Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.12.2022, Síða 32
SUNNUDAGUR 25. DESEMBER 2022 ÞRÍFARARVIKUNNAR Úlfar Lúðvíksson sýslumaður GuðniÁgústsson rithöfundur Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari GAMLA FRÉTTIN Út úr Koo Sú heimsfrétt barst frá Bret- landi laust fyrir jólin 1982 að bandarísku leikkonunni Koo Stark, sem fræg var orðin fyrir samband sitt við Andrés prins, hefði verið boðið í nýársfagn- að konungsfjölskyldunnar. Þetta hafði Morgunblaðið eftir breska blaðinu Daily Express á aðfangadag. „Þá skýrði Daily Mirror frá því í gær, að þau skötuhjú hefðu átt fjögurra stunda ástarfund í Bucking- ham-höll á mánudagskvöld.“ Talsmaður Buckingham-hall- ar neitaði að staðfesta fregnina, er hún var borin undir hann, en vildi heldur ekki bera hana til baka á þeim forsendum, að aldrei væri gefið upp opinber- lega hverjum drottningin byði í veislur. „Daily Express [skýrði] frá því, aðAndrew prins, sem nú er 22 ára gamall og af flestum blöðum heims talinn eftirsóttasti pipar- sveinninn sem völ er á, hefði óskað eftir því að Koo Stark yrði boðið í nýársfagnaðinn.Blaðið sagði einnig, að hennar væri von í lok næstu viku og myndi hún dveljast eitthvað fram á nýárið með konungsfjölskyldunni, að sveitasetri hennar.“ Andrés prins þykir ekki alveg eins töfrandi í dag. AFP/Leon Neal Leikkonan Koo Stark átti um tíma í ástarsambandi við Andrés Bretaprins. Enginn Jesús á jólunum Keppni hefst á ný í ensku úrvals- deildinni á öðrum degi jóla. Langt rof kom í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu á þessum vetri vegna einhverrar trúarsamkomu austur í Katar. Nú er biðin loks á enda og verða leikir á dagskrá nær daglega frá öðrum degi jóla fram til 5. janúar. Þrjár heilar umferðir, takk fyrir túkall! Fyrir þá sem ekki muna hvernig stigataflan lítur út þá er Arsenal nokkuð óvænt með fimm stiga forystu á toppn- um. Skytturnar fá nágranna sína, Hamrana, það er West Ham, í heimsókn að kvöldi annars í jólum og þær eru Jesúlausar yfir hátíðirnar, illu heilli. Gabriel Jesus varð fyrir hnjaski í Katar. Af öðrum merkilegum leikjum þann dag má nefna að Aston Villa, með nýbakaðan heimsmeistara, Emi Martínez, innanborðs tekur á móti Liverpool og Brentford mætir Tottenham. Chelsea og Manchester United ryskjast af stað á þriðjudaginn, gegn Bo- urnemouth og Nottingham Forest. Á miðvikudagskvöldið tekur svo Leeds á móti ríkjandi meisturum, Manchester City. AFP/Glyn Kirk Fjarvera Gabriels Jesus veikir að lík- indum lið Arsenal. AFP/Oli Scarff Hvað ætli Erling Braut Haaland setji mörg mörk fyrir meistara Manchester City yfir hátíðirnar? Engin tímamörk á skiptimiðum frá okkur. Hafðu það huggulegt heima um jólin. Skeifan | Kringlan | Glerártorg | Hafnartorg Gallery | casa.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.