Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Qupperneq 18
MARIA STUART. — Framh. af bls. 73.
Þernur hennar, sem voru hræddar um að líki hinnar látnu drotn-
ingar, yrði sýnt óvirðing, báðust þess, að böðullinn fengi ekki að
snerta það, og að þeim yrði síðar leyft, að leggja það til. En þeim
var vísað út úr herberginu. Böðullinn svifti líkið klæðum og að því
búnu lokaði hann það inni í herbergi við hliðina á herbergi aðstoð-
armanna sinna. Þernurnar gátu séð hálfnakið lík drotningarinnar
í gegnum skráargat. Yfir það hafði verið lauslega breitt gróft klæði,
sem rifið hafði verið af »billard«-boirði. Þarna lá líkið, þangað til
það var farið að rotna, en þá var það smurt og sett í blýkistu. Svo
var það látið standa uppi í sjö mánuði, en að lokum var það grafið
í kirkjugaröinum við Peterborough-kirkjuna, í Northampton.
Madame de Maintenon, kona Louis XIV., lét líflæknir sinn taka
sér blóð einu( sinni eða tvisvar í viku, til þess að hún skyldi síður
roðna af sögunum, sem sagðar voru við hirðina. Sagt er, að klúr-
ari sögur hafi aldrei heyrst.
Fyrir huudrað árum höfðu allmargir bændur í Evrópu þann
sið, að sofa með fæturnar, en ekki höfuðið, á svæflinum. Þeir höfðu
þá skoðun, að fæturnir ynnu erfiðara verk og ættu því að sjálfsögðu
að hafa meiri þægindi!
Stjörnufræðingurinn frægi, Tycho Brahe, er sagður hafa mist
nefið í einvígi við Passberg nokkurn,; og það fylgir sögunni, að hann
hafi látið smíða sér gullnef, er ha,nn festi á andlitið á sér með
lími, sem hann gekk með í vasanum.
Liðsforingi einn í ungverska hernum (1919), Karl Kmetty, er
var dæmur 680 sinnum fyrir ýmiskonar glæpi, stefndi ritstjóra ein-
um fyrir meinyrði!
LEIÐRETTING.
Or talnagaldrinum á bls. 66 í síðasta hefti hafa, fallið eftir-
farandi línur:
Maður setur kommu á milli armmar ag þriðju töluwnar í svar-
rnu (30,07). Mánaðardagurinn var því 30. julí.
Þetta eru menn vinsamlega beðnir að leiðrétta.
Nöfn söludrengjanna, sem seldu mest af 4. hefti, verða birt í
6. hefti.
84
ÓTRÚLEGT — EN &ATT