Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Síða 2
Stutti Pétur
frá Pietersburg í
ur og 37 börn.
YO
ÖRLAGARIKUR RAKSTUR.
Seinni krossferðin til landsins helga
var farin árið 1147. Meðal þjóðhöfðingja
þeirra, er tóku þátt í henni, var Louis
VII. Frakklandskonungur. En þetta var
engin frægðarför. Louis varð fyrir mikl-
u,m áföllum og misti mikinn hluta liðs
síns. Hann kom heim aftur að tveim ár-
um liðnum; en eitt með því fyrsta, sem
hann gerði, var að láta raka af sér
skeggið. En þetta tiltæki konungsins lík-
aði Elenaor drotningu svo illa, að hún
tilkynti honum, að sér þætti ekki leng-
ur vænt um hann, og heimtaði skilnað.
Hún fékk skilnaðinn; en fáum árum síð-
ar giftist hún Henry II. Englandskon-
ungi; með Elenaor fekk Henry héruðin
Guyenne og Poitou. Þessu reiddist Louis
svo mjög, að hann sagði Henry stríð á
hendur. Stríði þessu milli Breta og
Frakka lauk ekki fyr en með orustunni
við Rouen, 301 ári síðar. (1152—1452).
Maður að nafni Reb Frommer andað-
ist í Czortkow í Póllandi árið 1928. Þeg-
ar þessi maður dó, hafði hann ekki mælt
orð af munni í 30 ár. Ástæðan er talin
hafa verið sú, að er hann var nýkvong-
aður, hafi hann reiðst við konu sína og
formælt henni. Nokkru síðar andaðist
hún á vofeiflegan hátt, og Frommer á-
leit, að formælingin hafi orðið að áhrins-
orðum. Hann strengdi þess heit, að
mæla ekki orð af munni, eins lengi og
nann ætti ólifað. Og hann efndi trúlega
heit sitt.
Dóttir leikritaskáldsins Shakespeare
kunni hvorki að lesa né skrifa.
Afríku, var þrjú fet á hæð og átti 10 kon-
OTRúLEGT — EN SATT