Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 1
INNRÁSIN MISTEKIST HERFILEGA STRÍÐ Í ÚKRAÍNU 14 ELJA Í HÖRPU Í KVÖLD GRÆSKULAUS GLEÐI 28 ÞURFTI AÐ SETJA BLÝ Í HNAKKINN GUÐRÚN SJÖTUG 24 • Stofnað 1913 • 306. tölublað • 110. árgangur • FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegs árs með þökk fyrir viðskiptin. Gleðilegt nýtt ár! Lögregla fær að nota rafvarnarvopn „Jón Gunnars- son dóms- málaráðherra hefur ákveðið að heimila lögreglu að hefja undirbún- ing að því að taka í notkun rafvarnarvopn. Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherra í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áður en lög- reglumönnum verði leyft að bera rafvarnarvopn muni þeir ljúka tilhlýðilegri þjálfun. Þá verði settar ítarlegar verklagsreglur um beitingu vopnanna. Jón telur að vopnin verði árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu. Ólafur Örn Bragason, for- stöðumaður Menntaseturs lögreglunnar og fulltrúi í fram- kvæmdastjórn Embættis ríkis- lögreglustjóra, segir að miðað við að reglunum verði breytt núna og allt gangi að óskum gæti liðið allt að hálft ár áður en íslenskir lögreglumenn fara að nota raf- varnarvopn, gangi útboð um kaup á vopnunum greiðlega. Því getur verið að fyrstu rafvarnarvopnin verði tekin í notkun eftir næstu páska.» 10 & 15 Jón Gunnarsson Stærsti sigurinn í 67 ára sögu kjörsins á íþróttamanni ársins Ómar vannmeð yfirburðum Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnús- son var í gærkvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2022 af Samtökum íþróttafréttamanna og hlaut þar með þennan eftirsótta titil annað árið í röð. Ómar vann kjörið með mestu yfirburðum í 67 ára sögu þess en hann hlaut 615 stig af 620 mögulegum og fékk 339 stigum meira en knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir sem hafnaði í öðru sæti. Í þriðja sæti varð síðan Gísli Þorgeir Kristjánsson handknattleiks- maður, samherji Ómars Inga hjá Magdeburg í Þýskalandi. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvenna- landsliðsins í handknattleik, var kjörinn þjálf- ari ársins og karlalið Vals í handknattleik var kjörið lið ársins 2022.» 26-27 Morgunblaðið/Hákon Úrvinnslugjald hækkar um áramót „Hækkanir verða um áramótin á úrvinnslugjaldi sem lagt er á inn- fluttar vörur við tollafgreiðslu og á innlenda framleiðslu og auk þess verður gjaldið lagt á fleiri vöru- flokka en áður. Breytingarnar eru liður í innleiðingu hringrásarhag- kerfis. Í sumum tilvikum tekur breytingin gildi 1. mars nk. Gjald á umbúðir úr plasti hækkar úr 30 kr./ kg í 82 kr./kg og úr pappír og pappa úr 22 kr./kg í 42 kr./kg. Þá verður frá og með áramótum lagt 15 þúsund króna úrvinnslugjald á ökutæki við nýskráningu hvers ökutækis óháð orkugjafa og lagt verður úrvinnslugjald, alls 27 krónur, á kíló af blautþurrkum, tóbaksvörum með filterum, blöðrur og fleiri einnota plastvörur svo dæmi séu tekin. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir í samtali við Morgunblaðið að verið sé að innleiða Evrópuregluverk, sem hafi ekki enn tekið gildi, og sé Ís- land í raun tveimur árum á undan öðrum Evrópuþjóðum að innleiða breytingarnar. » 6 Pelé er látinn „Brasilíumaðurinn Pelé, sem jafnan er talinn einn af fræknustu knattspyrnumönnum sögunnar, lést í gær, 82 ára að aldri. Pelé varð þrisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu, 1958, 1962 og 1970. Hann skoraði 1.281 mark í alls 1.363 leikjum á glæstum ferli. Hann heimsótti Ísland árið 1991 og hitti unga knattspyrnuiðkendur víða um land. Pelé Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má ætla að núverandi eigendur Ísfélagsins muni eiga um 2/3 hluta í sameiginlegu félagi á móti núverandi eigendum Ramma. Heildaraflahlutdeild sameinaðs félags verður tæplega 8% af úthlutuðu aflamarki. Samanlögð velta félaganna var um 28 millj- arðar króna á árinu 2021. Aðspurður segir Einar Sigurðsson, stjórn- armaður í Ísfélaginu, að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað á undanförnum mánuðum. Hann segir að niðurstaðan hafi verið sú að farsælt væri að sameina félögin. Þá segir Ein- ar að skrá eigi félagið á hlutabréfamarkað. Farsælt að sameina félögin lSamruni Ísfélagsins og Ramma ákveðinn Gísli Freyr Valdórsson Þóroddur Bjarnason Ísfélagið og Rammi sameinast » 12 Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Handtak Ólafur Marteinsson og Einar Sig- urðsson handsala sameininguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.