Fréttablaðið - 11.01.2023, Síða 32

Fréttablaðið - 11.01.2023, Síða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Það er Veganúar og það er skemmtilegt. Það er skemmtilegt vegna þess að fæðufjölbreytileiki er mikilvægur og eykur úrvalið fyrir okkur öll. Líka þau sem vilja hrossabjúgu eða slátur í annað hvert mál. Það er þá hægt að prófa falafel í hitt. Það er mikil- vægt að við séum umburðarlynd gagnvart fæðuvenjum hvert ann- ars. Sjálf er ég að mestu græn- metisæta en það kemur fyrir að ég borði fisk. Í fjölskyldunni er svo ein á vegferðinni í vegan og restin af fjölskyldunni borðar bara það sem er í matinn. Það kemur ljómandi vel út og allir bara vel haldnir (og rúmlega það). Ástæður þessa fæðuvals eru ýmsar; þeir sem eru vegan horfa til siðferðilegra þátta, áhrifa iðn- aðarbúskapar á menn en jafnvel enn frekar dýrin. Sömu þættir skipta grænmetisætur máli og einnig þá sem eru að draga úr neyslu dýraafurða. Fólk horfist í augu við eigin áhrif á umhverfið. Í stóru myndinni er ljóst að breytingar munu eiga sér stað í fæðuvenjum jarðarbúa, enda ekki síður mikilvægar en ferða- venjur fyrir þá sem vilja minnka kolefnisfótsporið sitt. Það er morgunljóst að á næstu árum og áratugum mun hlutfall fæðu sem ekki kemur úr dýraríkinu minnka mjög hratt og það er vel. Í einni uppáhaldsauglýsing- unni minni er í aðalhlutverki karl á ferð á (dísil)jeppanum sínum og fær af því fréttir að í kvöldmatinn verði pasta. Hann spyr því hvort ekki verði „matur með’essu“. Þetta fannst mér ægilega fyndið fyrst, enn þykir mér þetta skondið en ég veit að auglýsingin verður bráðum hjá- kátleg. n Vegan Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar Hough leikur Beethoven MIÐASALA Á SINFONIA.IS 12.01 | 19:30 Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.