Fréttablaðið - 17.01.2023, Síða 28
Það er auðvitað búið
að vera óhemjumikið
kuldaskeið hér á
suðvesturhorninu.
odduraevar@frettabladid.is
Borgný
Katrínardóttir
líffræðingur
„Það er ekki
algengt að and-
fuglar festist í
ís og oft virðast
þeir bara fastir
því þeir eru að
spara orku í kuldanum og geta því
legið hreyfingarlausir lengi,“ segir
Borgný, líffræðingur við Náttúru-
fræðistofnun Íslands, í svari við
fyrirspurn Fréttablaðsins um það
hvort það sé algengt að fuglar
festist í ís líkt og dæmi er um að
hafi gerst síðustu daga.
Blaðið ræddi meðal annars við
konu sem kom tveimur álftum
til bjargar í Keflavík sem frosið
höfðu fastir. Sagðist konan hafa
eytt um einum og hálfum tíma í
björgunina.
„Álftir sérstaklega eru það kraft-
miklir fuglar að þær eiga í flestum
tilfellum að geta losað sig. Ef þær
eru fastar þá er líklega oftast eitt-
hvað undirliggjandi, svo sem sjúk-
dómar eða meiðsli,“ segir Borgný.
„Það er auðvitað búið að vera
óhemjumikið kuldaskeið hér á
suðvesturhorninu sem reynir á
fuglana og því gott að hjálpa þeim
með matargjöfum. Varðandi and-
fuglana þá er ágætt að hafa í huga
að gefa þeim í bland við brauð eitt-
hvað næringarríkara, eins og heil-
korn og hundaþurrmat sem dæmi.
Hægt er að nálgast upplýsingar á
netinu um hvað má gefa þeim.“ n
Ekki algengt að fuglar frjósi fastir
Álftin festi sig í frostinu um helgina.
Mynduðu ástina
við eldfjallið
Ljósmyndararnir Styrmir
Kári Erwinsson og Heiðdís
Guðbjörg Gunnarsdóttir sér-
hæfa sig í brúðkaupsmyndum
erlendra ferðamanna hér
á landi. Síðastliðinn ágúst
voru þau viðstödd brúðkaup
bandarísks pars og tóku
myndir sem unnið hafa til
alþjóðlegra verðlauna.
odduraevar@frettabladid.is
„Þetta var svolítið öðruvísi,“ segir
brúðkaupsljósmyndarinn Styrmir
Kári sem myndaði bandaríska parið
Alissu og Steven þar sem þau giftu
sig í Meradölum þann 16. ágúst á
síðasta ári, örskömmu áður en eld-
gosið gaf upp öndina.
Myndirnar af parinu hafa vakið
alþjóðlega athygli og verið dreift
ótalmörgum sinnum á samfélags-
miðlum. Þau Styrmir og Heiðdís
fengu alþjóðleg verðlaun frá June-
bug fyrir myndirnar. Þau hafa
starfað sem brúðkaupsljósmynd-
arar síðan 2015 og eru því öllu vön
en fyrsta eldfjallabrúðkaupið sitt
mynduðu þau í Geldingadölum
árið 2021.
„Þetta var skipulagt af teymi
af brúðkaupsskipuleggjendum
frá Pink Iceland. Parið f laug með
þyrlu frá Reykjavíkurf lugvelli að
gosstöðvunum ásamt athafna-
stjóranum Tryggva Gunnarssyni
frá Siðmennt, ljósmyndurum og
kvikmyndatökumanni. Á gosstöðv-
unum tók á móti þeim fólk frá Pink
Iceland og svo tók við göngutúr til
að finna hentugan stað fyrir athöfn
með tilliti til vindáttar, sjónarhorna
og þess háttar,“ segir Styrmir.
Hann segir athöfnina hafa verið
stutta en fallega. Allt hafi þurft
að ganga upp, sem það hafi gert
þennan dag. „Veðrið og gasið frá
eldfjallinu var til friðs. Eftir athöfn
var svo búið að skella upp smá pik-
nik með freyðivíni, samlokum og
heitu kakói. Svo röltu brúðhjónin
um svæðið með ljósmyndurunum
fyrir myndatöku fram í rökkur en
þá gekk öll hersingin niður af fjall-
inu í þoku og grenjandi rigningu.“
Þau Styrmir og Heiðdís eru öllu
vön. „Við höfum sérhæft okkur í
að mynda ævintýraleg brúðkaup
fyrir fólk sem vill gera eitthvað
svolítið öðruvísi á brúðkaupsdeg-
inum sínum. Við erum því alvön
að mynda í alls konar íslenskri
náttúru, til dæmis upp á fjöllum
og jöklum, niðri í hellum og undir
fossum.“ n
Þau Alissa og
Steven komust
upp á fjall með
þyrlu en röltu
svo niður. Mynd/
StyrMir og
HeiðdíS
Parið var afar
ánægt með
útkomuna enda
hafa mynd-
irnar vakið verð-
skuldaða athygli
á alþjóðavísu.
Mynd/StyrMir og
HeiðdíS
Við höfum sérhæft
okkur í að mynda
ævintýraleg brúðkaup.
sérfræðingurinn |
24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023
17. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR