Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO
KOMIN Í BÍÓ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
N Ý T T ÆV IN T Ý R I Ú R HE IM INUM
71%
REEL VIEWS EMPIRE AV CLUBNEW york post indie wire
entertainmentweekly the atlantic chicaco sun-times the playlist
Ljunggren og Skúli héldu útgáfutónleika í Mengi
Nýverið kom út hljómplatan
Floreana með leik sænska tón-
listarmannsins Gustafs Ljunggrens
og bassaleikarans Skúla Sverris-
sonar. Á plötunni eru lög eftir Ljung-
gren og var hún hljóðrituð bæði á
Seltjarnarnesi og í Kaupmannahöfn.
Í fyrrakvöld héldu þeir félagar vel
lukkaða útgáfutónleika í Mengi.
Lagasmíðarnar eru á plötunni sagð-
ar ótrúlega tærar og skýrar, „með
sterkri skandinavískri skírskotun“.
Morgunblaðið/Hákon
Tónlistarmennirnir Gustaf Ljunggren og Skúli Sverrisson léku tónlistina af nýrri plötu sinni, Floreana.
Gestir Sóley Stefánsdóttir og Héðinn Finnsson voru
meðal gesta sem nutu leiks dúettsins í Mengi.
Viðstödd Myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir.Mætti Kristín Björk Kristjánsdóttir, Kíra Kíra.
Starfsmenn Fornleifastofun-
ar Ísraels vinna þessa dagana
hörðum höndum við uppgröft í
Muraba’at-hellinum í Judea-eyði-
mörkinni nærri Dauðahafinu.
Fyrir um sjötíu árum fundust
þar hin fornu og merku handrit
sem kennd eru við Dauðahafið
og eru talin hafa verið rituð
fyrir um 2.100 til 2.400 árum.
Markmið uppgraftarins nú er
að sjá hvort finna megi fleiri slík
handrit eða gripi frá þeim tíma
en þegar hellirinn fannst árið
1951 var hann ekki fullkannaður.
Þá fundust í honum um 180 skjöl
skrifuð á papýrus en í þeim er til
að mynda að finna nafn Shimons
Bar Kochba, sem leiddi á sínum
tíma uppreisn gegn Rómverjum.
Leita fleiri handrita
nærri Dauðahafinu
AFP/Menahem Kahana
Uppgröftur Fornleifafræðingar að störfum í Muraba’at-hellinum.
Plata Bjarkar Guðmundsdóttur
Fossora var valin plata ársins af
tónlistargagnrýnendumMorgun-
blaðsins, en hún hefur einnig
ratað ofarlega á lista fjölmiðla
víða um heim. Til dæmis skipar
platan 8. sætið á lista New York
Times yfir bestu plötur ársins og
12. sætið á lista Pitchfork yfir 50
bestu plötur ársins.
Hún er svo í 3. sæti yfir 10 bestu
raftónlistarplötur ársins hjá vef-
miðlinum Stereogum, á lista yfir
11 bestu tilraunakenndu plötur
ársins að mati NPR útvarpsstöðv-
arinnar og skipar 8. sætið af 50
bestu plötum ársins 2022 hjá tón-
listartímaritinu virta, TheWire.
Platan var einnig í 5. sæti hjá
The Line of Best Fit, 46. sæti á
lista NME yfir 50 bestu plötur
ársins, 32. sæti hjá Clash, 35.
sæti hjá dagblaðinu The Guar-
dian, 46. hjá Uncut og 94. hjá
Mojo og einnig á listum hjá Paste
Magazine, Slant Magazine, The
Skinny, The Atlantic, Far Out
Magazine, Treblezine, Our Cult-
ure og Vulture.
Lög af plötunni og tónlistar-
myndbönd hafa líka víða ratað
á lista yfir lög og/eða tónlistar-
myndbönd ársins.
Plata Bjarkar víða ofarlega á árlistum
Uppgjör Plata Bjarkar, Fossora, er á
mörgum listum ytra yfir plötur ársins.