Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Blaðsíða 12
væri einungis til þess að gera strákinn enn verri en hann er«, sagði
hann. »En gjörðu svo vel. Þú getur reynt það«.
Og amma gamla kallaði mig á sinn fund og sagði: »Ef þú reyn-
ir nú að vexa duglegur, góði minn, skal ég gefa þér 50 pfenninga
fyrir hvert sæti, sem þér tekst að hækka um í skólanum«.
Eg tók þessu. auðvitað, þó ég gæti að vísu. ekki reiknað það út,
jvona í fljótum hasti, hve miklar tekjur þetta var líklegt að gefa
;lf sér: »Eg skal reyna að vera duglegur, amma mín«, sagði ég.
Og svo var þetta ákveðið. Eg va,r töluyert hreykinn yfir því.
:með sjálfum mér, að mér skyldi vera sýnt svona mikið traust og ég
:fór að herða mig að lesa. Ekki bar iðni mín þó ávöxt við fyrsta prófið.
Enn varð ég að tilkynna, að ég hefði fallið.
»Það gerir ekkert til, góði minn«, sagði amma gamla hughreyst-
andi. »Ég sé að áhugi þinn er vakinn, og það er fyrir öllu«.
Og við næsta próf hafði ég hækkað um fjögur sæti. »Sjáum
til«, sagði amma gamla, himinlifandi, »ástundunarsemin borgar sig
altaf«. Og ég var tveim mörkum ríkari.
Við næsta próf féll ég reyndar um tvö sæti, en amma gamla
bað mig, að láta það ekki á mig fá. Aðalatriðið var að missa ekki
kjarkinn, gefast ekki upp.
Eg var í dálitlu aurahraki. Svo var mál með vexti, að ég var
að koma, mer upp kanínubúi og mig langaði sérstaklega mikið til
að eignast eitt fallegt karldýr, sem kostaði sjö mörk. Þetta var tölu-
vert há upohæð, og ætti ég að vinna mér svo mikið inn með við-
skiftunum við ömmu gömlu, varð ég, hvorki meira, né minna, að
hækka um 14 sæti. Ég veitti því nú athygli, að amma gamla dró
aldrei frá tekjum mínum vegna þeirra, sæta, sem ég féll úr. Það
var því augljóst mál, að mest græddi ég á því, að hækka um hæfi-
lega mörg sæti í einu og falla svo aftur, vinna og tapa, til skiftis, en
mjakast þó liægt og markvist upp á við. Og þetta tókst, ég eignað-
ist kanínuna, en þá var ég líka orðinn hæðstur í bekknum.
Eins og gefur að skilja var amma gamla í sjöunda himni af
ánægju yfir sigri sínum og sinnar uppeldisaðferðar. En þá komst
allt upp. Einhvern daginn hitti sú gamla forsitöðumann skólans á
förnumi vegi, og gat þá ekki setið á sér, en spurði hann, með nokk-
urri hreykni, hvernig honum litist á það, að Felix skyldi vera, orð-
inn hæðstur í bekknum.
Skólastjórinn brást ókunnuglega við: »Felix hæðstur í bekknum?
Hér hlýtur að vera um einhvern misskilning að ræða, frú mín góð!
Ég veit ekki betur en Felix sé lægstur, enn semi fyr«.
Amma gamla va.r ekki lengi á leiðinni heim í það skiftið. Hún
reði sér varla fyrir reiði og ég fékk óþvegnar skammir, eins og ég
76 OTRúLEGT — EN SATT