Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–22:30 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Grýla og fjölskylda á ferð í Guðmundarlundi Grýla, Leppalúði, jólasveinar og tröllasystkini þeirra hafa verið á ferð í Guðmundarlundi í Kópavogi undanfarin kvöld og heilsað upp á gesti og gangandi, sagt jólasögur. Boðið er upp á myndatöku með jólasveini, heitt kakó og piparkökur. Jólafjölskyldan er á vegum félagsins jolasvein- ar.is sem hefur staðið fyrir þessum sýningum í lundinum frá árinu 2020 og flutt þetta jólaleikverk, sem er eftir Önnu Bergljótu Thorarensen. Leikararnir hafa margir tengst Leikhópnum Lottu. Morgunblaðið/Hákon Pálsson Verulegar breytingar verða á álagn- ingu úrvinnslugjalds um áramótin. Fjárhæðir gjaldsins hækka umtals- vert í nokkrum tilvikum og einnig verður gjaldið lagt á fleiri vöru- flokka en áður. Dæmi er um allt að 200% eða þrefalda hækkun gjaldsins. Breytingarnar eru hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Gjaldið er almennt lagt á ákveðn- ar vörur við innflutning og innlenda framleiðslu og á ökutæki til að fjármagna úrvinnslu úrgangs. Sér Skatturinn um innheimtu þess. Úr- vinnslusjóður hefur birt yfirlit yfir breytingarnar sem taka gildi á næsta ári og kemur þar m.a. fram að úr- vinnslugjald á olíuvörur hækkar úr 60 kr./kg í 70 kr./kg 1. janúar, gjald á umbúðir úr plasti hækkar úr 30 kr./ kg í 82 kr./kg og gjald á umbúðir úr pappír og pappa fer úr 22 kr./kg í 42 kr./kg svo dæmi séu tekin (sjá með- fylgjandi töflu). Bent er á að frá og með áramótum verði lagt úrvinnslugjald á ökutæki við nýskráningu að upphæð 15.000 kr. á hvert ökutæki, óháð orkugjafa. Útgreitt skilagjald sem eigendur öku- tækja fá þegar þau eru afskráð og send til úrvinnslu hækkar úr 20.000 kr. í 30.000 kr. þann 1. janúar. Ákveðið var á Alþingi skömmu fyrir jól að fresta nýrri álagningu gjaldsins á umbúðir úr gleri, málmi og timbri til 1. mars næstkomandi, þar sem í ljós kom að hugbúnaðarhús og Skatturinn þurftu meira svigrúm til að laga tölvukerfi sín að flóknum breytingum á tollafgreiðslu varanna. Um áramót verður úrvinnslugjaldið lagt á drifrafhlöður sem knýja raf- bíla og önnur rafknúin ökutæki og lagt verður 27 kr./kg úrvinnslugjald á blautþurrkur, tóbaksvörur með filterum, blöðrur og fleiri einnota plastvörur sem falla undir svonefnda framlengda framleiðendaábyrgð. Í umfjöllun Úrvinnslusjóðs er bent á að hækkun á úrvinnslugjaldi á umbúðir úr pappa, pappír og gleri megi að stórum hluta rekja til aukins kostnaðar vegna sérstakrar söfnunar þeirra. „Á móti hækkun álagðra úr- vinnslugjalda lækkar kostnaður íbúa vegna sérstakrar söfnunar á pappa, pappír og plasti við íbúðarhús þar sem Úrvinnslusjóður mun greiða sveitarfélögunum fyrir það sem safn- ast af umbúðum úr þessum efnum.“ Samtök verslunar og þjónustu hafa fylgst vel með undirbúningi fyrir breytingarnar sem verða um ára- mótin. Að sögn Benedikts S. Bene- diktssonar, lögfræðings SVÞ, er um að ræða innleiðingu á Evrópureglu- verki sem hefur ekki enn tekið gildi í Evrópu. Ísland er í reynd tveimur árum á undan öðrum Evrópuþjóðum að innleiða breytingarnar og getur því ekki leitað fyrirmynda erlendis. Spurður hvort fólk finni fljótt fyrir hækkunum segir hann erfitt að al- hæfa um það. Þegar um óbeina skatta er að ræða komi þeir á endanum fram í verðlagi en áhrifin verði þó mismikil. Á hann t.a.m. ekki von á að þreföldun gjalds, sem lagt er á léttar plast- umbúðir utan um vörur, hafi stór- vægileg áhrif á útsöluverð vörunnar. Atvinnulífið hefur almennt verið mjög áfram um að innleiða hringrásarhag- kerfið „þó menn hafi auðvitað áhyggj- ur af kostnaðarhækkunum og auknu flækjustigi í einhverjum tilvikum þá hefur atvinnulífið ekki lagst á neinn hátt gegn þessu verkefni, heldur þvert á móti,“ segir hann. omfr@mbl.is lBreytingar verða gerðar á álagningu úrvinnslugjalds um áramótinlGjaldið verður lagt á fleiri vöruflokka en áðurlEr ætlað að mæta auknum kostnaði við innleiðingu hringrásarhagkerfisins Dæmi um allt að þrefalda hækkun Breytingar á álagningu úrvinnslugjalds Hækkun úrvinnslugjalds 1. janúar 2023, kr./kg Ný úrvinnslugjöld árið 2023 H ei m ild : Ú rv in ns lu sj óð ur Vöruflokkur Gjald nú Frá 1. jan. Olíuvörur 60 70 Svartolía 1,1 1,3 Umbúðir úr plasti 30 82 Umbúðir úr pappír og pappa 22 42 Plöntuverndarvörur og sæfivörur* 18 25 Frá 1. janúar 2023 Vöruflokkur Úrvinnslugjald Ökutæki við nýskráningu 15.000 kr./ökutæki Drifrafhlöður** 500 kr./tæki eða 20 kr./kg Plastvörur 27 kr./kg Frá 1. mars 2023 Vöruflokkur Úrvinnslugjald Umbúðir úr gleri 25 kr./kg Umbúðir úr málmi (ál og stál) 25 kr./kg Umbúðir úr við 10 kr./kg *Fúavarnarefni, skordýra- og illgresis-eyðandi efni, hét áður varnarefni. **Rafhlöður til að knýja áfram rafknúin farartæki, bæði skráningarskyld og ekki skráningarskyld. Á minni faratæki eru lagðar 500 kr. á hvert tæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.