Fréttablaðið - 17.01.2023, Síða 30

Fréttablaðið - 17.01.2023, Síða 30
Endurnar sækja í menn og kunna ekki að bjarga sér í svona frosti eins og smáfugl- arnir. Sigríður Svala Másdóttir, dýravinur AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Dýravinurinn Sigríður Svala Másdóttir kom önd í neyð, vegna fimbulkulda á Reykjavíkurtjörn, til bjargar. Öndinni kom hún til Hús- dýragarðsins og hvetur hún alla til að huga að fuglunum í frostinu. odduraevar@frettabladid.is Sigríður Svala Másdóttir segir að hún hafi ekki getað setið hjá þar sem hún gekk fram á andarstegg, nær dauða en lífi, við Reykjavíkur– tjörn. Sigríður segist hvetja alla til að huga að fuglunum í því fimbulfrosti sem nú er uppi en önnur kona hafði samband við Fréttablaðið og hafði sömu sögu að segja. Sú bjargaði tveimur svönum sem frosið höfðu fastir í Keflavík og kom að þeim þriðja dauðum. „Ég skrapp á Tjörnina í gær að gefa öndunum og maður klökknar bara þegar maður sér litlu greyin rífast um matarbita. Tjörnin er líka svo ofboðslega stór og það er svo mikið af öndum, þannig að þeir veikustu verða undir. Mig langar að segja við borgina að það verði að stækka heita pollinn, hafa hann aðeins stærri.“ Sigríður segir að hún væri líka til í að bakkinn við tjörnina væri klakahreinsaður. „Það þyrfti að skafa bakkann því margar endurnar komast ekkert,“ segir Sigríður. „Öndin sem ég bjargaði, ég tók hana bara upp og setti hana inn á mig til þess að hlýja henni. Ég próf- aði að setja andarstegginn í pollinn aftur, hann reyndi að synda og allir tróðu sér yfir hann og ég hugsaði bara að þetta væri hryllileg sjón,“ segir Sigríður. „Ég ákvað að fara ekki heim, því þá hefði ég verið andvaka í alla nótt og ég hefði þurft að tékka á honum strax um morguninn. Þannig að þarna var hann að reyna að kom- ast upp á land, en komst ekki út af þessum snjóklaka. Þetta var mikið átak,“ segir Sigríður. Hún segir öndina hafa komist upp á ísinn en runnið. „Ég ákvað að fara bara á Tjörnina á klakann og detta þá bara ofan í. Þarna er hann að renna en svo sér hann mig og kvakar og veit að ég ætla að hjálpa honum, því hann hafði verið þarna inni á mér.“ Sigríður segist rétt svo hafa náð öndinni. „Ég rétt svo næ að grípa í hann og tek hann inn á mig, svo hleypur maðurinn minn að mér og togar mig upp og við förum beint upp í Húsdýragarðinn með hann.“ Sigríður segist hafa fundið það á öndinni að hún hafi verið ofkæld. „Hún var rosalega köld. Þeir tóku vel á móti henni en hún ætlaði ekki að vilja fara frá mér.“ Í Húsdýragarðinum hafi jafn- framt verið grágæs sem komið hafi verið með af sömu sökum, hún hafi verið að deyja úr kulda. Sigríður segist hafa hringt í garðinn í morgun og sér hafi verið sagt að öndin væri miklu betri. „Þeir sögðu mér að ef ég hefði ekki bjargað honum þá væri hann dáinn núna. Mig hefði ekki langað að mæta á Tjörnina í dag og sjá hann dáinn, þannig að sem betur fer gerði ég eitthvað í þessu. Þeir sögðu að hann væri farinn að borða og svona. Þeir ætla svo að sleppa honum í dag og ég bað þá um að sleppa honum bara í Tjörnina.“ Sigríður segist vera mikill dýra- vinur. Hún er úr Kópavogi en segist fara reglulega að Reykjavíkurtjörn. „Við þurfum öll að vera vak- andi fyrir þessu. Endurnar sækjast í menn og kunna ekki að bjarga sér í svona frosti eins og smáfuglarnir. “ n Sigríður stakk andarstegg inn á sig á Reykjavíkurtjörn Sigríður heimsótti stegginn í Húsdýragarðinn. Hann hafði allur braggast og mun lifa af. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRyGGUR ARI FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut, dv.is og frettabladid.is 26 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 17. jAnúAR 2023 17. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.