Fréttablaðið - 17.01.2023, Qupperneq 8
Ágreiningur er milli æðstu
ráðamanna Talibana um
rétt stúlkna og kvenna til
náms og starfa. Harðlínu
menn hafa yfirhöndina og
á meðan greiða Norðmenn
ekki út fimm milljarða króna
neyðaraðstoð.
gar@frettabladid.is
Noregur „Það leikur enginn vafi
á því að Talibanar hafa svikið öll
möguleg loforð sem þeir gáfu í
samningaviðræðunum í Doha og
Islamabad og ekki síst í Osló í fyrra,“
hefur norska blaðið Verdens Gang
eftir Jan Egeland hjá norsku Flótta
mannahjálpinni.
Egeland er nú í Kabúl í Afganistan
þar sem hann hefur að sögn VG átt
fundi með leiðtogum Talibana og
sakað þá um að hafa gengið bak
orða sinna. Það sé ástæðan fyrir
því að Norðmenn greiði ekki út
áður ákveðna neyðaraðstoð upp
á 350 milljónir norskra króna sem
eru jafnvirði tæplega 5,1 milljarðs
íslenskra króna.
„Ég var sjálfur í Kabúl í septem
ber 2021, rétt eftir að Talibanar tóku
völdin,“ segir Egeland í símaviðtali
við VG. „Mér var lofað að stúlkur
fengju að ganga í skóla og að konur
fengju að halda störfum sínum
áfram.“
Hvort tveggja segir Egeland
Talibana hafa svikið. Skömmu fyrir
jól hafi orðið ljóst að konur myndu
missa bæði möguleikann á æðri
menntun og á því að fá störf hjá
hinu opinbera. Stúlkur fái aðeins að
ganga í skóla upp í sjötta bekk, þá sé
þeim vísað frá.
„Á fundunum sem ég hef átt með
leiðtogum Talibanastjórnarinnar í
Kabúl hef ég sagt sem svo: Ég taldi
að það væri til siðs í Íslam að halda
orð sín. Þið hafið svikið þau,“ lýsir
Egeland skilaboðum sínum til harð
stjóranna í Afganistan.
„Þeir sem ég ræddi við fannst
þetta óþægilegt. Þeir viðurkenndu
að loforð hafi ekki verið haldin. Þeir
sögðu að öfgamenn hefðu náð yfir
höndinni,“ svarar Egeland spurður
í síma af blaðamanni VG um við
brögð hinna háttsettu viðmælenda
hans.
Að sögn Verdens Gang er það
æðsti leiðtogi Talibana, Haibatullah
Akhundzada, sem gaf út tilskipan
irnar sem útiloka konurnar. Sagt
hafi verið frá auknum ágreiningi
milli Akhundzada, sem haldi til í
hinni íhaldssömu borg Kandahar,
og ráðandi Talibana í stjórninni
í Kabúl. Hinir síðarnefndu vilji fá
viðurkenningu alþjóðasamfélagsins
með því að konur verði ekki algjör
lega útilokaðar en Akhundzada hafi
yfirhöndina.
„Við vonumst til að gefin verði út
ný tilskipun sem geri stúlkum og
konum kleift að snúa til náms og
starfa,“ segir Egeland. Norska flótta
mannahjálpin hafi stöðvað alla
starfsemi sína í átján héruðum. Af
1.600 starfsmönnum séu 470 konur.
„Án þeirra getum við ekki unnið
okkar starf því karlmönnum er
bannað að aðstoða ókunnugar
konur,“ útskýrir Egeland stöðuna
fyrir VG. n
Samkvæmt Sky News
kom úranið til Bret-
lands með flugi frá
Óman í Pakistan.
Matteo Messina Den-
aro var handtekinn
þar sem hann var í
krabbameinsmeðferð í
borginni Palermo.
Að meðaltali skuldar
hver hinna átján
þúsund erlendu náms-
manna jafnvirði 1,5
milljóna íslenskra
króna.
Þeir viðurkenndu að
loforð hafi ekki verið
haldin. Þeir sögðu að
öfgamenn hefðu náð
yfirhöndinni.
Jan Egeland,
norsku Flótta-
mannahjálpinni
Konur í Kandahar þar sem leiðtogi Talibana í Afganistan heldur til og sendir frá sér tilskipanir. Fréttblaðið/Getty
Norska flóttmannahjálpin
refsar fyrir svik Talibana
helgisteinar@frettabladid.is
ÍtalÍa Matteo Messina Denaro,
eftirsóttasti mafíuleiðtogi Ítalíu, var
handtekinn í gær á Sikiley eftir að
hafa verið á flótta í 30 ár. Hann var
staddur á einkarekinni meðferðar
stofu í borginni Palermo vegna
lyfjameðferðar við krabbameini
þegar lögreglan handtók hann.
Meiri en 100 ítalskir hermenn
tóku þátt í handtökuaðgerðinni
gegn honum.
Matteo er sagður vera yfirmaður
hinnar alræmdu Cosa Nostra
mafíu og hefur meðal annars verið
dæmdur fyrir morð á saksóknurum
og sprengjuárásir í Mílanó, Flórens
og Róm. Hann var einnig dæmdur
fyrir að ræna, pynta og myrða 11
ára dreng og stærði sig af því að
öll fórnarlömb hans myndu fylla
heilan kirkjugarð.
Þrátt fyrir að hafa verið á f lótta
síðan 1993 er talið að Matteo hafi
haldið glæpastarfsemi sinni áfram
og skipað undirmönnum sínum
fyrir verkum úr felum.
Þar sem aðeins voru til fáar og
gamlar ljósmyndir af mafíuleiðtog
anum þurfti lögreglan að styðjast
við stafræna tækni til að vinna lík
lega útgáfu af andliti Matteo eins og
það gæti litið út um þessar mundir. n
Mafíuleiðtogi handtekinn á Sikiley
Matteo Messina Denaro hefur verið
á flótta síðan 1993. Fréttablaðið/ePa
arnartomas@frettalbadid.is
BretlaND Karlmaður á sjötugsaldri
var handtekinn í Bretlandi eftir að
agnir af geislavirka efninu úrani
fundust í pakkasendingu á Heath
ow flugvelli.
Undir lok síðasta árs fann breska
landamæraeftirlitið lítið magn af
úraníum í sendingu af brotajárni á
f lugvellinum.
Maðurinn var handtekinn á
laugardag vegna málsins á grund
velli hryðjuverkalaga sem ná yfir
að framleiða eða að hafa í vörslu
sinni geislavirk efni. Honum hefur
nú verið sleppt gegn tryggingu þar
til í apríl.
Lögregluy f irvöld í Bretlandi
segja í yfirlýsingu að miðað við
núverandi upplýsingar bendi ekk
ert til þess að málið tengist ógn við
almenning.
Samkvæmt heimildum Sky News
kom úranið til Bretlands með f lugi
frá Óman í Pakistan. n
Handtekinn vegna úrans á Heathrow
Geislavirk efni eru ekki vel séð á flugvöllum. Fréttablaðið/Getty
gar@frettabladid.is
DaNmörk Útlendir námsmenn í
Danmörku hafa stungið af frá náms
lánum þar í landi og umfang hinna
ógreiddu námslána vex stöðugt.
Þetta kemur fram á vefsíðu Dan
marks Radio.
Þrátt fyrir að mismunandi ríkis
stjórnir hafi reynt að leysa vandann
er hann enn ekki leystur – þvert á
mótin eiginlega segir Danmarks
Radio. Á aðeins þremur árum hafi
vanskilin aukist úr jafnvirði 16,7
milljarða íslenskra króna í 27,1
milljarð.
Um 18 þúsund útlendingar eru
ábyrgir fyrir þessum skuldum segir
DR og af þeim eru fimm þúsund
farnir úr landi. Að meðaltali skuldar
hver þessara átján þúsund erlendu
námsmanna jafnvirði 1,5 milljóna
íslenskra króna.
Til samanburðar voru 120 þúsund
Danir ekki í skilum með sín náms
lán nú um áramótin. Skuld þeirra
stóð þá samtals í jafnvirði tæplega
2.300 milljarða íslenskra króna. n
Útlendingar stinga af frá milljarða námslánum í Danmörku
Danskir stúd-
entar fagna
námslokum.
Fréttablaðið/ePa
8 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023
ÞriÐJUDAGUr