Fréttablaðið - 17.01.2023, Blaðsíða 4
Ég tel að við munum
standa þennan vetur
þó þetta gæti orðið
krefjandi.
Hrefna Hallgrímsdóttir,
forstöðumaður hitaveitu
hjá Veitum
Ég tel að við munum
standa þennan vetur
þó þetta gæti orðið
krefjandi.
Hrefna Hall
grímsdóttir,
forstöðumaður
hitaveitu hjá
Veitum
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
MARINE COLLAGEN
Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans.
Kollagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum,
sinum og beinum mannslíkamans.
Arctic Star Marine Collagen inniheldur
íslensk sæbjúgu, kollagen úr þorskroði
og C vítamíni.
C vítamín er þekkt fyrir:
• Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens
fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar.
• Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga-
kerfisins og ónæmiskerfisins.
• Stuðlar að því að verja frumur fyrir
oxunarálagi og draga úr þreytu og lúa.
• Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms
E-vítamíns og auka upptöku járns.
• Stuðlar að eðlilegum orkugæfum
efnaskiptum.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA,
Framleiðandi er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fast www.arcticstar.is
Arctic Star Marine Collagen
Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum,
Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is
4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023
ÞriÐJUDAGUr
kristinnhaukur@frettabladid.is
sjávarútvegur Japanska hvalveiði-
fyrirtækið Kyodo Senpaku mun
opna fjórar sjálfsafgreiðslubúðir
með hvalkjöt. Þar munu Japanir
geta keypt íslenskt hvalkjöt sem
samið hefur verið um kaup á.
Samkvæmt fyrirtækinu verða
búðirnar opnaðar um miðjan febrú-
ar. Flutt verða inn nærri 3 þúsund
tonn af langreyðarkjöti frá Íslandi
á hverju ári til sölu í búðunum, sem
verða í Tókýo, Osaka og Yokohama.
Kyodo Senpaku hefur þegar hafið
prufusölu í sjálfsala á einum stað í
Tókýo. Sá var opnaður í lok des-
ember og er merktur „hvala búð.“
Þar er auk annars hægt að kaupa
hrátt hvalkjöt sem er meðal annars
notað í sushi. En einnig eldað og
niðursoðið hvalkjöt af ýmsu tagi.
Samkvæmt fréttasíðunni Asia
News var hvalkjöt næstvinsælasta
kjötið í Japan árið 1962, á eftir svína-
kjöti, og seldust 233 þúsund tonn
árlega. Nú er hins vegar neyslan
aðeins 1 þúsund tonn og stjórnvöld
vilja auka neysluna. Meðal annars
með því að bjóða upp á hvalkjöt í
skólum.
Að sögn Kozue Mihira, sölustjóra
Kyodo Senpaku, hefur salan farið
mjög vel af stað þrátt fyrir að vör-
urnar séu ekki verðlagðar lágt. Hafi
salan farið fram úr væntingum og
fyrirspurnir um hvar sé hægt að
kaupa kjötið margar. n
Íslenskt hvalkjöt boðið í sjálfsölum
Fyrsti sjálfsalastaðurinn með hvalkjöt hefur verið opnaður. FRéttablaðið/Epa
Þrátt fyrir mikinn kulda
búast hitaveitur á suðvestur-
horninu við því að standa af
sér veturinn. Afköst næsta
veturs ráðast af því hvernig
gengur að hvíla lághita-
svæðin.
kristinnhaukur@frettabladid.is
veitumál Tvær stóru hitaveiturnar
á suðvesturhorninu telja sig geta
staðið af sér veturinn þrátt fyrir
óvenju mikla kuldatíð. Um helgina
fór frostið í tveggja stafa tölu og
frostið heldur áfram inn í vikuna.
Gengið hefur á vatnsborðið á lág-
hitasvæðunum en vonir standa
til að hægt verði að hvíla lághita-
svæðin fyrir næsta vetur.
„Þetta langa kuldakast og álag er
eiginlega fordæmalaust í áratugi.
Þess vegna má ekkert út af bregða
með bilanir og þannig lagað,“ segir
Svanur Guðmundur Árnason, sviðs-
stjóri vatnssviðs hjá HS Veitum. En
fyrirtækið sér um hitaveitu á Suður-
nesjum auk þess að reka fjarvarma-
veitu í Vestmannaeyjum.
Þó álagið hafi verið mikið síðan í
byrjun desember séu engar sérstak-
ar aðgerðir eða skerðingar á döfinni
hjá HS Veitum. Allt hafi gengið vel
hingað til.
Veitur hafa hins vegar þurft að
grípa til skerðinga í sundlaugum í
vetur, aðallega vegna bilana. Sam-
kvæmt Hrefnu Hallgrímsdóttur,
forstöðumanns hitaveitu, eru engar
fyrirbyggjandi eða langtímaað-
gerðir í bígerð vegna áframhalds
kuldatíðarinnar. Fyrirtækið fylgi
hins vegar ákveðinni viðbragðsá-
ætlun og mun grípa til skerðinga ef
svo ber undir. Veitur settu fram spá
um mikið álag um helgina, eftir-
spurn upp á 20 þúsund rúmmetra
á klukkustund.
„Það varð reyndar ekki jafn mikið
úr frostinu og spáð var en þó mikið
álag,“ segir Hrefna. Erfitt sé að sjá
langt fram í tímann og aðeins sé
hægt að treysta á áreiðanlegar
veðurspár til þriggja daga.
Von er á stuttri en vel þeginni
hláku tíð í lok vikunnar. „Við mynd-
um vilja að horfurnar væru fyrir
lengri hitatíð en spáð er. En þetta
mun létta á,“ segir Hrefna.
Þó að hitaveitan hafi staðið lang-
varandi kuldatíðina af sér nokkuð
vel hefur gengið á vatnsborðið á lág-
hitasvæðunum.
Staðan sé þó mismunandi
eftir svæðum og sum hafa enn þá
umframrýmd. „Ég tel að við munum
standa þennan vetur þó þetta gæti
orðið krefjandi,“ segir Hrefna. Þó að
kuldakastið nú virðist vera aðskilið
frá því í desember hefur í raun verið
samfelld langvarandi kuldatíð.
„Þá reynir þeim mun meira á að
við náum að hvíla lághitasvæðin
okkar vel fyrir næsta vetur.“
Suðurnesjamenn eru líka með
hugann við kuldatíðina. „Við gerum
ekkert annað en að fylgjast með
þessu,“ segir Svanur. Boltinn sé hins
vegar ekki aðeins hjá veitufyrirtækj-
unum. Almenningur getur hjálpað.
„Við hvetjum fólk til að fara vel með
varmann,“ segir hann. n
Hvíla þarf lághitasvæðin til að hægt
sé að eiga fyrir heitu vatni næsta vetur
Hitaveitur
fylgjast vel með
stöðunni hvern
dag í kulda
tíðinni.
FRéttablaðið/GVa
kristinnhaukur@frettabladid.is
neytendur Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra mun ekki leggja
fram frumvarp um breytingu laga
til að leyfa framleiðslu og markaðs-
setningu á CBD-olíu að svo stöddu.
Starfshópur sem hún skipaði vill
bíða eftir að Matvælaöryggisstofn-
un Evrópu, EFSA, staðfesti öryggi
olíunnar en það hefur hún ekki gert.
Þetta kemur fram í svari Svan-
dísar til Halldóru Mogensen, þing-
manns Pírata, sem mikið hefur
barist fyrir lögleiðingu CBD. Segir
að EFSA hafi 19 umsóknir vegna
CBD-olíu til meðferðar og enn
skorti töluvert upp á að hægt sé að
meta öryggi.
„Meðal þess sem ekki liggur fyrir
eru áhrif CBD á lifur, meltingarveg,
innkirtlakerfi og taugakerfi í mönn-
um,“ segir í svarinu. „Þá sýna rann-
sóknir á dýrum verulegar eiturverk-
anir á æxlunarfæri.“ n
Breyta ekki lögum
um CBD-olíu
Svandís Svavars
dóttir, matvæla
ráðherra
Rannsóknir á dýrum
sýna verulegar eitur-
verkanir í æxlunar-
færum.
arnartomas@frettabladid.is
grindavÍK Rafmagnslaust var á
öllum Suðurnesjum um eftirmið-
daginn í gær og stóð það yfir í um
tvo tíma. Suðurnesjalína 1, eina
tenging svæðisins við f lutnings-
kerfi Landsnets, leysti út. Línan var
komin aftur í gang upp úr hálf sex
en víða voru hús enn án heits vatns
þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Einar Jón Pálsson, forseti bæjar-
stjórnar Suðurnesjabæjar, lýsti
áhyggjum sínum yfir fjarskipta-
vandamálum sem fylgdu ástandinu.
„Ég talaði við Símann en gat ekki
fengið svör þar,“ segir Einar Jón
sem óskaði svara sem forseti bæjar-
stjórnar upp á öryggi í framtíðinni.
„Ég á ekki von á öðru en að ég heyri
frá þeim með það, og ef ekki fylgi ég
því eftir.“
Einar Jón segir málið vekja upp
spurningar varðandi öryggi
„Við erum háð GSM símanum
og engu öðru. Það er ekkert til sem
heitir öryggiskerfi, ekkert skilgreint
öryggiskerfi. Að sjálfsögðu ætti eitt
símafyrirtæki í það minnsta að vera
með öryggiskerfi sem dygði lengur
og myndi þá vera á reiki milli síma-
kerfa.“
Tímasetningin á rafmagnsleysinu
var ekki sú besta fyrir áhugafólk um
íþróttir en það skall á skömmu fyrir
landsleik Íslands gegn Suður-Kóreu
í handbolta. Björgunarsveitin Þor-
björn í Grindavík, sem hleypt hafði
varaafli á húsnæði sitt, opnaði dyr
sínar og bauð Grindvíkingum að
horfa á leikinn á risaskjá.
„Þetta var svolítið þungt þar
sem það voru margir að nota 4G og
svona,“ segir Bogi Adolfsson, for-
maður Þorbjarnar, en sveitin bauð
gestum upp á kaffi og að hlaða
símana sína á meðan leiknum stóð.
„Það mættu svona þrjátíu manns og
stemningin var bara góð.“ n
Grindvíkingar horfðu á landsleikinn í rafmagnsleysi
Bogi Adolfsson,
formaður
Þorbjarnar