Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 Reglulega sprettur upp umræða um verðlag íslenskrar matvæla- framleiðslu, að hún sé dýrari en vörur að utan og færð rök fyrir því að íslenska þjóðin væri betur sett ef inn- flutningur væri aukinn á kostnað ís- lenskrar framleiðslu. Gleymist þá hvernig hagsmunir almennings eru samofnir innlendri matvælafram- leiðslu. Einnig er lítið minnst á þær ívilnanir sem innflutningsaðilar hafa fengið undanfarin ár og hversu treg- lega hefur gengið að koma þeim áfram til neytenda. Í nýjum kjara- samningi VR og LÍV við Félag at- vinnurekenda er sérstök bókun um að félögin ætli að setja þrýsting á stjórnvöld til að afnema tolla og að það sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Er því ástæða til að rifja upp þróun tollamála á Íslandi undanfarin ár og áhrif. Einnig er til- efni til að fara yfir stöðu bænda, stétt sem telur 3.000 einstaklinga sem starfa á krefjandi markaði, og síðast en ekki síst fjárfestingu þjóðarinnar í fæðuöryggi. Áhrif viðskiptasamninga Árið 2018 tók gildi tvíhliða við- skiptasamningur við Evrópusam- bandið, kvótar til tollfrjáls innflutn- ings þaðan auknir og verðtollar lækkaðir yfir fjögurra ára tímabil. Frá árinu 2011 hafa tekjur ríkisins af tollheimtu lækkað um 35% á föstu verðlagi vegna nýrra viðskiptasamn- inga og styrkingar krónunnar. Fram til ársins 2018 var aðaláhrifaþátt- urinn í þessari þróun styrking krón- unnar en það samband slitnar við gildistöku áðurnefnds viðskipta- samnings. Tollverndin hefur dvínað á und- anförnum árum. (Sjá mynd 1) Hvati fyrirtækja til að flytja inn erlendar vörur hefur aukist um- talsvert á þessum tíma og stefnir í metinnflutn- ing í ár. Í ár er mark- aðshlutdeild innflutts kjöts rúmlega tvöfalt meðaltal síðustu sex ára áður en samningurinn tók gildi. (Sjá mynd 2) Þessar nýju að- stæður hafa dregið töluvert úr samn- ingstöðu bænda. Í tilfelli naut- gripabænda hafði afurðaverð til þeirra lækkað samfleytt frá 2018 og þar til í ár þegar þau fengu loks smá- vægilega kjaraleiðréttingu. Af- urðaverðið er nú 6% hærra en það var 2018, langt undir verðlagsþróun sama tímabils. Á meðan hefur verð á nautakjöti úti í búð hækkað ár frá ári þrátt fyrir sexföldun á tollkvóta og 30-75% lækkun á útboðsverði hans. Áhrif tolla stórlega ýkt Ívilnanir fyrir inn- flytjendur matvæla á undanförnum árum hafa ekki skilað sér í vasa neytenda og má segja að það komi ekki á óvart. Það er nefni- lega algengur mis- skilningur að tollálagning sé stór hluti af vöruverði. Umræðan um franskar kartöflur verður eflaust rifjuð upp í áramótaskaupinu; hún sýndi að bæði söluaðilar og lög- gjafar höfðu ranga hugmynd af því hvernig tollur er reiknaður á vöru- verð og ofmátu áhrif hans margfalt. Töluðu þau eins og tollurinn væri tugir prósenta af endursöluverðinu og að afnám hans myndi lækka verð um sama hlutfall. Raunin er sú að tollurinn er lagður ofan á innflutn- ingsverð, sem er í langflestum til- fellum aðeins brot af endur- söluverði. Einnig er yfirleitt talað um að tollur á matvæli sé 76%, sem vissulega er full álagning í mörgum tilfellum, þá þarf að hafa í huga að um tveir þriðju allra innfluttra mat- væla koma frá ESB og bera því að- eins brot af þeim tolli ef einhvern. (Sjá mynd 3) Áhrif verndartolla á endursölu- verð eru því minni en oft er haldið fram og breyting á þeim hefur á undanförnum árum haft lítil sem engin áhrif á verðlag. Tollheimtan vegur mun minna í verði til neyt- enda en álagning íslenskra endur- söluaðila. Hins vegar eru tollar mik- ilvægir íslenskum landbúnaði og án þeirra myndi landbúnaður leggjast af í þeirri mynd sem við þekkjum. (Sjá mynd 4) Trygging þjóðar Íslenskur landbúnaður er fjárfest- ing í fæðuöryggi. Við greiðum fyrir störf bænda og íslensk matvæli á margvíslegan hátt, bæði beint með neyslu og í gegnum skatta og tolla. Að viðhalda öflugri matvælaframleiðslu á eyju í Norður-Atlantshafi kostar sitt en við fáum töluverðan ábata úr þess- ari fjárfestingu. Íslenskur landbún- aður sér þjóðinni fyrir um 90% af því kjöti sem neytt er hérlendis, 96% af eggjum og 99% af mjólkurvörum. Gulls ígildi fyrir þjóð í afskekktu landi eins og við höfum verið reglulega minnt á síðustu ár. Í skýrslu Landbúnaðarháskólans frá árinu 2021 segir: „mest af þeirri fæðufram- leiðslu sem á sér stað hérlendis væri hægt að tryggja að héldi áfram í ein- hver misseri eða jafnvel nokkur ár“ ef eitthvað kæmi upp á varðandi inn- flutning til landsins. Landbúnaðar- kerfið okkar og innlenda framleiðslan er bæði trygging þjóðarinnar þegar kemur að matvælaframboði og inn- viður þegar kemur að útdeilingu af- urða í neyð. Ef Félag atvinnurekenda og VR fá sínu framgengt og innflutn- ingstollar verða afnumdir er óljóst hversu mikil áhrif það hefði á verð til neytenda en hins vegar er ljóst að áhrif þess á íslenskan landbúnað og fæðuöryggi yrðu alvarleg. Tortryggileg tollaumræða Sverrir Falur Björnsson » Í kjarasamningi VR við Félag atvinnu- rekenda er bókun um að félögin ætli að setja þrýsting á afnám tolla. Er því kjörið að rifja upp þróun tollamála. Sverrir Falur Björnsson Höfundur er hagfræðingur Bænda- samtaka Íslands. sverrirfalur@gmail.com Innfluttar franskar kartöflur í smásölu Verðsamsetning, kr. 750 600 450 300 150 Verð til bónda Framleiðslu- og flutningskostnaður Virðisauka­ skattur Tollgjöld Aðflutningsgjöld Álagning á Íslandi 70 kr. 123 kr. 89 kr. 31 kr. 363 kr. 74 kr. 750 kr.Smásöluverð: Dæmi um verðsamsetningu á einu kg. af frönskum kartöflum selt úr íslenskri lágvöruverslun. Tollur reiknast sem álagning ofan á súlurnar tvær lengst til vinstri. Verðþróun og álögur á innflutning Vísitölur 2011 til 2015, 2011=100 Gildistaka viðskiptasamnings ESB Magnvísitala innflutnings Tekjur ríkisins af tollheimtu Verðvístala innflutnings Gengisvísitala 150 100 50 0 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Markaðshlutdeild innflutts kjöts 2007-2022 Innlend framleiðsla Innflutningur Markaðshluteild innflutts kjöts Meðal markaðshlutdeild: 2007 til 2010 2011 til 2018 35 30 25 20 15 10 5 0 17,5 15,0 12,5 10,0 7,5 5 2,5 0 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22* *Árið 2022 telur framleiðslu og innflutning fyrstu tíu mánuði ársins fyrir utan hrossakjötsframleiðslu en hún hefur ekki verið skráð á Mælaborð Landbúnaðarins. Meðal ársframleiðsla hrossakjöts undanfarinna 14 ára hefur verið um 1.000 tonn. Heildarframboð, þús. tonn Markaðs- hlutdeild,% Þróun innflutnings og verðs til neytenda Vísitölur 2011 til 2015, 2011=100 Gildistaka viðskiptasamnings ESB Verðvístala innflutnings Gengisvísitala Verðvístala – innfluttar matar- og drykkjarvörur 150 100 50 0 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Mynd 4, Mynd 3. Mynd 2. Mynd 1. Yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra sem reykja vill gjarna hætta, en ekki endilega einmitt núna. Margir kvíða því að takast á við fíknina. Hér fylgja nokkur heillaráð: . Sankaðu að þér les- efni um skaðsemi reykinga og haltu áfram að leita að nýju efni. Í apótekum og víðar fæst mentól- munnúði í litlum aflöngum brús- um sem gott er að fitla við og úða annað slagið upp í sig til að fá ferskt bragð. . Mentól-nefstifti geta líka hjálpað á svipaðan hátt. . Í ýmsum heilsubúðum er hægt að kaupa lakkrísrót sem mörgum finnst gott að naga eftir að þeir hætta að reykja. Sagaðu hana gjarnan niður í bita á stærð við sígarettur og hafðu bitana í öskju þar sem þú varst vön/vanur að hafa tóbakið áður. . Drekktu mikið af vatni og hreinum ávaxta- og grænmet- issafa. . Hvernig væri að safna stubbunum og ösku í sultukrukku? Helltu gjarna smá- vatni yfir og settu lokið á. Opnaðu ef þú færð löngunarkveis- ur og lyktaðu upp úr krukkunni. . Hafðu gjarnan tann- bursta og tannkrem við höndina og burstaðu tenn- urnar nokkrum sinnum á dag. Nikótínfíkn Sí dag er ljóst að móttökutæki fyrir nikótín eru í heilanum. Löng- unin til að reykja grundvallast með- al annars á óþægindum sem fylgja því þegar nikótínmóttökutækin fá ekki sína áfyllingu. Þeir sem reykja losa sig undan þeirri áþján með því að reykja. Þegar nikótínnotkun er hætt fara nikótínviðtökutækin að hrörna. Æskilegt getur verið að draga úr áhrifum nikótínfráhvarfs fyrstu vikur eða mánuði reykbind- indis, einkum hjá þeim sem eru mjög sólgnir í nikótín. Undir slíkum kringumstæðum geta nikótínlyf reynst gott hjálpartæki. Betri ár- angur næst með sterkari skömmt- um ef um er að ræða mikla nikótín- fíkn. Ef þú ert í þeim hópi er líklegt að nikótínlyf eins og nikótíntyggjó, plástrar og munnúði geti hjálpað. Nálastunga Ef nálastunga hefur eitthvað að segja við tóbakslöngun þá eru áhrif- in líklega í gegnum endorfín því nál- arnar auka á þéttni þess og annarra efna tengdra vellíðan. Nálastunga virkar ekki eins og bólusetning heldur verður að beita henni reglu- lega. Vökvakúr Ef þú ætlar þér að hætta að reykja án þess að nota nikótínlyf er æskilegt að fara á 24 tíma vökvakúr til að flýta fyrir því að nikótínið hverfi úr líkamanum. Drekktu mikið af vatni og sem fjölbreyttast úrval af hreinum ávaxta- og grænmetissafa. Fráhvarfseinkenni eru merki um já- kvæða aðlögun að breyttum lífs- háttum. Hins vegar eru {dbcomma- }timburmenn{ldquo} alltaf óþægilegir og vökvakúrinn flýtir fyrir bata. Sálfræðileg fíkn Allt að helmingur allrar löngunar í tóbak fyrstu vikur reykbindindis er tengdur umhverfisþáttum. Það get- ur því reynst nauðsynlegt að snið- ganga vissa hluti tímabundið til að draga úr löngun, sérstaklega ef þú ert mjög sólgin(-n) í nikótín og ákveður að nota ekki nikótínlyf. Forðastu tímabundið það sem þú veist að vekur sterka löngun í tóbak. Depurð og streita Reykingar, depurð og streita tengjast sterkum böndum hjá mörg- um. Öll göngum við í gegnum dep- urð og stress með ákveðnu millibili. Minningin um „þægindin“ sem fylgdu því að reykja verður stund- um til þess að við látum glepjast til að reykja þegar depurð og erfið- leikar sækja að. Blekkingin Höfum það hugfast að minningin um „þægindin“ sem fylgdu því að reykja er blekking. Það var óþægi- legt að vera með hálftóm nikótín- viðtæki og þessi óþægindi hurfu þegar við önduðum að okkur nikó- tínmettuðum reyk. Það var gott að losna við fráhvarfseinkennin. Endi- lega ekki festast í þeim aftur. Aðstoð Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Í síma 800- 4040 er hægt að bóka ókeypis sam- tal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. Gleðilegt nýtt ár og gangi ykkur vel. Reyklaust nýtt ár Ásgeir R. Helgason » Það er blekking að það sé gott að reykja. Það sem er gott er að losna við frá- hvarfseinkennin sem hverfa þegar reykt er. Ásgeir R. Helgason Höfundur er dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameins- félaginu. asgeir@krabb.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.