Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Blaðsíða 14

Ótrúlegt en satt - 19.06.1940, Blaðsíða 14
synlega á þessum peningum að halda og ég hét því, að ég skyldi ein- hverntíma greiða, bróður mínum þá að fulJu, með vöxtum og vaxta- vöxtum. Þetta var aðeins lán, sem ég neyddist að vísu til að taka án hans samþykkis. I heimi drauma minna var framtíðin björt og heið. Ég vissi hæfilega mikið um sjómannslífið, og það sem að sjómensku laut, til þess, að ég ba,r engan ótta né kvíða í brjósti. öll »lífsreynsla« mín á þéssu sviði var fengin úr bókum og frá barnaleikjum mínum með fleytur og smáseglskip á tjörnum og við baðströndina. Hið ókomna var mér sem lokkandi æfintýri. Þegar ég var ferðbúinn fór ég til járnbrautarstöðvarinnar. Ég keypti farseðil til Hamborgar. Það var bezt- að byrja strax að lifa eins og sjómaður: Ég tók mér far á 4. farrými. Svo lagði ég af stað út í lífið. Við hliðina á mér í járnbrautar- klefanum sat slátrarasonur. Hann var einnig að fara að heiman. Við ætluðum báðir til sjós. Framh. Sá vinnur, sem vitið hefur meira. Anna Clark var svertingjakona, mjög hneigð fyrir tónlist. Hún hafði keypt sér 3000 dollara píanó, hið stærsta, sem hún gat fengið við sitt hæfi, að því er hún sagði sjálf. Hún vóg sem sé 175 kg. Hún var nú búin að hafa þetta volduga hljóðfæri í stofunni hjá séi í 14 mánuði, en var ekki búin að borga í því nema 260 ddlara. Hún sat við hljóðfærið og lék dreymandi svertingjalag. Klukk- an hafði nýlega slegið þrjú. Alt í einu var barið all-harkalega að dyrum. Anna stóð upp frá hljóðfærinu, gekk til dyra og opnaði þær. Fyrir utan dyrnar stóðu fimm fulltrúar laganna ásam-t, tveimur lögregluþjónum. Þeir voru komriir til þess að stefna önnu fyrir vanskil og sækja píanóið. Einn fulltrúinn ræskti sig og ætlaði að fa,ra að lesa stefnuskjalið, en Anna hrifsaði það af honum, reyf það í tætlur og henti þeim framan í hann. Svo skelti hún hurðinni á nefið á þeim. Þessir fulltrúar og verndarar laganna viss,u mæta vel, að hér var ekki við venjulegt kvenskass að etja. Fyrir nokkrum árum hafði Anna, getið sér hreysti- Oirð fyrir hetjulega framgöngu, þegar no-kkrir hatursmenn hennar ætíuðu að sprengja heimilið hennar í loft, upp. Anna stóð sökudólg- ana að verki, sló þrjá þeirra í rot og skaut aðra þrjá. Það þótti vel gert. »Snáfið í burt«, sagði Anna, »og reitið mig ekki til reiði«. Sendiboðar laganna lögðust, með öllum sínum þunga á hurðina. Anna spyrnti á móti. Klukkan 4 hafði Anna haft heldur betur. Kl. 5 fékk Anna dálitla hvíld. Umsátursmennirnir héldu. að nú væri 80 óTROLEGT — EN SATT

x

Ótrúlegt en satt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.