Fréttablaðið - 17.01.2023, Side 14

Fréttablaðið - 17.01.2023, Side 14
Rútubílstjórar er ein þeirra mikil- vægu stétta sem vinna starf sitt í hljóði og yfirleitt af miklu öryggi og samviskusemi. Þeir bera ábyrgð á lífi og limum farþega, oft við aðstæður sem eru erfiðar og krefj- andi eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið. Ég þekki það sem leiðsögumaður að gott sam- starf við bílstjórann er eitt mikil- vægasta atriðið í hópferðum. Ef snurða hleypur á þann þráð og samskiptin eru stirð dögum saman milli bílstjóra og leiðsögumanns getur það bitnað á saklausum far- þegunum sem hingað eru komnir til að njóta landsins okkar. Þetta er sem betur fer afar sjaldgæft. Þvert á móti er reynsla mín og langflestra leiðsögumanna sú að samstarf leið- sögumanns og bílstjóra er gott og gefandi. Þeir mynda tveggja manna þjónustuteymi, enda er markmið okkar það sama, að þjóna farþeg- unum eins vel og við getum þann- ig að þeir snúi aftur til síns heima hæstánægðir og helst skælbrosandi. Skýr verkaskipting Rútubílstjórar eru eins og við öll afar mismunandi, allt frá þöglu týpunni sem ekki gefur mikið af sér yfir í hressu týpuna sem alltaf er í stuði og allt þar á milli. Allir (eða réttara sagt, öll, því konum fjölgar ört í hópi rútubílstjóra og ökuleið- sögumanna) eiga þeir það sameig- inlegt að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í að aka rútum sem taka allt upp í sjötíu farþega. Flestir leiðsögumenn eru fjöl- tyngdir, faglærðir sérfræðingar. Margir hafa háskólanám að baki auk bóklegs og verklegs sérnáms í leiðsögn og bera þeir sérstakan skjöld með ártali því til sönnunar. Leiðsögumenn vinna við ýmsar tegundir leiðsagnar eða blanda þeim saman eftir þörfum og eftir- spurn: almenna leiðsögn, ökuleið- sögn, gönguleiðsögn, jöklaleiðsögn o.s.frv., alls á annan tug sérsviða. Þeir eru andlit fyrirtækisins sem þeir vinna fyrir, bera ábyrgð á framkvæmd ferðarinnar og að farþegarnir fái það sem þeir hafa greitt fyrir. Star f ok kar leiðsög umanna felst meðal annars í því að fræða erlendu farþegana okkar um land, þjóð, menningu og sögu og þar af leiðandi er hljóðneminn helsta vinnutæki okkar sem vinnum við leiðsögn í rútum. Til þess er ætl- ast af okkur leiðsögumönnum að við höfum svör við nánast öllu á reiðum höndum. Við reynum eftir bestu getu að standa undir þeim væntingum. Nú á tímum upplýs- ingatækni koma farþegarnir vel undirbúnir hingað og vita talsvert um það sem lesa má á vefnum og í handbókum. Þess vegna finnst þeim einkar gaman að vera með íslenska leiðsögumenn og bíl- stjóra, heimamenn sem geta svarað spurningum um það hvernig er að vera Íslendingur (eða íslenskur ríkisborgari) og búa í þessu undar- lega landi. Fróðleiksbrunnar Ég hef oft notið þeirrar gæfu að vera með staðkunnuga bílstjóra, menn sem eru héðan og þaðan af landinu og geta lætt að manni ýmsum mis- gagnlegum en skemmtilegum fróð- leik sem vekur forvitni farþeganna. Þess vegna hef ég stundum haldið því fram að góður leiðsögumaður eigi ekki einungis að kunna að segja vel og greinilega frá heldur verði hann ekki síður að kunna að hlusta. Hlusta á farþegana, bílstjór- ann og aðra sem geta orðið til þess að ferðin verður enn ánægjulegri en ella. Sá leiðsögumaður sem telur sig vita allt á að finna sér eitthvað annað að gera. Gríðarleg ábyrgð bílstjóra Starf rútubílstjórans er mikilvægt, hann ber ábyrgð á farþegunum og farartækinu og á ekki að þurfa að hugsa um neitt annað meðan á ferðinni stendur. Þess vegna er afar vafasöm sú þróun sem því miður er farið að gæta í sívaxandi mæli. Hún er sú að senda bílstjóra í oft margra daga ferð við erfiðar aðstæður án faglærðs og vel þjálfaðs leiðsögu- manns. Nýlegt dæmi: Bílstjóri var sendur í hringferð um landið án leiðsögumanns, en erlendur fylgdarmaður sem aldrei hafði áður komið til landsins átti að gegna því hlutverki. Það þýddi að bílstjórinn þurfti í senn að aka og miðla hóp- stjóranum af þekkingu sinni jafn- óðum og var því í raun orðinn eins konar ökuleiðsögumaður án þess að fá greitt fyrir það sérstaklega. Ég grennslaðist fyrir um þetta mál hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu og fékk þau svör að þau vildu að sjálfsögðu helst hafa íslenskan, fag- lærðan leiðsögumann í öllum ferð- um, en að erlendi viðskiptavinurinn teldi það óþarfa kostnað, nánast munað. Og þar sem kúnninn ræður verður þetta stundum niðurstaðan. Okkur leiðsögumönnum finnst þetta afar miður, enda bitnar það sannarlega á gæðum þjónustunnar og öryggi ferðamannanna, eins og dæmin sanna. Er möl dýrmætari en ferðafólk? Það er gömul saga og ný að þær stéttir sem eru að sinna fólki og vinna með það þurfa stöðugt að berjast fyrir bættari kjörum. Dæmin eru mýmörg, en hér nægir að nefna hjúkrunarfræðinga og kennara. Annað dæmi: Rútubílstjóri sem hafði ekið ferðamönnum um landið þvert og endilangt um tíu ára skeið missti vinnuna þegar Covid-19 skall á og ferðaþjónustan hrundi skyndilega. Hann fékk strax vinnu við að keyra vörubíl, við malarflutninga í vega- gerð eða eitthvað slíkt. Hann var auð- vitað feginn að fá aðra vinnu strax og var lítið að spá í launin fyrr en hann fékk útborgað. Tímakaupið var þrjá- tíu prósentum (30%) hærra fyrir að aka möl en aka með farþega. Hann var auðvitað hæstánægður með það, en þegar ferðaþjónustan hrökk aftur í gang í fyrra fór hann aftur að aka rútu, enda mun skemmtilegra að aka fólki en möl. Skilaboðin frá atvinnu- rekendum eru sem sagt þessi: möl er dýrmætari farmur en fólk. Hvers lags verðmætamat er þetta eiginlega? Gæði og fagmennska hljóta að vera hagsmunamál allra sem starfa í ferðaþjónustunni, ekki græðgi og tækifærismennska eins og við í Leið- sögn höfum sorglega oft orðið vitni að. Eitt helsta vandamálið í fyrra- sumar var skortur á faglærðum og reyndum leiðsögumönnum vegna þess að margir þeirra hurfu til ann- arra starfa vegna ótryggs ráðningar- sambands og lélegra launa og hika jafnvel við að gera það nú þegar stefnir í stórt ár í greininni. Var það (og er) vegna þess að við erum „bara“ að þjóna fólki sem hingað er komið til að njóta landsins okkar? Þetta þarf vitaskuld að laga til að við getum þjónað farþegum okkar sómasamlega. Við sem vinnum í ferðaþjónustunni verðum að vinna að því saman. Öllum, farþegum sem og ferðaþjónustunni allri, til heilla. n Möl dýrmætari farmur en ferðafólk Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna Skilaboðin frá atvinnu- rekendum eru sem sagt þessi: möl er dýr- mætari farmur en fólk. Hvers lags verðmæta- mat er þetta eiginlega? Flestir skyni gæddir menn vita, að ekkert átta vikna spendýr hefur náttúrulega burði til að standa á eigin fótum, eitt með sjálfu sér. Þessa dagana er UST (Umhverfis- stofnun) að fjalla um og undirbúa tillögur um hreindýraveiðar til umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hann ákveður svo, hverjar reglur um hreindýraveiðar skulu gilda 2023; hversu mörg dýr má drepa, tarfa og kýr, og á hvaða tíma. Það er auðvitað sá ljóður á þessu máli, að ráðherra sjálfur er hreindýraveiðimaður, en lengi má manninn reyna. Fyrirkomulag veiða til þessa Yfirleitt hefur fjórða hvert dýr verið drepið ár hvert. Þetta er auðvitað feikihátt hlutfall. Árvisst áfall og uppnám í hverri hreinfjölskyldu. Fjölskyldur hreindýra halda líka saman, eins og fjölskyldur allra spendýra. Hjá þeim ríkir líka væntumþykja, söknuður og sorg. Farið er að fella tarfa mest 1.-15. júlí. 1. ágúst mega svo veiðimenn fara að skjóta hreinkýr. Þær eru allf lestar með kálfa, sem fæðast seinni hluta maí, jafnvel fram í júní, og eru þeir yngstu rétt 7-8 vikna, þegar farið er að drepa mæðurnar frá þeim. Flestir skyni gæddir menn vita, að ekkert 8 vikna spendýr hefur náttúrulega burði til að standa á eigin fótum, eitt með sjálfu sér, enda eru hreinkýr mylkar til 5-7 mánaða aldurs kálfa, og fylgja þeir móður sinni fram á næsta vor, ef bæði lifa. Hreindýr teljast fyrst fullvaxin 2 vetra. Þennan tímaramma má kalla lögmál náttúrunnar sjálfrar. Tilmæli UST um að geldar kýr séu fyrst veiddar, eru bara tilraun til að sminka athæfið. Staðhæfingar veiðimanna og fylgismanna þeirra Í blaðaviðtali sagði formaður félags leiðsögumanna hreindýraveiði- manna, sem talist getur talsmaður Náttúrustofu Austurlands og veiði- manna líka, þetta: „Í rauninni höfum við ekkert í höndunum um það, að það (lengdur griðatími kálfa) breyti einhverju fyrir kálfana, af því að sú rannsókn er ekki til“. Þessum staðhæfingum virðist UST og umhverfisráðherra trúa, þótt vísindalegar rannsóknir, sem þessir aðilar ættu að hafa greiðan aðgang að, sýni allt annað. Þetta segja vísindin nefnilega Það eru til margvíslega heimildir, vísindagreinar, sem sýna og sanna, hversu erfitt uppdráttar ungviði, sem misst hefur móður sína, á sér. Hér eru nokkrar slíkar: „Kálfur, sem missir móður sína, hefur minni lífslíkur að vetri, þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjennberg and Slagsvold“ (1968)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarð- ar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar for- eldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var, að færri móður- lausir kálfar lifðu af en þeir, sem móður áttu (Joly (2000)). „Munaðarleysingjum, sem eru lægstir í goggunarröðinni, er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al. (1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis, umfram mjólkurgjöf, felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunnvenjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Hvað segir Fagráð um velferð dýra? Fagráð um velferð dýra á að vera UST og umhverfisráðherra „... til ráðuneytis um stefnumótum og einstök álitaefni, er varða málefni á sviði velferðar dýra“ skv. lögum. Haustið 2019 beindi Fag ráðið þessum tilmælum til UST og umhverfisráðherra: „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða ...“. Þetta hefði þýtt, að veiðitími kúa hefði ekki mátt hefjast fyrr en 1. september, í stað 1. ágúst. Hefði verið spor í rétta átt. Á fundi með UST, Náttúrustofu Austurlands og umhverfisráðuneyt- inu í janúar 2020, bætti Fagráðið svo um betur, að betur athuguðu máli, og lagði fram skýr tilmæli um, að hreinkýr yrðu ekki drepnar frá kálfum sínum svo lengi, sem þær væru mylkar, mjólkandi, sem var auðvitað málefnaleg og mannúðleg hugsun og tillaga og í samræmi við lögmál náttúrunnar. Skv. henni hefði fyrst mátt veiða hreinkýr 1. nóvember, þegar kálfar væru 5 mánaða. Hefði staða þeirra gagnvart vetri og lífsbaráttunni þá auðvitað stórbatnað. Hvað gerir ráðherra nú? Guðlaugur Þór gerði ekkert með þetta í fyrra. Áhrif Skotvíss, veiði- manna og hagsmunaaðila eru mikil. Hagsmunaaðilar fá á annað hundr- að milljónir á ári í sinn hlut á grund- velli greiddra hreindýraveiðileyfa. Skv. síðustu tölum, sem undir- ritaður hefur (2013), fengu land- eigendur/ábúendur 106,8 milljónir, Náttúrustofa Austurlands 8,5 millj- ónir og UST sjálf 20,4 milljónir. Eru þá tekjur Austfirðinga af hreindýra- veiðimönnum, sem eru þar í þús- undatali á ferð, hvert sumar/haust, ótaldar. Hér eru auðvitað mikil og sterk öfl á ferð, sem vilja sem mestar veið- ar, hvað svo sem það kostar dýrin, líðan þeirra og velferð. Þessi öfl hafa leitt til þess, að UST og ráðherra hafa misvirt lögmál náttúrunnar við ákvörðun veiði- tíma kúa. Stóra spurningin er, hvort ráð- herra hafi vilja og getu til að virða lögmál náttúrunnar, að tilmælum Fagráðs, fyrir 2023. n UST og umhverfisráðherra misvirða lögmál náttúrunnar Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og dýraverndarsinni 14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.