Fréttablaðið - 17.01.2023, Side 1

Fréttablaðið - 17.01.2023, Side 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt HALLDÓR | | 12 PONDUS | | 20 Alþjóðleg verðlaun fyrir ást við eldfjall 1 1 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | LíFið | | 26 íþróttir | | 16 LíFið | | 24 Fréttir | | 2 Alvarlegra Covid- afbrigði í kortunum Höll sem standist allar væntingar Stakk stegg inn á sig við Tjörnina www.audi.is Rafmagnaður Eigum bíla lausa til afhendingar strax! Loftmengun af völdum útblásturs bíla hefur aldrei mælst meiri á þessari öld, en aðeins tók fyrstu fimmtán daga þessa árs til að fara yfir leyfilegt magn á heilu ári. Ekkert eftirlit er með meng- unarbúnaði í bílum. ser@frettabladid.is UmHveRfiSmáL Loftmengunargildi í Reykjavík hafa 40 sinnum farið yfir 200 stig á þessu ári og hefur það ekki gerst áður á þessari öld. Samkvæmt reglugerð Umhverf- isstofnunar mega gildin ekki fara nema 18 sinnum á heilu ári yfir 200 stig, en langflesta daga ársins, þegar vind hreyfir, eru gildin undir 20. Samkvæmt þessu er ljóst að það tók aðeins örfáa daga í ársbyrjun að brjóta reglurnar um ársviðmið. „Þetta er örugglega met á þessari öld. Mengunin hefur verið í meira en 40 klukkustundir yfir leyfilegum mörkum á fyrstu fimmtán dögum ársins,“ segir Þorsteinn Jóhanns- son, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Hann segir froststillurnar í upp- hafi árs valda þessari miklu meng- un í borginni og nálægum bæjum. Rokið vanti og rigninguna – og í því efni geti menn horft björtum augum til næstu helgar þegar blaut- an vindinn tekur aftur að leggja yfir landið. Því sé heldur ekki að leyna að óvíða í Evrópu sé jafn marga bíla að finna á hvern íbúa og á borgar- svæðinu, en dísilbílar, sem mengi langmest allra bíla, séu enn þá mjög algengir á götunum, jafnt fólksbílar sem og litlir og stórir flutningabílar. Úr þeim, rétt eins og bensínbílun- um, berist gastegundin nítrídíósíð sem sé óæskileg fyrir lungun. Þá sé ekkert eftirlit haft með mengunarvarnarbúnaði í bifreiðum sem eyða jarðefnaeldsneyti, en sá búnaður sé undanþeginn árlegri skylduskoðun. Þar af leiðandi sé ekkert vitað hvað þessi búnaður gagnist mikið í íslenskum bílum. Talið er, samkvæmt evrópsku reiknilíkani, að á milli 60 og 70 Íslendingar látist af völdum önd- unarfærasjúkdóma, sem rekja má beint til loftmengunar, á hverju ári. Þar veldur mestu útblástur bíla, en á Íslandi bætist svo við mikil mengun af völdum svifryks, ekki síst á þessum árstíma þegar nagla- dekkjanotkun er hvað mest. n Mengunarmet í upphafi árs Þetta er örugglega met á þessari öld. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum 1. sætið í ánægju- voginni 6 ár í röðTAKK ReYK JAvÍK Þrátt fyrir yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar til að sporna gegn fjölpósti lét borgin í haust prenta og dreifa á heimili 64 síðna bæklingi um íbúðauppbygg- ingu. Í svari borgarritara við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið segir að efni kynningarbæklingsins hafi verið mikilvægara en að minnka úrgang með því að afþakka fjölpóst. „Mikilvægi húsnæðismála og hvernig við byggjum lífsgæðaborg og upplýsingagjöf því tengd tromp- ar f lest annað,“ segir Þorsteinn Gunnarsson borgarritari í svari til blaðsins. sjá síðu 6 Bæklingur brýnni umhverfisstefnu Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari Stuðningurinn úr stúkunni í gær var enn á ný ótrúlegur þegar Strákarnir okkar unnu Suður-Kóreu 38-25 á HM í handbolta. Frammistaða Suður-Kóreu var ekki merkileg og aldrei spurning um hvar sigurinn myndi lenda. Íslenska liðið var betra á öllum sviðum leiksins, jafnt innan vallar sem utan. FréttabLaðið/EPa | Þ R i ð J U D A g U R 1 7 . J A N ú A R 2 0 2 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.