Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Síða 12
12
JÓLASÖGUR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022
halda áfram að reyna að prófa sem mest
af þessum yndislega mat og drykk sem er
í boði í þessari geggjuðu borg og hlusta
á ítölsku jólalögin í bland við þau sem ég
þekki fyrir og vera þakklát fyrir hvað ég
er heppin. Hér finnur maður bara alls ekki
fyrir þessu svokallaða jólastressi.
Ekkert jólastress í Flórens
Rakel Garðarsdóttir framleiðandi og
stofnandi Vakanda ætlar að njóta
jólanna í Flórens þar sem hún býr.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Jólalög og jólaljós. Elska lagið Driving
home for Christmas. Þegar ég heyri það
kemur jólaskapið.
Hver eru eftirminnilegustu jólin?
Mér finnst öll jól eftirminnileg – þau
koma bara og fara eins og allt annað. Ég hef
stundum verið erlendis og elska það, það er
svo afslappað og næs. Svo elska ég líka að
vera á Íslandi og taka þátt í jólahefðum, eins
og að spila með fjölskyldunni, borða skötu
á Þorláksmessu, fara í messu á jólanótt hjá
Karmelsystrum og svo er það hin ómis-
sandi lagkaka frá Siggu frænku. Það toppar
enginn þá uppskrift.
Hver er sniðugasta jólagjöf
sem þú hefur fengið?
Ég er ekkert svo hlynnt jólagjöfum, mér
finnst þau svolítið barn síns tíma. Jólin fyrir
mér snúast um eitthvað annað en enda-
lausar gjafir. En ef það á að gefa þá er ég
hlynntust upplifunargjöfum eða einhverju
sem hægt er að borða eða nota eins og sáp-
um og kertum. Ég skil vel að gefa börnum
pakka um jól en þetta er komið í svo mikið
rugl. Allir eru á þönum að reyna að finna
bara eitthvað handa þeim sem eiga allt. Ég
hef oft fengið sniðugar jólagjafir því þeir
sem standa mér næst eru rosalegir snill-
ingar í að gefa nytsamlegar gjafir eða gjafir
eins og bækur eða íslensk listaverk sem er
hægt að finna í dag í öllum verðflokkum.
Ég er þó enginn „Grinch“. Ég elska jólin
og samveruna og stemninguna sem fylgir
þeim en hjá mér skipta pakkarnir bara engu
máli. Ég vitna bara í Sif Sigmars og er svo
sannarlega sammála henni um að á jólum
göngum við á gjafir jarðar sem aldrei fyrr.
Í aðdraganda hátíðanna væri okkur hins
vegar hollt að muna að lífið er líka takmörk-
uð auðlind.
Hvernig verða jólin í ár?
Í ár verða þau í Flórens á Ítalíu þar
sem við búum núna. Við fáum vini okkar
í heimsókn og borðum með þeim eitthvað
sniðugt á aðfangadag. Hér er aðfangadagur
bara venjulegur dagur. Á jóladag munum
við borða á Savoy-hótelinu sem ítalska
vinkonan mín skipulagði. Það er aðaldagur-
inn hér í Flórens og því eiginlega allt lokað
hér á jóladag. Ég ætla nú að reyna að finna
jólatónleika eða eitthvað hátíðlegt í einni
af þessum fallegu kirkjum hér, helst með
fallegum barnakór. Annars ætla ég bara að
RAKEL GARÐARSDÓTTIR
Morgunblaðið/Eggert
Braut skíðin nokkrum
dögum seinna
Þorsteinn Guðmundsson, sálfræðingur
og leikari, man vel eftir forláta skíðum
sem hann fékk tólf ára gamall í jólagjöf.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Uppáhaldsjólaplatan mín er með Nat King
Cole, ég set hana yfirleitt á fóninn að minnsta
kosti einu sinni á ári. Mér finnst líka gaman
að kveikja í greni; það gefur lykt sem maður
finnur bara í kringum jólin. Ég elska líka
Sigga Guðmunds, Valdimar og svo er Helga
Möller jóladrottningin fyrir mér.
Hver eru eftirminnilegustu jólin?
Ég á almenntmjög góðarminningar af jólun-
um. Jólaboðin hjá afa og ömmu eruminnisstæð.
Þau byrjuðumeð því að við fórum á jólaball í
Útvarpinu á Skúlagötu, fengumnammipoka,
löbbuðum svo saman í snjónum á Laufásveginn
þar sem við fluttummeðal annars heimatilbúin
leikrit eftir ömmu, yfirleitt um smala, lamb og álf-
konu. Ein jólin steig ég á pall með Siggu frænku
og Steina frænda semRíó tríóið og við fluttum
Arídú arídúradei. Ég veit ekki hvort ég sagði
þeim frá því en í huganumþá var égHelgi Péturs,
sem, án þess aðmóðga neinn, var svalastur.
Hver er sniðugasta jólagjöf sem þú
hefur fengið?
Held að Elan-skíðin (úr slóvensku Ölpunum)
sem ég fékk þegar ég var 12
ára sé jólagjöfin sem hefur
glatt mig mest og hef ég þó
fengið margar góðar gjafir. Þetta
voru mjög flott skíði og ég einhvern
veginn upplifði að ég væri svona 30%
flottari að eiga þau. Ég var ekkert sérstaklega
mikið á skíðum á þessum árum og braut þau
á heimatilbúnu stökkbretti nokkrum dögum
seinna en minningin lifir um þetta kærkomna
stöðutákn.
Hvernig verða jólin í ár?
Nú höldum við fyrstu jólin okkar í Hafnar-
firði sem er auðvitað hinn opinberi jólabær
landsins (og reyndar líka víkingabærinn, álfa-
bærinn og er hann ekki frægur fyrir að þar
búa flestir vitleysingar landsins, samanber
Hafnfirðingabrandarana?). Við erum fast-
heldin á hefðirnar og erum með möndlugraut
með viðeigandi verðlaunum fyrir þann sem
finnur möndluna, reyktan lax með aspas (sem
gefur pissinu manns mjög undarlega lykt, en
mér skilst að sýran í aspasinum brotni niður
í brennistein í meltingunni), hamborgarhrygg
með viðeigandi meðlæti og franska súkkulaði-
köku í eftirrétt. Þá stendur maður yfirleitt á
blístri og þarf að taka langa pásu áður en við
treystum okkur í að opna pakkana. Geggjað
stuð.
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON
Morgunblaðið/Eggert
Uppþvottabursti í jólagjöf
Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, ávallt
kölluð Diddú, elskar að dunda sér í
eldhúsinu á aðfangadag.
Hvað kemur þér í jólaskap?
Það sem mér finnst notalegast þegar
aðventan nálgast eru æfingarnar sem fylgja
öllum jólatónleikunum. Þá fer um mann hlý
endurminning um hvað í vændum er. Svo að
sjálfsögðu þegar ilmurinn úr eldhúsinu leggst
yfir allt við smákökubaksturinn.
Hver eru eftirminnilegustu jólin?
Við bjuggum nokkur ár erlendis á námsár-
unum, bæði í Englandi og svo á Ítalíu. Jólin
voru þá eðlilega með öðrum hætti en þegar við
héldum þau heima á Íslandi í hefðbundnum
faðmi fjölskyldunnar. Þegar við vorum á Ítalíu
með tvíburana tveggja ára áttum við okkar
fyrstu jól sem fjölskylda, án allra á Íslandi. Við
reyndum að apa upp eftir ítölskum venjum, en
gjarnan er borðaður fiskur eða kjúklingur á
þeirra eina hátíðisdegi. Hátíðin þeirra er nefni-
lega stutt miðað við okkar hefðir. Þá smökkuð-
um við panettone í fyrsta sinn. Jammijamm!
Hver er sniðugasta jólagjöf
sem þú hefur fengið?
Við vorum tiltölulega nýflutt í húsið okkar
í Dalnum og ég var hörð á því að vilja enga
uppþvottavél því útsýnið var svo fallegt
við vaskinn. Kelinn gaf mér því forláta
uppþvottabursta og uppþvottagrind. Skýr
skilaboð það!
Hvernig verða jólin í ár?
Hefðirnar hér heima verða í háveg-
um hafðar í ár. Við fjölskyldan, dæt-
ur, tengdasynir og barnabörn, ásamt
tengdamömmu, verðum öll hjá okkur
í Mosfellsdal á aðfangadag. Ég verð í
eldhúsinu allan daginn að nostra við
matinn og hlýða á jólakveðjur. Það er
ómetanlegur tími. Svo kíkja vinir gjarnan
við í sopa og með því upp úr hádegi. Keli
minn fer alltaf snemma með gjafir til vina
og vandamanna. Við verðum með rjúpur,
hamborgarhrygg og veganrétt. Og alls
kyns meðlæti sem allir geta gætt sér á. Á
jóladag kemur stórfjölskylda Kela saman
í pálínuboð, þar sem allir leggja eitthvað
á borðið. Eftir matinn er spilað og sungið.
Og síðan á annan dag jóla hittumst við sjö
systkinin með okkar fjölskyldur, en þegar
allir eru á landinu erum við rúmlega fimm-
tíu. Þar verður líka pálínuboð, dansað og
sungið kringum jólatréð og spilað alvöru
bingó!
SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR