Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Qupperneq 10
10
JÓLASÖGUR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022
Fékk prumputæk
með fjarstýringu
Albert Eiríksson, matar-
bloggari og aðstoðar-
skólastjóri, á alltaf
kökudeig í ísskápnum.
Hvað kemur þér í
jólaskap?
Ljúf og þægileg jólalög, en það
er samt ágætt að byrja ekki of
snemma að hlusta á jólalögin.
Alla aðventuna er jólalagalist-
inn á Spotify uppfærður og
betrumbættur eins og hægt er.
Smákökubaksturinn er stór
hluti af jólastemningunni. Þótt
tegundum hjá okkur hafi fækkað
með árunum þá er alltaf nota-
legt að baka. Við eigum oftast
nokkrar tegundir af smáköku-
deigi í ísskápnum, rúllað upp í
lengjur. Köllum þetta jóladrjóla.
Þægilegt að skera niður og baka
ef einhver „rekur inn nefið“.
Hver eru eftirminni-
legustu jólin?
Jólin á Kanarí aldamótaárið
eru okkar eftirminnilegustu jól.
Við vorum mjög vel undirbúnir
til að halda alvöru íslensk jól í
sólinni og hitanum. Tókum með
okkur hangikjöt, grænar baunir,
malt og appelsín, jólaseríu og
síðast en ekki síst útvarpsmess-
una á kassettu – meira að segja
þögnin á undan bjölluslættinum
klukkan 18 var tekin upp. Þrátt
fyrir að leggja okkur alla fram
náðist ekki að taka s
inguna með okkur. Þ
svo margt sem gerir
inguna eins og við þe
um hana best; kuldin
myrkrið og asinn svo
eitthvað sé nefnt.
Sagan um þessi
„rammíslensku
jól“ okkar á
Kanarí hefur glatt
marga vini okkar
og er reglulega rifjuð
upp.
Hver er sniðugasta jóla-
gjöf sem þú hefur fengið?
Prumputæki með fjarstýringu.
Gefandinn rifjar stoltur upp að
þetta var eitt það fyrsta sem
hann pantaði á netinu, það er svo
langt síðan. Prumputækið er hið
vandaðasta og er enn í góðu lagi.
Börn sem koma í heimsókn nota
það óspart og það vekur alltaf
mikla kátínu hjá ungum sem
öldnum.
Hvernig verða jólin í ár?
Hefðbundið jólahald eins og
hægt er, hvíld og notalegheit.
Hjá okkur er hefðin að það þarf
ekki að vera það sama í matinn
ár eftir ár. Núna fengum við að
gjöf vænt heimareykt læri af
feitum sauð og ætlum að njóta
þess ásamt fleira góðgæti um
hátíðina.
ALBERT EIRÍKSSON
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Loksins heima um jólin
Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og stofn-
andi Ueno, er kominn í jólaskap.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Við fjölskyldan höfum verið svo mikið á flakki
undanfarin ár að það hafa eiginlega allar hefðir fokið.
En við verðum loksins á Íslandi þetta árið og það er
komið upp tré og skraut og syni mínum finnst gaman
að syngja Snjókorn falla með mér. Við vorum líka
að setja saman lítil piparkökuhús en límið hélt mínu
húsi ekki alveg nógu vel saman þannig að ég þurfti að
borða það.
Hver eru eftirminnilegustu jólin?
Afi minn kom í mat til okkar þegar ég var unglingur.
Hann var mjög rólegur og ljúfur maður. Ég var hins
vegar mjög spenntur að komast í að opna pakkana
eins hratt og ég mögulega gat. Þetta endaði þannig að
við vorum búin að borða, vaska upp og opna pakkana
at ennþá við borðið að klára matinn sinn.
er sniðugasta jólagjöf sem
efur fengið?
r ég var tíu ára fékk ég fjarstýrðan bíl í jóla-
á mömmu. Hann var í miklu uppáhaldi og ég
hann mikið. Hún dó síðan nokkrum mánuð-
einna og þá fannst mér of erfitt að leika mér
með hann. En ég átti hann mjög lengi.
Hvernig verða jólin í ár?
Við verðum á Íslandi, allar framkvæmdir á heim-
ilinu náðu að klárast fyrir jól þannig að við erum
orðin mjög spennt að komast í frí og slappa af saman,
án þess að búa með iðnaðarmönnum. Þeir eru allir
afskaplega næs en það verður fínt að vera bara við
fjölskyldan. Við borðum hátíðarkjúkling með pabba
og konunni hans, opnum svo nokkra pakka og horfum
kannski á smá bíó.
HARALDUR ÞORLEIFSSON
Morgunblaðið/Eggert
Coloorbox
Jólin, jólin
alls staðar
Sex landsþekktir Íslendingar segja frá jólahaldi
á ýmsum stöðum, skrítnum og skemmtilegum
pökkum og hvað kemur þeim í jólaskap.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Himneskur friður jólanna
ÁRELÍA EYDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR
Borgarfulltrúinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir
býst við miklu fjöri á aðfangadagskvöld.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Þegar ljósin fara að kvikna eitt og eitt í myrkrinu í
lok nóvember og hillir undir jólapróf fer ég að komast
í jólastuð. Hið sanna hátíðarskap hins vegar er þegar
hinn himneski friður jólanna kviknar innra með mér
þegar kirkjubjöllur klingja klukkan sex á aðfangadag.
Hver eru eftirminnilegustu jólin?
Fáklædd fjölskyldan að sötra kampavín á ströndinni
í Ástralíu undir heitri sól á aðfangadag (þau yngstu
fengu ekki kampavín skal tekið fram) er líklega óvana-
legasta jólaminning okkar hingað til.
Hver er sniðugasta gjöf sem
þú hefur fengið?
Ég elskaði jólaskrautsgjafir barnaminna þegar þau
voru lítil, þær voru bestar. Kannski ekki fegurstar en
bestar. Ég og Kristín systir mín heitin gáfum hvor annarri
„kærasta“-pakka þegar enginn var kærastinn í gamla
daga og það gat verið ýmislegt skemmtilegt og skrýtið.
Hvernig verða jólin í ár?
Jólin í ár verða bæði fjölmenn og blátt áfram dásam-
leg. Börnin, barnabarn, tengdasonur og foreldrar hans,
foreldrar mínir og bróðir minn og hans fjölskylda. Það
má ekki bregða út af vananum í matargerð: ham-
borgarhryggur, steikt hvítkál, brúnaðar kartöflur, græn-
ar baunir og rauðkál, malt og appelsín. Mamma kemur
með frómas og tengdasonurinn með heimagerðan ís
og í ár bætist við eplasalat frá Birgittu. Ég mun vera í
stressi á síðustu stundu fram að mat, skipa krökkunum
óþolinmóð fyrir og öskra á köttinn og þýt svo upp og set
á mig varalit áður en gestir koma rétt fyrir kvöldmat.
Klukkan 18 mun allt falla í dúnalogn og allir verða sestir
niður þegar blessun hátíðarinnar leggst yfir okkur.
Morgunblaðið/Eggert
i
temn-
að er
stemn-
kkj-
n,
og afi s
Hver
þú h
Þega
gjöf fr
notaði
um s