Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Blaðsíða 11

Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Blaðsíða 11
F. v. LUCKNER GREIFI: HAFÖRNINN Æfintýralegar, ótúrlegar, en sannar frásagnir frá síðustu heimsstyrjöld. I. Eg gerist sjónmður. Vinir minir hafa oft mælst til þess við mig, að ég færði í letur ýmislegt af því, sem á daga mína hefir drifið; og beðið mig að segja þeim í bókarformi nokkuð frá einkalífi mínu og þó einkum sjómanns- æfintýrum mínum. Þeir halda víst — þeir góðu menn — að líf þess manns hljóti að hafa verið töluvert frábrugðið lífi alls fjöldans, sem lætur sér koma til hugar að heyja. stríð á seglskipi, nú á þessari tækninnar öld, og framkvæmir þessa h.ugmynd sína meira að seg-ja með þeim ágætum, sem raun hefur borið vitni um. Því ber heldur ekki að neita, að á flækingi mínum, hingað og þangað um heiminn, hefir margt það skeð, sem í frásögur væri fær- andi. Saga mín er líka saga manns, er sjálfur valdi sér það hlut- skifti, að yfirgefa ríkt og mikilsvert foreldraheimili, til þess að brjót- ast af eigin ramleik að því marki, sem hann hafði sett sér. Og til þoss að skilja þetta herbragð mitt með seglskipið, og það merkilega fyrirbrigði, að það skyldi takast, verða, menn að hafa fyigst með sögu minni frá bernsku, frá 14. aldursári mínu, er ég strauk að heiman og gerðist skipsdrengur á rússnesku skipi, og þar til nú, er ég er kominn í þá virðingarstöðu að vera liðsforingi í þýska. sjóhernum. Og úr jjví ég nú hefi látið tilleiðast, að segja nokkra þætti úr æfisögu minni, verð ég, lesandi góður, að hefja mál mitt með þvi, að kynna fyrir yður piltung einn í Latínuskólanum í Dresden. Þvi miður stendur nú svo illa á fyrir honum, að hann hefur orðið að »sitja eftir« í bekk sínum. Þetta er söguhetjan. Ættingjum mínum hafði ég heitið því, hátíðlega, að ég skyldi koonast upp í fjórða bekk. Eg hafði reynt að efna. heit mitt, en það hafði ekki tekist. og nú átti ég alt annað en gott í vændum. Amma mín og faðir minn voru ekki á eitt sátt um hvaða upp- eldisaðferðum væri heppilegast að beita við pilt eins. og mig. Hún var blíðlynd að upplagi og vildi »reyna með góðu« og gat aldrei sætt sig við það, að faðir minn beitti við mig hörku, Hún ræddi um þetta við föður minn og spurði, hvort ekki væri rétt, að gera tilraun með, að beita við mig góðu. Faðir minn hafði aftur á móti litla trú á þeirri aðferð. »Það ÖTRÚLEGT — EN SATT 75

x

Ótrúlegt en satt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.