Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.12.2022 LESBÓK Stal ekki hljóðnema AFP/Mike Windle Justin Hawk- ins með eigin hljóðnema. LEYST Aursletturnar gengu yfir Justin Hawkins, söngvara The Darkness, eftir að hann virtist storma á svið og rífa hljóðnemann af sjálfum Brian Johnson, söngvara AC/DC, í miðjum flutningi hans á klassík- inni Back in Black á minningartónleikunum um Taylor Hawkins, trymbil Foo Fighters, í Lundúnum í haust. Nú liggur loks fyrir hvernig málið er vaxið en Johnson skýrði það út í viðtali í útvarpsþættin- um Trunk NationWith Eddie Trunk á dögunum. Hawkins, sem er mikill AC/DC-maður, átti sumsé að koma á svið og syngja annað versið en var svo yfirspenntur að hann gleymdi sínum hljóðnema og þurfti því að fá hljóðnema Johnsons lánaðan. Morgunblaðið/Eggert Venjulegt fólk heldur að sjálf- sögðu hátíðleg jól. JÓLASJÓNVARP Íslenskt efni verður fyrir- ferðarmikið í dagskrá sjónvarpsstöðvanna í kvöld, jóladagskvöld. Stöð 2 byrjar á Allra síð- ustu veiðiferðinni, þar sem sjálfum forsætisráð- herra er boðið í veiðiferð vinahópsins. Þar á eftir kemur stórmyndin Everest eftir Baltasar Kormák. RÚV sýnir Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson sem fjallar um konu sem kynnist erlendum ferða- manni á gistiheimili. Sjónvarp Símans býður svo upp á sérstakan jólaþátt af hinum geysivinsæla gamanmyndaflokki Venjulegu fólki. Íslenskt atkvæðamikið í sjónvarpinu Lét breyta einu atriði AFP/Robyn Beck Jessica Chastain ver sínar persónur. VÖLD Leikkonan Jessica Chastain greinir frá því í samtali við tímaritið Marie Claire að hún hafi látið breyta atriði í mynda- flokknum George & Tammy sem fór fyrir brjóstið á henni. Flokkurinn fjallar um hjónin og kántrístjörnurnar George Jones og TammyWynette og í téðu atriði var, að mati Chastain, gert lítið úrWynette, sem hún leikur. Michael Shannon, sem fer með hlutverk Jones, mun líka hafa hagrætt orðalagi í þáttunum, sem honum þótti of klúrt. Segið svo að leikarar séu bara viljalaus verkfæri! Þess ber að vísu að geta að Chastain er líka einn framleið- enda George & Tammy. ÁTT ÞÚ RÉTT Á SLYSABÓTUM? Veitum fría ráðgjöf í slysamálum skadi.is S. 568 1245 | fyrirspurnir@skadi.is | skadi.is Grátið út af börnunum Árið 1985 komu 40 málmlistamenn saman til að taka upp lagið Stars til styrktar bágstöddum í Afríku að fordæmi poppara eins og Band Aid. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Öll þekkjum við lögin Do They Know It's Christmas og Hjálpum þeim sem breska og íslenska popplandsliðið gáfu út til styrktar langsoltnum og bágstöddum börnum í Afríku um miðjan níunda áratug siðustu aldar. Færri kannast líklega við lagið Stars sem alþjóðalið málmlista- manna gaf út um líkt leyti í sama tilgangi, enda höfðu aðstandendur þess verkefnis ekki rænu á því að pakka lagi sínu inn í jólapappír, þannig að dusta mætti rykið af því árlega eins lengi og ból byggist, líkt og hinum tveimur. Do They Know It's Christmas með Band Aid-hópnum, sem út kom fyrir jólin 1984, og bandaríska hjálp- arlagið, We are the World með USA for Africa-flokknum, sem leit dags- ins ljós rúmum þremur mánuðum síðar, voru upptakturinn að Stars. Höfundinum, Ronnie James Dio, ættföður þungarokkara í heimin- um, þótti hans menn ekki nægi- lega áberandi í hinum atriðunum tveimur. Engum sögum fer af því hvort Dio heitinn heyrði Hjálpum þeim með Íslensku hjálparsveitinni nokkru sinni í lifanda lífi en þar fór frændi hans, Eiríkur Hauksson, sannarlega mikinn. Íslendingar alltaf framsæknir og á undan sinni samtíð. Dio smalaði sínu liði, um 40 málmhausum, saman seint í maí 1985 í húsakynnum A&M Record Studios til að hljóðrita lag sem hann hafði samið ásamt tveimur félögum AFP/Evan Agostini Hear 'N Aid-flokkurinn saman kominn framan á plötuumslaginu á sinni tíð. Skiljið egóið eftir við dyrnar! Blackie Lawless, forsprakkiW.A.S.P. og góðkunningi Lesbókar, var meðal þeirra málmlistamanna sem tóku þátt í gerð Stars; söng bakraddir.Hann rifjaði verkefnið upp í hlaðvarpsþættinum PaltrocastWith Darren Paltrowitz á dögunum.Að sögn Blackies hafði upptökustjórinn, Ken Kragen, hengt upp skilti fyrir utan hljóðverið, þar semWe are theWorld var líka tekið upp,með áletruninni: „Skiljið egóið eftir við dyrnar!“ „Það er svo undarlegt,“ sagði Black „skiltið var óþarft. Ef einhver var með þarna inni, og maður þekkti ansi mar sást það ekki.Maður auðmýkist nefni allur þegar maður er innan um svona mikla hæfileika.“ Og hafi menn verið stífir í byrjun þá mýktust þeir fljótt upp – enda var barinn opinn. ie, egó ga, þá lega Blackie Lawless missti ekki af Stars-gigginu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.