Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
Frásagnir manna og
kvenna af ævi sinni
verða stundum
ómerkilegar, sér í lagi
þegar sögumaður hef-
ur ekki frá neinu að
segja, enda lifað við-
burðasnauðri ævi.
Það kemur fyrir að
ég fletti upp atriðum
þar sem ég var við-
staddur eða átti hlut að
máli, og kanna frásögnina. Því mið-
ur er algengt að frásögnin komi alls
ekki heim og saman við það sem ég
sá og heyrði. Eitt sinn las ég frá-
sögn af ferðalagi, sem ég fór með
öðru fólki. Gististaður, sem nefndur
er í frásögninni, er ekki til og það
var alls ekki gist í þeirri borg, sem
nefnd var í ævisögunni!
Því hef ég nokkra vantrú á ævi-
sögum, sem skrifaðar eru sem frá-
sögn, án gagnaöflunar.
Lifað með öldinni
Nú ber svo við að út hefur komið
ævisaga manns og aldar, sem hann
hefur lifað. Sjálfur kallar Jóhannes
skrif sín endurminningar því sjálfs-
ævisögur verða oft „…annaðhvort
hégómlegar afrekaskrár eða per-
sónulegar afhjúpanir“. Helming
þessarar aldar hef ég einnig lifað.
Þannig minnist ég þess að fyrir
rúmum 60 árum tók ég mína fyrstu
rimmu stjórnmála vegna efnahags-
aðgerðar Seðlabankans í ágúst 1961.
Ég er enn stoltur af minni fram-
göngu.
Það var gengisfelling krónunnar,
sem í raun var miklu sögulegri en ég
gerði mér grein fyrir þá. Seðlabanki
Íslands hafði nýlega tekið til starfa
samkvæmt nýrri löggjöf.
Þá hafði Seðlabankinn ekki heim-
ild til að ákvarða gengi krónunnar,
sú ákvörðun skyldi gerð með lögum.
Með því að Alþingi sat ekki bar
brýna nauðsyn til að færa Seðla-
banka Íslands heimild til geng-
isákvörðunar með bráðabirgðalög-
um.
Það er mjög dýrmætt að fá að
lesa frá eigin hendi frásögn dr. Jó-
hannesar Nordal af þeirri hálfu öld,
sem ég lifði, horfði og hlustaði á. Og
einnig hinu, sem ég hef lesið um.
„Lifað með öldinni“
er skrifað á skýru og
tilgerðarlausu máli,
eins og greinar og ræð-
ur þess sem lifði með
öldinni. Stundum verð-
ur sú frásögn drep-
fyndin, án þess að höf-
undur hafi ætlað sér
það. Þannig segir Jó-
hannes um vin sinn;
„Pétur Benediktsson
virtist mér alla tíð
þrekmikill og úthalds-
góður, þótt hann legði
ekki sérstaka stund á heilbrigt líf-
erni og líkamsrækt.“
Frásögnin af því þegar Jóhannes
hittir Pétur fyrsta sinni, 19 ára stúd-
ent en Pétur 36 ára sendiherra og
heimsmaður, er ótrúleg. Eitt hand-
tak og þeir urðu einlægir vinir, og
síðar samstarfsmenn, á meðan báðir
lifðu.
Í Landsbankann
og efnahagsráðgjöf
Jóhannes kemur að ónumdu landi
í Landsbankanum. Enginn hafði þá
gegnt starfi hagfræðings bankans í
fjögur ár en Jóhannes hafði samið
ársskýrslur bankans í þrjú ár.
Jóhannes nær trausti eins af
bankastjórum Landsbankans, þess
sem telur að lausn á rafmagnsleysi
sé að hækka verð á rafmagni, þá
noti fólk minna rafmagn. Það varð
síðan hlutskipti Jóhannesar að hafa
forgöngu um meiri rafmagnsfram-
leiðslu en nokkurn hafði órað fyrir.
Nú skilar sú rafmagnsframleiðsla
drjúgum arði í ríkissjóð.
Það er umhugsunarefni hvernig
fólk nær áhrifum. Ég tel að áhrif Jó-
hannesar á umhverfi sitt liggi í
íhygli hans og skýrleika, einnig því
hvernig hann setur mál sitt fram á
fundum. Á starfstíma hans í banka-
kerfinu stóð enginn honum á sporði.
Það er einnig mjög eftirtektar-
verð frásögn af því þegar Jóhannes
er settur bankastjóri en tekur að sér
að ræða erfitt skuldamál, sem var
sem heit kartafla en það voru
skuldamál Kveldúlfs sem virðast
hafa legið í dvala og enginn getað
tekið á þeim fyrr en Jóhannes fer til
fundar við Ólaf Thors á heimili hans.
Virðist sem samskipti þeirra hafi
ekki verið mikil áður.
Innan við ári síðar er Jóhannes
orðinn annar tveggja efnahagsráðu-
nauta, í óbilandi trausti fyrrverandi
forstjóra Kveldúlfs sem orðinn er
forsætisráðherra í fimmta sinni.
Helmingaskiptaregla
Svo virðst sem helminga-
skiptaregla Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hafi verið tekin
upp um 1930. Kveldúlfur hafði sinn
bankastjóra og Sambandið sinn
bankastjóra. Að skuldaskilum
beggja kom, þó á mismunandi tíma.
Dekrið dugði ekki til eilífs lífs.
Hægri krati og vinstri krati
Svo virðist sem Jóhannes komi
fullskapaður til áhrifa eftir sam-
skipti við Gylfa Þ. Gíslason, í bók-
færslunámi í menntaskóla. Bók-
færslan þótti Jóhannesi ekki flókin
fræði.
Jóhannes virðist vera hægri krati
þegar Gylfi var vinstri krati. Gylfi
virðist hafa færst nær nemanda sín-
um. Aldrei kemur fram í bókinni
hvaða stjórnmálaflokk Jóhannes
hefur stutt. Þó sást hann eitt sinn á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins, í
fylgd Ólafar dóttur sinnar, en hún
var ótrúlega lík honum.
Þegar dómsmálaráðherrann er
óánægður með að hans málaflokkur
sitji á hakanum vegna forgangs
efnahagsmála, þá kemur að því að
ráðherrann verður forsætisráð-
herra og leggur sig eftir ráðum
efnahagsráðunautarins, og aldrei
ósáttur.
Sýn á efnahagsmál
Svo virðist sem sýn Jóhannesar á
efnahagsmál hafi verið með öllu ólík
því sem framkvæmt var á Íslandi,
a.m.k. á tímabilinu um 1930-1960.
Sýnin virðist mótast af tvennu:
frjálslyndi og víðsýni ungs manns
sem hafði kynnt sér ýmis grundvall-
arrit frjálslyndra hagfræðinga.
Öll nálgun við vandamál hér á
landi, allar götu frá 1930, byggðist á
að handstýra öllu mannlegu eðli
með tollum, gjöldum og hvers kyns
hömlum, þegar einföld verðmyndun
og frjáls viðskipti við önnur lönd
skiluðu mjög skilvirkum árangri.
Verkefni Viðreisnarstjórnarinnar
var að leggja grunn að frjálsri verð-
myndun og frjálsum viðskiptum.
Þetta verkefni stóð með hléum allan
viðreisnartímann og raunar allt til
1993 þegar Ísland gekk í EES.
Áhrif Jóhannesar
Í „Lifað með öldinni“ koma fram
mjög mikil áhrif manns, sem aldrei
var kosinn pólitískri kosningu, en
nánast allir stjórnmálamenn
treystu. Þessum áhrifum fylgdu af-
köst. Afköstin verða aðeins skýrð
með því að Jóhannes virðist alltaf
hafa haft burði til að afmarka hvert
verkefni og lagt fyrir aðra að vinna
gögn, sem lögð voru til úrlausnar.
Öll gögn bárust síðan Ágústu
Johnson, ritara Jóhannesar, en hún
vissi hvernig Jóhannes vildi hafa
mál, sem voru lögð fyrir til ákvörð-
unar.
Einn veit ég, sem var nokkuð
verkkvíðinn, en vann með Jóhannesi
að einu verkefni í 30 ár. Sá var
verkkvíðinn við úrlausn annarra
verkefna og skrifa, en aldrei kveið
hann þeim vikum á ári hverju, sem
þeir Jóhannes unnu saman.
Sjálfstæði Seðlabankans
Það eru atriði, sem ég sakna í
„Lifað með öldinni“ að bankastjór-
inn fjallar ekki nægjanlega mikið
um sjálfstæði seðlabanka. Sér í lagi
þegar kom að gengisákvörðunum og
vaxtaákvörðunum. Í raun getur einn
og sami aðili vart haft á einni hendi
vaxtaákvörðun og gengisákvörðun.
Við gengisfellingar, sem komu
eins og jarðskjálfti inn í þjóðlíf,
fylgdi ávallt sami texti: „að höfðu
samráði við ríkisstjórnina“. Afstaða
bankastjórans til sjálfstæðis seðla-
banka kemur alls ekki nægjanlega
fram í bókinni.
Samferðamenn
Jóhannes er spar á að gefa sam-
ferðamönnum sínum einkunnir og
hallar ekki illu orði til nokkurs
manns. Stundum er þó hægt að lesa
á milli lína hvað honum finnst um
samferðamenn sína. Eins og þegar
hann segir „Dugnaður og sveigj-
anleiki Steingríms í skoðunum áttu
mestan þátt í því, hve vel honum
tókst að tryggja gott samstarf inn-
an þeirra ríkisstjórna sem hann
stýrði.“ Sveigjanleiki = Tækifær-
ismennska?
Jóhannes og Davíð
Dr. Jóhannes Nordal og Davíð
Oddsson, fyrrverandi forsætisráð-
herra, eru tveir ólíkir menn, en falla
þó vel saman. Eitt eiga þeir sameig-
inlegt og það er að þeir réðu miklu
um þjóðarhag í áratugi. Og náðu að
vinna saman þó fjórðungur aldar
stæði á milli. Um Davíð segir Jó-
hannes, eftir að hafa fjallað um
samstarf þeirra í Landsvirkjun: „Á
þeim vettvangi minnist ég þess hve
hreinskiptinn hann ætíð var og mik-
ill málafylgjumaður, en um leið lag-
inn við að vinna sjónarmiðum sínum
fylgi. Þá er ekki minnst um vert hve
skemmtilegur hann var í samstarfi
og gat líkt og Ólafur Thors breytt
stemmingu á fundum á einu and-
artaki með hnyttnum tilsvörum.“
Báðir hafa þeir náð áhrifum, ann-
ar með alvarleika en hinn með
hnyttnina að vopni, auk annarra
eiginleika. Svarið við því hvernig
fólk verður áhrifafólk liggur ekki í
augum uppi.
Áhrifasaga
Saga Jóhannesar Nordal er
áhrifasaga 20. aldarinnar. Ungi
maðurinn, sem fór frá Mennta-
skólanum í Reykjavík í hlutverki in-
spectors árgangsins fyrir lýðveld-
isstofnun og kom frá námi í árdaga
lýðveldis. Taldi hann margt vera á
annan veg en kennslubækur lýstu.
Með starfi sínu og meðfram í
greinaskrifum kom hann skoðunum
sínu á framfæri og vann þeim fylgi.
Að lokum stendur Ísland sem nokk-
uð frjálslynt land í efnahagsmálum,
með frjáls viðskipti við aðrar þjóðir.
Ég held, eftir lesturinn, að sögu-
maður hafi haft orð skáldsins Tóm-
asar Guðmundssonar í ljóði hans
„Skólaminni“ að leiðarljósi.
Og enginn fær til æðri tignar hafist
né öðlast dýrri rétt en þann
að geta vænst af sjálfum sér og krafist
að saga landsins blessi hann.
Vilhjálmur
Bjarnason »Ég tel að áhrif Jó-
hannesar á umhverfi
sitt liggi í íhygli hans og
skýrleika, einnig því
hvernig hann setur mál
sitt fram á fundum.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Ótrúleg öld
Ekki er orðum aukið
að segja að málefni
dómsmála-
ráðuneytisins séu um
margt flókin og við-
kvæm og eigi það öll
sammerkt að snerta
einstaklinga í okkar
samfélagi með beinum
hætti. Það er því mikil-
vægt að þessi kerfi
starfi á forsendum þess
að þjóna almenningi og
séu eins skilvirk og kostur er. Mál-
efnasvið ráðuneytisins hafa á þessu
ári verið til gagngerrar endurskoð-
unar í ráðuneytinu. Allt í þeim til-
gangi að tryggja betur réttindi borg-
aranna, bæta málshraða og auka
skilvirkni og hagkvæmni þannig að
takmarkaðir fjármunir nýtist betur.
Sameining 17 stofnana
Í þessum efnum hefur verið lagt
fram frumvarp um sameiningu níu
sýslumannsembætta í eitt embætti
með lögbundnar starfsstöðvar á sömu
stöðum og nú er. Meginmarkmið
sameiningar sýslumannsembættanna
er að bæta þjónustuna, þ.e. að efla
starfsemi embættanna með því að
stuðla að skilvirkari og notendamið-
aðri þjónustu, þannig að almenningur
geti nýtt hana óháð búsetu og stað-
setningu, hvar og hvenær sem er, eft-
ir því sem hentar best fólki hverju
sinni. Að mínu mati er sameining
þessara embætta for-
senda þess að hægt sé
að innleiða þá stafrænu
tækni og þjónustu sem
framtíðin ber í skauti
sér. Í þessum breyt-
ingum er haft að leið-
arljósi að styrkja
starfsstöðvar á lands-
byggðinni með fjölgun
verkefna og starfs-
manna.
Þá er komið í sam-
ráðsgátt áformaskjal
um sameiningu héraðs-
dómstólanna í einn dómstól með
sömu starfsstöðvar og nú er. Horft er
til þess að efla og styrkja sérstaklega
starfsstöðvar á landsbyggðinni með
nýjum verkefnum. Haldið verður
áfram að byggja á verkefninu um
réttarvörslugáttina og því að koma á
fót stafrænni meðferð dómsmála.
Með breyttu fyrirkomulagi héraðs-
dómstólanna má ná fram einfaldari
og skilvirkari stjórnsýslu. Þá munu
fjárframlög og mannauður dómstól-
anna nýtast betur og aukið hagræði
nást við meðferð dómsmála borg-
urunum til hagsbóta.
Bregðast þarf við
í útlendingamálum
Fyrir tíu árum var fjöldi umsækj-
enda um alþjóðlega vernd á Íslandi
ekki nema rétt rúmlega hundrað
manns en í ár verður fjöldinn um
fimm þúsund. Um árabil hefur Ísland
nú tekið á móti hlutfallslega fleiri um-
sækjendum um vernd en nágrannar
okkar annars staðar á Norður-
löndum. Samhliða því hefur kostn-
aðurinn við kerfið vaxið úr hundr-
uðum milljóna í milljarða og þaðan í á
annan tug milljarða á ársgrundvelli.
Komið hafa fram miklir veikleikar í
útlendingalöggjöfinni sem nauðsyn-
legt er að bregðast við og fyrir
þinginu liggur frumvarp sem ætlað er
að bæta löggjöfina, gera hana skil-
virkari og hraða málsmeðferðartíma
umsókna. Það stendur til að þing-
heimur afgreiði frumvarpið þegar
þing kemur aftur saman í janúar.
Löggæsla á tímamótum
Málefni lögreglu hafa verið fyrir-
ferðarmikil á árinu. Undirbúningur
er hafinn á skipulagsbreytingum til
að auka samstarf og nýta mannafla
betur þvert á lögregluumdæmi. Í því
sambandi er sérstaklega horft til þess
að efla fámennari lögregluembættin á
landsbyggðinni. Þá hafa farið fram
umfangsmiklar aðgerðir til að fjölga
menntuðum lögreglumönnum til að
efla viðbragðsgetu lögreglunnar og
takast á við áskoranir í nokkuð
breyttu samfélagi. Tengt því var lagt
fram frumvarp um breytingar á lög-
reglulögum sem snýr að því að skýra
betur heimildir lögreglu til eftirlits
þar sem grunur liggur fyrir um
skipulagða brotastarfsemi og hryðju-
verkaógn. Þá er lagt til í frumvarpinu
stóraukið eftirlit með störfum lög-
reglu.
Fátt er mikilvægara en að borg-
ararnir upplifi sig örugga í okkar
samfélagi. Lögreglan gegnir þar
lykilhlutverki, bæði í að koma í veg
fyrir brot og upplýsa um brot. Mikil-
vægt er einnig að saksókn og meðferð
mála fyrir dómi gangi hratt og örugg-
lega fyrir sig og að sakfelldir geti af-
plánað dóm innan eðlilegs tíma. Það
er til hagsbóta fyrir alla.
Átak hefur verið unnið í baráttunni
við kynferðisbrot. Réttarstaða brota-
þola hefur verið bætt með breyt-
ingum á lögum um meðferð saka-
mála. Þá var rannsókn kynferðis-
brota efld verulega á árinu með
fjölgun rannsóknarlögreglumanna
sem leitt hefur til þess að málsmeð-
ferðartími hefur styst. Á nýju ári
verður brotaþolum m.a. boðið upp á
sálfræðiaðstoð að loknum skýrslutök-
um.
Lögregla fær rafvarnarvopn
Til að lögregla geti tryggt öryggi
borgaranna þarf að efla hana og ör-
yggi lögreglumanna. Er þá horft
bæði til heimilda hennar til rann-
sókna og eftirlits og varnarbúnaðar
við störf sín, en öll valdbeiting getur
verið skaðleg, ekki síst lögreglu-
mönnum. Að vandlega íhuguðu máli
hef ég tekið ákvörðun um gera nauð-
synlegar reglugerðarbreytingar til
að heimila lögreglu að hefja innleið-
ingarferli að því er varðar notkun
rafvarnarvopna. Áður en lögreglu-
mönnum verður leyft að bera raf-
varnarvopn munu þeir ljúka tilhlýði-
legri þjálfun og þá verða settar
ítarlegar verklagsreglur um beitingu
rafvarnarvopna.
Rafvarnarvopn munu í mörgum
tilfellum nýtast við að leysa mál með
minni valdbeitingu og meira öryggi
fyrir lögreglumennina sjálfa og
minni hættu á skaða fyrir þann sem
þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðr-
um valdbeitingarúrræðum. Þá er
mjög mikilvægt að lögreglumenn
verði vel þjálfaðir í beitingu rafvarn-
arvopna og meðvitaðir um löggjöf og
reglur um valdbeitingu því alltaf er
hætta á skaða samfara valdbeitingu
og notkun valdbeitingartækja. Slys á
lögreglumönnum og öðrum eru of al-
geng, en skýrslur og reynsla er-
lendra lögregluembætta sýna að raf-
varnarvopn eru árangursríkt tól við
að draga úr slysa- og meiðslahættu
þegar valdi er beitt.
Að liðnu ári
Jón Gunnarsson »Málefnasvið ráðu-
neytisins hafa verið
tekin til gagngerrar
endurskoðunar í þeim
tilgangi að tryggja bet-
ur réttindi borgaranna,
bæta málshraða og auka
skilvirkni og hag-
kvæmni.
Jón Gunnarsson
Höfundur er dómsmálaráðherra.