Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Síða 20
20
JÓLAKVEÐJUR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022
og svo er dóttirin Bára sem eignað-
ist dreng með svörtum manni.
„Hann þykist vera illa við
útlendinga en gerir í raun grín að
rasisma í gegnum það,“ segir Berg-
þór og segist í upphafi hafa leitað
að þessum nöfnum í þjóðskrá.
„Flest nöfnin eru ekki til,“ segir
hann og nefnir enn eina persónuna
og setninguna sem hún kemur fyrir
í: Ketill Áslákur kom að vestan með
bifreið og verður hjá okkur þar til
hann fer í aðgerð á Landspítalanum
á endaþarmi. Gyllinæðin var á stærð
við egg. Ekkert okkar, né nágrannar
okkar, hafa séð svona áður,“ segir
Bergþór og blaðamaður nær varla
andanum fyrir hlátri.
Lét blessa söngbuxur
Bergþór segist hafa hætt að leita
fólksins því honum þykir þetta svo
skemmtilegt að hann vill ekki spilla
því með því að komast að því hver
það er sem skrifar.
„Það er alltaf saman rithöndin
„Elsku yndislegi
stórsöngvari“
Handskrifuð jólakort heyra
nánast sögunni til en þó
eru einhverjir sem enn
gefa sér tíma til að setjast niður
og skrifa jólakveðju, setja í umslag
og fara með í pósthús. Í nánast
öllum tilvikum eru það vinir og
vandamenn sem senda slík jólabréf
en það á ekki við um bréfin sem
birtast inn um lúguna um hver jól
hjá Bergþóri Pálssyni, söngvara og
skólastjóra. Í sautján ár hefur bréf
og jafnvel jólagjöf birst á Þor-
láksmessu frá óþekktum einstak-
lingi sem rekur í bréfunum sögur
af fjölskyldunni; fjölskyldu sem
Bergþór kannast ekkert við, enda
augljóslega skálduð. Annað sem
einkennir bréfin er einlæg aðdáun á
söngvaranum með tilheyrandi lofs-
yrðum. En gefum Bergþóri orðið.
Tuttugu manns í svínarófu
Fyrstu jólin sem Bergþór fékk
jólabréf var ausið yfir hann lofi.
„Fyrsta bréfið kom jólin 2005,
þannig að þetta verður átjánda
bréfið sem kemur núna. Fyrsta
jólakortið byrjaði með jólakveðju og
aðdáun. Þar stendur: Elsku yndislegi
stórsöngvari Bergþór Pálsson. Hafðu
þakkir fyrir fallegan og hjartnæman
söng þinn og stóran og hlýjan faðm
og kossa á ögurstund. Lof sé honum
í allri sinni dýrð. Megi englakór
drottins okkar hljóma í höfði þínu
þér til dýrðar fyrir góðmennsku þína
til handa þeim sem minna mega sín
þessa jólahátíð. Emmanúel, lof sé
honum. Svo kemur alveg fyrirvara-
laust tal um son hans, Bjarna Skúla:
Bjarni Skúli kom heim í ágúst og hafði
með sér konu sem hann segir vera
konu sína. Hún er frá annarri heims-
álfu og ber þess greinilega merki.
Hún heitir Anisjasínjing, afskaplega
stórskorin og ófríð. Móðir hennar er
hjá okkur. Hún fer vonandi fljótlega
til Asíu aftur. Mæðgurnar elda alltaf
og hafa boðið tuttugu manns til okkar
í svínarófu á jóladag. Ekki þekki ég
þetta fólk og Bjarni Skúli ekki heldur;
Guð gefi okkur styrk! Hafðu það sem
best um jólin og megi drottinn guð
fylla þig hamingju um hátíðina, og
konu. Svo strikar hann yfir konu og
skrifar „sambýlisfélaga“, en eftir
þessi jól stílar hann alltaf bréfin
á Bergþór Pálsson og frú,“ segir
Bergþór, en eiginmaður Bergþórs
er Albert Eiríksson.
„Þessi frú er algjört aukaatriði.
Eitt sinn stóð utan á pakka: Herra
stórsöngvari Íslands, herra Bergþór
Pálsson, og frú og í annað sinn stóð:
Heyr þú himnasmiður, til hins útvalda
Bergþórs Pálssonar, ekki til konu
hans,“ segir Bergþór og skellir upp
úr.
Gylllinæð á stærð við egg
Bergþór hefur að vonum stór-
gaman af þessum sendingum og
bíður spenntur um hver jól eftir að
fá fréttir af „fjölskyldunni“. Hann
segist gjarnan fá ýmsar veikinda-
sögur og jafnvel andlátsfregnir.
„Eitt sinn stóð eingöngu: Olga dó
í maí. Ég veit ekkert hver það er,“
segir hann og segir oft sömu nöfn
koma fyrir, en synir sendandans
heita Bjarni Skúli, Hörður Grettir
Persónuleg jólakort og jafnvel gjafir hafa borist söngvaranum Bergþóri
Pálssyni í tæpa tvo áratugi frá ókunnugum sendanda. Bergþór bíður
spenntur um hver jól eftir jólabréfinu góða.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Bréfin eru öll handskrifuð
og oft nokkuð löng.
Ein jólin fékk Bergþór
þessar buxur sem búið
var að blessa í Taílandi.