Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 26
ÍÞRÓTTIR26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Grindavík: Grindavík – Þór Þ................. 18.15
Smárinn: Breiðablik – Haukar.............. 20.15
Subway-deild karla
Tindastóll – Valur.......................... (frl.) 78:84
Stjarnan – KR ......................................... 99:88
ÍR – Höttur ............................................... 65:75
Njarðvík – Keflavík .............................. 114:103
Staðan:
Valur 11 9 2 957:901 18
Keflavík 11 8 3 1033:964 16
Breiðablik 10 7 3 997:973 14
Njarðvík 11 7 4 1005:908 14
Haukar 10 6 4 856:832 12
Tindastóll 11 6 5 949:890 12
Stjarnan 11 5 6 973:982 10
Grindavík 10 5 5 824:881 10
Höttur 11 5 6 908:889 10
ÍR 11 3 8 876:963 6
Þór Þ. 10 2 8 979:1010 4
KR 11 1 10 975:1139 2
Subway-deild kvenna
Valur – Njarðvík ...................................... 83:61
Staðan:
Keflavík 14 13 1 1159:943 26
Haukar 14 12 2 1109:895 24
Valur 14 11 3 1131:952 22
Njarðvík 14 8 6 1121:1082 16
Grindavík 14 5 9 1058:1053 10
Fjölnir 14 4 10 1012:1150 8
Breiðablik 14 3 11 898:1127 6
ÍR 14 0 14 864:1150 0
Spánn
B-deild:
Alicante – Ourense .............................. 84:80
Ægir Már Steinarsson tók 2 fráköst og átti
2 stoðsendingar á 10mínútummeðAlicante.
Andorra – Oviedo ................................. 79:60
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 2
stig á 12 mínútum með Oviedo.
Þýskaland
B-deild:
Dresden – Münster ................ (frl.) 103:102
Hilmar Pétursson skoraði 21 stig fyrir Mün-
ster, átti 6 stoðsendingar og tók 6 fráköst á
34 mínútum.
NBA-deildin
Detroit – Orlando .................................. 121:101
Washington – Phoenix......................... 127:102
Atlanta – Brooklyn.............................. 107:108
Miami – LA Lakers ................................ 112:98
Chicago – Milwaukee................... (frl.) 119:113
New Orleans – Minnesota.................... 119:118
Golden State – Utah ............................ 112:107
Sacramento – Denver.......................... 127:126
Svíþjóð
Hallby – Skövde..................................... 29:29
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 5
mörk fyrir Skövde.
Lugi – Sävehof ....................................... 29:30
Tryggvi Þórisson skoraði 2 mörk fyrir
Sävehof.
Västerås – Skara ................................... 26:21
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði 3 mörk fyr-
ir Skara, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1
en Ásdís Guðmundsdóttir ekkert.
Vináttulandsleikir karla
Túnis – Brasilía........................................ 29:24
Alsír – Rúmenía....................................... 25:33
Lettland – Tékkland ............................... 24:34
Póllland – Suður-Kórea.......................... 31:27
Egyptaland – Slóvakía............................ 33:29
Króatía – Ítalía........................................ 40:26
Tyrkland
Besiktas – Adana Demirspor ................. 1:0
Birkir Bjarnason var allan tímann á vara-
mannabekk Adana Demirspor.
Alanyaspor – Kayserispor ...................... 3:1
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Alanya-
spor og lagði upp annað mark liðsins.
England
B-deild:
QPR – Luton................................................. 0:3
Blackburn – Middlesbrough....................... 1:2
Coventry – Cardiff...................................... 0:0
Huddersfield – Rotherham........................ 2:0
Millwall – Bristol City................................ 0:0
Wigan – Sunderland .................................... 1:4
WBA – Preston............................................ 2:0
Blackpool – Sheffield United...................... 1:2
Staða efstu liða:
Burnley 24 14 8 2 49:24 50
Sheffield Utd 25 15 5 5 43:22 50
Blackburn 25 13 0 12 29:30 39
Sunderland 25 10 7 8 37:28 37
Watford 24 10 7 7 30:24 37
Grikkland
Panathinaikos – OFI Krít......................... 1:1
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leik-
inn með Panathinaikos sem er með fjögurra
stiga forystu á toppnum.
Guðmundur Þórarinsson var ekki í leik-
mannahópi OFI.
Njarðvíkingar skutu granna sína
í Keflavík af toppi úrvalsdeildar
karla í körfuknattleik í gærkvöld
með sannfærandi sigri á þeim í
Ljónagryfjunni, 114:103.
Njarðvíkingar eru nú tveimur
stigum á eftir Keflvíkingum sem
hins vegar urðu að gefa eftir
toppsæti deildarinnar með þessum
ósigri. Þeir sitja þó áfram í fjórða
sætinu, á eftir Breiðabliki.
Njarðvík var með yfirhöndina
allan leikinn eftir að hafa náð
ótrúlegri forystu í fyrsta leikhluta,
40:18. Keflvíkingar náðu að minnka
muninn í sjö stig undir lokin.
Dedrick Deon Basile átti
stórleik en hann skoraði 29 stig
fyrir Njarðvíkinga og átti 16
stoðsendingar. Logi Gunnarsson
skoraði 23 stig og Jose Nacho
Martin 22. Hjá Keflavík var Dom-
inykas Milka með 23 stig og Valur
Orri Valsson skoraði 17.
Valsmenn eru einir á toppnum,
tveimur stigum á undan Keflvík-
ingum, en þeir sigruðu Tindastól í
hörkuspennandi og framlengdum
leik á Sauðárkróki, 84:78. Þessi
lið léku einmitt til úrslita um
meistaratitilinn þar sem Valsmenn
höfðu betur.
Pablo Cesar Bertone skoraði 21
stig fyrir Val, Kári Jónsson 13 og
Ozren Pavlovic 12. Antonio Woods
skoraði 23 stig fyrir Tindastól og
Pétur Rúnar Birgisson 14.
Staða KR-inga á botni deildar-
innar versnar með hverjum
leik. Þeir töpuðu sínum sjöunda
leik í röð í gærkvöld, 99:88 gegn
Stjörnunni í Garðabæ, og hafa
tapað tíu af ellefu leikjum sínum í
fyrri umferð deildarinnar.
KR situr því eitt og yfirgefið á
botni deildarinnar með aðeins 2
stig og á því fyrir höndum erfiða
fallbaráttu í seinni umferðinni eftir
áramótin. Þeim til happs töpuðu
ÍR-ingar líka í gærkvöld en þeir
eru tveimur sætum fyrir ofan Vest-
urbæinga í tíunda sætinu.
Stjarnan lagaði hins vegar stöðu
sína í baráttunni um áttunda sætið
og keppnisréttinn í úrslitakeppn-
inni.
Robert Turner skoraði 34 stig
fyrir Stjörnuna og Arnþór Freyr
Guðmundsson 21. Elbert Matthews
skoraði 31 stig fyrir KR og Aapeli
Alanen skoraði 17.
Nýliðar Hattar gerðu góða ferð
til Reykjavíkur en þeir spyrntu sér
vel frá fallsvæði deildarinnar með
því að sigra ÍR-inga í Skógarseli,
75:65.
ÍR var með sex stiga forystu eftir
þriðja leikhluta en skoraði aðeins
sex stig í þeim fjórða og austan-
menn sigldu örugglega fram úr
þeim á lokakaflanum.
Hattarmenn geta því horft fram
á veginn og eru í góðri stöðu til
að berjast um að komast í fyrsta
skipti í átta liða úrslitakeppnina.
Timothy Guers skoraði 13 stig
fyrir Hött og Nemanja Knezevic 12.
Taylor Johns skoraði 14 stig fyrir
ÍR og Sigvaldi Eggertsson 12.
Sannfærandi Njarðvíkingar
lValsmenn efstir í úrvalsdeildinni eftir sigur á SauðárkrókilEnn tapa KR-ingar
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
ATKVÆÐATÖLURNAR Í KJÖRINU Á ÍÞRÓTTAMANNI ÁRSINS
1. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur, Magdeburg (Þýskalandi)............................... 615
2. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna, Bayern München (Þýskalandi) ..................... 276
3. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur, Magdeburg (Þýskalandi) ....................... 273
4. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar ............... 172
5. Anton Sveinn McKee, sund, Sundfélagi Hafnarfjarðar ................................................. 164
6. Sandra Sigurðardóttir, knattspyrna, Val........................................................................ 136
7. Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur, Rytas (Litháen)................................................ 85
8. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar, ÍA ........................................................................... 73
9. Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur, Zaragoza (Spáni) ......................................... 65
10.-11. Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir, FH ..................................................................... 62
10.-11. Viktor Gísli Hallgrímsson, handknattleikur, Nantes (Frakklandi)........................... 62
12. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna,Wolfsburg (Þýskalandi).................................. 50
13-14. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf, Golfklúbbi Reykjavíkur ...................................... 43
13-14. Snorri Einarsson, skíðaganga, Skíðafélaginu Ulli .................................................... 43
15. Bjarki Már Elísson, handknattleikur, Veszprém (Ungverjalandi) .................................. 30
16. Hákon Arnar Haraldsson, knattspyrna, FC Köbenhavn (Danmörku) ........................... 26
17. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna,West Ham (Englandi)............................................ 24
18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir, ÍR ......................................................................... 19
19.-20. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar, Breiðabliki ................................................ 9
19.-20. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar, Gerplu ............................................................... 9
21. Thelma Björg Björnsdóttir, sund fatlaðra, ÍFR................................................................. 6
22.-24. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar, Lyftingafélagi Reykjavíkur.......... 5
22.-24. Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut, Fjölni ........................................................... 5
22.-24. Hilmar Snær Örvarsson, skíði fatlaðra, Víkingi Reykjavík ........................................ 5
25. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna, Burnley (Englandi) ...................................... 3
26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar, Gerplu ......................................................................... 2
27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf, Golfklúbbnum Keili ..................................................... 1
ATKVÆÐATÖLURNAR Í KJÖRINU Á ÞJÁLFARA ÁRSINS
1. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik ........................ 138
2. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik.................................. 82
3.-4. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu ..................... 23
3-4. Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik.......... 23
5. Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu .................................................... 7
6. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik............................. 4
7.-8. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfuknattleik.................................... 1
7.-8. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu ........................ 1
ATKVÆÐATÖLURNAR Í KJÖRINU Á LIÐI ÁRSINS
1. Valur, meistaraflokkur karla í handknattleik ................................................................. 111
2. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik........................................................................ 85
3. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu........................................................................ 19
4.-5. Breiðablik, meistaraflokkur karla í knattspyrnu ....................................................... 16
4.-5. Valur, meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu ............................................................ 16
6. Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik ........................................................................ 14
7. Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ..................................................................... 11
8. Njarðvík, meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik .......................................................... 7
kom fram. Mesti munur áður var
244 stig sem skildu að Söru Björk og
Martin Hermannsson árið 2020.
Þá er þetta aðeins í þriðja sinn
í sögu kjörsins sem íþróttamaður
ársins fær meira en helmingi fleiri at-
kvæði en sá sem hafnaði í öðru sæti.
Ólafur Stefánsson átti í hlut í fyrri
tvö skiptin. Ólafur fékk 410 stig gegn
183 hjá Erni Arnarsyni árið 2002 og
hann fékk 380 stig gegn 187 stigum
Eiðs Smára Guðjohnsens árið 2009.
Stigatala í kjörinu er breytileg
frá ári til árs en hún ræðst af fjölda
félagsmanna í Samtökum íþrótta-
fréttamanna. Þeir voru 31 talsins í ár
og greiddu allir atkvæði.
Einstaklega gott ár
Ómar Ingi, sem er 25 ára gamall,
átti einstaklega gott ár, bæði
með Magdeburg í Þýskalandi og
íslenska landsliðinu. Hann varð
þýskur meistari með Magdeburg
og var kjörinn besti leikmaðurinn í
Þýskalandi tímabilið 2021-22 ásamt
því að hann varð næstmarkahæstur
í þýsku 1. deildinni og þriðji hæstur
í stoðsendingum. Ómar vann jafn-
framt heimsmeistaramót félagsliða
með Magdeburg í haust.
Á yfirstandandi tímabili hefur
Ómar farið á kostum í fjölmörg-
um leikjumMagdeburg og er sem
stendur sjötti markahæstur í þýsku
deildinni og níundi í stoðsendingum
þrátt fyrir að hafa leikið tveimur til
þremur leikjumminna en keppi-
nautarnir á þeim listum.
Þá er Ómar í fjórða sæti yfir
markahæstu leikmenn Meistara-
deildar Evrópu á þessu tímabili og
missti þó af tveimur leikja Mag-
deburg fyrir jól.
Ómar var í lykilhlutverki í íslenska
landsliðinu sem kom nokkuð á óvart
á Evrópumótinu í Ungverjalandi í
janúar og hafnaði í sjötta sæti. Ómar
varð markakóngur mótsins með 59
mörk og er annar Íslendingurinn í
sögunni, á eftir Ólafi Stefánssyni, til
að verða markakóngur EM.
Fjórtándi titill handboltans
Með þessu kjöri hefur handbolta-
fólk fjórtán sinnum hreppt þennan
eftirsótta titil, íþróttamaður ársins,
frá því kjörið fór fyrst fram árið 1956.
Aðeins frjálsíþróttafólk hefur oftar
fengið hann, eða í 21 skipti.
Ómar er þó aðeins annar hand-
knattleiksmaðurinn sem er kjörinn
íþróttamaður ársins oftar en einu
sinni. Ólafur Stefánsson var kjörinn
fjórum sinnum, 2002, 2003, 2008 og
2009. Hin eru Sigríður Sigurðardótt-
ir (1964), Geir Hallsteinsson (1968),
Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gísla-
son (1989), Geir Sveinsson (1997),
Guðjón Valur Sigurðsson (2006),
Alexander Petersson (2010) og Aron
Pálmarsson (2012).
Þórir sigraði aftur
Þórir Hergeirsson handknattleiks-
þjálfari var útnefndur þjálfari ársins
2022 í kjöri Samtaka íþróttafrétta-
manna en kjör þjálfara ársins fór nú
fram í ellefta skipti samhliða kjörinu
á íþróttamanni ársins.
Ómar Ingi vann stærsta
sigurinn í sögu kjörsins
á íþróttamanni ársins
lFékk 615 stig af 620mögulegumog 339meira enGlódís semvarð önnur
Handknattleiksmaðurinn Ómar
Ingi Magnússon frá Selfossi varð í
gærkvöld sjöundi íþróttamaðurinn í
sögunni til að vera kjörinn íþrótta-
maður ársins af Samtökum íþrótta-
fréttamanna tvö ár í röð.
Vilhjálmur Einarsson var kjörinn
íþróttamaður ársins bæði þrisvar
og tvisvar í röð á árunum 1956 til
1961. Hreinn Halldórsson, Jón Arnar
Magnússon, Örn Arnarson, Ólafur
Stefánsson (tvisvar) og Eiður Smári
Guðjohnsen eru þeir sem áður hafa
verið kjörnir tvö ár í röð.
Ómar vann yfirburðasigur í kjör-
inu, hlaut 615 atkvæði af 620 mögu-
legum en hann var í efsta sæti hjá 30
íþróttafréttamönnum og í öðru sæti
hjá einum í kosningunni, en gefin eru
20, 15 og 10 stig fyrir þrjú efstu sætin
og síðan frá sjö stigum niður í eitt
fyrir hin sætin á atkvæðaseðlinum.
Glódís og Gísli í sérflokki
Glódís Perla Viggósdóttir, knatt-
spyrnukona hjá Bayern München,
varð önnur í kjörinu, 339 stigum á
eftir Ómari, en þremur stigum á
undan handknattleiksmanninum
Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, sam-
herja Ómars hjá Magdeburg, sem
hafnaði í þriðja sæti.
Þau Glódís og Gísli voru í nokkrum
sérflokki í öðru og þriðja sætinu en
heildarstigatölu kjörins má sjá hér
til hliðar.
Gísli Þorgeir fetar nú í fótspor föð-
ur síns, Kristjáns Arasonar, sem var
níu sinnum í hópi tíu efstu í kjörinu
og hafnaði tvisvar í öðru sæti og einu
sinni í þriðja sæti.
Langmesti munurinn
Sigur Ómars Inga er sá stærsti
í sögu kjörsins. Hann setur nýtt
stigamet, fékk 615 stig, en áður fékk
Sara Björk Gunnarsdóttir 600 stig
árið 2020.
Enginn hefur áður unnið með jafn-
miklummun, Ómar var 339 stigum
á undan Glódísi Perlu eins og áður
ÍÞRÓTTAMAÐUR
ÁRSINS
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is