp
yngst í hópi fjögurra
systkina. Hún gekk í
Breiðagerðisskóla,
svo í Réttarholts-
skóla og þaðan í
Verknámið í Braut-
arholtinu.
Hún byrjaði snemma að vinna,
m.a. í fiskvinnu, við verslunar-
störf o.fl. Hrefna fór til Somer-
set í Englandi sem au-pair og
dvaldi þar um tíu mánaða skeið.
Eftir að hún kemur heim 1969
kynnist hún verðandi eigin-
manni sínum og fer að vinna við
skrifstofustörf hjá Ásbirni Ólafs-
syni hf. og jafnframt kennir hún
á saumavélar sem fyrirtækið
hafði umboð fyrir.
Hún vann síðar við skrifstofu-
störf og bókhaldsstörf hjá ýms-
um fyrirtækjum, m.a. F.A.J. hf.,
og sá jafnframt um bókhald hjá
Korpus hf. þar sem hún var með-
Elsku stóra litla systir: Það er
erfitt að kveðja þig eins nánar og
við vorum og eins mikið og ég
elskaði þig. Það komu að sjálf-
sögðu tímar þar sem við vorum
ekki eins nánar enda sex ár á
milli okkar. Og hvað ég gat verið
dugleg að svæfa þig í kerrunni
þinni þegar ég átti að passa þig
og hlaupa með þig til mömmu
svo að ég gæti farið að leika mér.
En svo stækkaðir þú og við færð-
umst nær með hverjum senti-
metra sem þú bættir við þig og
þeir voru sko margir.
Þvílík gæfa að hafa fengið að
eiga þig fyrir systur, eins blíð,
góð og sterk og þú varst. Þú
varst með faðminn opinn fyrir
alla, hélst utan um alla og alltaf
tilbúin að hlusta og hjálpa.
Svo kom að því að þú hittir
hann Helga, þinn lífsförunaut og
sálufélaga í lífinu. Þvílíkt sam-
band, alltaf unnið úr álitamálum
ef þau komu upp í gegnum ykkar
rúmlega 50 ár, ég held að það
finnist ekki annað eins hjóna-
band. Þegar þið eignuðust Lísu
Dögg gerðir þú að sjálfsögðu
eins og hjartað þitt stóra bauð,
hættir að vinna og varst heima
með Lísu fyrstu fjögur árin. Líkt
þér enda varstu góð mamma.
En það komu líka erfiðir tímar
þegar þú varðst veik, elsku syst-
ir, og hvað þú gast verið dugleg í
gegnum öll veikindin þín. Alltaf í
góðu skapi og barðist eins og
hetja við hvert áfallið af öðru,
alltaf björt og alltaf kát.
Elsku Hrefna, ég verð að
koma því að hvað drengirnir
mínir elskuðu þig mikið og ykkur
hjónin. Það var ekki til betri
kona í öllum heiminum en þú.
Ottó Davíð og Gunnar Örn dáðu
þig og elskuðu og kveðja þig með
miklum söknuði. Það geri ég
líka. Ég veit að ég á ekki eftir að
kynnast öðrum eins karakter í
lífinu. Þú munt alltaf alltaf vera
með mér í hjarta mínu.
Þín litla stóra systir,
Bryndís.
Hrefna var sönn vinkona og
nú er hún farin á vit feðra sinna.
Þungur söknuður ríkir í vin-
kvennahópnum. Við vorum 15
ára þegar við kynntumst og urð-
um vinkonur. Saumaklúbbur var
stofnaður utan um þessar sex
sálir sem náðu svona vel saman.
Í klúbbnum drukkum við mjólk
og borðuðum kökur en handa-
vinna, önnur en handsnyrting,
var látin eiga sig til að byrja
með. Í 57 ár höfum við haldið
hópinn, átt gæðastundir og
fylgst að í gegnum storma og
blíðviðri lífsins.
Fyrstu viðverustaðir okkar
vinkvennanna voru skemmti-
staðir á borð við Lídó og
Glaumbæ. Þegar við svo stofn-
uðum heimili drógust inn í fé-
lagsskapinn eiginmenn og börn
og við gátum hjálpast að í gegn-
um hvað sem að höndum bar.
Hrefna bar af og var tignarleg,
traust, smekkleg og skemmtileg
kona. Þegar hún og Helgi voru
orðin hjón fannst okkur vinkon-
unum þau bæði stórglæsileg og
við samglöddumst þeim að hafa
fundið hvort annað. Fjölskyldan
óx þegar Lísa Dögg kom inn í líf
þeirra og það var alla tíð gaman
og gefandi að heimsækja þessa
fallegu fjölskyldu, hvort sem var
á heimili þeirra eða í sumarbú-
staðinn.
Það er dapurlegt þegar fólk
hættir að vinna og ætlar að fara
að njóta lífsins eftir gott ævistarf
en er hrifið á braut úr jarðlífinu
allt of snemma. Heilsa Hrefnu
byrjaði illu heilli að gefa sig eftir
að hún hætti að vinna en alltaf
trúði hún að hún ætti bata vísan
handan við hornið og trúði hún
því allt til hinsta dags.
Bjartsýna og fallega vinkona
okkar skilur eftir sig skarð í
saumaklúbbnum. Við sendum
Helga og Lísu og fjölskyldunni
allri einlægar samúðarkveðjur
við fráfall Hrefnu.
Guðbjörg, Guðrún Júlía, Lára,
Sigríður Jóna og Sigrún.
Á einum af þessum fallegu
haustmorgnum sem við höfum
fengið að njóta undanfarið hvarf
Hrefna vinkona okkar yfir í sum-
arlandið. Síðasta brekkan var
brött.
Við kynntumst Hrefnu þegar
hún var nýgift Helga, þau voru
falleg og samstiga í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur. Vinirnir
Helgi og Siggi unnu fyrst saman
í Myndamótum en árið 1973
stofnuðum við fjögur saman
prentþjónustuna Korpus. Sá tími
var okkur öllum bæði krefjandi
og lærdómsríkur en einnig ómet-
anlegur í reynslubankann. Minn-
ingarnar eru margar og
skemmtilegar úr leik og starfi
með góðu og skemmtilegu
starfsfólki. Það sem stendur upp
úr frá þessum tíma er einstök
sönn vinátta og samvinna.
Hrefna og Helgi eignuðust
einkadóttur sína, Lísu Dögg,
1979, þá skein sólin skært og lífið
fékk nýjan lit. Um árabil bjuggu
við í sömu götu og enn styrktust
vinaböndin. Ég held að við höf-
um öll verið sammála um að
blómatími okkar var þegar við
bjuggum í Keilufellinu. Þar var
gott að búa, við vorum ung,
börnin léku sér saman, við áttum
frábæra og skemmtilega ná-
granna og samheldnin í götunni
var mikil. Hrefnu fylgdi alltaf
bros og hressilegur andblær
hvar sem hún kom. Hún sýndi
líka alltaf einlægan áhuga á því
sem efst var á baugi hjá þeim
sem hún var að tala við.
Nú þegar Hrefna er farin ger-
um við að okkar orð Hannesar
Péturssonar í bókinni Fyrir
kvölddyrum:
Þegar hugfólgnir vinir
bárust fyrr en varði
burt úr glaðaljósi samvistanna.
Söknuður
situr okkur í brjósti
alla daga.
Það var mikið lán fyrir okkur
og okkar fjölskyldur að leiðir
okkar skyldu liggja saman um
lífsins veg. Við þökkum almætt-
inu fyrir þá forsjá. Við og börn
okkar þökkum Hrefnu innilega
fyrir samfylgdina.
Helga og Sigurður (Siggi).
Hrefna
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Hrefna: Við Kiddi
þökkum þér fyrir allar ynd-
islegu stundirnar sem við
áttum saman í gegnum tíð-
ina og fyrir allan stuðning-
inn sem þú veittir okkur í
gegnum lífið. Þú varst allt-
af með faðminn opinn og
bros á vör. Þín minning
gleymist aldrei.
Kristmundur og Margrét
(Kiddi og Maggý).
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar