Skátakveðjan - 01.12.1940, Page 4

Skátakveðjan - 01.12.1940, Page 4
2 SKÁTAKVEÐJAN Davíð Sch. Thorsteinsson Iæknir Fæddur 5. okt. 1855. - íslenzkir kvenskátar hafa nú feng- ið sitt eigið málgagn, Skátakveðjuna, og óska því fyrst og fremst að minn- ast liins látna formanns síns, Davíðs Scheving Thorsteinsson, læknis. ■— Enda þótt hann sé horfinn af sjónar- sviðinu, munu minningarnar um liann lifa svo lengi, sem félagsskap- urinn stepdur. Áhugi hans og skiln- ingur á skátastarfinu risti svo djúpt og var svo einlægur, að endurskin þar af lýsir langt fram í tímann. í full 15 ár studdi hann félagsskap okkar með ráðum og dáðum. Hann var sá fyrsti, sem við leituðum til, þegar félagið var stofnað; og und- irtektirnar gátu varla verið hetri, — því þegar við höfðum horið upp er- indið, sagði liann: „Það er langt síð- an ég liefi fengið svona gleðilegar fréttir, og mun ég ávallt verá reiðu- búinn að hjálpa ykkur.“ — Og sú varð raun á, — því hann hafði æfin- lega tíma til að starfa fyrir þetta mál- efni, hvort sem var við kennslu eða þá liann mætti á gleðisamkomum og alvörustundum. I huganum fylgdi hann okkur i útilegur og fjallgöng- ur, og naut þess mjög að hlusta á æf- intýri okkar úr þessum ferðum. — Er hann var viðstaddur skóta- prófin bað hann okkur að keppa ekki eingöngu að þvi, að fá að bera fleiri merki á búningnum ókkar, en benti okkur á, hvernig við mættum hagnýta þenna einfalda gagnlega Dáinn 6. marz 1938. lærdóm í daglega lífinu. — Bjartsýni hans og trú á skátahreyfingunni hvatti okkur einatt til nýrra átaka. Að lokum, þegar lieilsan leyfði ekki lengur að hann tæki þátt í starfinu, bað hann eitt sinn um fregnir af, hvernig gengi lijá okíkur, því hann kvaðst eiga skammt eftir ólifað og hann langaði til að vita félagsskap okkar á traustum grundvelli, er hann skildi við hann, og er hann hafði fullvissað sig um hvert stefndi, þótt hægt miðaði áfram, — blessaði hann félagsskapinn með tárvotum. augum, og sagðist varla hafa búizt við svo góðum árangri. Kvenskátar!

x

Skátakveðjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátakveðjan
https://timarit.is/publication/1760

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.