Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 11 Fáðu meira út úr eigninni árið 2023 Greenkey sjálfvirknivæðir og hagræðir alla þætti í rekstri gististaða • Hótel og gistiheimili • Íbúðaklasar • Íbúðir • Sumarhús • Síma- þjónustuver og bakvakt • Þrif og þvottur Ármúli 21, Reykjavik • Sími 519 8989 • greenkey.is Alhliða rekstrarþjónusta fyrir gististaði Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin JÓLASÖFNUN Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma S. 551 4349, netfang:maedur@maedur.is Endurmenntun atvinnu- bílstjóra á íslensku Nánari upplýsingar: www.okuland.is Alltaf í boði Símaapp eða millifærsla lBreytt greiðslufyrirkomulag hjáEndurvinnslunni Sameiginlegri greiðslulausn í gegn- um Reiknistofu bankanna verður lokað um áramótin og viðskipta- vinirnir Endurvinnslunnar á höfuð- borgarsvæðinu munu þá fá greitt fyrir flöskur og dósir með öðrum hætti en áður. „Við höfðum þessa frábæru lausn á stærstu stöðvunum á Íslandi að þú gast komið í endurvinnsluna, skilað flöskum og fengið greitt samstundis með því að nota segulrönd debet- kortsins. Um áramótin verður klippt á þessa þjónustu og því verður ómögulegt fyrir okkur að veita þessa þjónustu áfram,“ segir Helgi og því þurfti Endurvinnslan að finna aðrar lausnir til að koma til móts við viðskiptavinina. „Í kerfum hjá greiðsluhirðum er ekki gert ráð fyrir endurgreiðslu. Við ákváðum því að búa til app sem hægt er að nota í snjallsímum enda eigum við að borga viðskiptavinum skilagjaldið. Við erum mjög sáttir við símaappið,“ segir Helgi en Endurvinnslan próf- aði að taka appið í notkun fyrir jól. Hvað gera þeir sem ekki eiga snjallsíma eða lenda í því að raf- hlaðan tæmist í símanum eins og stundum vill verða? „Fyrir þá sem nota ekki snjallsíma erum við með tölvu á staðnum þar sem hægt er að millifæra á bankareikning við- skiptavinarins. Þá þarf fólk að vera með bankaupplýsingarnar sínar á hreinu.“ Að sögn Helga er óalgengt að fólk fái greitt jafn fljótt í endur- vinnslu erlendis eins og Íslendingar hafa vanist. „Með færsluhirði hjá Reiknistofu bankanna var hægt að greiða um leið. Á Norðurlöndunum fékk fólk inneign í matvöruverslun- um.“ kris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson EndurvinnslanHelgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, segir nýja greiðslukerfið taka alfarið við á stærstu stöðvunum 2. janúar. Skráð voru 707 hegningarlaga- brot á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og fækkaði þessum brotum töluvert á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðar- skýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóv- ember 2022. Tilkynningum um þjófnaði fækkaði töluvert á milli mánaða. Alls bárust 83 tilkynningar um innbrot í nóvember miðað við 107 tilkynningar í október. Alls bárust 116 tilkynningar um ofbeldisbrot í nóvember og fækkaði þessum tilkynningum á milli mánaða. Þá bárust 44 tilkynningar um heimilisofbeldi í mánuðinum og 13 tilkynningar bárust um kynferðisbrot sem áttu sér stað í nóvember. Lögreglan fékk 16 beiðnir um leit að börnum og ungmennum. Í nóvember voru skráðar 114 til- kynningar um eignaspjöll og 16 tilkynningar um nytjastuld á vél- knúnum ökutækjum. Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða og voru fjögur stórfelld fíkniefnabrot skráð í nóvember, segir í tilkynningu lögreglu. Afbrotum fækkaði í flestum flokkum í nóvembermánuði l707 hegningarlagabrot á borð lögreglu Morgunblaðið/Ari Páll Karlsson Afbrot Lögreglan hafði nóg að gera þó afbrotum fækkaði í nóvember. Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Tokyo línan Fáanlegt í svörtu, hnotu og eik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.