Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Side 7
5. hefti
I. árg. Reykjavík 19. júní 1940
LÍFLÁT MARIU STUART
Maria Stuart, hin ólánsama drottning Skotlands, var dæmd til
lífláts 25. október 1586. Elisabet Englandsdrotning undirskrifaði líf-
láísdóminn 1. febrúar 1587. Hinn 7. febrúar komu fulltrúar drotn-
ingarinnar til Fortheringhay kastalans, þar sem Maria Stuart var
höfð í haldi, og lásu dóminn yfir henni. Aftakan skyldi fara fram
1 kastalanum næsta morgunn. Maria tók dóminum, með hugprýði.
Hún þakkaði fulltrúunum' fyrir þessar gleðifréttir, því að ekkert. væri
sér kærara en að fá að deyja eftir tuttugu ára fangelsisvist og
þjaningar.
Til þess að fullnægja sínum andlegu þörfum, skrifaði hún játn-
mgar sínar, því að henni var synjaö um skriftaföður; því næst skrif-
aði hún sym sínum, James VI Skotlandskonungi, átakanlegt bréf,
og ýmsum öðrum ættingjum og vinum. Að því loknu kallaði hún
þjónustufólk sitt fyrir sig, lét. opna hyrsiur sínar og skifti fjármun-
uni sinum milli þess. Konunum gaf hún skrautgripi þá, er hún átti
eftir, og sagoi, að sér þætti leitt, hve lítið hún hefði að gefa. Hún
bað ráðsmann sinn að skila því til sonar síns, að hyggja ekki á
hefndir vegna dauða síns. Svo kvaddi hún þjónustuíólkið og bað
það að gráta ekki, því að sér liði vel eftir allar þjáningarnar.
Af því að dagur var að kvöldi kominn, fór hún inn í kapellu
sína og baðst fyrir í tvær stundir. Er hún kom. aftur inn í her-
bergið sittj mælti hún við þjónustumeyjar sínar: »Eg held, að það
væri ósköp gott, að ég fengi eitthvað að borða og tæki svo á mig
náðir, því að á morgun má ég ekki aðhafast neitt óvirðulegt, né
bera mig illa«.
Drotningin svaf lítið þá nótt,. Hún var komin á fætur áður en
sól var á lofti, klædd í, svartan floskjól, rauða atlasktreyju og hafði
svarta slæðu yfir sér. Hún rétti einni þernunni vasaklút og baö
hana að binda hann fyrir augun á sér, þegar húni kæmi á aftöku-
staðinn. Er hún hafði kvatt þjónustustúlkurnar með koss,i, fór hún
aftur inn í kapelluna og baðst fyrir. Þegar hún sneri aftur frá
bænagjörð sinni, var sólin komin upp. Hún settist við arininn og
Framhald á bls. 73.