Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Side 16
Leitin að gullnámum Salómós.
I.
Enda þótt Salóimó konungur Israelsmanna hafi ekki í allri sinni
dýrð jafnast á við liljur vallarins, þá var hann auðugasti konung-
urinn, sem sögur fara af. Um auðæfi Salómós. segir svo í I. Konungah.:
»Og Salómó kcmungur lét gjöra. tvö hundruð skjöldu af slegnu
gull’., fóru sex hundruð siklar gulls í hvern skjöld, og þrjú hundruð
buklara af slegnu gulli, fóru þrjár mínur gulls í hvern buklara ...
Konungur lét og gjöra, hásætii mikið af fílabeini og lagði það skíru
gulli. Gengu sex þrep upp að hásætinu, og efst var hásætið kringlótt
að aftan. Br.kur voru báðumegin sætisins og stóðu tvö ljón við brík-
arnar. Og tólf Ijón stóðu á þrepunum, sex báðumegin. Slík smíð
hefur aldrei verið gjörð í nckkru konungsríki. öll voru drykkjarker
Salómós konungs af gulli og öll áhöld í Libaronsskógarhúsinu voru
af skíru gulh'. ekkert af silfri, því að silfur var einskis. metið á dög-
um Salómós. Pví að konungur hafði Tarsis-skip í förum með skip-
um Hírams; þriðja, hvert ár komu Tarsis-skipin heim hlaðin gulh
og silfri, fílabeini, öpum og páfuglum«.
öll þessi auðæfi á Salómó að hafa fengið frá landinu Öfír, sem
getið er um í ritningunni. En hvar var þetta auðuga land? Alls
konar getgátur hafa verið að því leiddar. Hafa. sumir haldið, að
það væri Malay-skaginn, aðrir að það væri eyjan Ceylon, og enn
aðrir að það hafi verið við mynni Indusfljótsins á Indlandi. Margir
hafa ennfremur þótts geta fært sannanir fyrir því, að Námur Saló-
mós, hafi verið í Perú. Christofer Columbus var sannfærður um,
aö hann hefði fundið þær í Vestur-Indíum. Hann hélt, að fjalliö
Sopora á eyjunni Haiti (San Domingo) væri Öfír. Eh það reynd-
ist ekki rétt. •— Ýmsir fræðimenn eru þeirrar skoðunar, að námur
Salómós hafi verið einhversstaðar í suðaustur hluta. Afríku, því að
í óbygðum Rhodesiu, norður af Victoriu, fundust fyrir nokkrum ár-
um (1910) forn námugöng. I námum þessum fundust, silfurpening-
ar,, sem talið er, að séu frá ríkisstjórnarárum Salómós, deiglur úr
steini með gullslettum, á, hnappar og gullarmbönd, sem gerð voru
af svo miklum nagleik, að frumbyggjarnir hefðu ekki getað smíðað
bau. Ennfremur hafa verið gerðar rannsóknir á landsvæðinu um-
hverfis þorpið Zimbabwe, skamt frá Victoria. Rannsóknirnar, sem
þar hafa verið gerðar,. virðast hafa leitt í ljós, að þar hafi Salómó
haft fjárhirslur þær, sem hann geymdi fjársjóðu þá í, er hann
fékk frá landinu Öfír. Saga þessarar leitar er engu síður æfintýra-
leg en Afríkusögur Rider Haggards. Framh.
82
OTRúLEGT — EN SATT